Fréttablaðið - 24.06.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 24.06.2008, Blaðsíða 24
 24. JÚNÍ 2008 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● austurland Fram undan er spennandi sumar á Austfjörðum með tónlist og mat. Þó nokkrar hátíðir verða víða um Austfirðina í sumar þar sem tónlist er í fyrirrúmi. JEA Jazzfestival hefst á morgun á Seyðisfirði, Egilsstöðum og í Neskaupstað. Hátíðin var fyrst haldin 1988 og hafa tónlistar menn víðs vegar að komið fram á hátíð- inni. Í ár verður opnunar hátíð í að- komugöngum stöðvarhúss Fljóts- dalsstöðvar en þau eru þrjá kíló- metra inni í fjalli við Kárahnjúka. Meðal þeirra sem koma fram á há- tíðinni eru Beady Belle, Larry Carl- ton, Bláir skuggar og Bloodgroup. Humarhátíðin verður haldin á Höfn í Hornafirði 4. júlí, en allir sem kunna að meta gómsætt sjávarfang ættu að leggja leið sína þangað. Rokkhátíðin Eistnaflug í Egilsbúð í Neskaupstað fer fram 10. til 13. júlí. Þar fá harðir rokk hundar eitt- hvað fyrir sinn snúð en þar munu koma fram meðal annarra hljóm- sveitirnar Bastard, Muck og For- garður helvítis. Aldurstakmark er átján ár. Bræðslan tónlistarhátíð hefst hinn 25. júlí á Borgarfirði eystri. Þetta er í fjórða sinn sem Bræðslan er haldin og hefur hún verið vel sótt undan- farin ár. Íbúafjöldi Borgarfjarðar eykst úr 140 manns í um eitt þús- und þessa daga en tónlistarmennirn- ir sem fram koma eru ekki af verri endanum. Í ár skemmta meðal ann- ara írski tónlistarmaðurinn Damien Rice og Emilíana Torrini. Söngvar- inn Magni Ásgeirsson kemur einnig fram en hann er einmitt ættaður frá Borgarfirði eystri. - rat Hátíðasumar á Austfjörðum Opnunarhátíð JEA Jazz í ár verður í stöðvarhúsi Fljótsdalsstöðvar, inni í fjalli. MYND/EINAR BRAGI BRAGASON Jazzfestival í fyrra tókst vel og verður ekkert slegið af þetta árið. MYND/EINAR BRAGI BRAGASON Rokkveislan Eistnaflug verður haldin dagana 10. til 13 júlí í Egilsbúð í Nes- kaupstað. MYND/ GUNNAR B. GUÐBJÖRNSSON Magni Ásgeirsson er ættaður frá Borgar- firði eystri og er einn þeirra tónlistar- manna sem munu troða upp á Bræðslunni. MYND/DANÍEL RÚNARSSON www.east.is Magnað Austurland Gönguferðir Hálendi Menning Austurland …sönn ánægja H é ra ð sp re n t Skemmtun Ævintýri Firðir Kíktu austur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.