Fréttablaðið - 30.07.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 30.07.2008, Blaðsíða 10
10 30. júlí 2008 MIÐVIKUDAGUR KÍNA Kínversk stjórnvöld hafa ekki staðið við loforð um að bæta mann- réttindaástandið í landinu. Þvert á móti hefur ástandið versnað. Þetta fullyrða mannréttindasam- tökin Amnesty International í nýrri skýrslu og hvetja þar leiðtoga ann- arra ríkja til að gagnrýna Kína. Árið 2001, þegar Alþjóða ólymp- íunefndin ákvað að Ólympíuleikar skyldu haldnir í Kína árið 2008, gáfu kínverskt stjórnvöld hátíðleg loforð um bót og betrun í mannrétt- indamálum. Amnesty International hefur síðan fylgst grannt með því hvort við þessi loforð verði staðið og eink- um skoðað fjögur svið mannrétt- indamála sem varða sérstaklega hugsjónir Ólympíuleikanna: dauða- refsingu, misnotkun á refsivarð- haldi, ofsóknir á hendur baráttu- fólki og ritskoðun fjölmiðla. Samtökin segja að undanfarið hafi þúsundir manna verið hand- teknir fyrir þær sakir einar að hafa krafist mannréttinda og umbóta í landinu. Margir þeirra hafi verið dæmdir í nauðungar- vinnu, jafnvel án réttarhalda. Dæmi er tekið af Huang Qi, sem var handtekinn fyrr í þessum mán- uði og sakaður um að hafa ríkis- leyndarmál í fórum sínum. Amnesty telur að raunveruleg ástæða handtökunnar sé störf hans við að aðstoða fjölskyldur barna, sem fórust í jarðskjálftanum mikla í maí, við að höfða mál gegn stjórn- völdum. Þá eru fjölmiðlar enn ritskoðaðir af fullri hörku og erlendir frétta- menn hafa sumir hverjir sætt ofsóknum af hálfu stjórnvalda. Ekki er annað að sjá en að stjórn- völd ætli að hindra fréttaflutning af öllu, sem þau meta óæskilegt eða viðkvæmt, meðan á Ólympíuleik- unum stendur. Samtökin fagna því reyndar að nokkrar framfarir hafi orðið á sviði dauðarefsinga, en þær framfarir séu þó afar takmarkaðar. Liu Jianchao, talsmaður utanrík- isráðuneytis Kína, andmælti skýrsl- unni í gær og sagði að þeir „sem þekkja Kína muni ekki vera sam- mála þessari skýrslu“. Í skýrslunni gagnrýna samtökin einnig Alþjóða ólympíunefndina fyrir tregðu hennar til að gagn- rýna kínversk stjórnvöld. Enn fremur eru leiðtogar annarra ríkja, þar á meðal þeir leiðtogar sem ætla að fara á Ólympíuleik- ana, hvattir til að beita Kínverja þrýstingi og láta áhyggjur sínar í ljós opinberlega. gudsteinn@frettabladid.is Kínverjar hafa ekki staðið við loforðin Ástand mannréttindamála hefur ekki batnað í Kína í aðdraganda Ólympíuleik- anna, þrátt fyrir gefin loforð. Önnur ríki hvött til að gagnrýna Kína. Svarta gullið er rándýrt, þetta vita allir af biturri reynslu. Öll olíufélögin bjóða þó afslætti gerist maður tryggur viðskiptavinur þeirra. Svokallaðir greiðslulyklar eru í boði hjá flestum olíufélögum og gefa þeir tvær krónur í afslátt af hverjum lítra. Hægt er að hækka afsláttinn upp í þrjár krónur fái maður sér fyrirframgreitt kort. En skiptir þessi afsláttur einhverju máli? Tökum dæmi. Miðum við bíl sem eyðir 10 lítrum á hundraðið og keyrður er 15.000 kílómetra á ári. Í því dæmi þarf að kaupa 1.500 lítra af bensíni. Með tveggja krónu afslætti er sparnaðurinn 3.000 krónur á ári, 4.500 krónur með þriggja krónu afslætti. Kannski ekki mikill sparnaður, en eitthvað þó! Þess ber þó að geta að margir keyra mun minna en 15.000 km á ári og eru á sparneytnari bíl. Þar af leiðandi er sparnaðurinn í mörgum tilfellum mun minni en þetta. Afsláttur olíufyrirtækja: Þrjú þúsund kall á ári Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@frettabladid.is Á TORGI HINS HIMNESKA FRIÐAR Hermaður fylgist með kínverskum ferðamönnum sem sitja á bekk í Peking. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LEITAÐ Á VEGFARANDA Indverskur lögreglumaður í Srinagar í Kasmír- héraði lyftir að gamni sínu vegfaranda meðan á aðgerðum lögreglu stóð. Vegfarendur voru stöðvaðir og leitað á þeim af ótta við fleiri sprengjuárásir. NORDICPHOTOS/AFP AKUREYRI „Þetta er bara hið besta mál. Við munum láta þetta standa yfir verslunar- mannahelgina,“ segir Sigrún Björk Jakobs- dóttir, bæjarstjóri Akureyrar. „Á svona góðviðrisdegi er ekki hægt annað en að vera ánægður með þetta. Fólk hefur verið að setjast í sólbað og hafa það gott,“ segir Sigrún. Þökur voru lagðar á hellulagt Ráðhústorg- ið á Akureyri í gærnótt. „Við vorum sex sem gerðum þetta,“ segir Sigurður Guð- mundsson, verslunareigandi og sá sem skipulagði verkið. Hann segir að fjölga þurfi grænum svæðum á Akureyri því þeim hafi fækkað töluvert undanfarin ár. Ákveðið var á fundi hjá innanbúðarfólki hjá Akureyrarbæ að þökurnar fengju að standa fram yfir helgina. „Líklega verður þetta tekið niður eftir helgina því það var ekkert búið að undirbúa undirlagið eða niðurföll. Þökurnar voru bara settar beint ofan á stéttina,“ segir Sigrún. Hún útilokar þó ekki að þetta gæti verið til frambúðar. „Akureyringar hafa lengi haft áhuga á því að gera torgið grænt aftur,“ segir Sigrún en nokkuð er síðan hellulagt var yfir grænt Ráðhústorgið. Setja átti upp stórt hringsvið á Ráðhús- torgið um verslunarmannahelgina sem getur ekki staðið á grasinu og verður því flutt um set. - vsp Túnþökur voru lagðar yfir Ráðhústorgið á Akureyri um niðdimma nótt: Þökur fá að standa fram yfir helgi RÁÐHÚSTORGIÐ Farið var í sólbað á grasilögðu Ráðhús- torginu í gær og góða veðursins notið til hins ýtrasta. MYND/SINDRI ORKUMÁL Hafist var handa í fyrradag við að bora fyrstu tilraunaholuna í leit að heitu vatni við austanverðan Þorskafjörð að því er fram kemur á vef Reyk- hólahrepps. Er það gert með fimm milljóna króna framlagi Orkuráðs. Hófst leitin við Skiphöfða í landi Hlíðar. Að því er segir á reykhólar.is verður borað niður á fimmtíu metra dýpi til að byrja með og niðurstaðan metin. „Ef leitin ber þann árangur sem vonast er til munu Hofsstaðir, Kinnarstaðir og Hótel Bjarkalundur njóta góðs af heita vatninu. Ekki síst myndi hitaveita létta rekstur Bjarka- lundar verulega,“ segir á reykholar.is. - gar Tilraunaboranir í Þorskafirði: Hótel og bæir fái heitt vatn BANDARÍKIN, AP Atvinnulausi vörubílstjórinn Jim D. Adkisson myrti í fyrradag tvo og særði sex sem viðstaddir voru söngleik barna í Sameiningarkirkju í Tennessee-ríki í Bandaríkjunum. Maðurinn skildi eftir bréf þar sem hann sagðist reiður kirkjunni vegna frjálslyndra viðhorfa hennar, einkum í garð samkyn- hneigðra. Fyrrverandi eiginkona mannsins var áður kirkju- meðlimur. Kirkjumeðlimum tókst að yfirbuga manninn áður en hann myrti fleiri. Hann er nú í haldi lögreglu. - gh Morð í Sameiningarkirkju: Bílstjóri myrti tvo í kirkju JIM D. ADKISSON Lögregla telur að gremja vegna atvinnuleysis hafi átt þátt í ódæði Adkissons. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Skreið í klukkustund Erlend ferðakona fótbrotnaði í gær þar sem hún var á ferðalagi um Mývatnssveit. Hún þurfti að skríða í heila klukkustund áður en hún komst að þjóðveginum þar sem henni var veitt hjálp. Konan bíður nú aðgerðar á sjúkrahúsinu á Akureyri. SLYS Aukin aðstoð í Vestur-Afríku Matvælastofnun Sameinuðu þjóð- anna tilkynnti í gær að hún ætlaði að auka matvælaaðstoð í vestur- hluta Afríku til að ná til 1,4 milljóna fleira fólks. Svæðið hefur orðið illa úti sökum hækkandi matvæla- og eldsneytisverðs. AFRÍKA PAKISTAN, AP Pakistönsk yfirvöld greindu frá því í gær að Abu Khabab al-Masri, háttsettur al- Kaídaliði, væri meðal sex sem drepnir voru í loftárás Banda- ríkjamanna í Pakistan í fyrradag. Árásin hefur vakið nokkra reiði í Pakistan þar sem margir telja hana brjóta á fullveldi Pakistana. Bandarísk stjórnvöld segja al- Masri hafa verið sérfræðing sem þjálfaði hryðjuverkamenn í notkun eiturefna og sprengja. Bandaríkjaher segist ekki hafa framkvæmt árásina. Líklegt er að hún hafi verið gerð að undirlagi bandarísku leyniþjónustunnar CIA með mannlausri Predator- flugvél. - gh Loftárás í Pakistan vekur reiði: Al-Kaídaliði meðal fallinna ABU KHABAB AL-MASRI VÍSINDI Deildarmyrkvi á sólu verður sjáanlegur frá Íslandi á föstudaginn. Deildarmyrkvinn hefst klukkan korter yfir átta á föstudagsmorgun og lýkur tæpum tíu mínútum yfir tíu. Í deildarmyrkva gengur tunglið að hluta til fyrir sólina og birtist sólin þá sem sigð af völdum tunglsins í skamma stund, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness. Stjörnuskoðunarfélagið verður með sólskoðun á Austurvelli þegar deildarmyrkvinn verður á föstudagsmorgun, ef veður verður hagstætt. - þeb Deildarmyrkvi á sólu: Deildarmyrkvi sést á Íslandi LÖGREGLUMÁL Karlmaður sem reyndi að hjóla ölvaður var handtekinn í miðborg Reykjavík- ur aðfaranótt þriðjudags. Lögregla fékk tilkynningu um reiðhjólamann sem ók hjóli sínu ansi skrykkjótt á Laugavegi. Maðurinn, sem er um fertugt, náðist í Austurstræti og var handtekinn. Hann var verulega ölvaður, tók afskiptum lögregl- unnar mjög illa og neitaði meðal annars að segja til nafns. Lögregla færði manninn á lögreglustöð þar sem hann var látinn sofa úr sér áfengisvímuna. - þeb Karlmaður í Austurstræti: Hjólaði fullur um miðbæinn Sautján ölvaðir við akstur Sautján ökumenn voru teknir ölvaðir og fjórir undir áhrifum fíkniefna á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Fimmtán karlar voru teknir ölvaðir og tvær konur, en fimm þeirra voru jafnframt próflausir. LÖGREGLUFRÉTT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.