Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.05.2008, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 05.05.2008, Qupperneq 6
6 5. maí 2008 MÁNUDAGUR Á alla viðburði Kópavogsdaga er ókeypis nema annað sé tekið fram. Nánari dagskrá á www.kopavogur.is eða í síma 570 1500. Allir Kópavogsbúar og aðrir gestir hjartanlega velkomnir! Grunnskólar Kópavogs „Mjög er tungan málaóð“ Leikrit um líf og ljóð Bólu-Hjálmars. Stoppleikhópurinn brunar í gegnum Bólu-Hjálmar í grunnskólum Kópavogs á 50 mínútum. Leikskólar Kópavogs Óskin Barnaleikrit fyrir yngstu áhorfendurna. Skemmtilegt ævintýri með söngvum í flutningi Einleikhússins. 10:00 Náttúrufræðistofa & Bókasafn Kóp. Valur hvalur Ævintýri fyrir börn á leikskólaaldri í umsjón starfsfólks Náttúrufræðistofu og Bókasafns. Fjörugt fræðsluerindi í máli og myndum. Panta þarf tíma í síma 570 0450. 18:00 Salurinn Vortónleikar Fjölmenntar Hljómsveitin Plútó og Hraðakstur bannaður, söngsveitin Prins Póló, Tónakórinn, Hrynsveitin o.fl. hljómsveitir spila og syngja. Dagskráin í dag 5. maí T B W A \R E Y K JA V ÍK \ S ÍA A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið EFNAHAGSMÁL Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ESB, hefur nú tekið upp á þeirri nýlundu að birta einnig hagspár fyrir EFTA- ríkin Ísland, Noreg og Sviss í tengslum við hagspá sína fyrir ESB-ríkin 27 sem stofnunin birtir á hálfs árs fresti. Í nýjustu skýrsl- unni sem kom út nú um mánaða- mótin er því spáð að hagvöxtur á Íslandi verði rúmt prósent á þessu ári en skreppi enn frekar saman á árinu 2009 og stefni þá jafnvel í að verða neikvæður. „Frekari samdráttarhættur sem er að rekja til óvissunnar af völd- um lánsfjárkreppunnar, gengis- falls krónunnar og vaxandi atvinnuleysis gætu leitt til nei- kvæðs hagvaxtar á árinu 2009,“ segir í kaflanum um Ísland. Sagt er líklegt að atvinnuleysi allt að því tvöfaldist á næsta ári. Hins vegar er því spáð að það hægi á verðbólgu, „að hluta til vegna aðgerða stjórnvalda til að lækka matvælaverð,“ og að hratt muni ganga á viðskiptahallann vegna minni eftirspurnar eftir innfluttum vörum og bættrar stöðu útflutningsatvinnugrein- anna. - aa SPÁ FRÁ BRUSSEL Framkvæmdastjórn ESB tekur Ísland nú með í hagspá sína. Ný hagspá framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins: Samdrætti spáð á Íslandi KÚBA Heimilistölvur fóru í fyrsta skipti á löglega sölu í Havana, höfuðborg Kúbu, í síðustu viku. Að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC hefur Raúl Castro slakað á ýmsum reglum varðandi innflutn- ing á neysluvörum síðan hann tók við embætti forseta í febrúar og er tölvusalan ein af afleiðingum þess. Fjöldi fólks safnaðist saman í Carlos III verlsunarmið- stöðinni í Havana þegar fyrstu tölvurnar birtust í búðunum, en flestir voru þó aðeins að skoða þær en tölvurnar kosta að jafnaði um fertugföld mánaðarlaun kúbversks launþega. - vþ Kúba fetar inn í 21. öldina: Einkatölvur loks leyfilegar BÚRMA, AP Minnst 350 manns hafa farist í Búrma (Myanmar) af völd- um fellibyls sem gekk á land þar um helgina. Rafmagn fór af í gömlu höfuðborginni Rangún (Yangon) og þúsundir heimila eyðilögðust, að því er ríkisfjölmiðlar í landinu greindu frá. Á Myaddy-sjónvarpsstöðinni, sem rekin er af Búrmaher, var sagt að fimm sýslur hefðu verið lýstar hamfarasvæði. Vindhraði í felli- bylnum, sem gefið var nafnið Nar- gis, fór allt upp í 190 km/klst. eða 50 metra á sekúndu. Minnst 351 maður voru sagðir hafa látið lífið í veðurofsanum, þar af voru 162 íbúar Haing Gyi-eyju undan suðvesturströnd landsins. Þar voru 90.000 manns sagðir hafa misst heimili sín. Flestir hinna sem fórust bjuggu á láglendi við ósa Irrawaddy-fljóts. Þrjú af hverjum fjórum húsum í bænum Labutta, sem þar er, voru sögð hafa hrunið. Veðurstofa Búrma hafði spáð því að sjávarborð við ströndina þar sem fellibylurinn gekk yfir gæti hækkað um allt að 3,7 metra yfir venjulegt stórstraumsflóð. Erfitt var að fá staðfestingu á því í gær hver sjávarhæðin hefði í raun orðið. Mannúðarhjálp Sameinuðu þjóð- anna reyndi að senda fulltrúa á vettvang til að leggja mat á ástand- ið í gær, en rofnar samgöngur og fjarskipti gerðu þeim erfitt fyrir. Vitni í Rangún sögðu þökin hafa svipst af hundruðum húsa og raf- magn hefði farið af í allri borginni. Alþjóðaflugvöllurinn var lokaður og innanlandsflugumferð var beint til Mandalay, 560 kílómetrum norð- ar. Talsmenn lýðræðissinnuðu stjórnarandstöðunnar í Búrma og andófsmenn herforingjastjórnar- innar í útlegð hvöttu alþjóðasamfé- lagið til að veita alla þá neyðarað- stoð sem unnt væri og skoruðu á herforingjastjórnina að hindra ekki hjálparstofnanir í að athafna sig í landinu. audunn@frettabladid.is MIKIÐ TJÓN Vegfarendur í Rangún ganga hjá föllnum trjám og rafmagnslínum á götu í borginni. NORDICPHOTOS/AFP Hamfarir í Búrma Hundruð manna fórust í fellibyl í Búrma. Rangún varð rafmagnslaus og þúsund- ir manna misstu heimili sín. Skorað á alþjóðasamfélagið að veita neyðaraðstoð. Ert þú fylgjandi framboði Ís- lands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna? Já 24,1% Nei 75,9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Sækir þú listasöfn? Segðu skoðun þína á vísir.is VINNUMARKAÐUR „Ef ríkisstjórninni er einhver alvara um að gengið verði frá kjarasamningum hið fyrsta þá er það minnsta sem hún getur gert að sýna eitthvert lífsmark,“ segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB. Ögmundur sendi í gær formlegt bréf til forsætis-, utanríkis-, fjármála- og félagsmálaráðherra þar sem áréttaðar eru óskir BSRB um fund með ráðherrunum. Segir hann stjórn BSRB hafa átt fund með samninga- nefnd ríkisins á föstudaginn sem ítrekað hefði fyrri kröfur um að gerður yrði samningur til langs tíma. „Við á hinn bóginn höfum óskað eftir skammtíma- samningi og viljum nú fá fund með ríkisstjórninni til þess að fá hana til að skýra hvernig það gangi upp að lofa umtalsverðum kjarabótum til umönnunarstétta og ýmissa hópa innan almannaþjónustunnar annars vegar og hins vegar að leggja fram tilboð um langtímasamning út kjörtímabilið þar sem hvergi bólar á efndum slíkra loforða.“ Segir Ögmundur bréfið sent til að ítreka þessar óskir vegna þess að þeim finnist liggja á að fá upp á borðið hver viðhorf ríkisstjórnarinnar eru. „En við höfum engin viðbrögð fengið frá ríkisstjórninni.“ - ovd Formaður BSRB sendi ráðherrum ítrekunarbréf um fund vegna kjarasamninga: Vill að ríkisstjórnin sýni lífsmark ÖGMUNDUR JÓNASSON Formanni BSRB finnst liggja á að fá svar frá ríkisstjórninni. KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.