Fréttablaðið - 16.06.2008, Side 41

Fréttablaðið - 16.06.2008, Side 41
MÁNUDAGUR 16. júní 2008 17 „Ég heiti eftir afa mínum Heið- reki Guðmundssyni frá Sandi og þar sem ég fæddist 1. septem ber eins og hann og er Guðmundsson þótti víst ekkert annað koma til greina.“ Þannig farast Heiðreki Guðmundssyni verslunarstjóra orð þegar hann er spurður um bak- grunn nafns síns. „Það er til forn hetjusaga um Heiðrek konung þannig að þetta er eðalnafn.“ - Sem sagt ekkert tengt fjár- rekstrum um heiðar! (Skellihlæjandi) „Nei, ekki mér vitanlega en maður veit auðvit- að ekkert hvað menn voru að spá í upphafi! Afi var fyrsti Heiðrekur- inn á Íslandi og ég er held ég sá eini núna sem ber það sem aðalnafn. En einn ber það sem annað nafn. -Engir fleiri í ættinni? Nei, en afabræður mínir hétu nokkuð mikilfenglegum nöfn- um, án þess að ég sé nokkur áhugamaður um ættfræði, en ég á frændur sem heita Hermóður og Hólmgrímur. -Erfðir þú skáldagáfuna frá afa þínum og langafa, Guðmundi Frið- jónssyni? „Nei, ég fékk rosalega lítið af henni. Félagarnir eru stundum með hóppressu á mig að setja eitt- hvað saman þegar stórafmæli og brúðkaup nálgast eða skrifa þarf í gestabækur. Það er misjafnt hvernig ég tek í það.“ Hvernig finnst þér svo að bera þetta nafn? Fólk hváir oft í tvígang eða þrígang þegar ég segi það í síma og ég fæ stundum pitsur send- ar á Eirík. Það skiptir engu máli. Margir tengja nafnið afa mínum, einkum fólk á aldur við foreldra mína og eldra. -Þér hefur ekkert verið strítt á því? „Nei, bara létt barnagrín eins og þetta sígilda „Er Heið-rekur við? Að öðru leyti upplifði ég nokkuð eðlilega æsku þrátt fyrir nafnið.“ -Heldurðu að Heiðreksnafninu verði við haldið í fjölskyldunni? „Það er góð spurning. En það væri úr takti ef það kæmi Heiðrekur Heiðreksson. Helst yrði að vera einn ættliður á milli. En maður veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér.“ NAFNIÐ MITT: HEIÐREKUR GUÐMUNDSSON Eina stríðnin létt barnagrín á borð við: Er Heið-rekur við? Heiðrekur Guðmundsson verslunarstjóri er ánægður með nafnið sitt. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Alla daga frá10 til 22 800 5555 Fágaður Fegraðu innkeyrsluna. BMW 116i Advantage, sjálfskiptur kr. 3.830.000 B&L - Grjóthálsi 1 - 110 Reykjavík - Sími 575 1210 - bmw@bmw.is - www.bmw.is Bíll á mynd BMW 116 sport. Fæst aðeins í sérpöntun. BMW 116 5 dyra -1,6l. - 115 hestöfl - 7,5 ltr./100km 10,9 sek./0-100km - 179 CO2 g/km Frá kr. 3.300.000

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.