Tíminn - 15.01.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.01.1982, Blaðsíða 2
2 Mimtm Föstudagur 15. janúar 1982 í spegli Tímans Umsjón: B.St. og K.L. skota ■ Leikarinn Larry Hag- man segist vera tii i margs konar uppátæki fyrir nógu mikla peninga. ,,Eg er bara að vinna fyrir mér", segir hann þegar hann tekur stór- upphæð fyrir að mæta i veislum eða koma smá- stund fram við ýmisleg tækifæri. Yfirleitt eru leikarar. sem hlotið hafa viöur- kenningu, ekki hrifnir al þvi að leika i auglýsinga- myndum, en Larry lék nýlega i 30 sek. auglýs- ingamynd fyrir Skosku ferðamálaskrifstofuna, og sagðist hafa haft gaman af og fengið vel borgað fyrir. 1 myndinni er Larry i kúrekastigvél- um með skrautlegan hatt ■ Þekktastur er Larry Hagman úr DALLAS, en nú hefur hann vent kvæði i kross og leikur i auglýsingamynd og — i skotapilsi! Svo syngur hann: Skotland, þú ert einmitt eins og ég vil! OMflR SHARIF ÆTLARAÐ LEIKA SADAT Feftgarnir Tareq og Omar Sharif ■ Omar Sharif hefur oft verið aðalefni slúður- dálka blaða sem segja fréttir af kvikmyndaleik- urum og öðru frægu fólki. Nú hefur sonur hans Tareq gengið til liðs við slika dálkahöfunda, þvi að hann hefur ráðið sig við útvarpsstöð i Montreal i Kanada, þar sem hann á að hafa rabb- þátt. Tareq var áöur i Millfield-skóla i Somerset i Bretlandi og þótti góður nemandi. Skólabræöur hans sögðu, að hann talaöi alltaf með mikilli virðingu um Omar föður sinn, og ihuga þeir nú, hvort hann myndi taka hann fyrir i slúðurþætti sinum, ef einhver slúður- saga skyldi komast á kreik. Annars hefur Omar Sharif aðallega verið i bridgefréttum upp á siðkastiö, en hann hefur tekið þátt i mörgum bridgemótum og oftast keppt fyrir heimaland sitt Egyptaland. Til stendur að gera kvikmynd um lif og starf Anwars Sadat forseta, sem myrtur var á hersýn- ingu i Egyptalandi á sl. ári og var hans saknaö viða um heim og vakti morð hans mikla reiði og eftirsjá, — nema hjá Libyumönnum, en þar var dansað á götum úti eftir þvi sem opinberar fréttir þaðan hermdu. Einnig glöddust yfir dauða Sadats ofsafengn- ustu ísraelsmenn, sem voru á móti Camp David- samkomulagi Sadats og Begins, og yfirleitt öllum sáttum milli Jsrael og Egyptalands. Omar segir að hann sé ákveðinn i þvi að taka þessu hlutverki og leggja sig allan fram um að vinna það verk með ast og virðingu á manninum Sadat, — þrátt fyrir að hann hafi fengið morðhót- anir ef hann taki að sér að leika hinn látna Egypta- landsforseta. ■ Hann sat i djúpum hægindastól i anddyri Atlantik hótelsins i Ham- borg og lét fara vel um sig. Lengi vel veitti eng- inn honum athygli, þrátt fyrir dökkan makkann, tindrandi bláu augun og brosviprurnar við munn- inn, sem svo margt konu- hjartað hafa hrært. Að lokum fór þó svo, að blaðakona ein, sem leið átti um anddyrið, bar kennsl á hetjuna, lagði leið sina til hans og bað hann um viðtal. — Viðtal? hváði hann brosandi. — Já, þvi ekki það? En það verður að eiga sér stað i ■ —Sérhver kona er full kynþokka, ef hún afteins trúir þvi sjálf, segir sérfræftingur á þessu svifti, Burt Reynolds. Hér er hann i fylgd Sally Fields, sem hann átti lengi vingott vift og bjó meft. Svo fór þó aftlokum, um þaftleyti, sem hún hélt aft hún væri búin aö ná taumhaldi á honum, aft hann fór sina leift og skildi hana eftir i sárum. Staðfastir piparsveinar baðkarinu, þar sem við verðum bæði! Hérna var á ferðinni Warren Beatty, sem orö- inn er 43 ára, vellauð- ugur, ægifagur og heims- þekktur. Hann hefur lengi verið kvennagull hið mesta og má telja i hópi fagurra kvenna, sem hann hefur átt vingott við, Julie Christie, Kate Jackson og Diane Keaton. Engri þeirra hefur þó tekist að draga hann upp að altarinu, enda hefur hann aldrei verið við eina fjölina felldur i kvenna- málum. Til staðfestingar þvi, að hann hefur ekki hugsað sér að fá á sig hnapphelduna, hefur hann stofnað klúbb hinna staöföstu piparsveina. Þeir sem hljóta inngöngu i klúbbinn, verða áður að hafa svarið þess dýran eið að ganga aldrei í hjónaband! Enn sem komið er, eru meðlimir fáir, en þvi glæsilegri. Og konum finnast þeir óvenju girni- legir og eftirsóknar- veröir. Við birtum hér með myndir af nokkrum þeim þekktustu. En hvað er það, sem gerir það að verkum að eitt glæsikvendið af ööru leitar eftir félagsskap þessara manna i von um nánari kynni? Þegar allt kemur til alls, þurfa þær, sem þessu takmarki ná, a ^unuKt*nuarinn sienaur i miori íaugmni og fylgist meo hvernig nemendunum gengur ah læra sundtökin. Sundlaug á hjólum ■ Börn sem hafa ekki aögang að sundstöðum i nágrenni við heimili sin hafa litil tækifæri til þess að læra hina nauðsynlegu iþrótt, sundið. t bæ sem heitir South Bergen i New Jersey i Bandarikjunum fengu börnin enga sund- kennslu, en kristileg félög ungs fólks, sem unnu aö unglingastarfi, fundu ráö við þvi. Forráðamenn félagsins létu útbúa geysistóran vörubilspall með plastsundlaug, svo nú kemur sundlaugin bara til barnanna i stað þess að þau séu að eltast við það langar leiðir aö komast i sund. Þarna hafa þau fengið sundlaug á hjólum, sem ekið er um bæjarhverfin iikt og stundum er gert með bókasafnsbila. Börnin vita að á vissum tima kemur sundlaugin og þá biður hópur tilbúinn til að fá sundkennslu. Sundlaugarbillinn kemur. B — Ekki skil ég hvaft konur sjá vift mig, segir Warren Beatty striftnislega. Hann segist svo sem vcl geta hugsaft sér aft eiga börn, en hjónaband þýfti ekki aft minnast á vift sig. Hann setur einn eiginleika ofar öftrum hjá draumadisinni sinni, hún verftur aft vera fullkomlega heiftarleg og hreinskilin! ■ Jerry Brown er rikis- stjóri Kaliforniurikis. Hann hefur um langt skeift verift i nánum tengslum vift rokksöng- konuna Lindu Ronstadt og hún hefur fylgt honum i ótal kosningaleift- öngrum. En ekkert bólar á hjónabandi. að vera stórkostlegum kostum búnar. Konan verður að sætta sig við aö hann fari öllu sinu fram, þrátt fyrir samband sitt við hana. Hún verður að ala á eigin- girni hans, sem fyrir er nánast takmarkalaus . Hún verður að styðja við bak hans i atvinnulifinu og jafnvel ryðja honum braut. Tryggð er orð, sem ekki finnst i háns orða- bók, og ef þau eignast börn saman, verða þau óskilgetin. Hún verður að leika hina glæsilegu ást- mey og á sama tima koma i stað móður hans! Auk alls þessa, verður hún að hafa það hugfast, að ógiftir karlar deyja fjórum árum yngri en kvæntir kynbræður þeirra, skv. skýrslum!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.