Fréttablaðið - 15.09.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 15.09.2008, Blaðsíða 8
8 15. september 2008 MÁNUDAGUR RV U n iq u e 0 90 80 1 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Á kynningarverði Svansmerkt RV hreinsiefni með ferskum ilmi. UM HVERFISMERKI Svansmerkt RV hreinsiefni - með ferskum ilmi Á tilboði í september 2008Svansmerktar Lotus Professional pappírsvörur20 % afsláttur REYKJAVÍK Breiðholtsdagar hefjast í sjötta sinn í dag og standa yfir til laugardags. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff verða gestir hátíðarinnar í dag. Forsetinn setur hátíðina formlega klukkan 14. Um leið opnar hann málverkasýn- ingu heyrnar- lausra myndlist- armanna í Félagsmiðstöðinni Árskógum. Alla morgna klukkan 7.30 verður pottakaffi í Breiðholtslaug og verð- ur Þórarinn Eldjárn borgarlista- maður gestur í dag. Þá verður Óskar Bergsson, formaður borgarráðs, í pottakaffi á fimmtudag. Helstu markmið Breiðholtsdaga eru að stuðla að aukinni samheldni, samveru og hverfisvitund íbúa þar sem fólk á öllum aldri kemur saman á ýmsum stöðum til að auðga andann og skemmta sér. - fb Breiðholtsdagar hefjast í dag: Forseti Íslands setur hátíðina ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON 1 Hvaða danska banka stóð til að Kaupþing tæki yfir? 2 Hvers eðlis voru skemmdirn- ar sem voru unnar á vaxmynd Adolfs Hitler á safni í Berlín? 3 Valsstúlkur tryggðu sér Íslands meistaratitil í fótbolta um helgina með sigri á Stjörn- unni. Hvernig fór leikurinn? SVÖR Á SÍÐU 30 Fá ekki að reka smáhýsi Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings segist í umsögn til sýslumanna leggjast gegn notkun fjögurra smáhýsa í Keldunesi til ferða- þjónustu. Húsin voru reist í sumar án samþykkis sveitarstjórnar. NORÐURÞING SVEITARSTJÓRNIR Samgönguráðu- neytið óskar eftir skýringum Akraneskaupstaðar á því að tölvu- þjónusta bæjarins var ekki boðin út heldur samið beint við Tölvu- þjónustu SecureStore ehf. „Það virðist ekki hafa verið gengið eðlilega til þessa verks. Til dæmis er ekki fengið samanburð- arverð hjá samkeppnisaðilum,“ segir Eyjólfur S. Stefánsson tölvu- rekstrarfræðingur sem kærði bæjaryfirvöld til ráðuneytisins. Eigendur Tölvuþjónustunnar SecureStore ehf. eru fjárfestirinn Bjarni Ármannsson og Örn Gunn- arsson – sem er sonur Gunnars Sigurðssonar, forseta bæjar- stjórnar. Fyrir- tækið hefur um langt skeið ann- ast tölvuþjón- ustu fyrir bæinn. Gunnar Sig- urðsson segir að ekkert óeðlilegt hafi verið við það að semja við SecureStore. Sjálfur hafi hann þó hvorki tekið þátt í umræðum um málið né afgreiðslu málsins í bæjarstjórn. „Samkvæmt mínum heimildum var verkið alls ekki tilbúið til útboðs en með þeirri vinnu sem nú á að vinna vonumst við til að þetta verði tilbúið í útboð á næsta ári. Ef þetta hefði þurft að fara í útboð hefði þetta auðvitað farið í útboð. Við höfum ekki hag af því að brjóta á einum eða neinum og fara ekki eftir leikreglum,“ segir forseti bæjarstjórnar. - gar Akraneskaupstaður kærður fyrir að semja án útboðs um tölvuþjónustu bæjarins: Ráðuneytið óskar eftir skýringum GUNNAR SIGURÐSSON Það virðist ekki hafa verið gengið eðlilega til þessa verks. Til dæmis er ekki fengið samanburðarverð hjá sam keppn- is aðilum. EYJÓLFUR S. STEFÁNSSON TÖLVUREKSTRARFRÆÐINGUR MENNTUN Hjallastefnan hefur rekstur grunnskóla í Reykjavík í byrjun næsta mánaðar. Þetta var samþykkt af menntaráði borgar- innar í síðustu viku. Fyrst um sinn verður skólinn innan veggja leikskólans Laufásborgar. Þar eru nú þegar tíu sex ára börn í námi ásamt fimm ára gömlum börnum. Skólinn tekur til starfa í byrjun október. Tveir grunnskólakennarar og tveir leikskólakennarar munu starfa við skólann fyrsta árið en Margrét Pála Ólafsdóttir, fram- kvæmdastjóri og stofnandi Hjalla- stefnunnar, munu gegna starfi skólastjóra fyrsta starfsárið. - kdk Barnaskóli Hjallastefnunnar: Fimmtán barna grunnskóli LÖGREGLUMÁL Bæjarstjórar í Hafn- arfirði, Kópavogi og Garðabæ hafa allir miklar áhyggjur af fækkun lögreglumanna á höfuð- borgarsvæðinu. Eins og kom fram í Fréttablaðinu á laugardag hefur þeim fækkað um sextán frá árinu 1990 á sama tíma og íbúum hefur fjölgað um rúm fjörutíu þúsund. Bæjarstjórarnir, sem og Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, forseti borgar- stjórnar, telja allir að snúa þurfi þessari þróun við. „Þetta er bara í takt við það sem við höfum verið að gera athugasemdir við. Við höfum látið það koma skýrt fram að við séum ósáttir við það hvern- ig er verið að draga saman í lög- gæslunni hér á höfuðborgarsvæð- inu. Það er mjög fróðlegt að fá þetta svart á hvítu í tölum og þetta er í anda þess sem við skynjum og finnum,“ segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Hann segir sýnileika lögreglunnar í hverfunum ekki þann sama og áður. „Forvörnin og öryggið bygg- ir ekki síst á því að við vitum að menn eru til staðar.“ Ekkert hlustað á rövlið Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, segist lengi hafa haft áhyggjur af ástandinu. „Samsetn- ing lögregluliðsins er þannig að þeir eru allir inni á kontór en ekki úti á svæðinu. Við höfum rövlað og ég kannski hvað hæst í þessu en það er ekkert hlustað á það þannig að þetta stendur svoleiðis.“ Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, er á sama máli. „Við höfum auðvitað áhyggjur af því að missa þessa nær-lögreglu eins og við vorum með áður en kom til þessi breyting á lögregluskipan á landinu. Við misstum að okkur finnst dálítið sambandið við hverfa- lög regluna. Svo eru mörg sveitar- félög farin að ráða viðbótarkraft til að halda uppi ákveðinni örygg- isgæslu, eins og Securitas,“ segir Gunnar. „Við í Garðabæ höfum ekki farið þá leið og ég held að lög- reglan þyrfti að skoða það hvort það sé ekki hægt að koma upp þannig kerfi að það verði annað lag fyrir neðan núverandi lögreglu sem hefði með ákveðna öryggis- vörslu að gera, sem væri innan lögreglunnar og hefði beinar upp- lýsingar frá lögreglunni.“ Fáliðuð á mikilvægum vöktum Dagur B. Eggertsson segir að auka þurfi sýnilegu löggæsluna til muna. „Lögreglan hefur því miður þurft að vera mjög fáliðuð á mik- ilvægum vöktum í sumar þannig að á þessu þarf einfaldlega að taka vegna þess að þetta er grunnþjón- usta í samfélaginu sem við vitum að skilar miklum árangri ef hún er eins góð og við og lögreglan viljum hafa hana.“ Hann er einnig ósáttur við kjör lögreglumanna og telur þau vera tímasprengju. „Ég hef ekkert legið á því að þessar grunnstéttir sem eru umönnunar- stéttir, heilbrigðisstéttir, kennar- ar og lögreglu- og slökkvilið, það þarf að huga að kjörum þeirra.“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir mikilvægt að lögreglumönn- um fjölgi í samræmi við íbúa. „Það er mikilvægt er að löggæsl- an verði efld og þá ekki síst svo- kölluð hverfalöggæsla sem reynst hefur afar vel. Ég treysti dóms- málaráðuneytinu og lögreglusam- bandinu á höfuðborgarsvæðinu til að vinna að framgangi þessa máls þannig að löggæslumál í borginni og í nágrannasveitar- félögum séu með viðeigandi hætti fyrir íbúa og öryggi þeirra,“ segir Vilhjálmur. freyr@frettabladid.is Ósáttir við færri löggur Bæjarstjórar í Hafnarfirði, Kópavogi og Garðabæ hafa áhyggjur af fækkun lögreglumanna á höfuð- borgarsvæðinu og telja að bæta þurfi ástandið. LÖGREGLAN Ráðamenn á höfuðborgarsvæðinu eru ósáttir við fækkun lögreglu- manna frá árinu 1990 en íbúum hefur fjölgað um 40 þúsund síðan þá. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.