Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.09.2008, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 14.09.2008, Qupperneq 8
8 14. september 2008 SUNNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is Eftir Höllu Tómasdóttur Umræða um Evrópusam-bandsaðild, kosti hennar og galla fer hátt þessi misserin. Nokkuð breið samstaða virðist vera á meðal aðila atvinnulífsins um nauðsyn aðildarumræðna. Þessi samstaða byggist fyrst og fremst á þeirri staðreynd að atvinnurekendur og launþegar standa ráðþrota gagnvart sínum rekstri með óstöðuga og veika mynt og vaxtakjör sem enginn löglegur rekstur þolir til lengdar. Fyrirtæki og einstakl- ingar vilja sjá framtíðarlausn í efnahagsmálum og horfa með hýru auga til upptöku evru. Ekki eru allir sammála um hvort aðild að ESB sé nauðsynleg ef taka á upp evru á Íslandi, en telja má líklegt að svo sé. Andstæðingar Evrópusambandsaðildar benda evrusinnum á fjölda ókosta sem fylgja aðild s.s. lítilmegni smárrar þjóðar, skrifræðið og hversu mikið við gætum þurft að gefa frá okkur, svo sem yfirráðum yfir fiskimiðum og peninga- málastjórn. Ég fagna umræðu um kosti og galla aðildar, en furða mig á stundum á því hversu sjálfhverf og neikvæð umræðan hefur tilhneigingu til að vera. Víðara sjónarhorn Aðildarumræðan sýnist mér snúast annars vegar um hvað Ísland gæti þurft að gefa frá sér (eða leggja fram) vegna aðildar og hins vegar um hvað Ísland gæti fengið (eða grætt) með aðild. Þetta er í sjálfu sér fullkomlega eðlileg nálgun en óneitanlega nokkuð sjálfhverf. Á meðan við státum okkur á tyllidögum af því að vera ein ríkasta og framsæknasta þjóð í heimi þá virðumst við hvunn- dags telja að ábyrgðir okkar og skyldur takmarkist við að skapa okkur sjálfum gott lífsviður- væri. Spyrja má hvort ekki sé kominn tími til þess að við nálgumst Evrópuumræðuna frá víðara sjónarhorni og veltum því fyrir okkur hvaða stöðu við viljum taka í alþjóðlegu sam- hengi og framvindu heimsins. Færa má fyrir því sannfærandi rök að sterk Evrópa sé forsenda þess að friður og jafnvægi verði ofaná í breyttri heimsmynd þar sem vægi Ameríku fer minnk- andi og vægi Asíu vaxandi. Að kasta inn handklæðinu Ég get ekki annað en lýst undrun minni á því að margir virðast einfald- lega gefa sér að aðildarumræður muni leiða til þess að við þurfum að gefa frá okkur allt sem máli skiptir, svo sem fiskimiðin og aðra þjóðarhags- muni. Þetta finnst mér líkast því að leggja af stað inn á völlinn vitandi það að leikurinn sé tapaður. Slíkt viðhorf skilar líklega samsvarandi árangri eins og fyrirliði handboltalands- liðsins reyndi að útskýra fyrir þjóðinni nýlega. Mér er ómögu- legt að skilja hvers vegna við látum ekki reyna á aðildarum- ræður með það að markmiði að ná því fram sem skiptir okkur sköpum. Í mínum huga er ljóst að samningsstaðan okkar fer ekki batnandi þegar fram líða stundir og því til nokkurs að vinna að ganga til viðræðna á meðan enn er „eftirspurn“ eftir okkur sem aðila að sambandinu. Agi og ábyrgð Vissulega myndi aðild að sambandinu og upptaka evru krefjast mikils aga af okkur. Það er agi sem við þurfum greini- lega á að halda, því annars virðumst við ætla að haga okkur líkt og alkinn og fá okkur hvern „afréttarann“ á fætur öðrum frekar en að takast á við undirliggjandi vandamál. Aðild að ESB myndi líka krefjast þess að við öxlum ábyrgð í alþjóðlegu samhengi og deilum af auð okkar, mannlegum sem verald- legum. En hver verður auður okkar ef við höldum áfram að upplifa hér efnahagssveiflur og óstöðugt gengi? Munu fyrirtæk- in halda starfsemi sinni hér? Munu erlend fyrirtæki og fjárfestar horfa í okkar átt? Munu ferðamenn kjósa að koma hingað í auknum mæli? Munu einstaklingar kjósa að búa hér, snúa aftur hingað að loknu námi, starfa hér? Ég veit ekki svörin við þessum spurningum, en ég tel tímabært og nauðsynlegt að stíga upp úr skotgröfunum, spyrja spurninga og leita lausna. Höfundur er starfandi stjórnarfor- maður Auðar Capital og situr í framkvæmdastjórn Viðskiptaráðs Íslands. Getur lítil þjóð velt þungu hlassi? – með þér alla leið VIÐ TÖKUM VEL Á MÓTI ÞÉR V ö ru m er ki S h el l e ru n o tu ð m eð le yf i S h el l B ra n d s In te rn at io n al A G V ogun vinnur, vogun tapar. Hið óvænta val Johns McCain, forsetaframbjóðanda repúblikana, á Söruh Palin sem varaforsetaefni virðist af gengi þeirra í skoðanakönnunum vestra undanfarna viku að dæma vera vogun sem borgaði sig. En það eru enn sjö vikur til kjördags og margt getur gerzt á minni tíma í stjórnmálum. Vegna hinnar takmörkuðu stjórnmálareynslu Palin – hún hefur verið ríkisstjóri Alaska í tvö ár og fékk fyrst vegabréf í fyrra – hafa stjórnendur kosningabaráttu repúblikana slegið skjaldborg um hana gagnvart fjölmiðlum. Í fyrsta viðtalinu frá því hún hlaut útnefningu, sem birt var á ABC-sjónvarpsstöðinni á fimmtudags- kvöld, kom berlega í ljós að þessi tregða til að hleypa fjölmiðlum að varaforsetaefninu er ekki ástæðulaus. Þótt hún hafi vafalaust fengið eins góða skyndiskólun í utanríkis- og öryggismálum og hægt var dagana fyrir viðtalið reyndist hún ekki skilja eina spurninguna. Sú snerist um „Bush-kenninguna“, en með henni er átt við að Bandaríkin áskilji sér rétt til að beita valdi sínu til að „útbreiða lýðræði“ og til að gera „fyrirbyggjandi árás“ á lönd sem Bandaríkin telja sér eða heimsbyggðinni standa ógn af. Í viðtalinu var hún reyndar líka spurð hvort hún hefði hitt erlendan þjóðhöfðingja. Kvaðst hún engan hafa hitt. Hið rétta er þó að hún hitti Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, á ráðstefnu í Alaska síðastliðið haust. Ætli hún hafi hugsað með sér að það myndi aðeins veita illkvittnum brandarakörlum færi á ódýru gríni á sinn kostnað ef hún hefði nefnt að eini erlendi tignarmaðurinn sem hún hefði gerzt svo fræg að hitta væri frá litla Íslandi? Palin getur þó ekki kvartað yfir þeirri fjölmiðlaathygli sem hún hefur notið síðustu daga, svo sem þegar sýnt var frá því þar sem hún kvaddi son sinn er herdeild hans hélt af stað til Íraks. Hin 44 ára Palin hefur tvímælalaust hleypt nýjum krafti í kosningabar- áttu hins 72 ára McCains, og demókratar hafa reynzt eiga erfitt með að bregðast við „Palin-áhrifunum“ með skilvirkum hætti. Barack Obama hafði ekki alveg heppnina með sér þegar hann reyndi enn á ný að tengja mótframbjóðanda sinn við hinn óvin- sæla fráfarandi forseta með því að segja að McCain „segi að hann vilji innleiða breytingar í Washington, en hann er í raun alveg eins og George W. Bush. Þú getur sett varalit á grís, en hann verður samt áfram grís“. Sérstaklega fjölmiðlar hliðhollir repúblikön- um gerðu sér mat úr því að Obama skyldi grípa til þessarar lík- ingar (sem reyndar er algengt að stjórnmálamenn vestra geri, John McCain þar með talinn) og sögðu Obama hafa með þessum varalits-ummælum reynt að gera lítið úr Söruh Palin. Orð henn- ar í flokksþingsræðu sinni um að munurinn á „hokkí-mömmu“ og pitbull-hundi væri varalitur urðu fleyg. Varalitur varð þannig aðalumræðuefni liðinnar viku í kosningabaráttunni. Ráðgjafar Obamas þurfa hins vegar varla að hafa miklar áhyggjur af langtímaáhrifum svona málefnasnauðrar umræðu. Miklar líkur eru á því að ljóminn sem fylgt hefur Palin frá því henni skaut svo óvænt upp á stjörnuhimin stjórnmálanna vestra muni fljótt dvína þegar líður á kosningabaráttuna og hún þarf að sanna sig í þeim harða slag. Í síðasta lagi þegar Palin mætir reynslujaxlinum Joe Biden, varaforsetaefni demókrata, í sjón- varpskappræðum 2. október næstkomandi mun reyna fyrir alvöru á hve mikla áhættu McCain tók með varaforsetaefnisvali sínu. Kosningabaráttan vestra: Vogun McCains AUÐUNN ARNÓRSSON SKRIFAR „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is Holl er hugarró Það er gaman að heyra af stjórn- málamönnum segja frá áhugamál- um sínum, sérstaklega ef þau eru heilsusamleg, framandi og áhugaverð. Björn Bjarnason segir frá qi gong-ástundun sinni á vefsíðu sinni. Qi gong byggist á ævaforn- um kínverskum lífsorkuæfingum sem efla hugarafl, hjálpa mönnum við einbeitingu og auka andlegt úthald. Þar segir hann frá manni sem hefur endurheimt heilsu sína með ástundun qi gong og getur sá að sögn Björns verið klukku- stund í svokallaðri trjástöðu sem er grunnstaða qi gong. Það er meira en Björn segist hafa gert en þó segist hann þess viss „að kyrrstaða með agaðri, djúpri öndun getur haft ótrúleg áhrif“. Var ekki Geir Vegna gagnrýni sem forsætis- ráðherra hefur þurft að þola vegna aðgerðaleysis í efnahagsmálum er rétt að taka það fram að sá er Björn segir frá er ekki Geir H. Haarde. Teknókrati, ekki leiðtogi Geir talaði þó um efnahagsástandið í gær á opnum fundi í Valhöll. Af þeim fregnum sem heyrst hafa af þeim fundi virðist ekkert bóla á leiðtoga sem herðir upp huga fólks og fær það til að fyllast trú og vilja á það geti staðist þá áskorun sem staðið er frammi fyrir. Í stað leið- toga fengu fundarmenn framan í sig teknókrata og bollaleggingar hans um hvort hægt væri að skilgreina verkefnið sem kreppu eður ei. jse@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.