Fréttablaðið - 15.09.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 15.09.2008, Blaðsíða 34
18 15. september 2008 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is Bryggjuhúsið í Reykjanes - bæ gengur nú í endurnýj- un lífdaga. Það var byggt árið 1877 af Hans Peter Duus kaup- manni og var á þeim tíma stærsta hús á landinu fyrir utan Alþingishúsið. Grunn- flötur er 250 fermetrar á þremur hæðum. Í bryggju- húsinu var einn af fáum brunnum þorpsins, ein- ungis fyrir verslunina og kaupmannsheimilið. Húsið þarfnaðist alls- herjar endurbóta en grunnviðir voru góðir. Það hefur nú verið tekið í gegn að utanverðu en fram- kvæmdum inni á að ljúka vorið 2010. EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN ER ÞRÍTUGUR Í DAG. „Við þurfum kannski að fara aftur í tímann og ná í vík- ingaeðlið og þessa geðveiku stemningu sem var á pöllun- um þegar ég var strákur.“ Eiður Smári er einn fræknasti knattspyrnumaður landsins um þessar mundir og leikur með Barcelona. Hann skoraði eina mark Íslendinga gegn Skotum í nýlegum landsleik á Laugar - dalsvelli. MERKISATBURÐIR 1604 Svíar bíða ósigur fyrir Pólsk-litháíska samveldinu í orrustunni við Weissenstein. 1929 Kvæðamannafélagið Iðunn er stofnað. 1947 Þórunn S. Jóhannsdóttir heldur sína fyrstu píanó- tónleika í Reykjavík, átta ára að aldri. 1962 BSRB gerir sinn fyrsta kjarasamning við ríkið. 1967 Sjónvarpsútsendingar hersins á Keflavíkurflug- velli eru takmarkaðar við flugvallarsvæðið. 1967 Þjóðgarður er stofnaður í Skaftafelli í Öræfum. 1972 Ásgeir Ásgeirsson, fyrrver- andi forseti Íslands, and- ast, 78 ára að aldri. Helgi Áss Grétarsson varð heimsmeistari í skák í flokki 20 ára og yngri þennan dag árið 1994. Heimsmeistaramótið fór fram í Brasilíu og fyrir síðustu umferðina ríkti gífurleg spenna. Efst og jöfn með átta vinninga voru þrjú ungmenni: Helgi Áss, ungverska stúlkan Soffia Polgar og hinn þýski Chris- topher Gabriel, sem var annar tveggja keppenda mótsins sem þegar hafði náð stórmeistaratitli. Soff- ía Polgar tefldi við Spangenberg frá Argentínu og lauk þeirri skák með jafntefli. Helgi Áss og Gabriel mættust í úrslitaskákinni. Helgi Áss hafði hvítt og upp kom drottningarbragð. Skákin varð strax æsispennandi og báðir urðu knappir á tíma í lokin. Í þokkalegri stöðu tók Gabriel þá örlagaríku ákvörðun að fórna drottningunni og það varð honum að fótakefli. Helgi náði yfirhönd- inni með því að gefa sína til baka og verða peði yfir í endatafli. Hann tefldi af miklu öryggi og varð fyrsti Íslendingurinn til að vinna sigur í flokki 20 ára og yngri, aðeins sautján ára að aldri. Með heimsmeist- aratitlinum var hann útnefndur stórmeistari. ÞETTA GERÐIST : 15. SEPTEMBER 1994 Íslenskur heimsmeistari í skák M YN D /JA K . Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ari Benjamínsson, bifreiðastjóri, Hringbraut 2a, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudag- inn 16. september kl. 13.00. Sigríður Ólafsdóttir Sóldís Aradóttir Jóhannes Harðarson Ólafur Arason Agnes Arthúrsdóttir Ingibjörg Þ. Aradóttir Guðmundur Sigurjónsson Draumey Aradóttir Lars Nyström barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaðurinn minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, Sverrir Haraldsson læknir, Selbrekku 6, Kópavogi, lést á heimili sínu 8. september. Útförin verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 17. september kl. 11.00. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Hjördís Rósa Daníelsdóttir Ásgeir Sverrisson Helga Sigurðardóttir Svandís Sverrisdóttir Kristján Gíslason Hasse Svedberg Annika Svedberg Kristín Sverrisdóttir Jón Magnús Jónsson Arnbjörg Sverrisdóttir Robin Svendsen Jóhann Sverrisson og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Helga Charlotte Jónsson, andaðist á dvalarheimilinu Hrafnistu Laugarási miðvikudaginn 10. september. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 18. september kl. 13.00. Reynir Hólm Jónsson Anna Stefánsdóttir Sigrún Hólm Jónsdóttir Benedikt Arason Haukur Franz Jónsson Auður Hafsteinsdóttir Jón Ingimar Jónsson Anna Finnbogadóttir Stefán Jónsson Theodóra Marinósdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigríður Guðmundsdóttir frá Einarsnesi, sem andaðist á heimili sínu að Sóltúni í Reykjavík þann 8. september verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 17. september. Athöfnin hefst klukkan 13.00. Jarðsett verður að Borg á Mýrum. Þórarinn Sigþórsson Ragnheiður Jónsdóttir Guðmundur Sigþórsson Herborg Árnadóttir Helga Sigþórsdóttir Þórður S. Gunnarsson Jóhanna S. Sigþórsdóttir Þór Sigþórsson Guðný Björg Þorgeirsdóttir Óðinn Sigþórsson Björg Karítas Bergmann Jónsdóttir Sigríður Sigþórsdóttir Hallmar Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn. AFMÆLI RANNVEIG GUÐ- MUNDS- DÓTTIR fyrrverandi alþingis- maður er 68 ára í dag. PÁLL GUNNAR PÁLSSON forstjóri er 41 árs í dag. Menningar- og fjölskyldu- hátíð Breiðholts hefst í dag með metnaðarfullri dagskrá víðs vegar um hverfið. Ólaf- ur Ragnar Grímsson forseti heiðrar Breiðhyltinga með nærveru sinni þegar hann setur hátíðina klukkan tvö í félagsmiðstöðinni Árskóg- um. Þar verður líka opnuð málverkasýning heyrnar- lausra myndlistarmanna. Svo fer sögurútan um hverf- ið klukkan 17. Þetta er bara byrjunin því gamanið stend- ur alveg fram á laugardag. Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur er ein þeirra sem hafa undirbúið þenn- an fagnað allan, sem full- trúi frá íbúasamtökunum Betra Breiðholt, og er spurð í upphafi hvort svona hátíð hafi verið haldin áður. „Já, en þá hefur hún bara staðið einn dag og við átt allt undir veðri og vindum,“ svar- ar hún. „Því var ákveðið að teygja dagskrána yfir heila viku og enda á Breiðholts- daginn 20. september með hátíðarsamkomu í íþrótta- húsinu Austurbergi þar sem Hanna Birna borgarstjóri mun afhenda heiðursviður- kenningar.“ Breiðholtið er fjölmenn- asta hverfi borgarinnar með margbrotnu mannlífi sem meðal annars felst í fjöl- skyldum af ólíkum upp- runa. Það er því við hæfi að Alþjóðahús verður opnað þar með viðhöfn á morgun klukkan 17 til að auka enn á hin fjölmenningarlegu sam- skipti. Kolbrún segir einmitt kjarna hátíðarinnar felast í að íbúar hverfisins fái tæki- færi til að kynnast nágrönn- unum. Einnig að fyrirtæki, félagasamtök og stofnan- ir hafi möguleika á að viðra starfsemi sína. Pottakaffi og prjónakaffi er á dagskránni. Pottakaff- ið verður í Breiðholtslaug á hverjum morgni og þangað koma góðir gestir og prjóna- kaffið verður í félagsstarfi Gerðubergs á föstudag. Svo eru skipulagðar göngur um hverfið, annars vegar Selj- aganga með Guðrúnu Jóns- dóttur arkitekti og hins vegar bókmenntaganga á vegum Borgarbókasafnsins. Börn og unglingar Breið- holts láta ekki sitt eftir liggja. Samkoma verður á föstudag í umsjón barna- starfs Miðbergs þar sem tónlistarmyndband verður tekið upp og á hátíðarsam- komunni á laugardag munu nemendur úr Breiðholts- skóla sýna atriði úr Grease og ÍR-danshópurinn tekur sporið. Kórar, söng- og danshópar láta til sín taka í hátíðarvik- unni. Vinabandið lætur sig ekki vanta og mun spila og syngja í Fríðuhúsi. Kolbrún segir kirkjurnar í hverf- inu líka koma myndarlega að hátíðinni því samveru- , og kyrrðarstundir sem og guðþjónustur og fyrir- bænastundir verða á vegum þeirra. „Það verður boðið upp á viðburði fyrir öll aldurs- skeið og lögð áhersla á að sem flestir taki þátt,“ segir Kolbrún. Hún nefnir eldri borgara sem séu öflugir í Breiðholti. „Það er oft svo mikið fjör í félagsmiðstöðv- um þeirra. Maður hlakkar bara til að verða gamall,“ segir hún glaðlega. „Sam- hugur og samvera íbúanna er merki um hversu stoltir Breiðhyltingar eru af hverf- inu sínu og hversu umhugað þeim er um að hlúa að ímynd þess.“ gun@frettabladid.is BREIÐHOLTSHÁTÍÐIN: BYRJAR Í DAG OG STENDUR ALLA VIKUNA Breiðhyltingar bregða á leik HLÚÐ AÐ ÍMYNDINNI Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur segir að Samhugur og samvera íbúanna sé merki um hversu stoltir Breiðhyltingar eru af hverfinu sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Bryggju- húsið bætt

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.