Fréttablaðið - 15.09.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 15.09.2008, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 15. september 2008 11 SKIPULAGSMÁL Á annað hundrað manns sóttu opna kynningarfundi á vegum Listaháskóla Íslands í Regnboganum í gær þar sem starf- semi skólans og vinningstillaga í samkeppni um nýtt hús var kynnt almenningi. „Við höfum haldið sambærilega kynningar- fundi fyrir ýmsa hópa og reynsla okkar er sú að með þekkingu á tillögunni koma fram ný viðhorf hjá fólki. Margir sem voru neikvæðir í upphafi skipta um skoðun þegar þeir skoða til- löguna og kynnast hugsuninni á bak við hana,“ segir Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Lista - háskólans. Eftir fundinn sköpuðust fjörugar umræður þar sem Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, kvaddi sér meðal annarra hljóðs og lýsti undrun sinni á því að engir kjörnir full- trúar væru sjáanlegir á fundinum. Hjálmar tekur undir orð Ólafs. „Við buðum fólki úr pól- itíkinni sérstaklega að koma enda hefði ég haldið að það væri lærdómsríkt fyrir það að heyra sjónarmiðin sem rædd voru,“ segir Hjálmar. Tillagan hefur verið kynnt fyrir skipulags- ráði og er nú í rýni hjá skipulagsstjóra. „Það ferli tekur einhvern tíma en við vonumst til að því ljúki í haust. Vonandi getum við í samein- ingu aðlagað tillöguna að sjónarmiðum sem flestra. Við förum þó ekki út í neinar megin- breytingar á byggingunni enda erum við ákaf- lega ánægð með hana,“ segir Hjálmar. - þo Kynningarfundir um nýbyggingu Listaháskóla Íslands voru vel sóttir um helgina: Þekking á tillögunni kallar fram ný viðhorf TILLAGAN KYNNT Á fundunum var starfsemi skólans kynnt auk þess sem Páll Hjaltason, arkitekt hjá +Arkitektum, útskýrði tillöguna og teikningar af nýbyggingunni í þaula. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN UMHVERFISMÁL „Árósasamning ur - inn verður fullgiltur á kjör - tímabilinu, án nokkurs vafa,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra þegar hún ræddi skýrslu um umhverfismál í liðinni viku. Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, vakti athygli á ónákvæmu orðalagi í skýrslunni um samninginn, sem aðrar þjóðir EES- svæðisins munu hafa fullgilt. Fullgilding samningsins hefði meðal annars í för með sér að umhverfissamtök hefðu aðgengi að réttarúrræði og ættu auðveldara með að kæra framkvæmdir, svo sem vegna stóriðju. Þórunn skoðar nú hvort farin verði stjórnsýsluleið eða dómstólaleið við fullgildingu samningsins. - kóþ Umhverfisráðherra á Alþingi: Mun fullgilda Árósasamning ÞÓRUNN SVEIN- BJARNARDÓTTIR LÖGREGLUMÁL Brotist var inn í slökkvistöðina í Vík í Mýrdal og gramsað í sjúkrabíl á tímabilinu frá hálfsjö í fyrrakvöld til hálftólf í gær. Að sögn varðstjóra lögreglunnar í Vík var litlu sem engu stolið og mestu verðmætin látin eiga sig. Þjófurinn eða þjófarnir brutu rúðu í útidyrum til þess að komast inn á slökkvistöðina. Svo virðist sem þeir hafi verið á höttunum eftir lyfjum því búið var að róta í sjúkrabíl sem stóð ólæstur inni á stöðinni. Bar það engan árangur þar sem lyfja- kassar voru ekki á staðnum. Að sögn lögreglunnar í Vík var ekki á hreinu hvort einn eða fleiri hefðu verið að verki. - fb Brutust inn á slökkviðstöð: Talið að þjófar hafi leitað lyfja LÖGREGLUMÁL Ökumenn sex bíla voru stöðvaðir grunaðir um ölvunarakstur á höfuðborgar- svæðinu í fyrrinótt. Einni bifreiðinni hafði verið ekið á umferðarljós við gatnamót Miklubrautar og Stakkahlíðar laust eftir klukkan tvö. Tveir karlmenn á fertugsaldri voru í bílnum og voru þeir báðir handteknir. Ekki er ljóst hvor þeirra keyrði bílnum. Lítill erill var hjá lögreglunni í miðborginni en þó var töluvert um ölvun. Alls voru átta manns látnir dúsa í fangageymslum lögreglunnar vegna mikillar ölvunar. - fb Rólegt þrátt fyrir mikla ölvun: Sex teknir fullir undir stýri

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.