Fréttablaðið - 14.09.2008, Qupperneq 49
7 MENNING
„gleymdu“
R
ithöfundur bókarinnar
„Hlustaðu á þína innri
rödd“, sem fjallar um
Kvennaframboðið í
Reykjavík og Kvenna-
listann 1982-1987, sem byggð er á
mastersritgerð höfundarins
(2005), var sjálfur þátttakandi í
Kvennaframboðinu og er því „sýn
hennar á viðfangsefnið … í senn
persónuleg og fræðileg“ segir á
bókarkápu. Og eins og sönnum
sagnfræðingi sæmir tekur Kristín
það fram í aðfaraorðum „að
hvorki fræðikona/-maður né aðrir
geti verið hlutlausir þrátt fyrir
ríkan vilja … reynsla og vitund
fræðimannsins hlýtur alltaf að
hafa áhrif á efnisval, túlkun og
framsetningu.“ Hún bætir þó við
að hún hafi reynt að vera „heiðar-
leg” í frásögn sinni. En er Kristín
ef til vill „of heiðarleg“? Frásögn
hennar er stundum endasleppt
þegar kemur að viðkvæmum
málefnum úr innra starfi hreyf-
ingarinnar. Var eitthvað meira
sem Kristín vissi en gat ekki
rökstutt sem sagnfræðingur? Og
hvað hefði mælt á móti því að hún
segði frá eins og hún upplifði það,
verandi sjálf viðstödd atburði
sem hún skrifar um.
„Þetta er saga mikilla átaka,
saga sigra og ósigra, saga gleði
og vonbrigða,“ segir Kristín
réttilega og hver sá sem eitthvert
hjarta hefur, karl eða kona sem
hefur aukin mannréttindi að
leiðarljósi í lífinu, hlýtur að líta á
þetta phenomen sem stórt skref í
framfaraátt í íslensku samfélagi,
sem auk þess að vekja gríðarlega
athygli langt út fyrir landstein-
ana (sem því miður hefur ekki
verið rannsakað), breytti
landslagi íslenskra stjórnmála
sem enn er ekki séð fyrir endann
á.
Þó svo að Kristín geri sína
vinnu vel og útskýri vandlega
fyrir lesandanum þau hugmynda-
fræðilegu deiluefni sem upp risu
á stundum, þá finnur hann ekki
fyrir átökunum, þaðan af síður
fyrir ósigrunum né vonbrigðun-
um. Sigurinn var ótvíræður. Átök-
in voru minniháttar: Einhver
gekk út – en það gerist hvern
einasta dag í pólitík – eða ætti
alla vega að gerast hefðu
stjórnmálamenn einhver prinsipp
að leiðarljósi nútildags! Og hver
voru vonbrigðin?
Kvennalistakonur aðgreindu
sig frá fjórflokkunum með því að
hafna hugtökum eins og „hægri“
og „vinstri“ og skilgreindu sig
þess í stað sem „þriðju víddina“.
Þvert á pólitíska flokkadrætti,
þvert á stéttir, áttu konur
einhvern reynsluheim sameigin-
legan sem fékk þær til að starfa
saman að þeim málum sem snerti
þær allar (burtséð frá því hvar
þeirra pólítísku óvinir höfðu
staðsett þær, venjulega sem
„kommakerlingar“). Það skýtur
því skökku við þeirra hugmynda-
fræði að þær hafi staðið gegn
Evrópusambandinu í heild sinni,
og því einnig EES-samningnum.
Ingibjörg Sólrún var sú eina sem
stóð með EES-samningnum og
gekk með því inn í framtíðina.
Sigríður Dúna var sú eina sem
snerist gegn hreyfingunni og það
harkalega (árið 1990); daginn
eftir gekk hún í Sjálfstæðisflokk-
inn. Viðkvæmt málefni sem án
efa hefur haft sérstaklega
skaðleg áhrif á hreyfinguna, og
þó að þessir atburðir hafi gerst
eftir ’87 – þ.e.a.s. ekki innan
tímaramma bókar Kristínar – þá
nefnir hún þetta í eftirmála, ef til
vill til að benda öðrum sagnfræð-
ingum á áhugavert efni fyrir
þeirra ritgerðir? Hún hefur
kannski stoppað árið 1987
einfaldlega vegna þess að lengra
gat hún ekki farið án þess að
móðga þær sem hún hafði átt
langt samstarf við og eru enn í
dag þátttakendur í stjórnmálum.
Var það hið flata grasrótar-
skipulag sem drap listann? Var
það áherslan á „kvennamálefni“
(sem þeim tókst að ýta inn af
jaðrinum) sem gerði það að
verkum að þær urðu áhrifalausar
í öðrum málaflokkum? Var það
„útskipunarreglan“ sem fældi
þær metnaðarfyllstu frá? Var það
„útskipunarreglan“ sem olli
samkeppni meðal kvennanna og
tvístraði áður samstíga hópi?
Kristín greinir frá þeim vand-
kvæðum sem allt þetta að
ofansögðu fylgdi, en lesandinn er
þó engu nær um hvort þessi
vandkvæði hafi verið til þess að
hreyfingin starfaði ekki sem
skyldi. Hún segir vel frá því
hvaða áhrif þau höfðu á innra
starf hreyfingarinnar, en það
skortir á greiningu á starfi
hreyfingarinnar sem stjórnmála-
flokki í sínu pólitíska umhverfi
og hvernig þessi vandkvæði
höfðu áhrif á það.
Árið 1987 stóð Kvennalistinn á
hápunkti. Þá hlaut hann 10,1%
fylgi kjósenda og fékk tækifæri
til að ganga til stjórnarsamstarfs
sem ekki gekk. Sagnfræðingurinn
gengur frá málinu greiðlega og
segir „að látið var brjóta á kröfu
um bætt kjör láglaunafólks“.
Hefði Kristín sem sannur
sagnfræðingur ekki átt að ræða
við aðra formenn flokka og viðra
þeirra skoðanir um þennan tíma?
Þar var um raunveruleg átök að
ræða. Voru þingkonurnar of
reynslulausar, eins og þeim var
borið á brýn? Voru þær ekki
nægilega vel undirbúnar? Eða
hvernig ætluðu þær sér að
tryggja lögbindingu láglauna í
bullandi kreppu og verðbólgu,
þegar jafnvel verkalýðshreyfing-
in hafði lýst kröfunni sem
óraunverulegri? Hvaða leik voru
formenn annarra flokka að plotta
og hvað höfðu þeir sett á oddinn?
Hér hefði Kristín mátt hella sér
meir út í stjórnmálaumræðuna á
þessum tíma til að útskýra fyrir
lesendum hvað var við að eiga.
Hefði ekki verið skynsamlegt líka
að ræða við umræddar þingkonur
og fá þær sjálfar til að lýsa
„vonbrigðunum“ sem það voru að
komast ekki í ríkisstjórn?
Það er ævinlega með söknuði
sem maður les um kvennahreyf-
inguna frá þessum tíma. Hvað
varð um þennan kraft, samstöðu,
frumkvæði og síðast en ekki síst
ríkt ímyndunarafl þessara
kvenna sem voru svo ófeimnar
við að fara óhefðbundnar leiðir í
baráttu sinni? Hversu væri þess
ekki óskandi að við fyndum þessa
áræðni aftur, ekki síst nú á
síðustu og verstu tímum, konur
jafnt sem karlar. Er neysluæðið
búið að drepa hugsun okkar?
Núna, rétt sem þá, er almenning-
ur langþreyttur á því að velferð-
armál séu látin sitja á hakanum.
Arftakar kvennahreyfingarinnar
sitja þó í ríkisstjórn.
P.s. Það er óþarfi að taka fram
að Kvennalistinn mætti háði og
spotti hvar sem var: á Alþingi, í
borgarstjórn og hjá fjölmiðlum
(sem mættu þeim með þögninni).
Það er merkilegt að lesa um
viðbrögð ýmissa háttvirtra
þingmanna á þessum tíma við
framboði kvenna. Sumar tilvitn-
anirnar sýna hversu langt á eftir
samtíma sínum margir þeirra
voru. En það sem verra er, þeir
sitja enn á þingi.
Kolfinna Baldvinsdóttir
MA í sagnfræði. Hún sat á sínum
tíma í stjórn Veru, 19. júní og í
stjórn Hlaðvarpans.
HLUSTAÐU Á HINA
RÖDD
Kvennaframboðið 1982. F.v: Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastjóri, Gerla myndlistarmaður, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan-
ríkisráðherra, Elísabet Guðbjörnsdóttir lögfræðingur, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir sendiherra og Kristín Jónsdóttir skrifstofu-
stjóri, höfundur bókarinnar. Myndin var tekin fyrir utan Hótel Vík þar sem framboðsskrifstofa Kvennaframboðsins var.
HLUSTAÐU Á ÞÍNA INNRI RÖDD – KVENNAFRAMBOÐ Í
REYKJAVÍK OG KVENNALISTI 1982-1987
Kristín Jónsdóttir
✶✶✶
MYNDLIST á Stokkseyri
Námskeiðin að hefjast. Kennari Sjöfn Har
Myndlist I 22.sept -3.nóv mánud. kl.19.30-22.30
Myndlist II 24.sept -5.nóv miðvikud. kl.19.30-22.30
Allar upplýsingar á sjofnhar.is eða síma 894 0367
Eldri umsóknir óskast staðfestar. sjofnhar@sjofnhar.com
Sjöfn Har myndlistamaður. Listaskálinn Stokkseyri
LISTASAFNKÓPAVOGS,
GERÐARSAFN