Fréttablaðið - 15.09.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 15.09.2008, Blaðsíða 46
30 15. september 2008 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT: 2. eyja í asíu, 6. samtök, 8. stroff, 9. fát, 11. tveir eins, 12. gra- stoppur, 14. yfirstéttar, 16. vörumerki, 17. þörungur, 18. skaut, 20. grískur bókstafur, 21. kvísl. LÓÐRÉTT: 1. slitrótt tal, 3. frá, 4. hrörnun, 5. sigað, 7. gíll, 10. sam- hliða, 13. eldsneyti, 15. slithólkur, 16. fyrirboði, 19. í röð. LÁRÉTT: 2. java, 6. aa, 8. fit, 9. fum, 11. tt, 12. skegg, 14. aðals, 16. ss, 17. söl, 18. pól, 20. pí, 21. álma. LÓÐRÉTT: 1. tafs, 3. af, 4 vitglöp, 5. att, 7 aukasól, 10. með, 13. gas, 15. slíf, 16. spá, 19. lm. „Já, mér finnst þetta ódrengileg framkoma. Ég hef verið með þeim nú í ár og var með þeim þegar þeir byrjuðu á sínum tíma. Á Skjá einum. Hef verið viðloðandi þetta band lengi og svo fæ ég þetta í andlitið,“ segir Hrói rót eða Hró- bjartur Róbertsson. Hrói er lentur í sérkennilegri stöðu. Á miðvikudag verður í Popplandi háð úrslitaviðureign í Popppunkti, spurningakeppni Popplands á Rás 2. Þar keppa lið Rótara, sem skipað er þeim Hróa og Ingólfi Magnússyni, og lið Jesú- feðga, sem í eru Guðmundur Bene- diktsson og Pétur Örn, sonur hans. Þannig háttar til að Hrói er rótari hljómsveitarinnar Buff en þar er einmitt Pétur Örn. Það er til marks um hversu hörð keppnin er að Pétur hefur hótað Hróa brott- rekstri sigri Rótarar. „Þetta kallar maður vini sína. Þetta er ókristi- legt,“ segir Hrói og er nú milli steins og sleggju. „Hann verður að gera sér grein fyrir sinni stöðu í dýraríki Buffs- ins – goggunarröðinni. Amaban segir ekki hákarlinum fyrir verk- um,“ segir Pétur Örn sem leggur allt í sölurnar. Segist ætla að mæta til leiks og koma fljúgandi úr Kópavoginum með þyrlu og lenda á þaki útvarpshússins. Hrói geti mætt til leiks á bíl. „Ég er glaður að vera kominn með silfrið. Og ætla að hafa þetta Grand þegar ég mæti til leiks. Það þýðir ekki að mæta á gömlu bíldruslunni og enginn sér mig koma,“ segir Pétur. Hvort lið um sig hefur unnið þrjár viðureignir og að sögn Hróa var erfiðasta viðureign Rótara við Poppskríbenta sem stóð tæpt. Minnisstæðasta atvik Péturs Arnar úr keppninni er hins vegar þegar þeir feðgar, sem báðir eru söngmenn góðir, töpuðu í liðnum „sungið fyrir hlustendur“ gegn liði Óttara: Óttari Proppé og Óttari Felix Haukssyni. „En ég er sáttur við það. Enda ógleymanlegt að heyra Óttar Proppé syngja Nínu með röddu prófessorsins. Ekki hægt að keppa við það og þeir Ótt- arar mega mín vegna gefa út þrjár jólaplötur á ári. Og ekkert endilega í desember.“ jakob@frettabladid.is PÉTUR ÖRN: HRÓI VERÐUR REKINN EF HANN VINNUR Rótari milli steins og sleggju RÓTARINN SVARAR FYRIR SIG Hrói rót er kominn í sérkennilega stöðu því ef lið Rót- ara vinnur Jesú-feðga í Popppunkti missir Hrói stöðu sína hjá Buffinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR „Þetta eru svín á Arnarnesinu að sulla í kóki og kjaftæði,“ segir Erpur Eyvindarson marmiðlunarhönnuð- ur með meiru. Erpur skilaði nýver- ið inn útskrifarverkefni sínu í Margmiðlunar- skólanum og hefur gripið til þess ráðs að sýna það á netinu. Um er að ræða átta mínútna stuttmynd, klippi- og hreyfimynd sem hefur hang- ið uppi á Eyjunni og um þús- und manns hafa nú skoðað. Það tók Erp heila önn að vinna myndina með full- tingi þar til gerðra forrita og telst hann nú marg - miðlunarhönnuður. Erpur útskrifaðist með glans. Fyrir verkefnið fékk hann níu en sem útskrifarverkefni hlýtur myndin að teljast sérstæð því hún er gall- hörð ádeila á nýríkt lið sem búsett er á Arnarnesinu. Efni verkefnis- ins virðist ekki hafa staðið í leið- beinendum hans við skólann nema síður sé. „Ég hef ekkert á móti Arnarnes- inu. Á vini sem eru þar. En á nes- inu eru reyndar meðaltekjurnar hærri en gengur og gerist miðað við vinnuframlag,“ segir Erpur sem aldrei dregur af sér þegar samfélagsgagnrýnin er annars vegar. Myndin fjallar um firrta svínafjölskyldu, Lobster-fjöl skyld - una og vandamál hennar. Erpur segist aðdáandi George Orwells og svínin séu tákn fyrir óhóf og ósanngirni samanber Animal Farm. „En nú nenna engin svín að stofna stjórnmálaflokk. Þau fara bara beint í bankana. Þaðan ná þau völdum í samfélaginu og geta ráðið önnur svín til að vera á þingi í leiðindunum.“ - jbg Erpur fékk níu fyrir gallharða ádeilu Íslenska tískumerkið Andersen & Lauth hefur gert víðreist frá því að hjónin Gunnar Hilmarsson og Kolbrún Petrea Gunnarsdóttir endurvöktu það gamla nafn fyrir um þremur árum. Föt frá fyrirtækinu fást í um tuttugu löndum í Evrópu og Asíu og hafa víða vakið eftirtekt. Í svokallaðri „lookbook“ fyrir haustlínuna svífur rómantískur andi yfir vötn- um, enda ber bókin yfir- skriftina „A Love Story“. Auk mynda af fatnaðinum og fallegra mynd- skreytinga er þar einnig að finna brot úr ástarsögu í formi kvikmyndahandrits. Þar er um að ræða kvikmyndahandrit Þorgríms Þráinssonar, sem hann lauk við nú í sumar en hefur ekki komið fyrir sjónir landsmanna enn. „Þau leituðu til mín um að fá ástarsögu og ég lánaði þeim bara hluta úr kvikmyndahandritinu mínu, í stað þess að skrifa sérstaklega fyrir bókina,“ útskýrir Þorgrímur. „Ég átti þessa ástarsögu til, svo það hentaði bara vel. Þau létu svo þýða handritið til að hafa það á ensku.“ Þorgrímur segir uppátækið bara hafa verið skemmtilegt. „Þetta er bara smá forskot á sæluna,“ segir hann kíminn. Bókin hefur farið víða og handritið meira að segja vakið athygli. „Mér skilst að þau hafi fengið að minnsta kosti eina fyrirspurn frá Frakklandi um hver væri að skrifa sög- una,“ segir hann og hlær við. „Það er nú samt nánast ótrúlegt, því sagan er í rauninni bara bakgrunnstexti til að skreyta síðurnar, maður þarf að hafa sig allan við til að ná ein- hverju samhengi,“ útskýrir Þorgrímur. Bókina, haustlínu Andersen&Lauth og nýja línu þeirra fyrir vor og komandi sumar má allt sjá á síðunni www.andersenlauth. com, en bókinni má einnig fletta í verslun- inni að Laugavegi 94. - sun Lánaði kvikmyndahandrit í tískubók FORSKOT Á SÆLUNA Útdrátt úr kvikmynda- handriti Þorgríms Þráins- sonar má sjá í „look- book“ Andersen&Lauth. ÁSTARSAGA Rómantíkin svífur yfir vötnum í línu And- ersen&Lauth fyrir haustið. BENEDIKT LOBSTER Úr mynd Erps. Svínið á Arnarnesinu á við fáfengileg vandamála að stríða sé miðað við venjulegt fólk. ERPUR Gallhörð ádeila í útskriftarverk- efni hans stóð ekki í leiðbeinendum nema síður sé, en Erpur útskrifaðist með níu í einkunn. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Gylfi Blöndal deyr ekki ráðalaus þótt Organ-ævintýrið sé búið. Hann hefur nú slegist í för með Borko og Seabear á túr þeirra um Evrópu, en haldið er í mánaðartúr frá og með deginum í dag. Gylfi er svokallaður lausamaður í Borko og kemur viska hans á tónlist og tækjum eflaust að góðum notum þegar þeyst er á milli hvers landsins á fætur öðru. Meðal áfangastaða eru París, Köln, Antwerpen, Vínarborg og Malmö. Freyr Eyjólfsson hefur að undanförnu verið einn eftirsóttasti veislustjóri landsins. Nú fer slíkum uppákomum snarfækkandi því Freyr hefur ráðið sig ásamt öðrum Geirfuglum í leiksýninguna Fólkið í blokkinni, sem er eitt af trompum Borgarleikhússins í vetur og verður sýnt um helgar. Freyr fær nokkrar línur í verkinu og æfir sig af kappi enda í fríðum hópi stórleikara. Sýningar hefjast 10. október. Eins og kunnugt er hætti Páll Óskar við stórtónleika sem hann ætlaði að halda í Laugardalshöllinni í haust þegar styrktaraðilinn hætti við á síðustu stundu. Tónleikana ætlaði Palli að halda vegna 15 ára bransaafmælis og var langt kominn með undirbúning, farinn að velja föt, hanna sviðsmynd og æfa dansa. Öll sú vinna er þó ekki fyrir bí því tónleikarnir verða haldnir seinna. það væri til dæmis gott tilefni þegar Páll verður fertugur í mars 2010. Tvöföld safnplata og dvd-diskur, Silfursafnið, kemur eftir sem áður út í byrjun nóvember. - kbs, drg FRÉTTIR AF FÓLKI Löggildir rafverktakar Rafmagnsvandamál Talaðu þá við okkur Uppl. síma 8604507 / 8494007 islagnir@islagnir.is www.islagnir.is VEISTU SVARIÐ Svör við spurningurm á bls. 8 11 Roskilde Bank. 2 Safngestur hjó höfuðið af vaxmyndinni. 3 Leikurinn fór 8-0 fyrir Val. „Við erum með tónlistarmynd- bönd sem að rúlla allan daginn, Robbie Williams, Madonnu og allt mögulegt eiginlega.“ Þórdís Helgadóttir, hárgreiðslukona á Hárný.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.