Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.06.2008, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 24.06.2008, Qupperneq 37
ÞRIÐJUDAGUR 24. júní 2008 21 „Þetta er auðvitað góð kynning á verkinu sem verður spilað í útvarpsstöðvum víða um heim,“ segir Daníel Bjarnason tónskáld. Daníel lenti nýverið í öðru sæti í alþjóðlegri tónskáldakeppni sem haldin var á vegum Alþjóðatón- listarráðsins í Dyflinni. „Verkið mitt var valið af Ríkis- útvarpinu til þess að taka þátt en þátttökulönd eru frá fjórum heimsálfum.“ Tónverkið heitir „Öll hljóð bíða þagnar“ og var samið fyrir sumar- tónleika í Skálholti í fyrrasumar. „Ég samdi þetta fyrir kammer- sveitina Ísafold sem frumflutti þetta í Skálholti,“ segir Daníel. Næst á dagskrá hjá honum er vinna í vinnustúdíói fyrir óperu- tónskáld í Covent Garden í Lund- únum í júlí. „Í haust fer ég síðan til New York þar sem ég mun ljúka við að semja píanókonsert fyrir Víking Heiðar Ólafsson,“ segir Daníel. Píanókonsertinn verður síðan frumfluttur af Sinfóníuhljómsveit Íslands í febrúar 2009. Daníel lærði tónsmíðar og píanó- leik á Íslandi en hélt til Freiburg í Þýskalandi til að leggja stund á hljómsveitarstjórnun. Þaðan útskrifaðist hann árið 2007. Tónverkið „Öll hljóð bíða þagnar“ verður flutt í Ósló í byrj- un september í tengslum við hátíð ungtónskálda á Norðurlöndum (UNM-hátíðin). - vsp Í víking til New York DANÍEL BJARNASON Gerir það gott á alþjóðlegum vettvangi. Aðrir tónleikar tónleika raðarinnar Klassík á Kjarvalsstöðum fara fram annað kvöld og hefjast kl. 20. Í þetta sinn stíga á stokk tvær góðar tónlistarkonur, þær Ingveldur Ýr Jóns dóttir söngkona og Guðríður Sig- urðardóttir píanóleikari sem saman skipa dúóið Inga og Gurrí og flytja úrval af skemmtilegri tónlist sem gleður eyrun. Efnisskrá kvöldsins samanstendur af nýlegum íslenskum sönglögum sem eiga það sameiginlegt að vera öll eftir núlifandi tónskáld. Gaman er að geta þess að þrjú tónskáldanna sem koma við sögu á tónleikunum eiga stórafmæli á þessu ári; Jórunn Viðar verður níræð, Jón Ásgeirsson áttræður og Atli Heimir Sveinsson verður sjötugur á árinu. „Við ákváðum að gefa afmælistónskáldunum þó nokkuð vægi á efnisskránni, enda góð ástæða til að hylla þau dálítið á þessum stórafmælum. Annars einkennir léttleiki og gaman efnisskrána á þessum Jónsmessu- tónleikum; við flytjum lög um verur og vætti og grínumst aðeins á milli laga.“ Auk ofannefndra afmælis tónskálda eiga verk á efnisskránni þau John Speight, Hjálmar H. Ragnars- son, Hildigunnur Rúnarsdóttir og Tryggvi M. Baldvinsson. Það er ekki á hverjum degi sem að tónlistarunnendum býðst að hlýða á svo mörg verk núlifandi íslenskra tónskálda og því ljóst að hér er nokkuð athyglisverð efnisskrá á ferðinni. „Þetta æxlaðist nú bara svona,“ útskýrir Ingveldur. „Við vorum að velja okkur lög til að flytja og tókum eftir því að þau sem okkur leist best á voru ansi mörg eftir núlifandi tónskáld, þannig að það varð allt í einu stefnan hjá okkur. Það er líka gaman að hafa tónleikana svona þjóðlega og skemmtilega með því að bjóða upp á verk sem spanna það sem hefur verið að gerast í tónsmíðum hérlendis á seinni hluta tuttugustu aldarinnar.“ Tónleikaröðin Klassík á Kjarvals stöðum er samvinnuverkefni Lista safns Reykjavíkur og Félags íslenskra tónlistarmanna. Aðgangs eyrir er 1.500 krónur en frítt er inn fyrir fólk að 21 árs aldri og alla tónlistarnema þar að auki. vigdis@frettabladid.is Íslensk tónskáld í hávegum höfð á Jónsmessu INGA OG GURRÍ Skemmtilegt dúó sem kemur fram á Kjarvals- stöðum annað kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.