Tíminn - 13.01.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.01.1982, Blaðsíða 5
Miövikudagur 13. janúar 1982. 5 fréttir Alþýðublaðið segir vinstri meirihluta óllklegan í borgarstjórn eftir næstu kosningar: „AFRAMHALD samstarfs KEMUR VEL TIL ÁLITA” — segir Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, borgarfulltrúi ■ „Núverandi borgarstjórnar- meirihluti er ekki undir forystu Alþýðubandalagsins og verður vonandi aldrei. Alþýðubanda- lagið, Alþýðuflokkur og Fram- sóknarflokkur, sem sameiginlega mynda þann meirihluta, sem nú fer með völd i borginni, vinna saman að stjórn hennar i anda jafnréttis. Það er enginn einn flokkur öðrum fremri. Samstarf þessara þriggja flokka i borgar- stjórn hefur gengið nokkuð vel og betur en þegar þessir þrir flokkar hafa starfað saman i rikisstjórn. Núverandi borgarstjórnar- meirihluti mun stýra borginni til loka kjörtimabilsins, eins og ráðgert var i upphafi en hvað við tekur að loknum kosningum i vor er með öllu óráðið. Hinir ný- kjörnu borgarfulltrúar og borgar- málaráðflokkanna munu að lokn- um kosningum i vor ráða ráðum sinum eins og venja er til og mynda meirihluta um stjórn borgarinnar. Haldi vinstri flokkarnir meirihluta sinum i borgarstjórn kemur áframhald- andi samstarf þeirra vel til álita”, sagði Sjöfn Sigurbjörns- dóttir, annar borgarfulltrúi Al- þýðuflokksins i samtali við Tim- ann i gær, þegar hún var spurð álits á leiðara Jóns Baldvins Hannibalssonar, ritstjóra Al- þýðublaðsins i gær. f leiðaranum segir m.a.: „Sigurjón Pétursson hefur nú þegar kveikt á norska jólatrénu i siðasta sinn. Jafnvel þótt Sjálf- stæðisflokknum mistakist að endurheimta hreinan meirihluta i borgarstjórn er eitt vist. Næsti borgarstjórnarmeirihluti verður ekki undir forystu Alþýðubanda- lagsins og trúlega heldur ekki með aðild þess”. __Kás ■ Sjöfn Sigurbjörnsdóttir Vídeóspólan: ■ Einni umferð er nú lokið á Skákþingi Reykjavlkur en önnur umferðin veröur væntanlega tefld i dag. Alls fengu fimm menn vinning úr fyrstu umferðinni en meðal þekktari skákmanna á Skákþingi Reykja- vikur má nefna þá Margeir Pétursson, Sævar Bjarnason og Asgeir Þór Arnason. Myndin er af skák- mönnum á þinginu. Timamynd GE Búferlaflutningar eldra fólks til Reykjavfkur sídustu þrjú árin: Aðeins 36 um- fram brottflutta Spólan leigð út fyrir miskilning ■ Lögreglan i Reykjavik hefur skilað myndbandaleigunni Videó- spólunni tuttugu og einni spólu af þeim tuttugu og tveimur sem gerðar voru upptæka'r i sl. viku. Eins og sagt var frá i Timanum sl. laugardag kærði lögmaður umboðsmanns EMI Films Ltd. hér á landi Videóspóluna eftir að uppvíst varð að fyrirtækið hefði leigt út eina spólu frá EMI Films, en lagt hafði verið lögbann á það. Tók lögreglan þá 22 spólur i vörsl- ur sinar. Siðar upplýstist i málinu að spólan hefði verið leigð út fyrir misskilning, þar sem það væri staðfastur vilji forsvarsmanna Videóspólunnar að virða lögbann- ið. Var þvi 21 spólu skilað til baka til réttra eigenda en hins vegar heldur lögreglan eftir þeirri spólu sem leigð var út fyrir misskiln- ing. —Kás ■ Sú kenning — sem haldiö hefur verið f ram árum saman — að fólk utan af landsbyggðinni flytjist i stórum stil til Reykjavikur, þegar það er komið á efri ár, og verði siðan þungur baggi á borginni, virðist að mestu vera þjóðsaga a.m.k. ef litið er á 3 siðustu ár. Samkvæmt skrá um aðflutta og brottflutta úr borginni á árunum 1978-’79og 1980 hafa 320 manns 60 ára og eldri flust burt úr borginni, en 356 til hennar, eða aöeins 36 fleiri á þessu þriggja ára timabili. Samkvæmt þessari skrá, er yfir höfuð litið um búferlaflutninga á fólki yfir sextugu. Þessir 676manns 60ára og eldri eru aðeins um 2,8% af þeim nær 24 þús. manns sem flust hafa frá eða til höfuðborgarinnar á þess- um þrem árum. En alls eru um 13,5% þjóðarinnar á þessum aldri. —HEI Fjögurra ára drengur féll niður um vök og drukknaði ■ Fjögurra ára drengur féll nið- ur um vök á Eyjafjarðará og drukknaði. Að sögn Ófeigs Baldurssonar hjá rannsóknarlög- reglunni á Akureyri þá var fyrst leitað til lögreglunnar i fyrradag um fjögurleytið og tilkynnt um að drengurinn væri horfinn. Mikil leit var strax hafin að piltinum og tóku Flugbjörgunar- sveitin, Hjálparsveit skáta og fólk af nærliggjandi bæjum þátt i leit- inni en hún stóð yfir alla nóttina. I fyrradag fannst svo drengurinn látinn undir Isnum skammt frá vök sem talið er að hann hafi fall- ið niður um. Drengurinn átti heima á bæn- um Sandhólum i Saurbæjar- hreppi.Hann mun hafa verið einn að leika sér i kringum bæinn, sið- an farið niður að ánni sem var isi lögð og fallið niður um vök á isn- um. —FRI „Hætti allri yfirvinnu á stundinni VinningshafiíHHI r ■■•■■••• •••• •••• •■•■ ••••• •*••• •••• • ••• ••••■■•• •••••••■ •••■ ■••• ••■•• ••••• •••1 L ■••■ ■■•■• HAPPDRÆTTI HASKÖLA ÍSLANDS hefur vinninginn S. 13630 S. 19514 BILATORG H.F. BORGARTÚNI 24 Vantar pickup diesel '81 og BMW 320 '80, og ýmsa fleiri bíla á skrá Höfum bíla á Plymouth Super Custom árg. 73. Nýtt lakk, sportfelgur. Verð kr. 75.000.- Bronco Sport árg. 73 Sjálfskiptur, 8 cyl. með spili. BílI í sérflokki. Verð kr. 125.000,- Toyota Hiace árg. 76 ekinn 85 þús km. Sparneytinn sendibíll. Verð kr. 60.000.- Chevy Van árg. 74 8 cyl. sjálfskiptur ekinn 83 þús. km. Innréttaður. Skipti á ódýrari. Verð kr. 85.000.- Opið kl. 9-19 alla daga nema sunnudaga. Sfmar: 13630 — 19514. Datsun Cherry árg. 79 ekinn 35 þús. km. Framdrifinn, eyðslu- grannur Verð kr. 75.000.- Plymouth Volare árg. 76 sjálfskiptur, 8 cyl. Allur nýgegnumtekinn Fallegur sportbíll Verð ^r. 85.000.- Skipti á dýrari. Dodge Charger árg. 70 ekinn 30 þús. á vél- skiptingu 8 cyl. 318. Toppbíll. Verð kr. 55.000,- Skipti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.