Fréttablaðið - 24.06.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.06.2008, Blaðsíða 2
2 24. júní 2008 ÞRIÐJUDAGUR DÝRALÍF „Við urðum strax skelkaðar, en mesta hræðslan kom þó þegar heim var komið. Þá hófum við að ímynda okkur hvað hefði getað gerst ef ísbjörninn hefði orðið okkar var. Hann hefði líklega náð okkur strax,“ segir Hrefna Björg Guðmundsdóttir, geislafræðingur á Sauðárkróki. Hrefna var í gönguferð nálægt Bjarnarvötnunum ásamt Hallfríði Sverrisdóttur mágkonu sinni í gærdag þegar þær gengu fram á hvítan hnoðra, sem þær full- yrða að hafi verið ísbjörn. „Við vorum uppi á Bjarnarfelli þegar við sáum hvítan blett sem hreyfði sig, en þó ekki úr stað. Við urðum strax varar um okkur og þorðum ekki að labba nær, heldur fundum betri leið og hlupum niður að bílnum okkar við vatnið. Þegar við vorum komn- ar niður stóð ísbjörninn upp og labbaði upp hlíðina frá okkur,“ segir Hrefna. Þær smelltu af ljósmyndum af hinu meinta dýri áður en þær flýðu í ofboði. „Það er ekki nokkur vafi á því að þarna var um ísbjörn að ræða. Það sáum við greinilega á litnum, áferðinni og hvernig dýrið hreyfði sig þunglamalega,“ segir Hrefna, sem hringdi samstundis í Neyðarlínuna þegar heim var komið. „Lögreglumenn komu og skoð- uðu myndirnar sem við tókum af dýrinu í tölvunni. Þeim þótti strax ástæða til að kanna málið.“ Ábendingar Helgu og Hallfríðar urðu þess valdandi að þaulleitað var úr þyrlu Landhelgisgæslunnar í gær á svæðinu þar sem björninn átti að hafa sést. Þegar hann fannst ekki var ákveðið að víkka út leitar- svæðið. Síðdegis var ákveðið að hætta leit úr lofti og átta menn sendir fót- gangandi á þær slóðir sem ferða- mennirnir töldu sig hafa séð dýrið. Með í för voru skyttur. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlög- regluþjónn á Sauðárkróki, segir vitnisburð Helgu og Hallfríðar hafa verið mjög trúverðugan. Þorsteinn Sæmundsson, for- stöðumaður Náttúrustofu Norður- lands vestra, segir að af myndun- um að dæma hafi þarna verið á ferð stærra dýr en kind. Þegar Fréttablaðið fór í prentun hafði leitin engan árangur borið. kjartan@frettabladid.is stigur@frettabladid.is flugfelag.is Skráðu þig í Netklúbbinn REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY Félagar í Netklúbbnum fá fyrstir upplýsingar um tilboð og nýjungar í tölvupósti. Alltaf ódýrast á netinu www.flugfelag.is ÍS L E N S K A S IA .I S F L U 4 16 84 0 4. 20 08 Helga, bætti þetta gráu ofan á svart? „Já, og ég ætla að gjalda borginni bleikan belg fyrir gráan.“ Helga Völundardóttir er ósátt við að starfsmenn borgarinnar máluðu með grárri málningu yfir skreyttan húsvegg móður hennar við Bergstaðastræti. ORKA „Þetta kemur okkur mjög illa eins og öðrum. Okkar spár gerðu ekki ráð fyrir þessari þróun,“ segir Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar, um áhrif gengishruns á rekstur fyrir tækisins. Um áramót voru erlendar langtímaskuldir fyrirtækisins um 93 milljarðar. Í lok mars voru þær komnar í tæpa 129 milljarða. Þá kostaði ein evra 119 krónur. Nú kostar hún 133 krónur og hefur hækkað um tólf prósent. Nákvæmari tölur um skuldir Orkuveitunnar í ljósi gengis- þróunar gærdagsins lágu ekki fyrir í gærkvöldi. „Þegar gengisvísitalan var í 150 töluðu menn um að hún myndi jafna sig aftur. Við fórum yfir þetta með helstu gengis- spekingum landsins og þá átti enginn von á þessu,“ segir Hjörleifur. Vísitalan stóð í 170 í gær. Hjörleifur segir að lágt gengi krónu hafi þó ekki haft mikil áhrif á lánshæfismat fyrirtækisins. „Vaxtaálagið er enn mjög lítið,“ segir hann. „En þetta hefur áhrif á ýmislegt annað í rekstrinum, sem verður að skoða í lok sumars.“ Hjörleifur svarar því neit- andi, hvort rætt hafi verið um að hækka álögur á almenning til að koma til móts við aukna greiðslubyrði af erlendum lánum. „Það er mjög langt síðan við hækkuðum gjaldskrá. Taxtar hafa ekki fylgt vísitölu. En ég á ekki von á því að stjórnin ákveði þetta fyrr en eftir sumarið,“ segir Hjörleifur. Landsvirkjun hefur hækkað verð á orku til Orkuveitunnar um sex prósent. „Það segir sig sjálft að þá hækkar verð til neytenda. Um helmingur okkar orku kemur frá Landsvirkjun. Þeir hækka um sex prósent sem þýðir að við hækkum um þrjú,“ segir Hjörleifur. Hann býst við að hækkunin skelli á neytend- um um næstu mánaðamót. - kóþ Gengisfall hefur veruleg áhrif á Orkuveitu Reykjavíkur vegna erlendra skulda: Kostar OR tugi milljarða Segist handviss um að hafa séð ísbjörn Hrefna Björg Guðmundsdóttir á Sauðárkróki fullyrðir að þriðji ísbjörninn í mánuðinum sé genginn á land. Dýrsins var leitað úr lofti og fótgangandi í gær og fyrrinótt. Sérfróðir telja hvítan hnoðra á mynd Hrefnu vel geta verið ísbjörn. ÍSBJÖRN EÐA EKKI ÍSBJÖRN? Hnoðrinn fyrir miðri myndinni er hugsanlega ísbjörn. Mynd Helgu er fremur óskýr, en kunnugir segja líklegt að um björn sé að ræða. MYND / HELGA BJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIRHREFNA BJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR GRÆNLAND Talsmenn Alþjóðasam- taka um verndun dýra (WSPA) hafa mótmælt hvalveiðum Grænlendinga þar sem stór hluti kjötsins sé seldur á almennum markaði. Grænlendingar mega veiða hval sér til viðurværis, samkvæmt reglum Alþjóða hvalveiðiráðsins um hefðbundnar veiðar frumbyggjaþjóða, en ekki í viðskiptalegum tilgangi. WSPA telja að fjórðungur kjöts af hvölum sem Grænlendingar veiða sé seldur á almennum markaði. Frá þessu er greint á fréttavef BBC. Alþjóða hvalveiðiráðið fundar í næstu viku í Chile. WSPA hyggjast leggja þar fram gögn sem þau telja færa sönnur á ásakanirnar. - gh Hvalveiðum mótmælt: Saka Grænlend- inga um brot FRUMBYGGJAVEIÐAR Hvalveiðar Græn- lendinga teljast til frumbyggjaveiða samkvæmt Alþjóða hvalveiðiráðinu. KÍNA Rúmlega eitt þúsund pör munu ganga í það heilaga í Kína hinn 08.08.08 eða 8. ágúst, á fyrsta degi Ólympíuleikanna. Ástæðan er ekki sú að Ólympíu- leikarnir séu á sama degi heldur er átta mikil happatala í kín- verskri þjóðtrú. Talan er happatala af nokkrum ástæðum. Í fyrsta lagi táknar talan eilífðina þar sem talan átta endar aldrei. Í öðru lagi er það vegna þess að framburður orðsins „átta“ á kínversku hljómar eins og kínverska orðið yfir auð eða fé. - vsp Kínversk pör giftast 8. ágúst: Happatala í kín- verskri þjóðtrú Sprengjuhótun í Naíróbí Sprengjuhótun barst finnska sendi- ráðinu í Naíróbí í Kenía í gær. Bygg- ingin var samstundis rýmd en engin sprengja fannst, að sögn fréttavefs Helsingin Sanomat. AFRÍKA Málmtæknifyrirtækið Héðinn bauðst í gær til þess að smíða Íslendingum ísbjarnarbúr, eitt eða fleiri eftir þörfum. Segir í boðinu, sem sent var formanni starfs- hóps umhverfisráðuneytisins um ísbirni, að fyrirtækið gæti smíðað endurbætta útgáfu danska búrsins sem komið var með til landsins þegar síðari björninn gekk á land á Skaga. Slík smíði tæki stuttan tíma. BJÓÐAST TIL AÐ SMÍÐA BÚR DÓMSMÁL Birgir Páll Marteinsson, sem fékk sjö ára dóm í Færeyjum fyrir aðild sína að fíkniefnasmygli, er væntanlegur til landsins á fimmtudag og mun hann sitja af sér dóminn hér á landi. „Með aðstoð góðra manna hefur þetta gengið í gegn og við eigum hauk í horni þar sem Eiður Guðna- son, ræðismaður Íslands í Færeyj- um, er. Við værum illa sett í þessu máli ef hans aðstoðar hefði ekki notið við,“ segir Hendrik Tausen, afi Birgis Páls. Birgir Páll kemur til landsins samkvæmt sérlögum um fullnustu refsidóma. Samkvæmt þeim gilda íslensk lög um þá fanga sem fluttir eru til afplánunar. Ákvörðun um reynslulausn verður því tekin sam- kvæmt íslenskum lögum þegar þar að kemur. Birgir Páll var fluttur í Vestra fangelsið í Kaup- mannahöfn 6. maí. Hann verð- ur fluttur í Hegningarhúsið þar til frekari ákvörðun um afplánun verður tekin. „Hann hefur verið einn í klefa og sæmilega sáttur, en óþreyju- fullur eftir að komast heim og geta einbeitt sér að uppbyggingu og gert eitthvað af viti. Við erum öll himinlifandi,“ segir Hendrik. - kóp Birgir Páll Marteinsson kemur til Íslands á fimmtudag: Afplánar dóminn hér á landi KEMUR HEIM Birgir Páll verður fluttur í Hegningarhúsið til að byrja með. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HENDRIK TAUSEN HJÖRLEIFUR B. KVARAN ÖRYGGISMÁL Myndavélakerfi sem nemur ef fólk liggur hreyfingar- laust á botni sundlauga verður tekið í notkun í Sundlaug Kópa- vogs í næsta mánuði. Er þetta í fyrsta sinn sem slíkt kerfi er sett upp hér á landi en það hefur orðið fólki til bjargar erlendis. Fyrir rúmu ári fannst fimmtán ára piltur meðvitundarlaus á botni laugarinnar. Ekki er vitað fyrir víst hversu lengi hann hafði legið á botninum þegar hann fannst. Pilturinn komst aldrei til meðvitundar og lést í september í fyrra. Í framhaldinu voru öryggismál laugarinnar tekin til endurskoðunar. - kg Öryggi sundlaugargesta: Kerfið nemur hreyfingarleysi SPURNING DAGSINS Pilturinn sem lést í bílslysi á Hafnar- fjarðarvegi við Kópa- vogslæk aðfaranótt sunnudags hét Örn Sigurðarson, til heimilis að Granaskjóli 52 í Reykjavík. Örn var nítján ára gamall, fæddur 4. desember 1988. Sex voru í bílnum þegar hann valt og eru hinir á batavegi. Lést í bílslysi Brynja Kristjana Benedikts- dóttir, leikstjóri og leikkona, andaðist á heimili sínu í Reykjavík síðastliðinn laugardag. Brynja var sjötug að aldri þegar hún lést eftir skammvinn veikindi. Brynja var fastráðin við Þjóðleikhúsið í áraraðir og starfaði sem leikhússtjóri við Leikfélag Akureyrar á áttunda áratugnum. Brynja var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu árið 2006. Brynja skilur eftir sig eiginmanninn Erling Gíslason leikara og soninn Benedikt Erlingsson leikara. Brynja Bene- diktsdóttir látin

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.