Fréttablaðið - 19.08.2008, Side 26

Fréttablaðið - 19.08.2008, Side 26
H ann er aleinn á fljótandi ísjaka norður í ballarhafi þessi einmanalegi hvítabjörn á nýju gólfmottunni frá mexíkóska hönnunarhópnum NEL. Mottan kallast Global Warming og á að minna okkur á andstæðurnar í veröldinni. Mottan er mjúk og þægileg eins og við viljum hafa lífið en minnir um leið á afleiðingarnar af öllum okkar þægindum. Jöklarnir bráðna og litlir ísbjarnarhúnar fljóta burt frá mömmu, jafnvel alla leið til Íslands. Í ljósi hvítabjarnaheimsóknanna fyrr í sumar kæmi ekki á óvart að gólfmottan sú arna yrði vinsæl á Íslandi og eflaust sómir hún sér vel á skagfirskum heimilum. Spænski mottuframleiðandinn Nanimarquina framleiðir motturnar og selur. Lesa má meira um hönnun NEL á síðunni: www.nel.com.mx 19. ÁGÚST 2008 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● híbýli - stofa Bocca varasófinn færir bros inn í hvaða umhverfi sem er. Hann kom fyrst á markað árið 1971 en nýjustu útgáfu hans, „a loveseat for two“, má bæði hafa innandyra og utan. Það má því til dæmis sjá hann fyrir sér í sjónvarpshorni, stofu eða á verönd og eitt er víst. Hann vekur eftirtekt og umtal hvar sem honum er komið fyrir. Eins og gefur að skilja fæst hann ein- göngu í eldrauðu. Franco Audrito á heiðurinn af sófanum ásamt ungum hönn- uðum í Studio 65. Fleiri hafa þó spreytt sig á þessu óhefðbundna húsgagnaformi. Listmálarinn Sal- vador Dalí gerði sams konar sófa eftir vörum bandarísku leikkon- unnar Mae West í kringum árið 1937. Sá var á viðargrunni með bleikum fagurmótuðum sessum. Nánari upplýsingar um Bocca sófann má nálgast á slóðinni http://www.bonluxat.com. Kyssilegur sófi Bocca sófinn fæst eins og gefur að skilja eingöngu í eldrauðu. Skálarnar sem við sjáum hér eru eftir listamanninn Sigrúnu Ólöfu Einarsdóttur. Skálarnar fást í mörgum stærðum og litum og sóma sér vel á öllum sófaborðum. Hægt er að geyma hluti í skál- unum eða hafa þær til skrauts. Sigrún Ólöf hannar þó ekki aðeins skálar heldur einnig aðra hluti úr gleri, til dæmis vasa. Skálarnar ásamt öðrum verk- um eftir Sigrúnu Ólöfu fást í Kirsuberjatrénu, Vesturgötu 4, Kraum, Aðalstræti 10 og hjá Sig- rúnu sjálfri í Bergvík. Í Kirsu- berjatrénu og Kraum er einung- is seld íslensk hönnun og hægt er að finna margt fallegt í stofuna á þeim stöðum. Fjölbreyttar að stærð og lit Skálarnar eru í mörgum stærðum og fjölbreyttum litum. MYND/GUÐMUNDUR INGÓLFSSON Við eigum ekki að venjast því að eitthvað standi upp úr gólfmottunum okkar. Þessi hvítabjörn ætti þó að falla vel í kramið hjá flestum, sérstaklega börnunum á heimilinu. MYND/WWW.NEL.COM.MX Mottan er stór og að mestu leyti blá eins og hafið. Ísjakinn með birninum ætti þó ekki að fara fram hjá neinum. Bangsi heldur sig á mottunni ●Ekki gleyma hlýnun jarðar meðan þú slappar af heima í stofu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.