Fréttablaðið - 14.09.2008, Page 64

Fréttablaðið - 14.09.2008, Page 64
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Davíðs Þórs Jónssonar 6.49 13.23 19.56 6.31 13.08 19.43 Í dag er sunnudagurinn 14. september, 258. dagur ársins. Okkur langar til Køben með ánægju www.icelandexpress.is F í t o n / S Í A Flestir átta sig fljótlega á því þegar þeir heimsækja Kaupmannahöfn í fyrsta sinn, að þeir eiga eftir að koma aftur og aftur. Hún er bara einhvern veginn þannig borg. Eitthvað svo heimilisleg heimsborg. Ef þig langar til Köben í haust skaltu bóka þína ferð á www.icelandexpress.is Okkur langar að kíkja á Nørrebro. Þar ægir öllu saman, alls konar fólk af ólíkum uppruna, ólík menning, allt ótrúlega spennandi. Ætli við byrjum ekki í kaffi á Laundromatinu, svo kannski sushi í hádeginu. Restin verður bara að ráðast, kannski bara versla? Okkur langar á Industrimuseet. Ef við mættum velja einn stað í heiminum til að velja muni inn í íbúðina okkar, þá væri þetta safn algjörlega málið. Best að skoða samt úrvalið fyrst og vera vandlát. Okkur langar að slaka á í Nýhöfn og fá okkur smörrebröd og danskan bjór. Aðra leið með sköttum og öðrum greiðslum. Verð frá: 9.900 kr. 50% Börn: Börn, 11 ára og yngri í fylgd með fullorðnum, fá helmingsafslátt af verði fyrir skatta og aðrar greiðslur. Okkur langar að versla á Strikinu enda öll merkin á einni götu sem er frekar þægilegt. Og þó maður nenni ekki alveg að spá í það núna, þá ætti maður að klára jólagjafirnar þar. Svo er hægt að taka þetta á einu bretti í Fisketorvet. Veðurspáin í mollinu er víst frábær í allan vetur. Þótt maður reyni að hafa ekki of miklar áhyggjur af því hvað fólk heldur um mann reynir maður auðvitað alla jafna að verða ekki að undrum á almannafæri. En stundum er hreinlega eins og lífið bregði fyrir mann fæti í þeirri sjálfsögðu viðleitni. TIL DÆMIS fór ég ekki alls fyrir löngu í verslunarleiðangur í Hag- kaup í Kringlunni. Eftir að hafa fyllt innkaupakörfuna fórum við hjónaleysin í biðröðina við kass- ann. Konan á undan okkur var með heilmikinn varning sem hún var að hlaða upp á færibandið með töluverðum bægslagangi. Þá sá ég útundan mér að einhver smávara datt á gólfið. Að sjálfsögðu tók ég hana upp. Þetta var einhvers konar kremtúba af smærra taginu. Ég rétti konunni hana og sagði: „Fyrirgefðu, þú misstir þetta.“ Konan leit forviða á mig og neitaði því svo flissandi. Skrítnara þótti mér þó að nú hreytti unnusta mín í mig: „Hvað er að þér, maður? Þetta á að vera hérna!“ Með það reif hún af mér túbuna og setti upp í hillu sem er þarna yfir færi- bandinu. ÞAÐ TÓK drykklanga stund að afgreiða konuna svo ég leit betur á hilluna sem túban hafði dottið úr. Þá rann upp fyrir mér ljós. Í túbunni var krem sem ætlað er að auka ánægju fólks af því að hafa samfarir. Gott ef orðasambandinu „kitlandi unaður“ brá ekki fyrir í vörulýsingunni. Ég fann hvernig roðinn færðist í kinnarnar á mér við þessa uppgötvun, en ekki fannst mér ég þó geta beðið kon- una afsökunar. Þá hefði ég verið að gefa í skyn að það ætti að segja sig sjálft að vöru af þessu tagi gæti hún alls ekki verið að kaupa. En þarna hafði ég semsagt í barns- legu sakleysi mínu staðið með þennan sóðaskap í höndunum, otað honum að bláókunnugri mann- eskju og svo gott sem gapað: „Afsakið, fröken, en þér misstuð kynnautnasmyrslið yðar.“ TIL AÐ konan sæi ekki að ég var blóðrauður af skömm reyndi ég að grafa andlitið á mér ofan í tímarit á meðan hún lauk sér af og unn- usta mín barðist við að halda niðri í sér hlátrinum. En maður hlýtur að spyrja: Hvað á það að þýða að hafa þessa vöru einmitt þarna? Það er bara verið að bjóða heim hættunni á svona löguðu. Á maður ekki heimtingu á því að geta farið út í búð án þess að eiga það á hættu að verða sér í hrekkleysi sínu til slíkrar skammar að maður óskar þess helst að jörðin gleypi mann? Jörð, gleyptu mig … núna!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.