Fréttablaðið - 24.06.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 24.06.2008, Blaðsíða 48
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Karenar D. Kjartansdóttur Norðmaðurinn indverskættaði og aldni sem oft sólar sig á sama tíma og ég við sundlaugina á Spáni krefst frétta af Íslandi á hverjum morgni. Í fyrstu hélt ég að um kurt- eisilegt hjal væri að ræða og blaðr- aði svona um helstu tíðindi sem ég hafði rekið augun í á netmiðlunum áður en ég fór út að flatmaga í sól- inni. Eftir um það bil viku gat ég þó ekki annað en velt því fyrir mér hvers vegna maðurinn sýndi frétt- um úr landi mínu svona feikilegan áhuga, sérstaklega þar sem mér þótti ekki af neinu sérstöku að taka úr sumrinu á landinu bláa. FLJÓTLEGA komst ég að því að ég hafði verið höfð að ginningarfífli. Áhuginn á íslenskum fréttum var aðeins til kominn af þeirri skemmt- un sem hann hafði af því að hlusta á ljóshærða konu segja skrímsla sögur eins og ekkert væri sjálfsagðara þegar hún var beðin um að segja tíð- indi af landi og þjóð. SÖGUR af ísbjörnum sem birtust upp úr þurru um mitt sumar án þess að nokkur hafís væri sjáanlegur, skelfilegar ófarir umhverfis- ráðherra, leit yfirvalda að þriðja ísbirninum sem reyndist vera hestur, draumförum heimamanna fyrir björnunum, auk frásagnar eins fjölmiðilsins af því að stúlkurnar sem fyrstar sáu birnina hétu Karen, þóttu honum afskaplega fyndnar, líkt og kostulegar gamlar þjóðsögur. Þá þótti honum sagan af vesalings hvolpsútburðinum sem fannst urð- aður í hraunið við Keflavík með ein- dæmum áhugaverð, sem og sagan af sjómönnunum á síldarveiðum sem veiddu alveg óvart gómsæta hrefnu. Sagði hann að skrímsla- eyjuna Ísland yrði hann að heim- sækja hið fyrsta. Hvergi annars staðar í heiminum gætu fréttir og sagna arfur tengst jafn sterkum böndum. TIL sönnunar um einlægan áhuga á því að heimsækja land furðusagn- anna spurði hann því næst hvernig gengi íslensku krónunnar væri um þessar mundir. Því svaraði ég sam- viskulega með vandræðalegri útskýringu um að það hefði verið töluverð verðbólga á landinu undan- farið. Norðmaðurinn missti andlitið þegar hann komst að því hvert gengið væri og heimtaði frekari fregnir af efnahagslífi þjóðarinnar. Eftir snöggsoðna samantekt um íslensk fjármál síðustu mánaða sem ég barði saman af takmarkaðri þekk- ingu brosti sá gamli vinalega og fullur skilnings og sagði með mál- rómi sem góðir nýlenduherrar grípa til þega þeir tala við fáfróða frum- byggja: „Já, nú skil ég hvers vegna þið segið svona mikið af skemmti- legum skrímslasögum. Þið viljið gleyma raunverulegum vágestum.“ Skrímslaeyjan ...ég sá það á visir.is Segir grafhýsi Kleópötru fundið Myndir berast frá Mars Tilfærsla yfir á hægri akrein sviðsett Býst við minni verðbólgu MEST LESIÐ: Í dag er þriðjudagurinn 24. júní, 177 dagur ársins. 2.57 13.30 0.03 1.34 13.15 0.53

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.