Tíminn - 31.01.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 31.01.1982, Blaðsíða 20
20 Sunnudagur 31. janúar 1982 Samvinnumenn - Reykjavík Við boðum til kynningarfundar um bygg- ingarsamvinnu fimmtudaginn 4. febrúar n.k. i fundarsal Samvinnutrygginga að Ármúla 3 á fimmtu hæð kl. 20.00 Á fundinum verða kynntar hugmyndir um aukna hlutdeild byggingarsamvinnu við lausn húsnæðismála Reykvikinga. Fulltrúi frá Þróunarstofnun Reykjavikur mun gera grein fyrir fyrirhuguðum ibúða- svæðum i Reykjavik og nýjustu viðhorfum i þróun byggðar. Kynnt verður starf Byggingarsamvinnu- félags starfsmanna SÍS og starf Bygg- ingarsamvinnufélagsins Vinnan og rætt um markmið með félagslegum húsbygg- ingum. í lok fundarins verða almennar umræður og fyrirspurnir og kannaður hugur fundarmanna til eflingar samvinnustarfi við húsbyggingar. Byggingarsamvinnufélag starfsmanna SÍS Byggingarsamvinnufélagið Vinnan Kaupfélag Reykjavikur og nágrennis. — Maðurinn sem var ekki til gerði gabb að mektarmönnnm í breskn þjóðlífi Stór jörð eða tvíbýli óskast til kaups fyrir fjárbúskap, húsa- kostur ekkert skilyrði. Uppl. i sima 91- 77763. Landrover Diesel árg. '77 til sölu Góður bill Upplýsingar i sima 91-34366 Eftir kl.18. Bogaskemma Til sölu er 340 ferm bogaskemma úr stáli. Hentug sem hlaða eða vélageymsla. Skemman er tilbúin til flutnings. Upplýsingar i sima 91-81793 HOMELITE Rafstöðvar Vatnsdælur , 0 ÞÓR {= ÁRMÚLA11 Keðjusagir ■ Henry Root heitir maður og býr i EÍm Park Mansions 139 i LundUnum. Hann er kominn fast að fimmtugu, fæddur 4. janiíar 1935, af óbreyttu alþýðuslekti og ólst ekki upp við munað. Hann hætti i skóla sextán ára gamall og leikur grunur á að einkunnir hans hafi ekki verið upp á marga fiska. Það hafa störf hans hins vegar verið. Fyrst réði hann sig sem gæslumann á fiskmarkað og að aflokinni herþjónustu um borð i kafbátum, hóf hann sjálfur verslun með fisk. Honum gekk skinandi vel, enda „púlaði ég eins og svertingi, þó ég hafi að visu borgað sjálfum mér heldur hærra kaup en þeir fá”, og árið 1976 var hann orðinn svo vel stæður að hann seldi fyrirtæki sitt, Henry Root Wet Fish Ltd og hefur siðan lifaðaf eftirlaunum sinum. Henry Root er maður meðalhár og rið- vaxinn með falskan efri góm eftir þungt högg iboxkeppni sjóhersins (17 sigrar, tvisvar dæmdur i fangelsi) og hann er enskur i báðar ættir eins langt aftur og hægt er að rekja (1904). Arið 1958 gekk hann að eiga Muriel Potts og er hjónabandið með ágætum þau eiga tvö börn, Doreen fædd 1960 og Henry yngri fæddur 1964. Doreen stundar um þessar mundir heimspeki og þjóðfélagsfræðinám við Essex háskóla, en Mr. Root hefur tölu- verðar áhyggjur af Henry syni sinum. Hann gerir litið daginn út og inn nemahlusta á popp-músik og ber ekkert skyn á hin raun- verulegu verðmæti lifsins eins og fóðurlandið, drottninguna, lög og rétt, og fisksölu. Henry Root eldra þykir æskunni fara hnign- andi og raunar flestu öðru i bresku þjóðlifi tala nú ekki siðan þeir afnámu dauðarefsingu sem aldrei skyldi verið hafa. Hann er ihaldsmaður að upplagi, mikill stuðningsmaður frú Thatchers og þeirra sem lengst eru til hægri i flokknum, hann vill gjarnan styðja þá löggæslumenn sem haröast ganga gegn misyndis- mönnum og minnihlutahópum og klámkaupmönnum. Þetta gerir hann með stöðugum bréfaskrift- um til mektarmanna í þjóðfélag- inu þar sem hann hvetur þá eða letur allt eftir þvi hvernig honum falla stefnumiðin. Þegar mikið liggur við styrkir Henry Root við- komandi með peningagjöfum, einu pundi eöa svo. Ennfremur hefur hann ýmislegan metnað á andlega sviðinu, hann horfir til dæmis mikið á sjónvarp og er óhræddur við að láta skoðun sina i ljós i bréfum til þeirra sem stjórna þáttum. Loks hefur hann skrifað skáldsögu sem hann gerir mikið i að koma á framfæri en gengurekki eins og best verður á kosið. Henry Root er sem sé,og er stoltur af,,,maðurinn á götunniv — aðeins ögn pennaglaðari en al- mennt gerist. Ekki til! Og hvað? Jú, mergurinn máls- ins er aö Henry Root er þvi miður alls ekki til og hefur aldrei verið svo vitað sé. Einhverjum ónefnd- um æringja i London datt i hug að spila dálitið með þá sem helst eru áberandi i þjóðfélaginu og i þvi skyni fann hann upp fiskkaup- manninn Henry Root. Grinari þessi kom sér i adressu á Elm Park Mansions 139 og hóf siöan bréfaskriftir. Bréfin eru flest hin kostulegustu og þá ekki siður svörin! Sumum þykir hólið gott aðrir snúast af hörku gegn ofstækisfullri gagnrýni Mr. Roots. Við birtum hér að neöan nokkursýnishorn úr þessum bréf- um og þeim svörum sem hann fékk. En fyrst má geta þess að er hinn raunverulegi bréfritari vildi leyfa cðrum að skemmta sér með honum, og gefa bréfinút á bók, þá varð fjandinn laus I Bretaveldi. Þeir sem leikið hafði verið á brugöust ókvæða við er þeir kom- ust að þvi hvernig i öllu lá og reyndu að setja lögbann á útkomu bókarinnar. Tafðist útkoma hennar um nokkurt skeið af þess- um sökum en að lokum fékkst þó leyfitil útgáfunnar. Kom bókinút siðsumars árið 1980. Bréfin eru hins vegar flest rituð um vorið eða fyrri hluta sumars 1979, akkúrat um það bil sem Margaret Thatcher var að taka við völdum á Bretlandi og ber að hafa það i huga við lesturinn. Vissulega eru bréfinflestöll miðuð við sérbresk- ar aðstæðuren þó má hafa gaman af mörgum þeirra. Loks má geta þess að fáar bækur hafa vakið jafn miklar deilur með Bretum hin siðari ár og bréfasafn Henry Roots. Skiptust gagnrýnendur blaðanna itvær fylkingar og voru langt ifrá á eittsáttir. Vikublaðið Private Eye fullyrti að þetta væri fyndnasta bók á Bretlandi i manna minnum, og Punch, Daily Telegraph og Observer tóku i sama streng, einnig stórblaðið The Times sem þó er ákaflega vant að virðingu sinni. A hinn bóginn sagöi gagnrýnandi Daily Mail að fyndni bókarinnar væri svona álika og aöhrindafullklædd um manni út i sundlaug, The Spectator sagði að bréfin væru ómerkileg og undir það tók The London Review of Books sem aukinheldur lýsti þvi yfir að út- gáfan væri hneyksli sem forlagið, hið virta Weidenfeld & Nicolson mætti skammast sin fjTÍr. Tima- ritið sáluga, Books and Bookmen svaraði og sagöi aö þvert á móti bæriútkoma bókarinnar vitni um mikið hugrekki. Þannig var hart deilt. En lítum nú á bréfin sjálf. Árituð mynd af lögreglustjóra Fyrsta bréfið er ritað til Sir David McNee, yfirmanns Scot- land Yard og dagsett 21. mars 1979: Kæri Sir David. Láttu þigekki! Skiptu þér ekki af fjölmiðlunum! Venjulegt fólk styður þig fullkomlega i barátt- unni fyrir öflugri lögreglu. Það er betra að tiu saklausir séu læstir inni en að einn sekur gangi laus! Þetta neita stofu- kommarnir að skilja. Vertu ekki dapur þó ,,imynd” þi'n sé ekki sérlega gáfuleg. Við verðum að sætta okkur við að þú kemurekki mjög glæsilega fyrir. Hvað með það? Viljum við að lög- reglumenn i þessu landi sem einu sinni var heimsveldi séu snurfusaðir eins og Mr. Victor Sassoon, rakarinn og snyrtisér- fræðingurinn frá Los Angeles? Fyrirrennari þinn, Sir Robert Mark, var miklu beturað sér i al- menningstengslum svo þetta var auðvelt fyrir liann. Og hann var svo heppinn að geta látið menn sina heyja skotbardaga öðru hvoru. Fólkið var hrifið af þvi. Verst að þegar byssumaður- inn var skotinn i tætlur af 392 lög- reglumönnum skyldi ekki liafa heyrt undir þig. En iáttu ekki hugfallast. Þinn timi kemur. Hérna færðu pund. Notaöu það til að halda uppi lögum og reglu. Jæja þá — þú gerir það litla sem þú getur, cn hvað eigum við, venjulega fólkið að gera? Þú þarft að segja okkur það. Stjórn- málamennirnir (fyrir utan frú Thatcher) leggja ekkert til mál- anna. Gætirðu sent mér mynd af þér? Mig langar til að hengja hana upp í herbergi sonar mins, Henry vngra, i staðinn' fyrir mynd af einhverri hávaðahljómsveitinni sem heitir Boomtown Rats. Strákurinn er 15 ára cn gengur illa að verða að manni. Hann hangir inni hjá sér allan daginn, hlustar á popptónlist og ýmislegt sem verra er. Þegar ég hengdi upp mynd af Sir Robert Mark inni hjá honum var liann ftjótur að rifa liana niður og setja Boom- town hávaðaseggina upp aftur. Vanalega er ég ekki fylgjandi of- beldi en ef hann rífur myndina af þér niður skal ég aö mér lieilum og lifandi berja hann i plokkfisk. Það geturðu reitt þig á. Gefðu þeim enga miskunn! Styddu frú Thatcher! Þinn, með aukinni löggæslu, Henry Root. Bréf frá Zia-ul-Haq Nú mætti ætla að það væri ekki beinlínis hlutverk yfirmanna Scotland Yard aö útdeila mynd- um af sér sem væru þeir popp- stjörnur. En hvað gerist ekki.rit- ari lögreglustjórans skrifar svar- bréf og lætur fylgja með mynd sem Sir David hefur áritað! Og reynir m.a.s. að vera fyndinn, segir Sir David munu fylgjast nákvæmlega með þvi hvort

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.