Tíminn - 31.01.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 31.01.1982, Blaðsíða 5
Sunnudagur 31. janúar 1982 5 ■ Hringboröið ferkantaða i hrókasamræöum. Frá vinstri: Egill Helgason, Elias Snæland Jónsson, Hrafn Gunnlaugsson, Þorsteinn Jónsson, Knútur Hallsson, Jón Ilermannsson linur á milli, hvort það er verið að gera heimildarmynd sem íjallar um einhvers konar sköpun eða hvort verið er að sýna einhver vinnubrögð. Það er alveg rétt sem Þorsteinn sagði, að slikt er engin heim- ildarmynd, ekki meiri kvikmyndalist en blaðamennska er bókmenntir. Mönnum hættir til að rugla þessu tvennu saman. Og Rokk i Reykjavik er i raun og veru fyrsta heimildarmyndin hingað til, sem ég veit um, sem hefur sett sér ákveðið takmark. Sem vill nota kvikmyndaformið til að lýsa einhverju ástandi. Elias: En varðandi frumsömdu handrit- in. Þú hefur gert myndir eftir handritum sem þú hefur samið sjálfur, er það meiri á- hætta fjárhagslega? Eða hvers vegna vel- urðu það form, en ekki að kvikmynda þekkt bókmenntaverk? Hrafn: Meginástæðan er liklega sú að ef maður gengur út frá þvi að maður er að reyna að yrkja út frá þessu ákveðna list- formi sem kvikmyndin er, þá verður maður að hafa svo mikið frelsi gagnvart sjálfu yrkisefninu, að um leið og maður er kom- inn með bókmenntaverk þá er maður eigin- lega of bundinn fyrirfram. Nema að þú hafir þeim mun fleiri snjalla handritshöf- unda, sem hefur verið skortur á. Þannig að þó það skapi meiri áhættu, þá hefur mér persónulega fundist meira virði að vinna með Yrumsamin handrit. Jón: Ég tek alveg undir það sem Þor- steinn sagði, að það kreppir verulega skó- inn i sambandi við handritsgerðina. Flestar þjóðir sem hafa náð verulegum árangri, á heimsmælikvarða, eiga það að þakka hand- ritshöfundum og leikstjórum, sem vinna kannski mjög mikið saman. Kvikmynda- gerðin á Norðurlöndum hefur verið i mikilli lægð á undanförnum árum, og ein af á- stæðunum fyrir þvi er örugglega sú hvað mikið af þessum ungu leikstjórum hafa skrifað handritin sin sjálfir. Það er ábyggi- lega mjög freistandi fyrir leikstjóra að gera slikt, en menn sérhæfa sig i að gera handrit og koma siðan ekkert nálægt leikstjórn. Ég var á ráðstefnu i Noregi þar sem þetta var diskúterað og menn voru almennt mjög sammála um að það vantaði talsvert upp á handritsgerðina á Norðurlöndum. Bæði handritshöfundana sjálfa og hitt að aðrir legðu hugmyndir sinar fyrir menn sem hafa sérhæft sig i að gera handrit. Egill: Er þetta þá spurning um uppeldi eða hvatningu? Jón: Má ég bæta við að ef leikstjóri gerir sitt handrit undantekningarlaustsjálfur, þá er hann allt að helmingi lengri tima með hverja mynd, hann gerir bæði handritið og leikstýrir. Hann gæti afkastað miklu meira. En eins og Þorsteinn og Hrafn vita vilja sumir leikstjórar eingöngu vinna eftir eigin handritum og vilja alls ekki nota handrit frá öðrum. Þorsteinn: Leikstjóri verður auðvitað að hafa mikil áhrif á handrit áður en það fer i upptökur. Ég held að það hljóti að vera æskilegt aðfá efni, mismunandi vel unnið, frá handritshöfundi sem hefur einhverja hugmyndum hvernig kvikmynd verður til og hvernig hún er byggö upp. Þetta vantar okkur. Við gætum kannski leitað fyrir okkur hjá rithöfundum, en þá vantar nauð- synlega reynslu i kvikmyndum og þá kannski lika hvatninguna til að skrifa kvik- myndahandrit. Af nokkuð mörgum kvik- myndahandritum er siðan kannski aðeins eitt valið til kvikmyndatöku, og hver á þa’ að borga alla vinnuna? Hrafn: Ég held að það sé eitthvað grund- vallaratriði sem ekki hefur komið nógu skýrt fram. 1 Skandinaviu er hellingur af mönnum sem hafa farið á alls konar kúrsa og lært að skrifa handrit út um allt. Það er ekki bara nóg af þeim, það er lika nóg af kvikmyndatökumönnum og tæknimönnum og allt til. Vandamálið sem þeir hafa átt við að striða, er hvort mönnum liggur eitthvað á hjarta. Eru þeir að gera kvikmynd af ein- hverri innri þörf, finnst þeim að þeir verði aðgera kvikmynd alveg eins og maður sem sest niður og yrkir ljóð af innri þörf eða eru þeir bara hagyrðingar, eru þeir bara að taka eitthvað sem liggurá borðinu og leika sér að þvi að búa til biómynd? Það er óskaplega mikill afstöðumunur þarna á milli, hvort maður gerir kvikmynd vegna þess að eitthvað yrkisefni brennur á hans skinni,sem honum finnsthann nauðsynlega þurfa að fjalla um sem listamaður eða hvort maður er að leika sér að þvi að búa til þriller, eingöngu til þess að hárin á áhorf- andanum i salnum risi. Ég held að þetta tvennt verði alltaf að haldast i hendur. Það er alveg sama hversu góða tækni við höf- um, hversugóða handritshöfunda við fáum, á meðan yrkisefnið vantar og menn hafa ekki einhvern innri eld eða sannfæringu um að þeir verði að gera mynd verður aldrei til sú tegund af kvikmyndagerð sem e'g held að skipti okkur mestu máli. Það er náttúru- lega enginn vandi aö leigja handritshöf- unda og biðja þá að skriia handrit eins og eru framleidd i stórum stil i Hollywood, en þá erum við bara komnir út i iðnað, sem er munurinn á höggmyndalist og húsgagna- iðnaði. Jón: Við höfum náttúrulega þessi stóru fjárhagsvandamál við að gera myndir fyrir þetta fátt fólk og það verður ekki auðveld- ara eftir þvi sem lengra liður. En ég er alveg sammála Hrafni og vona að i fram- tiðinni sjáum við meira af frumsömdum handritum og að við eigum eftir að færa okkur nær nútimanum i okkar kvikmynda- gerð. En það skiptir ekki öllu máli þegar verið er að gera mynd eftir bókmennta- verki að það sé einhver metsölubók eða metsöluhöfundur. Meira máli skiptir að sögurnar séu filmiskar, að það sé hægt að skýra eitthvað út frá þeim. Svo er annar handlegguraðþaðeralltafmikil hætta á að kvikmynd sé dæmd eftir forsendum bókar- innar sem hún er gerð eftir. Það er ákaf- lega slæmt fyrir kvikmyndaformið sem slikt, þvi kvikmyndin er auðvitað sjálfstætt verk og á ekki að dæmast eítir sögunni sem hún var upphaflega gerð eftir. Þorsteinn: Ég veit ekki hvort það er jafn mikill munur á þessu og gæti virst i fljótu bragði. Viðhljótum alltaf að gera þær kröf- ur þegar kvikmynd er gerð eftir verki i öðru formi að það sé aðlagað kvikmyndinni sem slikri, hvort sem kveikjan er eitthvað sem einhver hefur heyrt út i bæ, glaðagrein, bók eða leikrit. Það held ég að skipti ekki meginmáli. Og ég veit ekki betur en flestar Hollywoodmyndir séu gerðar eftir skáld- sögum sem hafa birst, og ef ekki, þá er fenginn maður til að gera handrit, siðan tekurannar við, og ailt upp i tiu liði áðuren endanlegt form er komið á kvikmyndina. Þessi spurning um frumsamin verk sem eru kannski búin til á staðnum eða skrifuð einum mánuði áður en myndatakan fer fram er kannski ekki sú allramikílvæg- asta. Nauðsynlegast er að við séum að fjalla um málefni sem okkur koma við núna, i nútimanum, og þar með er ég ekki að segja að það þurfi að hafa gerst i nútim- anum. Ég held að þetta sé fyrst og fremst spurning um það hvort þetta segir okkur eitthvað um okkar lif eða ekki. Hrafn: Ég hef kannski ekki orðað það alveg nógu nákvæmlega sem ég var að reyna að segja áðan. Ég átti við að menn finni eitthvað innra með sér, að það sé ein- hverhugsjón eða listrænn vilji sem kemur verki af stað' Þá getur auðvitað alveg eins veriðum bókmenntaverk eða blaðagrein að ræða. Envaliðá viðíangsefninu, hvort sem það er bók eða eitthvað annað, hlýtur þá að stjórnast af þvi að viðkomanda finnist hann geta komið erindi verksins til skila eða að það eigi eitthvað sérstakt erindi við sam- timann. Ég var alls ekki að segja aö það væri ekki rétt að taka svona verk. En ef menn eru aftur á móti íarnir að leita i bókaskápnum heima hjá sér að einhverri bók til að filma, þá getum við alveg eins hætt. Þá erum við komnir i sömu stöðu og Hollywood-pródúsentarnir sem segja „hvað voru best seldu bækur á sfðasta ári, getum viðekki fengið einhverja menn til að gera handrit úr þeim. Þannig byggir litil þjóð aldrei upp sjálfstæðan kvikmyndaiðn- að. Þá er hún farin að keppa á kolvitlausum fronti. Egill: 1 framhaldi af þessu, hvaða list ræna áhættu geta islenskir kvikmynda- gerðarmenn leyft sér að taka þegar e.t.v. 50-60 þúsund manns þurfa að sjá meðal- mynd til að hún beri sig? Hvað geta menn leyft sér að spila djarft með áhorfendur? Timamyndir: Róbert. Hrafn: Það fer bara eftir afstöðu hvers og eins, ef þú ert reiöubúinn að leggja ibúð- ina þina, íjölskylduheill og lramtið uudir geturðu auðvitað leyft þér lullt listrænt frelsi. En þá getur vel verið að þú gerir bara þessa einu mynd og aldrei neina meir. En þetta er grundvallarvandamál. Til þess að hér komi upp leikstjórar og sterk hefð þurfum við einmitt að geta tekið verulega stóra áhættu i þvi að segja sögu i kvikmynd. Það er ekki vist að það lakist i fyrstu skipt- in, en þetta er eina leiöin til aö komast eitthvað áfram. Það gerist eðlilega ekki neitt ef leikstjórinn er alla tið bundinn af þvi hvað hann lær marga áhrofendur og hvernig hann matreiöir þetta i þá og ef hann reynir alltaf að segja þetta á þann hátt sem áhoríandinn skilur i gegnum sjón- varpið, sem hann er oröinn m jög spilltur af. Jón: Innihaldið verður náttúrulega að höfða til fólks, en ég held aö það sé frekar ó- öruggt happadrætti að ákvarða alltaf bein- linis út frá væntanlegum áhorlendahóp. Þorsteinn: Ég held að það sé alveg á hreinu að allar þessar myndir hafa verið gerðar meö það i huga að þær höfðuðu til allra aldursflokka og allra hópa þjóð- félagsins o.s.frv. o.s.frv. Jón: Ekki allar... Ilrafn: Ég er ekki alveg sammála þessu, við geröum óðal feðranna til dæmis meira sem svona privatflipp... Þorsteinn: Ég er ekki að tala um tilgang- inn,en i reynd hölða þær til ailra hópa þjóð- félagsins. Jón: 1 Útlaganum útilokuðum við 20 prósent af þeim sem mundu normalt fara i bió. Elias: Já, hún var bönnuð innan tólf ára. Jón: Það er erfitt fyrir okkur að sætta okkur við að mynd skuli bönnuð á meðan sjónvarpiö, sem við erum nú oft að benda á, getur sýnt nánast „ócensorerað” og gerir það eitt að tilkynna að myndir séu ekki við hæfi barna. 1 almennri sýningu eru lögin um þetta ákaflega hrein og bein, það eru gæslumenn sem passa upp á aö yngra fólkið fari ekki þarna inn. Tökum Útlagann sem dæmi af þvi hann er bannaður, i honum er nákvæmlega ekkert atriði sem er i likingu við það svæsnasta sem sjónvarpið sýnir. Ilrafn: Það er mikið ósamræmi i öllum þessum boðum og bönnurn. Tökum bara frábæra kómediu eins og „The Good, the Bad and the Ugly”. Hún var bönnuð innan 16 i' bió og siðan sýnd i sjónvarpinu og ekki veit ég hverjum hún var bönnuð þar. Ég held að það veröi að þurfa alveg feiknar- lega mikiötil aðbanna islenska mynd. 1 Út- laganum var til dæmis ekkert sem ekki þætti sjálfsagt og bara heilsusamlegt að sýna börnum. Egiil: Ekkert sem börnin geta ekki lesið i bókinni hvort eð er. En segjum sem svo að nú væri gerö mynd sem siðan yrði bönnuð Hrafn: „Gróskan er Jón: „Við verðum að Hrafn: „... þó við Hrafn: „Við höfum ágæt og áhorfenda- gæta okkur á þvi að gerum heimildar- komið okkur upp fjöldinn líka, en hvað við getum ekki búist myndir um einhverja fiskveiðilögsögu sem varðar íslenskan við jákvæðum sauðaleggi og við erum afskaplega kvikmyndastíl er undirtektum torristur, þá erum við íhaldsamir á, en við ekkert i þessum almennings ekkert nær þvi að þurfum að koma myndum sem er endalaust...” búa til islenska okkur upp ástæða til að hrópa kvikmyndalist” kvikmyndalögsögu” húrra fyrir. | 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.