Fréttablaðið - 30.07.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 30.07.2008, Blaðsíða 26
18 30. júlí 2008 MIÐVIKUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Góðan daginn! Ertu strax farinn á fætur? Jaaaá... Var gaman í gær? Já, almáttug- ur... Þetta urðu nokkrir góðir bjórar! Hvenær komstu heim? Ohhh... Það var áliðið... Bíddu nú aðeins! Þú varst að fara að sofa! Getum við rætt þetta síðar? Slökunar- miðstöð Inn Haldið í nokkrar sekúndur Út Þetta er víst góður tími til að gefa þér afmælisgjöf! Nei! Ekki strax! Afmælisgjafir við morg- unverðarborðið bera með sér óheppni! Það er betra að bíða fram á kvöld, þá ertu móttækilegri fyrir gjöfum. Ég er kona á fimmtugs- aldri sem horfi á öskju frá skartgripabúð... ...ég verð ekki mikið móttækilegri. Sögur frá dýrahótelinu Ívar íkorni og bróðir hans Hvað gerist ef enginn tekur okkur? Enginn tekur okkur?!? Ómögulegt! Svo skrítin getur veröldin ekki verið! Hvar er litabókin mín? Eigum við servíettur? Mamma, megum við fá eitthvað að borða? Ég er þyrstur! Augnablik! Hérna! Allt í lagi! Allt í lagi! Lóa gubbaði! Ég sé um það! Hvað eigum við að gera við ruslið? Réttu mér það! Ég missti litina mína!Ég skal finna þá! Ótrúlegt... Að börn séu svona mikil vinna? Nei... að flug- freyjur lemji ekki farþegana sína Koma blettir í hvít föt af kirsuberjasafti? Auglýsingasími – Mest lesið Ég heiti Sunna og ég er fíkill. Ég veit ekki hvort ég ætti að biðja fjölskyld- una mína fyrir- gefningar á að hafa haldið þessu leyndu fyrir henni, því mig grunar að hún viti allt um málið og hafi raunar enn betri innsýn í það en ég. Mín augu voru hins vegar bara að opn- ast, eftir að ég flutti inn með stúlku sem á við sömu ógn að etja á degi hverjum. Við erum, því miður, ánetjaðar glanstímaritum. Frá því að ég lagðist niður til að sofa í fyrsta skipti í nýjum húsa- kynnum mínum hefur tímarita- staflinn farið hækkandi með hverjum deginum. Fyrir mann- eskju sem er jafn þrautæfð í afneitun og ég er hins vegar auð- velt að hunsa hann alfarið. Það var þess vegna ekki fyrr en ég fór á kaffihús og áttaði mig á því að ég eða sambýliskonan áttum svo til öll blöðin sem þar var að finna að ég sá ljósið. Þetta er fíkn. Fyrir utan allar krónurnar sem rjúka í þessi blaðakaup mín er vandamálið enn verra. Í blöðunum úir og grúir nefnilega af alls kyns dóti og græjum og fötum og grip- um sem hjarta mitt fer að ásælast um leið og ég er hálfnuð í fletting- um. Ég hef í gegnum tíðina verið á nokkurn veginn sömu línu og Óskar villti vinur minn – nefni- lega; ég get staðist allt nema freistingar. Og freistingarnar eru á hverri síðu í blöðunum sem glansa svo fallega. Þó að ég sé temmilega vel þenkjandi kona og átti mig á því að hálfrar milljónar króna taska frá Burberry myndi valda mér meira hugarangri en ánægju á ég samt erfitt með að standast ljóm- ann sem af henni stafar. Glansandi blöð þýða einhvern veginn glans- andi líf, vill einhver hluti af mér meina. Hinn hlutinn fussar og sveiar og stoppar sokka, og það er hann sem fær að taka við núna. Fyrsta kreppuspekin mín er því þessi: ekki er allt gott sem glansar, og það sem þú veist ekki um getur þig ekki langað í. Ég hyggst halda blaðabrennu um helgina. STUÐ MILLI STRÍÐA Ekki er allt gott sem glansar SUNNA DÍS MÁSDÓTTIR TEKST Á VIÐ FÍKN SÍNA Í KREPPUNNI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.