Fréttablaðið - 23.06.2008, Síða 28

Fréttablaðið - 23.06.2008, Síða 28
 23. JÚNÍ 2008 MÁNUDAGUR8 ● fréttablaðið ● híbýli eldhús Matarmenning Íslendinga í kaupstað er í sjóndepli á sum- arsýningu Minjasafns Akureyr- ar sem ber yfirskriftina Hvað er í matinn. „Þetta er sýning þar sem við fjöll- um um hvað er í matinn og reyn- um að segja hvað fólk var að elda í eldhúsunum sínum á ýmsum tímabilum með því að sýna gest- um inn í eldhús,“ segir Haraldur Þór Egilsson, safnvörður Minja- safns Akureyrar, um sýninguna Hvað er í matinn. Á sýningunni fá gestir sögulega sýn á þróun eld- hússins í gegnum þrjú eldhús, en einnig er hægt að sjá myndir og muni úr gömlu hlóðareldhúsi. Elsta sýnilega eldhúsið á sýn- ingunni er frá árinu 1900. Í því eldhúsi er kolaeldavél, diskar og hnífapör í stað asksins sem áður var. Næsta eldhús er frá því um 1950 þar sem rafmagnstæki eru komin til sögunnar sem létta fólki lífið. Þá er sýnt inn í eldhús frá því um 1970 þar sem vottar fyrir hinni alþjóðlegu matarmenningu sem menn eiga nú að venjast. Gestir sýningarinnar fá að ganga á timburgólfi, skoða gamla kola- eldavél og heimatilbúna eldhús- innréttingu og kíkja inn í skáp- ana. Með því fá þeir tilfinninguna fyrir því hvernig ástandið var hjá fólki sem var að byrja að flytjast á mölina. „Við segjum líka sögu eldhúss- ins með því að sýna matinn sem fólk var að borða,“ segir Harald- ur og bætir við að sýndar séu um- búðir til að lýsa matarmenningu fyrri tíma. „Svo erum við með hangandi hangikjöt og harðfisk- ur er hérna á borðum. Við nálg- uðumst það sem er í matinn hjá okkur í dag, einfaldlega með því að fara í búð. Ég fór bara og versl- aði á föstudegi eins og ég geri fyrir mig sjálfan,“ upplýsir Har- aldur og segist hafa tekið mið af neyslukönnunum sem Hagstofan gerir. „Ég setti bara í poka, sem eru hérna á gólfinu. Ég tók nátt- úrlega í burtu mat sem skemmist svo hér er góð matarlykt.“ - mmf Eldhús frá ýmsum tíma Elsta sýnilega eldhúsið á sýningunni er frá árinu 1900. Í því er kolaeldavél, diskar og hnífapör í stað asksins sem áður var. MYND/HÖRÐUR GEIRSSON Gamall tími og nýr. Þrjár kynslóðir af eldavélum. MYND/GÍSLI ÓLAFSSON Eldhús frá því um 1950 þar sem komin eru til sögunnar rafmagnstæki sem létta fólki lífið. MYND/HÖRÐUR GEIRSSON Sýningargestir fá að skoða sig um í eldhúsunum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIDA.IS Muurikka-pönnurnar eru tiltölu- lega nýjar hérlendis og hafa notið vaxandi vinsælda síðan byrjað var að flytja þær inn. Þær hafa verið framleiddar í Finnlandi frá árinu 1970 og verið eftirsóttar í norðan- verðri Skandinavíu síðustu þrjá- tíu árin. Þorsteinn Fjalar Þráins- son er umboðsmaður Muurikka á Íslandi. „Ég sá Muurikka-pönnurnar úti í Finnlandi þegar ég var þar í heimsókn hjá systur minni. Finn- ar voru úti í garði að elda, ekki að grilla. Þeir voru bara með þessar pönnur að elda á þeim,“ segir hann og bætir við að þetta sé nokk- urs konar finnsk hefð. „Að elda á Muurikka-pönnu er í Finnlandi tækifæri til þess að kalla fólk saman og njóta matar og hitans frá eldinum í góðum félagsskap. Í Finnlandi eru pönnurnar notað- ar yfir gasi, kolum og opnum eldi og steikt eða bakað á þeim. Finnar nota meira eldivið en gas, því þeir hafa nægan eldivið.“ Þegar Þorsteinn er inntur eftir því hvaða kosti Muurikka-pönn- urnar hafi segir hann að þær séu annar möguleiki við útieldun. „Þegar Íslendingar fara út að elda grilla þeir. Pönnurnar auka fjöl- breytni í matargerðinni. Á þeim er til dæmis hægt að steikja kjöt og grænmeti og baka brauð og pitsur. Nánast allt sem þér dettur í hug að elda. Möguleikarnir eru eins marg- ir og hugmyndaflugið leyfir.“ Að sögn Þorsteins búa pönnurn- ar yfir miklum gæðum. „Pönnurn- ar verða bara betri og betri því oftar sem þær eru notaðar, öfugt við gasgrillin sem brenna upp,“ segir Þorsteinn og bætir við að hann ætli þó ekki að hallmæla gas- grillum þótt hann bjóði nýja mögu- leika við útieldun. Nánari upplýsingar um Muurikka-pönnurnar er að finna á heimasíðu Muurikka á Íslandi, www.muurikka.is. - mmf Auka fjölbreytni í íslenskri matargerð Þessi töffaralegi og frakki hnífastandur gerir öll eldhúsverk svo miklu skemmtilegri. Hug- myndin er vúdúdúkka sem eigandi hníf- anna getur fengið útrás á fyrir bældar og niðurgrafnar tilfinningar, en heiti hans er reyndar The Ex, sem útleggst á íslensku sem sá eða sú fyrrver- andi. Vúdústandurinn er hannað- ur af Ítalanum Raffaele Iannello fyrir Viceversa og eru hnífarnir allir úr 18/10 ryðfríu stáli og meira en vel dugandi til alls sem skera þarf í mat- seldinni. Í standinum sjálfum eru seglar sem halda hnífunum kirfilega föst- um í öruggum slíðrum sínum. Fæst á www.viceversa.com. - þlg ● STUNGIÐ Í SINN FYRRVERANDI Eiltíð hryllilegur en samt eitursvalur hnífastandur í eldhúsið. Þorsteinn Fjalar Þráinsson segist bjóða nýja möguleika við útieldun með Muurikka- pönnunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.