Tíminn - 15.01.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 15.01.1982, Blaðsíða 12
20 Föstudagur 15. janúar 1982 Auglýsing Með visun til 17. og 18. gr. skipulagslaga nr. 19/1964, er hér með auglýst tillaga að deiliskipulagi á Laugarási, uppdráttur ásamt greinargerð. 1 tillögunni felst m.a. breyting á landnotk- un á þessum stað frá þvi sem Aðalskipu- lag Reykjavikur frá 1967 gerir ráð fyrir. Þá liggur frammi til kynningar upp- dráttur, er sýnir mörk náttúruvættis á Laugarási, sem náttúruverndarráð hefur fallist á að friðlýst verði, ásamt reglum þar að lútandi. Framangreind gögn liggja frammi al- menningi til sýnis hjá Borgarskipulagi Reykjavikur, Þverholti 15, frá og með 26. febrúar n.k. á venjulegum skrifstofutima. Athugasemdir, sem menn óska eftir að gera við skipulagstillöguna, skulu hafa borist Borgarskipulagi Reykjavikur, eigi siðar en kl. 16.15 föstudaginn 12. mars n.k. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan ofangreinds frests, teljast samþykkir til- lögunni og þeim breytingum sem hún felur i sér. Reykjavik, 8. janúar 1982 Borgarstjórinn i Reykjavik. Allsherjar atkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar atkvæðagreiðslu við kjörstjórnar og trúnaðarráðs Félags starfsfólks i veit- ingahúsum. Tillögur stjórnar og trúnaðar- ráðs liggja frammi á skrifstofu félagsins frá og með föstudeginum 15. janúar 1982. Öðrum tillögum ber að skila á skrifstofu félagsins Hverfisgötu 42 fyrir kl. 16 föstu- daginn 21. janúar 1982. Kjörstjórn Félags starfsfólks i veitinga- húsum IpÖH/ Auglýsing um fasteignargjöld Lokið er álagningu fasteignagjalda i Reykjavik 1982, og hafa álagningarseðlar verið sendir út ásamt giróseðlum vegna 1. greiðslu gjaldanna. Gjalddagar fasteignagjalda eru 15. janúar, 1. mars og 15. april. Gjöldin eru innheimt af Gjaldheimtunni i Reykjavik, en einnig er hægt að greiða giróseðlana i næsta banka, sparisjóði eða pósthúsi. Fasteignagjaldadeild Reykjavikur- borgar, Skúlatúni 2, veitir upplýsingar um álagningu gjaldanna, simar 18000 og 10190 Athygli er vakin á þvi, að Framtalsnefnd Reykjavikur mun tilkynna elli- og örorku- lifeyrisþegum, sem fá lækkun eða niður- fellingu fasteignaskatta skv. heimild i 3. mgr. 5. gr. laga nr. 8/1972 um tekjustofna sveitarfélaga og samþykkt borgarráðs um notkun þeirrar heimildar. Borgarstjórinn i Reykjavik, 12. janúar 1982. íþróttir Johnson fær enn ad berja — KR-ingar sigrudu stúdenta 92:83 í úrvalsdeildinni í körfu í gærkvöldi ■ Einn ruddalegasti leik- maöurinn i úrvalsdeildinni i körfuknattleik Stew Johnson KR-ingur fékk enn aö lemja og berja án þess að dómararnir sæju nokkuö athugunarvert er Stúdentar töpuöu fyrir KR 83-92 i tþróttahúsi Kennaraskólans i gærkvöldi. Johnson sem er ákaflega klókur i að berja frá sér i leikj- um lét nokkur högg f júka i leik- menn IS i leiknum i gærkvöldi og varö Gisli Gislason einna verst fyrir baröinu á þeim dökka. Eftir leikinn kom til oröaskipta á milli hans og ann- ars dómarans Sigurðar Vals. Þau orðaskipti enduðu meö þvi aö Sigurður veitti Gisla tækni- viti og hyggst hann kæra Gisla til Agadómstóls. í byrjun leiksins var KR alltaf yfir og þegar um 8 minútur voru liðnar af leiknum var staðan orðin 20:10 KR i vil. Þeir héldu siðan forystunni allan fyrri hálf- leikinn og i leikhléi var staðan 47:41 KR i vil. Stúdentar gáfust ekki upp i siöari hálfleik og náðu að kom- ast yfir 67:64 en KR-ingar voru siöan sterkari á endasprettinum og sigruðu 92:83. Hjá KR var Stewart Johnsen bestur, bæði i körfuknattleikn- um og hnefaleikunum, skoraði 34 stig og var siberjandi and- stæöinga sina allan leikinn. Er alveg furðulegt að hann skuli komast upp með margt af þvi sem hann gerir en slikt sæmir alls ekki iþróttamanni. Jón Sigurðsson kom næstur með 23 stig en einnig áttu þeir Birgir Michaelsson og Páll Kolbeins- son góðan leik. Birgir skoraði 14 stig. Hjá IS var Pat Bock stiga- hæstur skoraði 29 stig og með betri æfingu á hann eftir að verða liðinu mikill styrkur. Arni skoraði 18 stig og Gísli 16. Leikinn dæmdu þeir Sigurður Valur Halldórsson og Guðni 01- versson og dæmdu þeir illa, meira að segja mjög illa. Þess má geta að þetta var fyrsti leikurinn i úrvalsdeild sem Guðni dæmir og hafði hann eng- in tök á verkefni sinu. —röp. ■ Hinn nýi leikmaður Stúdenta Pat Bock lék sinn fyrsta leik með IS gegn KR I gærkvöldi og sést hér skora körfu, Johnson KR-ingur kemur engum vörnum við. Timamynd Ella FimmáHM á skíðum ! Staðan Njarðvik....... 11 9 2 917-825 18 Fram ............. 11 8 3 915-844 16 Valur ............ 9 5 4 708-687 10 KR................11 5 6 829-857 10 1R................11 3 8 837-922 6 1S................ 10 1 9 782-869 2 Firma- keppni KKÍ ■ Körfuknattleikssambandiö hefur ákveöið að efna til sinnar árlegu keppni „áhugamanna” i körfuknattleik með svipuðu sniðiog f fyrra. Keppnin nefnist „Firmakeppni KKI” og keppt er um meistaratitil. Rétt til þátttöku eiga allir hópar áhuga- manna. Gjaldgengir til þátttöku eru allirþeirsemekkileika með mei staraflokkum tJrvals- deildarfélaganna og 1. deildar- félaganna. Keppt veröur i riðlum og úr- slitakeppni verður siðan f mars. Leikreglur hafa verið ein- faldaðar sérstaklega fyrir keppnina. T.d. má leika á flest- um íþróttasölum, klukkan er ekki stöðvuð og vítaskotum er sleppt. Leiktimi hefur einnig verið styttur svo hver leikur tekur 45 mfnútur. Þátttökugjald er kr. 600,- á lið og þátttökutilkynningar þurfa að berast til KKI, tþróttamiö- stöðinni f Laugardal, Box 864 fyrir 15. janúar. Þar má einnig fá reglur fyrir keppnina. Upp- lýsingar má lika fá i sima 85949 milli kl. 10.00 og 12.00. ■ Skiðasamband Islands hefur valið keppendur á heims- meistarakeppnina á skiðum en keppnin er tviskipt, alpagreinar og norrænugreinar. Keppnin f alpagreinum fer fram iSchladming i Austurrfki 27. jan.-7. febrúar og á þvi móti mun Ámi Þór Árnason keppa. Keppnin i norrænu greinunum ferfram iOsló 18.-28. febrúar og þar keppa fjórir keppendur fyrir tslands hönd og þeir eru: Haukur Sigurðsson Ölafsfirði, Magnús Eirikssön, Siglufirði, Einar ólafsson Isafirði og Jön Konráðsson ólafsfirði. röp-. Siglfiröingar fá skoskan þjálfara ■ KS — Knattspyrnufélag Siglufjarðarsemleikur i 3. deild hefur ráðið til sin skoska þjálfarann William Hodgeson. Ráðningartiminn er mars til september og þjálfar hann alla flokka. Ekki er Hodgeson með öllu ókunnugur islenskum knattspymuunnendum en hann var þjálfari FH sumarið 1975. Ekki er að efa að KS sem mörg undanfarin ár hefur verið á þröskuldi 2. deildar er mikill styrkur f komu skoska þjálfar- ans. GTG/GD

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.