Tíminn - 21.01.1982, Qupperneq 1

Tíminn - 21.01.1982, Qupperneq 1
Prófkjörið: Viðtöl bls. 9. Upplýsingar bls. 3,5,19 TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ! Fimmtudagur 21. janúar 1982 14. tölublað — 66. árg. Enn ekkert samkomulag um efnahagsráðstafanir: DEILT UM SKATTA OG fjArlaganiðurskurd ,,Hriktir svolítið V\ segir Tómas Árnason - ,,Strandar á óeiningu í Framsóknarflokknum”, segir Ólafur Ragnar Grímsson ■ Enn hefur ekki náöst sam- komulag um efnahagsráöstaf- anir rikisstjórnarinnar. Það sem deilt er um, samkvæmt á- reiðanlegum heimildum Timans, er aö framsóknarmenn leggja mjög mikla áherslu á aö fá lækkun á launaskatti og aö- stöðugjaldi á iðnaði, en alþýðu- bandalagsmenn eru þvi mót- fallnir. Um þetta atriði stendur styrr á milli þessara tveggja stjórnarflokka. Auk þessa eru menn enn aö deila um niöur- skurö á fjárlögum. Tómas Arnason viöskiptaráð- herra hefur talið að það væri meira svigrúm til niðurskurðar á fjárlögunum, heldur en Ragnar Arnalds, fjármálaráð- herra, vill vera láta. Það mál er nú til athugunar hjá báðum flokkum. Þaö kom fram i viðtali Timans við nokkra þingmenn i gær, að stjórnarliða greinir talsvert á um hvernig miði i efnahagsráðstöfunum rikis- stjórnarinnar. Tómas Árnason, viðskiptaráðherra sagði t.d. „Menn takast dálitið á um þessi mál. Það hriktir kannski svolit- ið i,” þegar hann var spurður um stjórnarsamstarfið og Ólaf- ur Ragnar Grimsson, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins sagði: „Mér skilst að það strandi á óeiningu i Fram- sóknarflokknum... Tómas Arnason er með ýmsar sérskoð- anir varðandi efnahagsað- gerðir. Að þvi er mér skilst, þá vill Tómas byggja þessar að- gerðir á þvi sem hann kallar „loftið i fjárlögunum”. Mér finnst sú afstaöa ekki mjög á- byrgðarfull.”' —AB Sjá nánar bls. 4-5. Gúmmí- tékkar: Gróði bankanna bls. 6 SJOMENN SOMDU ■ Bátasjómenn og sjómenn á minni skuttogurun i Reykjavik samþykktu á fundi siðari hluta dags i gær nýjan kjarasamning, þannig að verkfalli sjómanna á þessum skipum var þar með af- lýst. Atkvæðagreiðsla fór þannig að 45 samþykktu, 21 var á móti og 2 atkvæði voru ógild. Fundur þessi hefur þvi verið allt að helmingi fjölmennari en sá er felldi samningana s.l. sunnu- dag. Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavikur var spuröur hvað bæst hafi við samning þann sem sjómenn i Reykjavik felldu á fundi s.l. sunnudag. „Það varð samkomulag um fyrirkomu- lagsbreytingu á löndun hér i Reykjavik, þannig að nú fá sjó- menn á skuttogurum fri bæði um jól og nýár, en slikt var að- eins um jól áður,” Spurður hvort sjómönnum hafi ekki þótt þetta harla litil viöbót sagði Guðmundur: „Vandamálið var það, að við stóðum eftir einangraðir eftir ákaflega ein- kennilegar atkvæðagreiðslur hér og þar um landsbyggðina, þar sem jafnvel 2 samþykktu en 20 menn sátu hjá.” — En hvað þá með sjómenn- ina á stóru togurunum? — Það er engin lausn sjáanleg i þvi máli sem stendur. Þó var ég að gera mér vonir um að þessi niðurstaða hafi áhrif á gang þess máls og flýti fyrir lausn þess. Guðmundur sagði hins vegar mikinn stuðning við þá, hafa komið fram á fundinum i gær. M .a. hafi þeir sem búnir voru að sækja um verkfallsstyrk, samþykkt að falla frá þeim um- sóknum, þannig að hægt væri að nota verkfallssjóð til að styrkja betur þá sem enn eiga i verk- falli. —HEl NÚ ER AÐ ÞREYJA ÞORRANN... ■ Þorrinn byrjar á morgun og þeir i Kjötbúð Tómasar eru tilbúnir með allt sem til þarf. Timamynd: GE Lampa- skermar bls. 12 _______ bls. 2 Exi Hoff- manns — bls. 10-11

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.