Fréttablaðið - 30.07.2008, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 30.07.2008, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 30. júlí 2008 25 Söngkonan Katy Perry hefur setið í toppsæti bandaríska Billboard-listans fimm vikur í röð með lagi sínu I Kissed a Girl. Lagið mun því vera vinsælasta lag sumarsins vestanhafs, en það hefur einnig notið töluverðra vinsælda hérlendis. Katy, sem er aðeins 23 ára gömul hefur samið lög og spilað á gítar í nokkur ár. Hún breytti nafni sínu úr Katy Hudson í Katy Perry, þar sem henni þótti sitt upprunalega nafn of líkt nafni leikkonunnar Kate Hudson. Önnur plata Katy, One of the Boys, kom út í byrjun sumars. Hún inniheldur meðal annars lagið I Kissed a Girl og fyrstu smáskífu plötunnar, Ur So Gay, sem vakti mikla athygli eftir að Madonna sagði lagið vera í miklu uppáhaldi hjá sér. Fimm vikur á toppnum BREYTTI NAFNINU Katy tók upp eftir- nafnið Perry í stað Hudson, til að verða ekki ruglað saman við leikkonuna Kate Hudson. NORDICPHOTOS/GETTY Gus Gus halda tónleika á Nasa 16. ágúst. Það eru þeirra fyrstu hérlendis síðan þau spiluðu í Laugardalshöll í júní, en þau hafa verið á tónleikaferðalagi um helstu danshátíðir heims, líkt og Creamfields, Melt og Nu Note Lounge. Sveitin hyggst frum- flytja nýtt efni, en útgáfa nýrrar skífu er fyrirhuguð snemma á næsta ári og hafa President Bongo og Biggi Veira samið efni frá áramótum. Miðasala fer fram á midi.is og hefst hún innan skamms. - kbs Gus Gus á Nasa í ágúst Rokkarinn Tommy Lee hefur lýst því yfir að hann vilji að Johnny Depp leiki sig í kvikmynd byggðri á sögu hljómsveitarinnar Mötley Crue. Ástæðan fyrir að Tommy Lee er svo æstur í að fá Depp í hlutverkið er sú að honum finnst þeir búa yfir sömu persónuein- kennum. „Við erum að vinna í myndinni og erum að reyna að finna hentugan leikstjóra, framleiðendur og leikara,“ sagði Lee. Vill Depp í hlutverkið STUÐ Í HÖLLINNI Seinustu tónleikar Gus Gus hérlendis voru með David Guetta. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Ekki ætla allir að fara á hefð- bundnar útihátíðir í ár. Eiður Ágúst Egilsson stendur fyrir West- coastfest 2008 um verslunar- mannahelgina. Hátíðin stendur frá föstudegi til mánudags. Á Westcoastfest mætir fólk með tjöld og áfengi á Hælistúnið í Kópavogi og skemmtir sér við gít- arspil og samsöng, á einhvers konar „semi-útihátíð“. En af hverju að tjalda í Kópa- vogi? „Ég bý í vesturbæ Kópa- vogs. Við gerðum þetta fyrir tveimur árum, þá var þetta bara lítið, bara nokkrir vinir,“ segir Eiður. „Við bara tjölduðum og spil- uðum á gítar og höfðum það gott. Mér datt í hug að bjóða aðeins fleirum í ár.“ Rúmlega hundrað manns hefur verið boðið á Face- book-vefsvæðinu. „Það er ekkert planað, þetta er bara svona hittingur.“ Eiður segir þau vinina ekki nenna út á land. „Þetta er alveg nógu langt fyrir okkur. Ég fór til Eyja einu sinni og á Eldborg. Ég lenti í algjöru rugli í Eyjum, rigningu, roki og veseni.“ Hann óttast ekki regn núna. „Ef rignir þá getur maður stokkið heim í næsta hús og náð sér í regn- föt.“ Það að flýja inn er hins vegar ekki í boði, þótt stutt sé að fara. „Nei, engan aumingjaskap.“ En getur hver sem er kíkt við eða tjaldað? „Alveg endilega!“ West- coastfest stendur alla helgina, eins og hver önnur verslunar- mannahelgar-hátíð. - kbs Útihátíð í Kópavogi LÍTIL ÚTHÁTÍÐ Í KÓPAVOGI Eiður stendur fyrir Westcoastfest. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Angelina Jolie og Brad Pitt hafa beðið Bono, forsprakka írsku hljómsveitarinnar U2, um að vera guðfaðir tvíburanna nýfæddu. „Þau hafa verið vinir í fjöldamörg ár. Brad er mikill U2- aðdáandi og hann var kynntur fyrir Bono í veislu fyrir nokkr- um árum. Þeir tveir hafa verið miklir mátar síðan þá. Angelina á margt sameiginlegt með Bono því þau eru bæði á kafi í mann- úðarstarfi og hún er einnig vinkona eiginkonu Bonos, Ali Hewson,“ sagði heimildarmaður við breska blaðið Mirror. Tvíburarnir sem fæddust um miðjan júlí hafa fengið nöfnin Knox og Vivienne. Bono verður guðfaðir Hæ, Hefur þú prófað ONE

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.