Tíminn - 31.01.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 31.01.1982, Blaðsíða 12
12 Sunnudagur 31. janúar 1982 ■ „Dýragarðsbörnin" — sagan af vestur-þýsku stúlkunni Christiane F. og vinum hennar vakti mikla athygli þegar hún kom út hér á landi rétt fyrir jólin. Christiane bjó i Berlín og aðeins tólf ára gömul tók hún að neyta eiturlyfja. Á skömmum tima leiddist hún út i heróín og hóf að stunda vændi til að fjármagna eiturlyfjakaupin. Fjórtán ára gömul var hún jafn djúpt sokkin og hugsanlegt var, vinir hennar hrundu niður i kringum hana af völd- um eiturlyf janeyslunnar og það virtist ekkert eiga fyrir henni að liggja nema deyja. Henni tókst þó að rifa sig upp úr eymdinni en sömu sögu er ekki að segja um þúsundir annarra unglinga sem á ári hverju leiöast út i eiturlyfjanotkun. „Dýragarðsbörnin" var mögnuð lesning og án ef hafa ýmsir hrósað happi að þær aðstæður sem þar er lýst sé ekki að finna hér á landi —ennþá. En það runnu tvær grimur á okkur eftir að hafa talað við stúlkuna sem lýsir reynslu sinni hér að neðan. Alltof margir unglingar byrja of ungir að nota áfengi og aðra vimugjafa, sem geta og hafa heltek- ið einstaklinginn og gert hann að þræli sinum. Slik dæmi kannast flestir við. Sumir eiga foreldra sem hafa orðið áfenginu að bráð, ^aðrir frændur eða frænkur. Nú er röðin komin að unglingunum sjálf- um. Við vitum að flestir krakkar byrja að drekka með vinum sínum um helgar, til þess að skemmta sér og hafa mikið f jör, eða jafnveltil aðhalda úpp á sérstök tækifæri, afmæli, að prófin séu búin, 17. júni og svo framvegis. Hver kannast ekki við setningar eins og þessar: „Það var alveg æðislegt f jör í gærkvöldi, við duttum í þaö og f lippuðum al- veg út" eða „Ég man ekkert hvað gerðist i gær- kvöldi, ég var svo full(ur)". Einmitt það gerist þeg- ar fólk fer að tengja saman áfengi og skemmtun og að lokum verður ekki hægt að skemmta sér nema maður hafi vímugjafa undir höndum. Ef eitthvað fer úrskeiðis, til dæmis ef maður gerir eitthvað undir áhrifum sem maður mundi ekki gera annars, þá er alltaf hægt að afsaka sig að maður haf i verið svo fullur að maður hafi ekki vitað hvaö maður var að gera. Þetta er ansi einföld og auðveld lausn á vandanum. Það þarf ekkert að hafa fyrir þessu, bara taka inn töframeðalið og þá verður yfirleitt f jör. Þið spyrjið kannski af hverju þið megið ekki drekka eins og þeir fullorðnu? Eða segið kannski að þau séu fyrirmyndin. En til þess eru vitin að varast þau! i dag, þegar umræða um vimugjafa verður stöðugt meiri og almennari, færist aldur þeirra sem neyta vimugjafa stöðugt neðar. Fjölmiðlar færa þjóöinni þær fréttir að stór hluti arftaka hennar sé hallur undir einhvers konar vimugjafa og er skemmst að minnast „sniff" faraldursins að und- anförnu. Spyrja má hvort þetta ástand sé afsprengi hins margumtalaða neysluþjóðfélags. Vegna þessarar miklu umræðu um vimugjafa- neyslu unglinga náði ég viðtali við rúmlega tvítuga stúlku, sem var orðin dópisti aðeins 12 ára gömul. Raunasaga hennar er sem betur fer ekki algeng, en sýnir að þrældómur fíkniefnanna spyr ekki um aldur. Hún gæti verið hið íslenska dýragarðsbarn. leyndu fyrir skólafélögunum. Svo var ég mjög einræn og átti fáa vini, en áhrif pillanna hjálpuöu mér að eignast þá”. — Hvenær byrjaðir þú aö drekka áfengi? „Ég byrjaöi ekki að drekka fyrr en 14 ára, því ég var mjög fana- tisk á áfengi fram eftir aldri. Afengi var notað þó nokkuð af foreldrum minum, en ég vil taka fram hér og nú aö ég er frá góðu heimili og það er ekki af heimilis- ástæðum, sem ég leiddist út i þennan lifnað”. — Hvernig og hvenær drakkstu? ,,Ég fór i partý um helgar og drakk með vinum og kunningjum, ég byrjaöi eins og aðrir krakkar. En þetta þróaðist fljótt út i fasta kliku af krökkum sem hjálpaðist að við að redda vini og öðrum vimugjöfum, og þar sem við vor- um frekar utangarðs i skólanum, þá urðum við að sýna yfirburði á einhverju sviði, og við sýndum þá i þvi hver þyröi að prófa sem flest efni og hver gæti drukkið mest”. — Hvaöa önnur efni notuöuö þiö? ,,öll efni sem gefa einhver áhrif. Kveikjaragas, spritt, frost- lög, svitakrem, rakspira, lim og fleira. betta hélt klikunni saman. Við redduðum efnum og fórum heim til einhvers úr klikunni og neyttuin efnisins, venjulega i kjallarakompum. Maður þorði ekki að vera með efnin á al- mannafæri eins og krakkar gera i dag”. — Hvernig brugöust foreldrar þinir við? „Þau voru gjörsamlega ráða- laus. Þá var ekki, eins og nú er, um að ræða aðstoð fyrir foreldra sem verða varir viö óvenjulega hegðun barna sinna. Reiði þeirra og ráðaleysi bitnaöi samt litið á mér, þvi ég forðaðist heimilið eins og ég gat, ég var þar rétt yfir blá nóttina. Klikan hélt mjög hópinn og við vorum öllum stund- um saman, undir áhrifum eða i þvi að redda efnum”. — Hvernig fóruö þiö aö þvi aö redda cfnum? „Við stálum úr búöum, seldum hluti sem við áttum og brutumst inn”. — Komst aldrei upp um ykkur? „Jú jú, en ég var heppin eða óheppin aö foreldrar minir höföu lækna sem voru i svipuðu ásig- komulagi og við, og þeir skrifuðu út lyfseðlana”. — Þú sagðir aö strákarnir hafi farið aö selja fikniefni. Hvaö gerðuö þiö stelpurnar til aö afla peninga milli þess sem þiö unn- uð? „Það eru starfandi hóruhús i bænum sem við fórum i og gátum verið þar undir stöðugum áhrif- um. Við fengum vimugjafa en ekki peninga fyrir bliðu okkar. Svo eru klámmyndatökur i gangi og fyrir „leiki” i þeim fékk maöur einnig vimugjafa. En yfirleitt var maður blindfullur eða út úr stónd þegar maður „lék” i þeim. — Seldu strákarnir sig ekki? „Jú. Þeir seldu sig eldri konum og hommum”. — Varstu ekki farin aö gera þér grein fyrir þvi aö þú varst alkóhólisti á þessu timabili? „Nei! Mér fannst þetta bara vera einhver geðveiki sem ég hélt að væri timabundin, þannig að ég ætlaði að taka hana vel út. Siðan reyndi ég að frelsast af geðveik- inni með þvi að ganga i hina ýmsu trúarsöfnuði en gafst alls staðar fljótlega upp. A þessu skeiði var ég 17 ára, átti hvergi höfði minu að halla ég svaf hjá vinum nótt og nótt, á Hjálpræðishernum og á Farfuglaheimilinu. Við vimu- gjafaneyslu er maður fyrst töff, það þykir flott að prófa sem flest og mest. Siðan þróast þetta fljót- lega út i algjöran aumingjaskap. Ég var bókstaflega i ræsinu”. — Hvernig leið þér þegar þú varst allsgáð? „Ég var yfirleitt aldrei allsgáö frá 14 ára aldri. Það má til dæmis segja að ég hafi aldrei upplifað kynþroskaskeiðið þvi ég var i stanslausri vimu allt þaö timabil. En tilfinningin var kannski ekki ósvipuð þeim móral sem venju- legt fólk fær eftir fylleri ef það hefur gert eitthvað af sér eða ver- iö mjög fullt. Við alkarnir fáum móral eftir hvert fylleri þó við höfum ekkert gert, og þessi mór- all er svo mikill og ágengur að hann réttlætir fyrsta glasið að morgni. Maöur gat ekki afborið móralinn óvimaður, maður var alltaf að draga „bömmerinn” á langinn. Þetta er eins og snjóbolti sem hleður utan á sig. Svo þegar ég fór i meðferö upplifði ég „bömmerinn” sem ég var búin að velta á undan mér i mörg ár, það var hræðileg lifsreynsla. Þetta var kannski sérstaklega hræöi- legt vegna þess að þegar fólk verður háð vimugjöfum svona snemma þroskast það ekki eðli- lega og ég var bara fullorðið barn. Einnig vegna þess að áður en ég ánetjaðist vimugjöfum var ég barn og hafði þvi enga við- miðun viö mig sjálfa sem nýtur þjóöfélagsþegn vegna þess aö þvi eldri sem þú ert þegar þú ánetjast vimugjafa þvi meiri viömiöun hefur þú við sjálfan þig sem þroskaðan og allsgáðan einstakl- ing. betta eru „forréttindi” sem við sem byrjum snemma höfum ekki”. — Hver var aödragandinn aö þvi aö þú fórst i meðferð? „Ég sótti um vinnu á góðum vinnustað þegar ég var orðin 19 ára og fékk vinnuna. Þar sem ég hafði aldrei fengið jafn góða vinnu fyrr ætlaöi ég að reyna að standa mig og vera þurr. Það gekk ekki átakalaust fyrir sig þvi taugarnar voru alveg búnar að vera og dag nokkurn kom vinnu- veitandinn að mér þar sem ég sat skjálfandi og var að reyna að vinna. Hann sá hvernig mér leið og sagði: „Okei! Ég skal hjálpa þér. Þú færð að halda vinnunni með einu skilyrði, að þú komir með mér á AA-fund i kvöld”. Ég varð náttúrlega skelfingu lostin og hugsaði: AA, ég hef ekkert þangað að gera, þar eru bara ein- hverjir fullorðnir alkar eða af- dankaðir rónar, en ég lét til- leiðast. Upp úr þvi fór ég i með- ferð á vistheimilið á Vifilsstöðum. Þar var ég i átta vikna meöferð sem reynst hefur mjög vel hingað til en nú eru aö verða þrjú ár siðan ég hætti”. — Hvernig leið þér fyrst eftir meðferð? „Þetta var mjög erfitt, þvi meðferðirnar eru stuttar. Ég bjó þarna i átta vikur i vernduöu um hverfi og var að berjast viö minn sjúkdóm. Svo þegar maður kem- ur út aftur á maður allt i einu að veröa virkur i þjóðfélagi sem maður hefur aldrei áður tekið þátt i. Þaö þyrfti að vera félags- leg aðstoð við alkóhólista eftir meðferð og/eða einhverjar lang- timameðferðir þvi það segir sig sjálft aö maður vérður ekki heil- brigður á fjórum til átta vikum. Einnig var mjög erfitt fyrir fólk HIÐ ÍSLENSKA — Hvenær byrjaöir þú aö neyta vimugjafa? „Ég var 12 ára þegar ég byrjaði aö taka inn diazapam og valium. Ég var mjög stressaö og tauga- veiklaö barn og þess vegna hafði ég aðgang aö þessum pillum. Læknir skaffaði mér þær, en ég átti að taka þær meö reglulegu millibili. Fljótlega komst ég að þvi hversu kaldur og ófeiminn maöur er undir áhrifum pillanna og þær „hjálpuðu” mér félags- lega: ég varð „cool” og „töff” og þoröi að framkvæma hluti sem mig hefði aldrei dreymt aö gera án vimugjafa. Þvi fór ég aö stela úr pilluglösunum, svo ég væri i stööugri vimu”. — Voru vinir þinir meö þér i pilluátinu? „Nei, þar sem ég byrjaði mjög ung að taka inn pillur og átti að heita eftir læknisráöi, þá var þetta feimnismál sem ég hélt ,,Eg var orðin dópisti 12 ára, og frá 14 til 19 ára aldri var ég í stöðugri vímu” sambönd og þau vernduðu mig, þannig aö ég lenti aldrei alvar- lega i klandri viö lögin”. — Varstu i skóla eða vinnu á þessu timabili? „Ég var i vinnu, ef vinnu skyldi kalla þvi ég hélst ekki i neinni vinnu. Óreglan þróaðist alltaf meir og meir, við vorum farin aö reykja hass, sniffa kókain og éta allar þær pillur, sem við komust yfir, ofan á alla hina vimugjaf- ana. Þannig aö eina vinnan sem manni bauðst var timabundin verksmiðjuvinna, þar gat maöur komið og fariö að vild” — Hvernig fenguö þiö pillurnar, hassiö, kókalniö? „Þaö var ekkert mál. Það er ótrúlega mikiöaf hassi og kókaini hér á landi. Svo fékk klikan fljótt sambönd viö dreifingaraðila og strákarnir i klikunni fóru aö „selja” til að fá peninga. Við höföum sambönd við nokkra „Klíkan varð að sýna yfirburði á einhverju sviði, og við gerðum það með því að prófa sem flest efni” eins og mig, sem byrjar snemma i þessu, aö koma út eftir meöferð. Maður er stimplaöur og eina fólk- ið sem maður þekkir er klikan sem maður umgekkst maður á enga aðra vini. Það er lika mjög erfitt að ætla að kúpla sig út úr hópnum, þvi eins og við vitum eru unglingar hópsálir, og að ætla sér að búa einn i ibúð með til dæmis foreldrum, er næstum óhugsandi. En ef maður ætlar að ná einhverj- um árangri þá verður maður að eignast nýja vini og maöur getur helst ekki farið út að skemmta sér þvi freistingarnar eru of sterk- ar”. — Fóru vinir þinir úr klikunni einnig i meöferö? „Nokkrir af krökkunum sem voru með mér gátu rifiö sig sjálf upp úr þessu, þegar þau hittu sinn útvalda en fjögur úr hópnum eru enn i dag vimugjafaneytendur og komnir i ræsiö”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.