Fréttablaðið - 24.06.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 24.06.2008, Blaðsíða 17
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ SUMAR O.FL. Veðrið hefur leikið við borgarbúa undanfarna daga. Árni Valdimar Bernhöft er einn þeirra sem skauta um borgina á línuskautum. „Ég er búinn að spila íshokkí í sautján ár og hef keppt frá því skautasvellið var opnað. Svo liggur það bein- ast við þegar ísinn þiðnar að fara á línuskautana,“ segir Árni Valdi eins og hann er jafnan kallaður. Hann vill meina að sportið sé ekki hættulegt, svo lengi sem fólk kunni að skauta. Aðstæður til að renna sér á línuskautum hafa einnig batnað ár frá ári. „Með betri göngustígum og bættri umferðar- menningu er auðveldara að ferðast um á línuskautum. Þetta er líka fjölskylduvænt sport og holl útivist. Ef þetta er rétt gert er þetta líka hörku líkamsrækt og með því að taka vel á þjálfar maður vel rassinn og lærin,“ bætir hann við hlæjandi. Árni er annar tveggja sem kenna á línuskauta hjá Línuskautafélagi Íslands og hefur sinnt námskeiðs- haldi allt frá árinu 1999. Hann segist ekki eiga sér neina uppáhaldsleið í borginni en nefnir að hægt sé að skauta frá Gljúfrasteini í Mosfellssveit og niður í Nauthólsvík, alls um 25 km leið. Alla leiðina segir Árni hægt að skauta á göngustígum og aðeins þrisvar þurfi að fara yfir umferðargötu. Nú er hann að skipu- leggja hópferð þessa leið til styrktar góðgerðarmál- um. „Ferðin er ráðgerð í júlí en ekki er komin nákvæm dagsetning ennþá. Hún verður farin í þágu útivistar, fjölskyldu og barna en við erum að undirbúa þetta í samvinnu við barnadeild Hringsins á Landspítalan- um. Annars höfum við verið mjög duglegir að kynna fyrir fólki leiðir til að skauta í borginni og erum með skautakvöld á miðvikudögum þar sem allir eru vel- komnir. Við auglýsum þá á heimasíðunni www.linu- skautar.is hvar við hittumst og þar er líka hægt að skrá sig á námskeiðin.“ Árni Valdi er ákveðinn í að renna sér sem lengst á skautum og línuskautum. „Alveg hiklaust, ég er búinn að vera í sautján ár í íshokkí og ætla að bæta öðrum sautján árum við og auðvitað fylgja línuskautarnir þar á eftir.“ heida@frettabladid.is Gott fyrir rass og læri Árni Valdi fer borgina þvera og endilanga á línuskautunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR ENGIN FEILSPOR Hópur kvenna hittist alltaf klukkan níu á morgnana í Hreyfingu í Glæsibæ og tekur á í ræktinni. HEILSA 2 SUMAR Á SVÖLUNUM Margrét Pétursdóttir leikkona eyðir löngum stundum á svölunum heima hjá sér í Grænuhlíðinni yfir sumar- tímann. SUMAR 3 Almennur opnunartími Mán - Föstudagar 09 - 18 Laugardaga 11 - 16 www.patti.is Vísa/Euro/K-lán/Raðgreiðslur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.