Fréttablaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 50
38 30. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ SPÁIR HK 11. SÆTINU Í LANDSBANKADEILD KARLA 2008 GENGI SÍÐUSTU ÁRA 2007 9. Sæti 2006 2. Sæti í B-deild 2005 7. Sæti í B-deild 2004 3. Sæti í B-deild 2003 8. Sæti í B-deild 2002 1. Sæti í C-deild AÐRIR LYKILMENN GENGI Á VORMÓTUNUM ■ Sigrar ■ Jafntefli ■ Töp 2 4 ÁSGRÍMUR ALBERTSSON FINNBOGI LLORENS FINNUR ÓLAFSSON 8. sæti 12. sæti > LYKILMAÐURINN Gunnleifur Gunnleifs- son átti frábært sumar í fyrra og var maðurinn á bak við góðan árangur liðsins á sínu fyrsta ári í efstu deild. Gunnleifur varði flest skot allra markvarða í deildinni og endaði í þriðja sæti í einkunnagjöf Fréttablaðsins. HK þarf á öðru eins tímabili að halda hjá fyrirliða sínum í sumar ef liðið ætlar að ná að halda sér í deildinni. > X-FAKTORINN Annað árið hefur oftar en ekki reynst liðum erfitt. Fimm af síðustu sex félögum sem hafa komist upp í úrvalsdeildina í fyrsta sinn hafa fallið niður töfluna á sínu öðru ári og þrjú þeirra hafa fallið úr deildinni. HK var spútniklið síðasta sumars en nú er runninn upp nýr dagur og nýjabrumið er farið af öllu. HK-liðið setti skemmtilegan svip á Landsbankadeildina í fyrra enda leik- gleði og baráttuandinn hvergi meiri en hjá HK. Liðið fékk nokkra stóra skelli inn á milli á útivöllum en lifði á góðum árangri á heimavelli sínum þar sem liðið fékk 94 pró- sent stiga sinna (15 af 16) og skoraði 82 pró- sent marka sinna (14 af 17). Jón Þorgrímur Stefánsson skoraði flest mikilvægustu mörkin fyrir HK-liðið í fyrra, en hann hefur nú yfirgefið Kópavogsliðið og spilar með Fram í sumar. Það eru fleiri forföll í liðinu því annað árið í röð missir HK efnilegasta leikmann sinn skömmu fyrir mót. Í fyrra var það Kolbeinn Sigþórsson en nú er Hólmar Örn Eyjólfsson á förum frá liðinu. HK-ingar hafa styrkt lið sitt mun meira en þeir gerðu fyrir tímabilið í fyrra þegar flestum spekingum þótti forráðamenn liðs- ins vera kaldir að stökkva út í djúpu laugina með óreynt og ungt lið. Sá bjartsýni trúir því að HK-liðið ná að byggja ofan á síðasta sumar og fóta sig betur í deildinni. Liðið á að hans mati að geta forðast fallið og nálgast miðja deild ef nýir útlendingar falla vel að leik liðsins. Sá svartsýni sér ekkert nema fall í spilun- um. Annað árið er alltaf mjög erfitt og HK þarf nú að finna sér nýjan mann til þess að skora stóru mörkin í sumar fyrst að Jón Þorgrímur er á bak og burt. Nýr dagur runninn upp FÓTBOLTI Chelsea og Liverpool mætast á Stamford Bridge í kvöld í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fyrri leik liðanna lauk eins og kunnugt er með 1-1 jafntefli á Anfield þar sem John Arne Riise skoraði sjálfs- mark á 95. mínútu. Sjálfsmark Norðmannsins gæti reynst Liverpool dýrkeypt þar sem félaginu hefur gengið einstaklega illa að skora gegn Chelsea á Brúnni eftir að Rafa Benitez tók við sem knattspyrnustjóri og ekki skorað þar í átta leikjum undir stjórn Spánverjans. Málin hafa reyndar þróast þannig að sökudólgurinn Riise gæti fengið uppreisn æru og verður að öllum líkindum í byrjun- arliðinu að þessu sinni á kostnað Fabio Aurelio, sem meiddist í fyrri leik liðanna. Benitez gæti reyndar einnig kosið að færa Jamie Carrag- her í hægri bakvörðinn og vera með Sami Hyypiä og Martin Skrtel sem miðverði og Alvaro Arbeloa í vinstri bakverðinum. Steven Gerrard, fyrirliði Liver- pool, viðurkennir að staða Chel- sea sé vænlegri fyrir leikinn í kvöld en hann sé þó engu að síður bjartsýnn. „Ef ég á að vera raunhæfur við- urkenni ég að Chelsea stendur betur að vígi þar sem liðinu hefur vegnað vel á heimavelli sínum undanfarið. Á móti kemur að við höfum sýnt í Meistaradeildinni að við getum unnið hvaða lið sem er á útivelli,“ sagði Gerrard. Þrátt fyrir gott gengi Chelsea gegn Liverpool á Stamford Bridge er sagan ekki á bandi Lundúna- liðsins þegar komið er í Meistara- deildina þar sem Liverpool hefur slegið Chelsea tvisvar sinnum út í undanúrslitum á síðustu þremur árum og Chelsea hefur aldrei í sögu félagsins komist í úrslita- leikinn. Það eru hins vegar góðar frétt- ir fyrir Chelsea að miðjumaður- inn Frank Lampard verður að öllum líkindum með liðinu á ný eftir að hafa misst af leiknum gegn Manchester United um helg- ina vegna dauða móður sinnar. Þá verður Michael Essien með í kvöld en hann missti af leiknum á Anfield vegna leikbanns. - óþ Chelsea og Liverpool mætast í seinni leik undanúrslita Meistaradeildarinnar á Stamford Bridge í kvöld: Ekki skorað í átta leikjum á Brúnni SÖKUDÓLGURINN Riise fær líklega tækifæri í byrjunarliði Liverpool til þess að bæta fyrir sjálfsmarkið í fyrri leik liðanna. NORDIC PHOTOS/GETTY HANDBOLTI Heimir Örn Árnason liggur enn undir feldi og íhugar framtíð sína. Samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins hafa nýliðar FH í N1-deildinni gert Heimi freistandi tilboð. Heimir staðfesti það við Fréttablaðið í gær. „Tilboðið frá FH-ingum var mjög gott. Ég er samt ekkert búinn að ákveða að fara þangað,“ sagði Heimir. Fjöldi félaga hefur haft samband við hann á síðustu dögum en Stjarnan hefur gefið honum leyfi til að tala við önnur lið. „Ég vil taka mér tíma í þetta og vanda valið. Þetta verður líklega minn síðasti samningur enda sé ég ekki fram á að spila handbolta lengur en í tvö ár í viðbót,“ sagði Heimir Örn. - hbg Heimir Örn Árnason: Íhugar tilboð frá FH-ingum HEIMIR ÖRN Gæti spilað með ungu og efnilegu FH-liði næsta vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Samkvæmt heimildum BBC Sport mun Sven-Göran Eriksson, knattspyrnustjóri Manchester City, verða rekinn frá félaginu í lok yfirstandandi keppnistímabils. Thaksin Shinawatra, eigandi City, mun vera óánægður með gengi liðs síns á þessu ári og er sagður hafa tjáð Eriksson á fundi eftir 2-3 tapleik gegn Fulham á Borg- ar leikvanginum í Man chester um helgina að hann væri ekki rétti maðurinn í starfið. Eriksson tók við City fimm vikum fyrir fyrsta leik í deildinni, náði frábærum árangri til að byrja með og félagið var til að mynda í þriðja sæti deildarinnar í nóvember, en eftir jól hefur City aðeins unnið fjóra af síðustu fimmtán leikjum og er sem stendur í níunda sæti. - óþ Enska úrvalsdeildin: Eriksson verður rekinn frá City Á FÖRUM Samkvæmt heimildum BBC Sport verður Eriksson rekinn frá City eftir tímabilið. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Manchester United sigr- aði Barcelona 1-0 í seinni leik lið- anna á Old Trafford í gærkvöld og tryggði sér þar með farseðilinn í úrslitaleikinn í Moskvu. Í kvöld ræðst hvort mótherji United verð- ur Chelsea eða Liverpool. Búist var við því að bæði liðin myndu nálgast leikinn af varkárni á Old Trafford í gærkvöld en allt annað var upp á teningnum. Hrað- inn var gríðarlega mikill allt frá byrjun þar sem gestirnir í Barce- lona náðu að koma United úr jafn- vægi á upphafsmínútunum með vel skipulagðri hápressu þar sem Lionel Messi virkaði hættulegur í hvert sinn sem hann fékk boltann. Englandsmeistararnir voru þó ekki lengi að ná takti í leik sinn og þá gerast hlutirnir yfirleitt fljótt fyrir sig á þeim bænum. Eftir tæpan stundar- fjórðung braust Cristiano Ronaldo upp vinstri kantinn en mátti ekki við margnum í bar- áttunni við varnarmenn Barcelona sem náðu þó ekki koma boltanum lengra en beint í lapp- irnar á Paul Scholes. Refurinn Scholes fékk boltann í sinni uppáhaldsstöðu rétt fyrir utan vítateiginn og var ekki lengi að afgreiða hann upp í hægra mark- hornið, án þess að Victor Vald- es kæmi nokkrum vörn- um við. Leikmenn Barcelona voru smá tíma að jafna sig á markinu en eftir það komu ágæt marktæki- færi á báða bóga. Deco ógnaði marki United í tvígang með stuttu millibili og Luis Nani var svo nálægt því að bæta við marki fyrir heimamenn en skalli hans rétt missti marks og staðan var 1-0 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks gerði United sig líklegra til þess að bæta við marki heldur en Barcelona að jafna leikinn. Tíminn var að vinna með United sem fór eðlilega að leggja allt kapp á varnarleikinn þegar líða tók á leikinn. Frank Rijkaard, knattspyrnu- stjóri Barcelona, reyndi að lífga upp á sóknarleik sinna manna með því að skipta þeim Thierry Henry og Bojan Krkic inn á, en vörn Unit- ed var föst fyrir. Eiður Smári Guðjohnsen var svo kynntur til leiks á 88. mínútu og á lokakafla leiksins var boltinn meira en minna inni á vallarhelm- ingi United þar sem Börsungur reyndu hvað þeir gátu til þess að jafna leikinn og tryggja sér þar með í úrslitaleikinn. United hélt hins vegar velli og lokatölur urðu 1-0 og í raun vel við hæfi að enginn annar en Scholes hafi skorað sigurmarkið í sínum 100. leik í Meistaradeildinni. Sigur United er ennfremur tólfti sigur félagsins í röð á heimavelli í Meistaradeildinni sem er met. Owen Hargreaves, leikmaður United, fór engu að síður fögrum orðum um Barcelona í leikslok. „Barcelona er frábært lið sem er gaman að horfa á en taktísklega séð vorum við sterkari og leik- skipulag okkar í leikjunum tveim- ur gekk 100% upp,“ sagði Har- greaves. omar@frettabladid.is Scholes skaut United til Moskvu Mark Paul Scholes á 14. mínútu nægði Manchester United til sigurs í einvígi sínu gegn Eiði Smára og félög- um í Barcelona. Í kvöld ræðst hvort Chelsea eða Liverpool mætir United í úrslitaleiknum í Moskvu 21. maí. SÆLA OG SORG Leikmenn United fögnuðu dátt í leikslok á Old Trafford í gærkvöld en Eiður Smári sést labba niðurlútur í bakgrunninum. NORDIC PHOTOS/GETTY HETJAN Gamli refurinn Paul Scholes stal senunni á Old Trafford í gærkvöld. NORDIC PHOTOS/GETTY Man. Utd-Barcelona 1-0 (1-0) 1-0 Paul Scholes (14.). Lið Man. Utd: Edwin Van der Sar, Rio Ferdinand, Wes Brown, Patrice Evra (92. Mikael Silvestre), Owen Hargrea- ves, Paul Scholes (77., Darren Flet- cher), Michael Carrick, Luis Nani (77., Ryan Giggs), Cristiano Ronaldo, Ji-Sung Park, Carlos Tevez. Lið Barcelona: Victor Valdes, Gianluca Zambrotta, Carles Puyol, Gabriel Milito, Eric Abidal, Yaya Toure (88., Eiður Smári Guðjohnsen), Lionel Messi, Xavi, Deco, Andres Iniesta (60., Thierry Henry), Samuel Eto‘o (72., Bojan Krkic).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.