Fréttablaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 38
26 30. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 711 Sveitir Mára lentu við Gí- braltar og hófu innrás sína á Spáni. 1789 Fyrsti forseti Bandaríkj- anna, George Washington, sver embættiseið. 1838 Níkaragúa sagði sig úr Ríkjasambandi Mið-Amer- íku og lýsir yfir sjálfstæði. 1939 Franklin D. Roosevelt kemur fram í sjónvarpi, fyrstur bandarískra forseta. 1966 Hótel Loftleiðir er opnað í Reykjavík, 16 mánuðum eftir að framkvæmdir hóf- ust. 1991 Ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks undir forsæti Davíðs Oddssonar tekur við völd- um. 1999 Kambódía gengur í Sam- band Suðaustur-Asíuríkja. LARS VON TRIER KVIKMYNDA- LEIKSTJÓRI 52 ÁRA. „Í hverri kvikmynd reyni ég nýja hluti sem ég hef aldrei reynt fyrr.“ Lars Von Trier hefur gert marg- ar eftirtektarverðar kvikmynd- ir á borð við Dancer in the Dark með Björk í aðalhlut- verki, Breaking the Waves og Idioterne. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Bára Valdís Pálsdóttir lengst af til heimilis á Sunnubraut 16, Akranesi, lést sunnudaginn 27. apríl á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi. Jarðarförin auglýst síðar. Margrét Valtýsdóttir Arnar Halldórsson Ármann Sigurðsson Díana Bergmann Valtýsdóttir Viktor Björnsson Benedikt Valtýsson Jóna Sigurðardóttir Kristrún Valtýsdóttir Erlingur Þ. Guðmundsson ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Okkar ágæta Þorbjörg Finnbogadóttir húsmæðrakennari, Víðilundi 20, Akureyri, er látin. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 5. maí kl. 13.30. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Jónas Finnbogason. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Regína L. Rist lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ mánudaginn 28. apríl sl. Óttar Guðmundsson Gíslunn Jóhannsdóttir Kristín G. Ísfeld Haukur Ísfeld barnabörn og barnabarnabörn. Honolulu er höfuðborg Ha- waii og þýðir á frummálinu Staður í leyni. Hún liggur á suðausturströnd Oahu-eyju sem tilheyrir Honolulu- sýslu. Íbúafjöldi er tæplega 400.000 þúsund. Ekki er vitað með vissu hve- nær byggð myndaðist í Honolulu. Þó eru sögusagn- ir um landnema á þrett- ándu öld. Fyrsti útlend- ingurinn sem sótti heim eyjuna var breskur sjó- kapteinn að nafni Brown og var það árið 1794. Í kjölfarið fylgdu önnur erlend skip og Honolulu- höfn varð vinsælt stopp fyrir flutningsskip milli Norður-Ameríku og Asíu. Hawaii var konungsríki áður en Bandaríkjamenn fengu eyjuna í sitt ríkjasamband. Kamehameha III konungur sem ríkti á nítj- ándu öld og arftaki hans breyttu ríkinu í nútíma- samfélag en á nítjándu og tuttugustu öld voru mikl- ar óeirðir í landinu sem að lokum leiddu til falls kon- ungsríkisins. Það milda veð- urfar sem einkennir borg- ina stuðlar ekki bara að blómlegum ferðamanna- iðnaði heldur líka að heilsu- rækt heimamanna. Nýlega kom í ljós að vegna blíðunnar eru íbúar í mjög góðu formi miðað við aðra borgarbúa Bandaríkjanna. Borgin er ein fárra, af þessari stærð, í Bandaríkj- unum sem gefa út fleiri en eitt dagblað en þar koma út tvö dagblöð, The Honolulu Advertiser og the Honolulu Star-Bulletin. ÞETTA GERÐIST: 30. APRÍL 1907 Honolulu fær borgarréttindi Samtök útivistarfélaga, eða SAMÚT, eru samtök sextán útivistarfélaga með samtals 30.000 félagsmenn. Samtökin voru stofnuð 1998 með það að markmiði að vinna að sameiginleg- um hagsmunum þeirra sem stunda úti- vist og ferðalög um Ísland. „Hlutverk og tilgangur samtakanna er einkum tvíþættur. Að standa vörð um rétt al- mennings til að umgangast náttúruna og vera málsvari aðildarfélaga gagn- vart stjórnvöldum og í öðrum sam- eiginlegum hagsmunamálum,“ segir Skúli H. Skúlason, framkvæmda- stjóri SAMÚT, en hann er einnig fram- kvæmdastjóri Útivistar. „Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélags Ís- lands, átti sinn þátt í stofnun SAMÚT. Hann var þá á þingi og þá kom í ljós að það vantaði sameiginlegan mál- svara fyrir útivistarfólk. Í kjölfarið var SAMÚT stofnað,“ segir Skúli sem telur mikilvægt að útivistarfólk hvers konar hafi sameiginlega rödd og vett- vang. „Stjórnvöld leita til okkar með ýmis mál og það er mikilvægt að geta komið fram sem ein heild. Við erum áheyrnaraðili á ýmsum stöðum þar sem stjórnvöld ræða útivist og náttúru og eigum fulltrúa víða þar sem okkar hagsmuna er að gæta,“ segir Skúli og nefnir störf SAMÚT í samvinnunefnd um miðhálendi Íslands og fulltrúa í svæðisstjórn um Vatnajökulsþjóðgarð og áheyrnarfulltrúa í yfirstjórn Vatna- jökulsþjóðgarðs. „Við höfum einnig verið í samvinnu við umhverfisráðuneytið og fáum til umsagnar þau frumvörp sem snúa að útivistarmálum. Þarna fundum við reglulega auk ýmissa náttúruverndar- samtaka,“ segir Skúli sem segir fundi SAMÚT vera nokkra árlega. „Við hitt- umst ekki endilega reglulega heldur frekar þegar þarf að taka einhver mál fyrir. Það eru þá oftast mál sem snúa að stjórnvaldsaðgerðum sem tengjast útivist og náttúru Íslands. En líka ef aðildarfélög koma með mál sem þarf að finna lausn á sín á milli,“ útskýr- ir Skúli og nefnir sem nýlegt dæmi skipulagstillögur á Lakasvæðinu. „Við viljum gjarnan fylgjast með skipu- lagningu og framkvæmdum stjórn- valda í náttúrunni almennt.“ Skúli segir breytingar hafa verið miklar á síðastliðnum árum og þá helst af hálfu stjórnvalda. „Það má segja að ákveð- ið traust sé komið á milli stjórnvalda og útivistarfólks. Okkur hefur tekist á síðastliðnum árum að fá okkar sjón- armið í gegn og við viljum gjarnan fræða stjórnvöld og leyfa þeim að hafa af okkur gagn,“segir Skúli sem segir markmiðin í dag snúast mikið um há- lendi Íslands. „Skipulag á hálendinu er í töluverðri umfjöllun. Við þurfum að fylgjast vel með þessari umræðu og reyna að koma okkar sjónarmiðum að. Sameiginleg sjónarmið SAMÚT er að það sé sjálfsagt að hafa skipulagsmál í lagi. Enda viljum við ekki sjá neina kaós né óreiðu á hálendinu. Hins vegar er svo sérstakt að hafa þetta frelsi í náttúrunni sem við höfum á Íslandi að það er mikilvægt að halda því. Forðast boð og bönn svo framarlega sem nátt- úrunni sé ekki ógnað og halda áfram að deila náttúrunni með mismunandi hópum og njóta hennar saman,“ segir Skúli. rh@frettabladid.is SAMTÖK ÚTIVISTARFÉLAGA: FAGNA TÍU ÁRA AFMÆLI Í ÁR Frelsi náttúrunnar mikilvægt EINSTAKT FRELSI Samtök útivistarfélaga eru í nánu samstarfi við stjórnvöld þegar kemur að umhverfismálum. Ofarlega á baugi þessa dagana eru skipulagsmál á Lakasvæðinu, segir Skúli H. Skúlason framkvæmdastjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Alþjóðlegi hláturdagurinn verður samkvæmt venju haldinn hátðíðlegur um allan heim fyrsta sunnudaginn í maí. Þetta er í sjötta sinn sem haldið er upp á hlátur- daginn á Íslandi. Upphafsmaður hlátur- jógaaðferðarinnar, ind- verski læknirinn Dr Madan Kataria sem stofnaði sinn fyrsta hláturklúbb árið 1995 eftir að hafa rannsak- að heilsubætandi áhrif þess að hlæja. Dagurinn verð- ur haldinn hátíðlegur bæði í Reykjavík og á Suðurnesj- um að þessu sinni, en það er í fyrsta sinn sem Suð- urnesjamenn taka þátt. Í ávarpi dr. Madan Kataria í tilefni dagsins segir meðal annars: „Við búum við meiri vel- megun nú en fyrir 50 árum. Samt hefur streita, depurð, einmanaleiki og þunglyndi margfaldast hjá þeim sem búa í velmegunarlöndum. Þunglyndi er algengast sjúk- dóma en streita er aðalor- sök allra sjúkdóma. Krabba- meins- og hjartasjúkling- um fjölgar ört. Samkvæmt læknisfræðilegum rann- sóknum er súrefnisskortur í frumum líkamans rótin að flestum sjúkdómum. Hlát- urjóga er áhrifamikil aðferð sem eykur súrefnisupptöku líkamans, veitir fullkomna vellíðan, bæði huglæga, fé- lagslega og andlega því hún dregur samstundis úr streitu. Aðferðin flytur meira súrefni til frumnanna, styrkir ónæmiskerfið, ræðst gegn þunglyndi og hefur yngjandi áhrif á líkamann.“ Í Reykjavík verður verð- ur haldið upp á daginn með hláturgöngu um Laugar- dalinn. Farið verður frá gömlu þvottalaugunum kl. 13.00 og gengið inn í dalinn. Skemmtilegar hláturjóga- æfingar verða teknar á leið- inni og allir komi með nest- isböggul. Ásta Valdimarsdóttir, hláturjógakennari og Kristj- án Helgason hláturjógaleið- beinandi stjórna. Hláturdagurinn verður einnig haldinn í Reykjanes- höllinni klukkan 14.00. Þar mun Marta í Púlsinum, hlát- urjógaleiðbeinandi, leyfa gestum að prófa hláturjóga- æfingar sem kalla fram hlát- ur og gleði. Allar nánari upplýsing- ar um hláturjóga og daginn er að finna á heimasíðunum: http://laughteryoganews. org/ http://www.laughter- yoga.org/drkataria/ http:// www.hlatur.com Alþjóðlegur hláturdagur HLÁTURINN LENGIR LÍFIÐ Alþjóðlegur hláturjógadagur fer fram næst- komandi sunnudag bæði í Reykjavík og á Suðurnesjunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.