Fréttablaðið - 14.09.2008, Page 18

Fréttablaðið - 14.09.2008, Page 18
MENNING 4 A R G U S / 0 8 -0 3 7 2 T il Húsavíkur koma ferðamenn úr öllum áttum og eru ævinlega boðnir velkomnir, á þann hátt sem þykir mest um verður á hverjum tíma. Það er því í sjálfu sér ekki að furða að forsvarsmenn sveitarfélagsins hafi m.a. boðið Alcoa velkomið í þeirri von að styrkja stoðir byggð- arinnar til framtíðar. Fyrir byggð- arlag svo fjarri miðju alheimsins er mikilvægt að finna fyrir drif- krafti stórhuga og vera í hringiðu alþjóðlegrar hreyfingar. Á Þeist- areykjum, þaðan sem á að leiða orkuna til álversins á Bakka við Húsavík, er byrjað að bora fyrir heitu vatni til orkuframleiðslu og það er eftirvænting í lofti. Nýi vegurinn upp að Þeistareykjum er líka næstum því tilbúinn og skilj- anlega freistandi að fara veginn áfram. Spurningin er hins vegar sú hvort vegurinn eigi að liggja upp að orkusvæði álvers. Má ekki sjá fyrir sér að orkan á Þeistar- eykjum sé nýtt til annars en álframleiðslu? Sú sýn hefur víða framkallast, nánast samtímis, að vegurinn upp að Þeistareykjum liggi að stóru og myndarlegu heilsuhæli eða heilsu- hóteli, með hverum og kyrrð allt í kring, kátum hvölum og norður- ljósum. Svæðið í kringum Húsavík og Mývatn er raunar allt einn vett- vangur uppbyggingar á sviði end- urnæringar- og heilsubúskapar, útivistar og upplyftingar. Það sama mætti segja um Ísland allt. Ölkelduvötn, saltvötn, hveraleir, þörungar, loftslag, kyrrð og hrein- leiki er uppspretta auðs okkar og sérstöðu. Nokkra staði á Íslandi mætti kalla aðaluppsprettur og þar á meðal Húsavík. Rannsóknir hafa sýnt fram á að sjávarvatnið sem þar finnst sé einstaklega kröftugt lækningavatn og hverir og böð á svæðinu í kringum Húsa- vík og Mývatn eru óvenju vel fall- in til baðlækninga. Í Mývatni má síðan finna hinn dularfulla marimo-þörung sem á heima aðeins í tveimur vötnum í heimin- um, í Akan-vatni í Japan og í Mývatni á Íslandi en annað form hans hefur líka fundist í Eistlandi. Marímó-mosakúlan sem snýst á vatnsbotninum til að fá í sig sól- ina, eins og lítil jörð, hefur óút- skýranlega töfra í sér. Mývetnskir bændur kölluðu þennan þörung, sem á það til að flækjast í silunga- netin, kúluskít og það nafn hefur haldist á honum. Frá því að íslensk- ur þörungafræðingur uppgötvaði hversu undravert náttúrufyrir- bæri kúluskíturinn væri fyrir rétt þrjátíu árum hefur honum fækkað á sama hraða og áhuginn hefur aukist. Í Japan flykkjast þúsundir manna að grænu mosakúlunum og allir vilja snerta þær og eiga. Þess vegna varð að friða kúluskít, bæði þar og hér. En verið er að rann- saka möguleikann á því að rækta hann í tönkum og nota til baðlækn- inga, því menn gera sér miklar vonir um lækningarmátt hans, einkum í viðureign við veirusjúk- dóma. Væri þessi litla mosakúla ekki stórkostlegur punktur yfir i- ið á öllu því sem hægt væri að bjóða á heilsuhótelinu fyrir norðan? Yfirleitt eru langir biðlistar af fólki sem óskar eftir endurhæf- ingu og endurnæringu á Heilsu- stofnun Náttúrulækningafélags Íslands, Lækningarlóni Bláa lóns- ins og á Reykjalundi. Ég var svo heppin að komast að á því sem ég kallaði Heilsuhælið og náði góðum bata þar. Þegar ég kom í bæinn og sagði hvaðan ég væri að koma, urðu sumir hvumsa yfir því að ekki eldri manneskja leitaði sér lækninga á slíkum stað og skamm- aðist sín í ofanálag ekki fyrir það! Það er því að gefnu tilefni sem mig langar að minna á þá staðreynd að heilsulindir og svokölluð heilsu- hæli eru ekki staður uppgjafar og eymdar, heldur staðir þar sem á sérhæfðan hátt er hlúð að þeim sem þrá að endurfæðast í lífinu; vettvangur endurnýjaðrar lífs- orku og gleði. Salt- og ölkelduböð, hveraböð, ilm- og gufuböð hafa verið stunduð frá örófi en það voru Rómverjar til forna sem komu þeim í tísku. Síðan þá hefur vís- indalegum rannsóknarskýrslum fjölgað jafnt og þétt um baðlækn- ingar og jákvæð áhrif þeirra, sér- staklega í viðureign við sjúkdóma sem erfitt hefur reynst að skil- greina og lækna með öðrum leiðum. Í upphafi aldanna, eftir blóðug stríð og kreppur, þá auðguðust margar þjóðir í Evrópu á uppbygg- ingu heilsulindarbæja, þar sem hrjáðir hermenn og aðrir fengu bót meina sinna. Þegar sárin greru og sálirnar hresstust má segja að gildi heilsulinda hafi nánast gleymst og þær orðið að hælum fyrir hugsjúkan aðal og dekurrófur. Nú þegar nýrnahnoðrar heimsins eru úrvinda af að skilja út eitur- efni og ónæmiskerfið virkar ekki lengur, þá er aftur orðin til alvöru þörf á annars konar aðhlynningu, öðrum lækningaraðferðum. Og þá er mikilvægi dvalar við heilsu- lindir rifjað upp. En þá eru bara gömlu heilsulindarbæirnir flestir umkringdir verksmiðjum og byggð og berjast í bökkum. Í kreppu hnikast til allar við- miðanir um velmegun og farsæld. Hið ólíklega er boðið velkomið í hagkerfið. Alþjóðlegir fjárfestar leita núna logandi ljósi að nýjum tækifærum og horfa þá meðal annars til heilsulindanna. Og víða er verið að dæla inn fjármagni í tilraunir um annars konar aðferð- ir til lækninga en þær sem hingað til hefur helst verið veðjað á. Í þessari breyttu heimsmynd mætti þá rifja upp þá staðreynd að hér á Íslandi eru ekki aðeins óvenju óspjallaðar náttúruauðlindir, held- ur eru hér líka frumherjar á sviði eðlis- og náttúruvísinda, lækninga og hjúkrunar, verk- og byggingar- fræða. Ef tækist að mynda farveg fyrir alla þessa þekkingu, yrði straumurinn um hann stríður, og yrði sá straumur virkjaður lýsti mikið ljós úr norðri inn í komandi tíma! Eitt það fallegasta sem hægt er að bjóða langt að komnum gesti er að baða sig. Leyfa honum að fara kviknöktum ofan í endurnærandi móður jörð. Bera honum síðan á bakka ómengað lambakjöt, nýveiddan fisk eða taðreyktan sil- ung, aðalbláber með rjóma og könnu af kristaltæru vatni. Full- nægður gestur borgar fyrir sig með glöðu geði og kveður norðrið endurnærður á sál og líkama, búinn að fylla á tankana og tilbú- inn að fara áfram inn í lífið. Á Þeistareykjum eru rústir af bæ og það er búið að fornleifaskrá þær og veita opinbert faglegt leyfi til að gera eitthvað nýtt á staðnum (á Bakka eru hins vegar um 30 óskráðar og áhugaverðar rústir). Bæjarstæðið, afmarkað af engu nema öræfakyrrðinni, er opið fyrir nýrri uppbyggingu. Heima- menn gætu með framsæknum heilsubúskap boðið þangað vel- komna ferðalanga alls staðar að, í leit að endurnýjun lífdaga. ÁFRAM VEGINN AÐ HEILSULIND Húsavík er fallegur bær við norðurströnd Íslands og hann er þekktur fyrir gestrisni. Oddný Eir Ævars- dóttir heimspekingur spyr hver framtíð bæjarins sé. Íslensk tilraunaborhola á Þeistareykjum. FRÉTTABLAÐIÐ/KRISTJÁN KRISTJÁNSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.