Fréttablaðið - 30.07.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 30.07.2008, Blaðsíða 6
6 30. júlí 2008 MIÐVIKUDAGUR RV U n iq u e 0 60 80 3 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Hentugt við grillið - einnota diskar, glös, bollar og hnífapör Nánari upplýsingar veita sölumenn og ráðgjafar RV DÓMSMÁL Alþingismaðurinn Árni Johnsen hefur ákveðið að stefna Agnesi Bragadóttur, blaðamanni á Morgun blaðinu, fyrir ummæli sem hún lét falla í útvarpsþættinum Í bítið á Bylgjunni hinn níunda júlí síðastliðinn. Í þættinum sagði Agnes Árna dæmdan glæpamann. Hann hefði orðið mútuþæg- ur og verið dæmdur fyrir umboðssvik. Þá kallaði hún hann reginhneyksli og stórslys. Einar Hugi Bjarnason, lög- maður Árna, segir að farið verði fram á að ummælin verði dæmd dauð og ómerk og þar að auki fimm milljón- ir króna í miskabætur. „Þessi ummæli voru náttúrulega þess eðlis að þau voru sérstaklega rætin,“ segir Einar. „Árni telur að hann hafi orðið fyrir verulegri rösk- un og óþægindum vegna þeirra,“ segir hann og bendir á að ummælin hafi fallið í vinsælum útvarpsþætti og því náð til fjölda fólks. „Árni Johnsen hlaut uppreisn æru frá forseta Íslands í kjölfar þessa dóms og það er beinlínis ákvæði í hegningarlögum sem sett er til verndar æru manna þegar svo háttar til,“ segir Einar. Þar vísar hann til 238. greinar almennra hegningarlaga, þar sem segir að „hafi maður, er sætt hefur refsi- dómi fyrir einhvern verknað, síðar öðlast uppreist æru, [sé] ekki heim- ilt að bera hann framar þeim sökum.“ - sh Árni Johnsen unir Agnesi Bragadóttur ekki að kalla hann stórslys og reginhneyksli: Árni krefur Agnesi um fimm milljónir AGNES BRAGADÓTTIR Lögmaður Árna Johnsen segir ummæli Agnesar, blaðamanns Morgunblaðsins, í morgunþætti Bylgjunnar hafa verið sérstaklega rætin.ÁRNI JOHNSEN SKIPULAGSMÁL Borgaryfirvöld ætla að gera breytingar á aðalskipulagi og svæðisskipulagi Hólmsheiðar til að stækka megi losunarsvæði þar fyrir jarðefni. Eins sagt var frá í Fréttablað- inu í gær ógilti úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála deiliskipulag frá því í nóvember og framkvæmdaleyfi frá í apríl sem gerði ráð fyrir þrettán hekt- ara viðbót við tuttugu hektara los- unarsvæði á Hólmsheiði. Land- eigandi í Almannadal vestur af svæðinu hafði kært ákvarðanir borgaryfirvalda í málinu og úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að losunin samrýmdist hvorki aðalskipulagi né svæðis- skipulagi. Að sögn Högna Jónssonar umsjón- armanns var allri losun á nýja svæð- ið hætt þegar kæran barst og þess í stað haldið áfram að fylla innan þeirra marka sem sett voru með fyrra leyfi frá árinu 2001. „Við höfum í mesta lagi nokkra mánuði áður en eldra svæðið er fullnýtt en það er verst að þetta hefur skapað verulegt óhagræði fyrir alla vinnu hér,“ segir Högni. Gert verður ráð fyrir því að vinnu við nýtt aðalskipulag verði hraðað svo unnt verði að stækka losunar- svæðið sem fyrst, í samræmi við það sem áður var ákveðið. - gar Breyta þarf aðalskipulagi vegna ólögmætis jarðvegslosunar á Hólmsheiði: Verulegt óhagræði af losunarúrskurði LOSUN Á HÓLMSHEIÐI Jarðvegslosun á nýtt svæði til suðurs var hætt eftir að kæra barst og þess í stað haldið áfram að losa á eldra svæði til austurs. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SJÁVARÚTVEGUR „Við fiskuðum um 750 kíló en vorum nú ekki lengi, bara fimm tíma enda orðnir gamlir menn,“ segir Ásmundur Jóhannsson, sjómaður í Sand- gerði, eftir veiðitúr í gær. Hann hefur undanfarnar vikur farið til sjós og fiskað án kvóta til að mótmæla kvótakerfinu, sem hann segir „stærsta glæpamál Íslandssögunn- ar“. Ásmundur var alveg látinn í friði í gær, en undanfarið hefur Landhelgisgæslan haft afskipti af veiðum hans. „Þetta var eins aumingjalegt og það gat verið. Engar flugvélar og engin herskip,“ segir Ásmundur en með herskipum á hann við Landhelgisgæsluskipin. - vsp Ásmundur hinn kvótalausi: Veiddi 750 kíló án kvóta í gær ÁSMUNDUR JÓHANNSSON Lögreglumönnum rænt Íslamskir skæruliðar rændu tæplega þrjátíu lögreglu- og hermönnum í Norðvestur-Pakistan í gær. Skærulið- arnir sögðust vera að hefna þess að stjórnvöld hafi ekki staðið við friðar- samninga við talibana sem dveljast við landamærin að Afganistan. PAKISTAN Ætlar þú á útihátíð um verslunarmannahelgina? Já 13,1% Nei 86,9% SPURNING DAGSINS Í DAG Hefur þú farið í sund í sumar? Segðu skoðun þína á vísir.is SKIPULAGSMÁL „Nú þarf þetta að fara í gegnum ákveðið ferli og við teljum okkur geta lokið því á fjór- um vikum eða svo,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur. Á fundi sem fulltrúar Lista- háskóla Íslands og félagsins Samson Prop- erties áttu með Hönnu Birnu í gær var farið yfir fjögurra milljóna króna verðlaunatil- lögu +Arkitekta að nýbyggingu Listaháskóla Íslands sem ætlað er að rísi á Frakkastígsreit. Tillagan verður fyrst tekin fyrir í skipulagsráði eftir viku en Ólafur F. Magnússon borgarstjóri hefur sem kunnugt er þegar lýst því yfir að borgaryfir- völd muni ekki samþykkja hana óbreytta. Hanna Birna segir fundinn í gær hafa verið mjög góðan og jákvæð- an. „Þeir fóru yfir það með mér hversu vel þeir telja tillöguna mæta þörfum skólans. Ég hef sagt að ég tel tillöguna að mörgu leyti afar góða og sé þá kosti sem Lista- háskólinn er að hugsa um. En ég hef líka sagt að ég tel okkur að ákveðnu leyti bundin af bókun skipulagsráðs um útlit húsa við Laugaveg og um að reyna viðhalda götumyndinni eins og kostur er. Þess vegna vildi ég fá tækifæri til að fara yfir málið,“ segir hún. Hjálmar Ragnarsson, rektor Listaháskólans, segir fundinn með formanni skipulagsráðs hafa verið ánægjulegan. „Við fögnum því að hafin sé vitsmunaleg og málefnaleg umræða um þetta mál og treystum því að í samvinnu við formanninn tak- ist okkur að koma vinnings- tillögunni í örugga höfn,“ segir Hjálmar. Hanna Birna kveðst afar bjart- sýn á að góð lausn finnist á næstu vikum sem bæði tryggi þarfir Listaháskólans og taki mið af sjón- armiðum borgaryfirvalda. „Þeir í Listaháskólanum sýna því fullan skilning að þetta þarf að fara í gegnum ákveðið lýðræðislegt ferli. Verðlaunatillagan er unnin af færum arkitektum og ég er sannfærð um að skólinn muni rísa þarna í góðu framtíðarhúsnæði,“ segir formaður skipulagsráðs. gar@frettabladid.is Verðlaunatillögu breytt vegna sjónarmiða borgaryfirvalda Vinningstillögu að nýrri byggingu Listaháskóla Íslands verður breytt svo hún falli að kröfum borgaryfir- valda um útlit Laugavegarins. Ný útfærsla gæti legið fyrir eftir fjórar vikur, segir formaður skipulagsráðs. HJÁLMAR RAGNARSSON HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR VERÐLAUNATILLAGAN Útfærsla +Arkitekta hentar Listaháskóla Íslands afar vel að mati forsvarsmanna skólans en fellur síður að hugmyndum borgaryfirvalda um götumynd Laugavegarins. MYND/+ARKITEKTAR KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.