Tíminn - 31.01.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 31.01.1982, Blaðsíða 6
6 Sunnudagur 31. janúar 1982 99Af Öskubuskustiginu á Þyrnirósarstigið" innan 16 ára, eða þá mynd sem byggðist á einhverjum afstrakt vangaveltum um kvikmyndaformið? Þorsteinn: Það er á hreinu að menn leggja ekki út i að gera afstrakt myndir eða tilraunamyndir, myndir sem er hætt við að áhorfendur geti ekki skilið nema með ein- hvern stuðning á bak við sig. Þetta verður ekki fyrr en Kvikmyndasjóður hefur meira bolmagn til að styrkja gerð tilraunamynda. Það gæti orðið einhvern tima i framtiðinni, en það er ekki núna. Elias: Þá erum við eiginlega komnir að fjárhagshliðinni. Nú er ljóst að tilkoma Kvikmyndasjóðs hafði góð áhrif á þróunina siðustu árin. Nú stendur yfir endurskoðun á lögum um kvikmyndagerð og kvikmynda- sjóð, hverjar eru framtíðarhorfurnar i fjár- stuðningi við islenska kvikmyndagerð? Knútur: Það heíur gætt talsverðrar bjart- sýni i sambandi við kvikmyndamálin og húner i sjálfusér ágæt. Nú er loks eitthvert lifsmark með islenskri kvikmyndagerð, maður getur sagt að hún hafi risið eins og lik upp frá dauðum, hún er komin af ösku- buskustigjnu yfir á þyrnirósarstigi'ð, en er þt enn með báða fætur i öskustónni. Ég á við að enn er langur vegur framundan þar til komin er hér upp kvikmyndagerð sem hefur þær ytri aðstæður sem annars staðar er boðið upp á. Náttúrulega er það að vissu leyti hlutverk hins opinbera og Kvik- myndasjóðs að skapa þessar aðstæður. Sjóðurinn er auðvitaö ekkert annað en þjónustu aðili við kvikmyndaframleið- endur. 1 fyrstu var framlagið til sjóðsins 30 milljónir gamlar krónur, i dag er það 1 milljón og 500 þúsund. Þessi fjárhæð er náttúrulega óravegu frá þvi að vera fullnægjandi, en þvi má að visu bæta við að sjóðurinn nýtur nú söluskatts af islenskum kvikmyndum, en það er óviss tekjuliður og ég reikna ekki með þvi að hann verði varanlegur, þvi eðlilegast er auðvitað aö söluskattur af islenskum kvikmyndum verði felldur niður. Það sem hefur helst gerst nú upp á siðkastið er þessi nefndar- skipan samkvæmt þingsályktum. 1 nefnd- inni sem falið var að endurskoða kvik- myndalögin og finna leiðir til að efla Kvik- myndasjóð áttu sæti fulltrúar allra þing- flokkanna og fulltrúar menntamálaráð- herra, fjármálaráðherra og kvikmynda- gerðarmanna. Þessi nefnd er búin að skila áliti i fomi nýrra kvikmyndalaga og að þvi mér virðist á þessu frumvarpi ættu tekjur kvikmyndasjóðs að nema 5 milljónum... Þorsteinn: i styrki eru hugsaðar fimm milljónir, aðrar fimm i lán og þriðju i á- byrgðir. Fimm milljónum verður varið tii beinna styrkja, svo er lánsíjárheimild allt að 5 milljónum frá Framkvæmdasjóöi og siðan rlkisábyrgðir fyrir þriðju 5 milljón- unum. Þannig að fjármagn og velta sjóðs- ins yrði i allt 15 milljónir, en kostnaðurinn samt ekki nema um 5, þvi að lánin og á- byrgðirnar skila sér aftur. Knútur: Það er ljóst að héðan af koma þessi lög ekki til framkvæmda fyrr en 1983, það hefur ekki verið gert ráð fyrir fjárveit- ingum samkvæmt frumvarpinu á þessum fjárlögum. En ég hef orð menntamálaráð- herra fyrir þvi að hann muni stefna að þvi að kynna þetta frumvarp i siðasta lagi i vor og reyna að fá það lögfest næsta haust þannig að unnt verði að gera ráð fyrir fjár- veitingu á fjárlögum 1983. Ilrafn: Mér finnst þetta bera allan keim af þvi að þeir aðilar.sem tefja svona lengi að leggja þetta í'rumvarp sem var tilbúið i október fyrir, séu að tryggja aö þeir verði komnir úr ráðherrastólum loksins þegar þarf að taka ábyrgð á að þetta fari i gegn. Mér finnst þetta óskaplega slæleg frammi- staða og seinagangurinn I stil við allt annað sem þar hefur verið aö gerast. Elias: Setjum sem svo að þetta verði samþykkt á haustþingi, hvað þýðir það þá fyrir islenska kvikmyndagerð? Jón: Viðverðum náttúrulega að lita að- eins á þá þróun, sem hefur orðið i kvik- myndagerð i Evrópu. 1 allflestum vestræn- um löndum standa kvikmyndasjóðir að verulegu leyti straum af gerð kvikmynda. A Norðurlöndunum greiða þeir svona frá 40 upp 160 prósentog i Noregi 80 til 90 prósent. Knútur: Og þeir gera verstu myndir i heimi... Jón: Það er kannski ekki það æskileg- asta, Norðmenn hafa gert þetta af illri nauðsyn, þvi annars yrðu ekki gerðar neinar myndir i Noregi. Hrafn: Það nennir enginn að sjá norskar myndir i Noregi. Jón: Það eru ýmsar ástæður fyrir þvi að þeim gengur svona erfiðlega að halda uppi kvikmyndagerð. En ég held að í svona fjár- frekri listgrein, tvimælalaust þeirri fjár- frekustu, verði þetta að koma til ef á annað borð á aö myndast einhver kvikmyndasaga eða kvikmyndamenning i landinu. Það er svo ótrúlega mikið happdrætti að gera kvikmynd að ég held að fáir sem ekki hafa verið beint viðriðnir slikt geri sér grein fyrir þvi um hversu mikla áhættu er að ræða. Égséekki beturen þessi nýju lögséu öll af hinu góða. Og ef þær upphæðir sem þarna eru nefndar standast, þá held ég að það sem ég sagði áðan um 2-3 myndir á ári geti verið raunhæft. Á Norðúrlöndunum þykir nokkuð eðlilegur kostnaður við kvik- myndir á bilinu 2-6 milljónir. Elias: Dæmiö frá Noregi vekur aðra spurningu. Er of mikil fyrirgreiðsla af hálfu hins opinbera kannski til ills þegar kvikmyndagerð á i hlut? Hrafn: Aðaiatriðið er auðvitað það að menn skapimyndir með þeim metnaði að þeir nái með sinu listaverki til fólks. Það skiptir i raun engu máli hvernig þú ferð að þvi, en þetta metnaðarelement verður alltaf að vera fyrir hendi. Það er náttúru- lega ómögulegt ef menn geta gert tiu von- lausar myndir á rikisstyrk. Jón: Sem enda i dósum... Hrafn: Málið er að þarna þarf að fara mjög vandrataða leið. Mér sýnist þetta frumvarp, sem ég hef ekki mikla trú á að verði samþykkt, mjög raunhæft og tel aö þessi nefnd hafi unnið feiknarlega gott og merkilegt starf. Þarna er að meginhluta um lán og ábyrgð að ræða og styrkir ekki nema einn þriðji hluti sem ég held að sé ■ Þorsteinn Jónsson, Knútur Hallsson mjög raunhæf leið. Þá verða menn sem lenda i þvi að gera mjög vonda mynd kannski að stoppa i bili og hugsa sinn gang. En ástandið núna er allt annað. Ég er að gera mynd og er búinn að leggja undir svona þrisvar sinnum allt sem ég á. Það er náttúrulegamjögerfið aðstaða til að vinna við og á endanum hefur hún lika sálrænt vond áhrif á þig — þú ert farinn að spara á kolvitlausum póstum undir lokin, sem kem- ur niður á gæðum þó þú sért með tiltölulega gott hráefni i höndunum. Þú hættir að geta matreitt það eins og þú ætlaðir. Þorsteinn: Ef við litum aðeins á þær leiðir sem hið opinbera hefur farið til að styrkja kvikmyndagerð, þá er það i fyrsta Jagi sú aðferð sem var tekin upp i Sviss og siðan i Þýskalandi, að opinberar sjónvarps- stöðvar borguðu helming kostnaðar við myndir fyrir eina sýningu i sjónvarpi. Þetta kom af stað kvikmyndaiðnaði i þess- um löndum. Nú skandinaviska formið er tvenns konar — annars vegar styrkir sem Þorsteinn: „Það er sennilega flöskuhálsinn hjá okkur í dag, það vantar fólk sem getur skrifað handrit” renna til valdra verkefna sem eru dæmi eftir handritum og hins vegar sjálfvirkur stuðningur eins og er i Noregi, en þar er alveg sama hvaða mynd þú gerir eða hvernig hún er, hún fær alltaf sjálfkrafa stuðning i gegnum aðgöngumiðasölu. Ég held að það sé alveg á hreinu að þessi sjálf- virka aðferð sé af hinu illa, algjörlega ástæðulaus. Þetta frumvarp er hugsað þannig að mynd geti til dæmis fengið 20 prósent af kostnaðarverði meðalmyndar i styrk, önnur 20 prósent i lán og þá hefur sjóöurinn lagt fram 40 prósent. Siðan gæti hann útvegaö rikisábyrgö fyrir öðrum 20 prósentum á lánum sem viðkomandi fram- leiðsluaöili tekur. Þarna eru komin 60 prósentaf framleiðsluverði. Restina ætti að vera hægt að fá i bönkum eða eftir einka- fjármagnsleiöum. Þannig ætti að vera tryggt að hægt sé að gera kvikmyndir án þess aö leggja undir ibúðir eða sina fjár- hagslegu tilvist. Nú ef mynd ekki skilar neinum fjárhagslegum hagnaði eða ef verður tap sem næmi 40—60 prósent af kostnaðarverði er hægt að hugsa sér aö sjóðurinn greiði lánin upp I styrkjum eftir á. Náttúrulega með þvi fororði aö myndin hafi veriö gerð af einhverjum alvarlegum ásetningi og hafi eitthvað til að bera. Elias: Ef þessar prósentutölur eiga aö standast þýðir þaö þá ekki aö sjóöurinn geti aöeins lánað út á örfáar myndir á ári? Þorsteinn: Ég held að flestir séu sam- mála um að það sé tilgangslaust að leggja I of margar myndir á ári. Þetta liggur á bilinu 2—4 af leiknu gerðinni og kannski 5—10 af hinni geröinni. Jón: Ég vildi koma einu að sem kannski hefði átt að vera fyrr i okkar umræðu. Ég vil leggja mikla vigt á það að kvikmyndin virkar sem eins konar Þjóðleikhús alls landsins. Við höfum möguleika á hlutum sem leikhúsið hefur ekki i sama mæli. Við getum komið frá okkur verkum til allra Islendinga á mjög skömmum tima. Við getum farið yfir landið á þremur mánuð- um. Hrafn: Við náum sama áhorfendafjölda á eina islenska mynd og Þjóðleikhúsið á allar sinar sýningar á einu ári. Spurðu svo hvað Þjóðleikhúsið hefur i styrk og hvað kvik- myndagerðin fær i styrk. Og spurðu svo hvort fjölmiðlun og tækni nútimans ætti ekki að breyta þessum hlutföllum jafnt og það breytir öörum hlutföllum i þjóðfélag- inu. Sitjum viö ekki þarna uppi með ein- hvers konar steinaldarskepnu? En það er einn hængur þarna á, ég held að hvernig Jón: „í Útlaganum útilokuðum við 20% af þeim sem mundu normalt fara í bíó” sem sjóöurinn starfar og hverjir sem sitja i stjórn hans verði hann alltaf að vara sig á að dæma kvikmyndir út frá handritum, þvi handrit er allt annað en kvikmynd, það er texti. Þetta benti Jörn Donner á þegar hann var hér og þegar hann var forstjóri sænsku kvikmyndastofnunarinnar lagöi hann ein- mitt sérstaka áherslu á ab veðja á fram- leiðendur sem hafa reynslu og hafa sýnt að þeir eru færir um að klára sitt verk þokka- lega og svo leikstjóra sem hafa sannað það áður i einu tveimur verkefnum að þeir væru færir um að gera mynd. Þetta hefur lyft frekar undir sænsku kvikmyndagerðina rétt núna i lokin. En það kann hins vegar aldrei góðri lukku aö stýra að dæma kvik- myndir út frá handritum, þvi að gera yfir- leitt pólitiskt skipaðar nefndir eða nefndir sem fara fyrst og fremst að blaöa i texta og samtölum o.s.frv. Og þvi meiri samtöl og texti, þeim mun hæfari telur nefndin sig til að dæma handritið — og á endanum eru menn farnir að kvikmynda sjónvarpsleikrit úti i haga. Þaöerheldur ekki kostur. Elias: En stjórnin metur þetta eftir handritum, er það ekki reglan i dag? Knútur: Nei, þaö er ekki hægt að segja að við bindum okkur við handrit. Það er náttúrulega margt annað sem kemur til greina Ég er alveg sammála Hrafni um það sem hann var að segja áðan. Það vegur auövitað mjög þungt þegar leikstjórar og fólk sem hefur sýnt og sannað að það getur gert myndir sækir um stuðning frá sjóðnum. Það er ekki einblint á handrit, enda held ég þó að ég sé ekki fagmaður að það sé hægt að gera handrit meö mjög margvislegu móti. Það sé ákaflega hæpið og kannski alveg út i loftið að dæma eftir handritum einum saman. Elias: Eitt af þvi sem Þorsteinn kom inn á áðan var hlutur sjónvarpsins i kvik- myndamálum erlendis. Hvaða áhrif hefur islenska sjónvarpið haft til að efla islenska kvikmyndagerð? Hrafn: Sjónvarpið hefur auðvitaö orðið til þess að hér hefur skapast viss tæknileg þekking og einstaka menn hafa fengið sitt fyrsta tækifæri þar. Lengi vei var málum þannig háttað i sjónvarpinu að þar gátu ekki orðið neinar framfarir I kvikmynda- gerð. Við bjuggum við aldagamalt kerfi um aö tækni og leikur, það er að segja kvik- myndatæknin, myndmálið, og leikarar væri tvennt óskylt. Þegar ég byrjaði að starfa sem leiklistarráðunautur við sjón- varpið setti ég mér það markmið að reyna að eyða þessum misskilningi, að myndmál og leikur myndu þar eftir haldast i hendur og stefna að þvi að ungir islenskir leik- stjórar sem hefðu lært kvikmyndagerð sér- staklega kæmust að. Þennan stutta tima sem ég hef verið þarna hefur stofnunin verið i algjöru fjársvelti og ekki verið um mörg verkefni að ræða. Þó hafa menn eins og Ágúst Guðmundsson, Lárus Ýmir Óskarsson, Sigurður Pálsson, Þráinn Bert- elsson og nú Viðar Vikingsson fengið sin fyrstu tækifæri þar. Ég held að sjónvarpið ætti að reyna að halda þessari stefnu til streitu. Það verður ekJci til nein kvik- myndabylgja nema upp komi einhver hópur af leikstjórum og ég held að sjón- varpiö ætti aö leggja grundvallaráherslu á að rækta þá upp. Það tekur sinn tima. En þvi miður er ekki hægt að segja aö sjón- varpið sem við getum talað um i alvöru, og það hefur oft jafnvel virkað sem dragbitur þar á. En það er kannski von um að þetta sé að einhverju leyti að breytast. Hins vegar hefur verið gifurleg þröngsýni meðal þeirra manna sem óttuðust það mest að missa spón úr sinum aski þegar þessi stefna var tekin upp. Og þeir hafa náttúrlega gert allt til að halda i sina vasapeninga En svo lengi sem ég fæ einhverju um þokað og gefið einhver ráð, þá held ég að þarna hafi sjón- varpið miklu uppeldishlutverki að gegna. Jón: Þaö má náttúrlega ekki vanmeta hlut sjónvarpsins i þvi að stuðla að ákveðinni tæknilegri uppbyggingu. Nánast allir tæknimenn sem hafa starfað að þessum Is- lensku myndum hafa fengið hluta af sinu uppeldi i sjónvarpinu. Fóiksflóttinn frá sjónvarpinu hefur auðvitað komið út i kvik- myndagerðina. En ég held að margir þeirra hafi einmitt farið þaðan vegna þess Knútur: „Maður getur sagt að kvikmynda- gerðin hafi risið eins og lík upp frá dauðum, hún er komin af Osku- buskustiginu yfir á Þyrnirósarstigið...”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.