Tíminn - 31.01.1982, Blaðsíða 23

Tíminn - 31.01.1982, Blaðsíða 23
Sunnudagur 31. janúar 1982 23 vildu teljast og töldust menn meö mönnum. 1 þessum hópi vakti James Joyce óttablandna viröingu sér yngri manna og það var ekki fyrir hann að verða fyrir áhrifum af suðupottinum — hann var einstakur i sinni röð og hafði gert sig sjálfur. Hemingway lýsir i Veislu i farángrinum virðing- unni sem borin var fyrir Joyce, það er næstum stöðutákn að hafa séð hann hvað þá meira. Er hann fór út að éta með Hadley á Michaud: „Það var hér sem Joyce hafði verið úti að borða með fólki sinu, hann og kona hans sátu viö vegg- inn. Joyce var að rýna i matseðil- inn gegnum þykku gleraugun sin og hélt matseðlinum á loft með annarri hendi, Nóra næst honum i senn lystug og matgrönn, Giorgio mjór og snurfusaður og sleiktur á hnakkann, Lucia á gelgju- skeiðinu með hrokkinkoll og öll töluðust við á itölsku”. Börn Joyce voru raunar ógæfu- manneskjur að mörgu leyti,eink- um Lucia. Þau höfðu alist upp á hlaupum millistaða i taumlausri dýrkun á hinum mikilhæfa föður, sem hljöp svo útundan sér alltaf öðru hvoru, og þau áttu sér ekki einu sinni neitt móðurmál. Bæði reyndu sig við listir með litlum árangri og Lucia var geðklofi. Sjálfur var Joyce hrjáður af sjúk- dómum, sér i lagi slæmri gláku sem hvað eftir annað ógnaði al- gerri blindu. Næstu árin var hann skorinn upp æ ofan i æ en fékk litla bót og skammvinna. Þvi þessi þykku gleraugu. Ulysses á prent Meðal þeirra sem Joyce kynnt- ist i Paris var Miss Sylvia Beach sem áttiog rak þá frægu bókabúð, Shakespeare og kompani. Eftir aö margar synjanir höfðú borist frá forlögum um að prenta Ulysses, sem þótti bersögul og jafnvel klámfengin tók Miss ^ Beach aö sér aö gefa bókina út og gerði þaö árið 1922, sama árið og Eyðilandið eftir Eliot var birt. Útgáfudagurinn vitanlega 2. febrúar. Fáarbækur,engar bækur, hafa vakið jafn mikið umtal og jafn hatrammar deilur, og Ulysses. HUn ertilraun tilaö hnitmiða allri reynslu mannsins á einn dag i einni borg, Dublin, hefur verið kölluð fornleifafræði, mannfræði, sagnfræði, sálfræði, eitthvað fleira? Bygging sögunnar þótti strax undraverð, hún er meitlaðri og markvissari en dæmi voru til um, enda var bókin skrifuð eftir ströngu skema og hvergi mátti Ut af bregða. Hverkafli eða þáttur á sér til dæmis samsvörun i hinni upprunalegu Ódysseifskviðu. Og stillinn fylgir strúktúrnum auð- mjúkur eftir. Sjálfur skrifaði Joyce i bréfium það bil sem bókin kom út: „Þetta er epik áf tveimur kyn- þáttum (ísraelum-trum) og um leið hringur mannslikamans auk þess að vera litil saga um dag (lif). Persóna Ódysseifs hefur alltaf heillað mig — meira að segja er ég var drengur. tmyndaðu þér, fyrir fimmtán ár- um hóf ég að skrifa þessa bók sem smásögu fýrir Dubliners! t sjö ár hef ég unnið að henni — til fjand- ans með það! Þetta er lika nokk- urs konar alfræðibók. Ætlun min er að umbreyta goðsögninni sub specie temporis nostri. Hvert ævintýri (það er, hver klukku- stund, hvert tæki, hver listgrein samtengd i bygginarskemanu sem heild) ætti ekki aðeins aö ákvarða, heldur skapa sina eigin tækni. Hvert ævintýri er ef svo má segja ein persóna þó hún sé samin úr persónum — eins og Aquinas segir um hina engilsku gestgjafa”. ,/Mér dettur i hug Hómer!" Sumir kunnu að meta þessa til- raun Joyce, aðrir ekki. W.B.Yeats sagði er hann var hálfnaður með bókina: „Þetta er dásamleg bók. Manni dettur i húg Hómer”! Eliot kvaðst hafa orðið fyrir áhrifum, einkum af tilraun- um til að „draga meðvitaðar lln- ur milli nútímans og fortiðarinn- ar”. Hemingway blessaður sagði að þetta væri „djöfull góð bók”. George Orwell sagðist óska þess að hann hefði aldrei lesið bókina : „Ég fæ minnimáttarkennd. Aðrir voru ekki eins hrifnir. Alit George Bernards Shaw var dálít- iö tvieggjað: ,,A trlandi reyna mennað gera kettiþrifna með þvi að ota trýni þeirra ofan i eigin ski't. Mr. Joyce reynir sömu með- ferð á manneskjum. Ég vona að hann nái árangri”. Það var sem- sé „klám” og „viðbjóður” Ulyssessem helstfórfyrir brjóst- iðá mönnum.E.M.Forster, sem i þann tið þótti góður til sins brúks, skrifaði:, .Ulysses er tilraun til að ata heiminn út i skit, öfugsnúinn Viktoríuismi, tilraun til að láta reiði og drullu skjóta rótum þar sem blíða og ljós hafa ekki náð árangri, einföldun á persónuleika mannsins, og allt i þágu Hel- vitis!” Og er Virginia Woolf var beðin um að gefa i söfnun handa T.S.Eliot setti hún sem skilyrði: „... að hann (Eliot) noti opinber- lega fyrstu 200 blaðsiðurnar af Ulysses á þann eina háttsem þær eru nothæfar til. Ég hef aldrei lesið annað eins bull. Við skulum ekki minnast á fyrstu tvo kaflana ensá 3ji 4ði 5ti6ti— ekkert annað en stráklingur að kreista ung- lingabólurnar sinar. Auðvitað getur veriö að snilli skjóti upp kollinum á blaðsiðu 652 en ég hef minar efasemdir. Og þetta er það sem Eliot dáir”. Bókin var bönnuö, bæði á Eng- landi og i Bandarikjunum, en það kom ekki f veg fyrir að orðstir hennarbreiddistút og sffellt fleiri heilluöust. Banninu fylgdi smygl á sjaldséðum eintökum bókarinn- ar, þeir sem áttu eintak urðu að gæta þess vei þvf setið var um hvert einasta. Loks var banninu aflétt á fjórða áratugnum. Nú orðið er ekki minnst á klám i Ulysses og bókin nýtur virðingar fyrir það sem hún er, nema hvað mörgum reynist erfitt að lesa hana... „Verk i smiðum" Joyce bjó i Paris þar til árið 1940 en ferðaðist þó allnokkuð um en ekki til trlands. Hann gaf út ljóðasafnið Pomes Penyeach, ástarljóð til ýmissa kvenna en einbeitti sér fyrst og fremst að nýju verki sem hann hafði i smiðum. Það tók hann sextán ár að ljúka þvi" en áður hafði hann birt marga kafla þess i ýmsum timaritum, þá var það jafnan kallað „Verk i smfðum”. Við ætlum okkur ekki þá dul aö út- skýra hvað púsluspilið Finnegans Wáke er, hitt er vist að bókin er engri annarri lfk. Það er ekki fyrir hvern sem er aö komast i gegnum hana,það er ekki fyrir hvern sem er aö botna upp eða niöur I henni, en þeir sem það hafa gert þykjast sjá symbóliska sögu heimsins, mannsins, hvers einstaklings, ferðalög i raunveru- leika og draumi, lif, dauða, upp- risu. Þannig má iengi halda áfram og segir ekki neitt. öll til- veran eins og Joyce þekktí hana, var mótuð i þessa bók og segir sig sjálft að eitt aumt tungumál dugði ekki til að tjá hana — bókin er bianda af ensku af öllu tagi, latinu, itölsku, þýsku, frönsku , norsku og fjölda annarra mála, m.a.s. finnsku og ýmissa araba- mála. Finnegans Wake er, og það segir kannski sitt, uppáhald bók- menntafræðinga, málvisinda- manna og annarra slikra, rann- sóknarefnin eru bókstaflega óþrjótandi. Endalokin Er leið á þriðja áratuginn breyttist Paris, útlendingarnir fóru flestir burt og það var ekki jafn mikið að gerast i listum og bókmenntum og áður. Eftir sat Joyce eins og kóngur i riki si'nu, hafði um sig hirö dyggra aðdá- enda, sem nálega litu á meistar- ann sem guð. Enda féll Joyce annað illa en allt snerist um hann, allir töluðu um hans bækur og svo framvegis. Þekktastur þessara lærisveina er Samuel Beckett, landi Joyce, sem kom til Parisar i kringum 1930 nýkominn Ur skóla og fullur aðdáunar á eldri mann- inum. Aðdáunin á Joyce gekk svo langt að Beckett pindi sjálfan sig til að ganga i alltof litlum skóm, vegna þess eins að Joyce var fyrirtaks ánægður meðhvað hann heföi netta fætur! Hins vegar var Beckett aldrei ritari Joyce eins og oft hefur verið haldið fram en hljóp undir bagga þegar meist- arinn kallaði. Joyce átti sérlega erfitt með lestur og skrift vegna þess að sjónin var stöðugt verri, og þvi las hann Beckett (og fleir- um) fyrir kafla úr Finnegans Wake. Það kom fyrir,þegar ein- hver bankaði á dyrnar er Joyce var að lesa Beckett fyrir og Joyce sagði „Kom inn”, að Beckett skrifaði þau orðaskipti sem á eftir fylgdu samviskusamlega niöur. Er Joyce las siðan handritið yfir rak hann i rogastans: hvaðan kom þetta „Kom inn” o.s.frv.? En alltaf komst hann að þeirri niðurstöðu að þessi orð ættu ná- kvæmlega heima á þessum stað og strikaði þau aldrei út! Beckett kom raunar meira við sögu en sem aðdáandi og læri- sveinn. Hann var ungur og myndarlegur, Lucia Joyce varð yfir sig ástf angin af honum. Hon- um likaði vel við hana en fann geðsýkina krauma i henni, gat ekki elskað hana. Áföll sem þetta urðu enn til að brjdta Luciu niður og erleið á fjórða áratuginn varð að koma henni fyrir á hæli. Sál- rænir erfiðleikar bamanna urðu svo enn til þess að draga Ur þreki Joyces sjálfs sem var orðinn sjúkur maður og mörgum þótti sýnt að hann ætti ekki langt eftir ólifað. Honum tókst þó að ljúka við Finnegans Wake sem hann vissi sjálfur að yröi siðasta bók hans, hann fékk fyrstu eintökin i hendurnar 2. febrúar 1939. Yfir- vofandi strið olli honum miklu hugarangri og ótta, eins og of- beldi hafði alla tið gert og er striðið braust út. fluttist hann ásamt Nóru til ZÚrich, en Lucia varð eftir. Giorgio var þá giftur maður og átti son, Stefán James Joyce. t upphafi árs 1941 var Joyce fluttur á sjúkrahús i Zurich til uppskurðar en þá var of seint aö bjarga honum, hann lést 13. janúar. Hann var grafinn þar i borginni, ti'u árum slðar lagðist hinn tryggi förunautur hans, Nóra, til hvildar við hliö hans. Meö James Joyce var geng- inn... James Joyce. —ij tók saman ■ Harriet Sliaw Weaver, árleg framlög til J.J. frá nafnlausum vini... ■ Lucia, ekki beinlínis lieil á geðsmunum... ■ Sylvia Beach, i félagi viö Sj eikspir... SHöfundur Ulysses með nýtt verk i smiðum... ■ Sam Beckett — lærisveinninn fótstóri...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.