Fréttablaðið - 07.10.2008, Page 1

Fréttablaðið - 07.10.2008, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 ÞRIÐJUDAGUR 7. október 2008 — 274. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG JÓN SIGURÐSSON Byrjar daginn alltaf á hollum hafragraut • heilsa • nám Í MIÐJU BLAÐSINS Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 VINNUVÉLANÁMSKEIÐ eru reglulega haldin hjá Ökuskóla Akureyrar. Námskeiðin eru 80 tímar og helstu námsgreinar eru jarð- ýtur og gröfur, kranar og stálvírar, vökva- og vélafræði og öryggi á vinnustað. Næsta námskeið hefst 30. október og er skráning hafin á okuskoli@simnet.is „Ég reyni eftir bestu getu að hugsa vel um heilsuna og hef undanfariðár byrjað dagin á í Reykjavík og hefu þb Vill vakna í átök og stuð Herþjálfun, fullt nám og hundrað prósent vinna er lífsstíll sem skilar Jóni Sigurðssyni árangri í starfi og leik, en hann hefur frá fyrstu tíð gengið hnitmiðað um fjölbreytta stigu heilnæmis og heilbrigðs lífe i Jón Sigurðsson hefur aldrei slegið slöku við að hugsa sem best um heilsuna og telur ekki eftir sér að vakna í hörku herþjálfun meðan aðrir sofa. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BORÐAÐU ÞIG HOLLARI! Auðveldar þér að léttast Losaðu þig við 5 kíló á 5 vikum Nýtt og yfirfarið matarprógram,sem hjálpar þér við að losa þig við aukakilóin. Lærðu um það hvernig þú borðar fjölbreyttar máltíðir með hollum og góðum mat. GARÐABÆ REYKJAVÍK REYKJANESBÆR AKUREYRI NÝTT MATAR- PRÓGRAM Lífið 10 ára Lífið, samtök um líknandi meðferð, heldur á laugardag málþing í tengslum við afmælið. TÍMAMÓT 16 BLEIKA SLAUFAN Árveknisátak Krabba- meinsfélags Íslands Sérblað um bleiku slaufuna FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG bleika slaufanÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2008 Stríð á Facebook Lindsay Lohan og París Hilton deila á netinu. FÓLK 20 HILDUR BJÖRK YEOMAN Vekur athygli í Portúgal Fjallað um sýningu hennar í Vogue FÓLK 26 Smiðjuvegi 76 • Kópavogi Baldursnesi 6 • Akureyri Mikið úrval af upphengdum salernum Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá10 -15 tengi.is HVASST Í FYRSTU Í fyrstu verða suðaustan og austan 10-18 m/s, hvassast á Vestfjörðum. Lægir smám saman eftir hádegi. Rigning eða skúrir en dregur úr úrkomu síðdegis. Hiti 7-12 stig. VEÐUR 4 10 7 9 9 10 Sögulegt hjá Heimi Heimir Guðjónsson varð fyrsti þjálfarinn í 39 ár til að verða meistari á fyrsta ári í þjálfun. ÍÞRÓTTIR 23 % 20 40 60 80 100 40.000 slaufurSöfnunarmarkmið INN OG ÚT Þegar bönkunum var lokað í gær var óvíst hvort þeir yrðu opnaðir á ný. Neyðarlög voru sett á Alþingi klukkan 23.19 til bjargar íslensku fjármálakerfi og sagði fjármálaráðherra að innistæður íslenskra sparifjáreigenda yrðu að fullu tryggðar. Myndin var tekin við höfuðstöðvar Landsbankans við lokun í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EFNAHAGSMÁL „Bankinn opnar og ég bendi á að hann er einn örfárra í Evrópu sem enn er starfandi án þess að hafa notið sérstakrar aðstoðar seðlabanka,“ segir Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Lands- bankans. Alþingi ræddi fram á nótt frum- varp forsætisráðherra um neyðar- ráðstafanir í fjármálakreppunni. Samkvæmt lögunum getur Fjár- málaeftirlitið tekið að sér stjórn banka. Í aðgerðum stjórnvalda felst einnig stórt evrulán Seðla- bankans til Kaupþings. „Ég tel að þetta sé skynsamleg ráðstöfun. Þessi eign sem þarna er um að ræða, FIH, er perlan í kór- ónu Kaupþings, en þetta er mat Seðlabankans, ekki ríkisstjórnar- innar,“ segir Össur Skarphéðins- son, iðnaðarráðherra og staðgeng- ill formanns Samfylkingarinnar. Fyrirgreiðslan til Kaupþings nemur um eitt hundrað milljörðum íslenskra króna. Lánið er tryggt með veði í danska FIH bankanum. Össur segist ekki kannast við að Landsbankinn hafi leitað eftir fyr- irgreiðslu. Sumir úr stjórnarliðinu segja að í þessu felist stuðningsyfirlýsing stjórnvalda við Kaupþing, en aðrir benda á að með þessu sé Kaupþingi aðeins veitt ákveðið svigrúm í hefðbundnum endurhverfum við- skiptum milli banka og Seðla- banka. Fram kom í máli Geirs H. Haarde forsætisráðherra að efnahagsmál- in hefðu tekið óvænta stefnu í gær- morgun og lánalínur bankanna hefðu lokast. Því stæðu Íslending- ar frammi fyrir þessari stöðu. Hins vegar yrði róið að því öllum árum að tryggja hagsmuni almennings, þjóðarbúsins og innistæðueigenda, hugsanlega á kostnað annarra. Aðgerðir stjórnvalda tryggðu að bankarnir yrðu opnir í dag. Össur segir að allt verði skoðað. Teknar verði ákvarðanir sem sumir telji kaldrifjaðar. „Telji stjórnvaldið að fjármála- stofnun sé komin í þá stöðu að hún geti ekki staðið við skuldbindingar sínar, þá er hægt í reynd að taka völd í fyrirtækinu og ráðstafa eign- um þess, með hagsmuni þjóðarinn- ar í huga. En ef svo færi að banki legðist á hliðina myndi hann eigi að síður, eftir að þessi tæki eru komin í hendur stjórnvalda, opna daginn eftir.“ Sigurður Einarsson, stjórnarfor- maður Kaupþings, segir unnið hörðum höndum að því að treysta lausafjárstöðu bankans í því erfiða umhverfi sem nú ríkir á alþjóðleg- um fjármálamörkuðum. Stefnan hafi verið sett á að minnka bank- ann og efnahagsreikning hans og eignir hafi verið seldar síðustu tíu daga fyrir um 170 milljarða króna, einkum verðbréf. Að viðbættu láni Seðlabankans í gær hafi bankinn þannig losað um 270 milljarða undanfarna daga. - bih, ikh Allir bankarnir opna í dag Neyðarlög sett á Alþingi í gær um víðtækar heimildir Fjármálaeftirlitsins til inngripa í íslenskt fjármála- kerfi. Innistæður tryggðar. Íbúðalánasjóður kemur að endurfjármögnun húsnæðislána. Kaupþing fékk stórt lán frá Seðlabanka og hyggst selja eignir. Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er komin til landsins. Stjórnvöld útiloka ekki að óskað verði eftir efnahagsaðstoð Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru staddir hér á landi sérfræðingar sjóðsins. Þeir hafa veitt stjórnvöldum tækni- lega ráðgjöf við yfirstandandi efnahagsaðgerðir. Sendinefnd Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins kom hingað að frumkvæði stjórnvalda. Eftir því sem næst verður komist, útiloka stjórnvöld enga möguleika við ríkj- andi aðstæður, þar á meðal er sá möguleiki að leita efnahagsaðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ísland var í hópi stofnríkja sjóðsins. Aðstoðar hans var síðast leitað hér á landi árið 1982. Ísland hefur verið skuldlaust við sjóðinn frá árinu 1987. - ikh Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn til aðstoðar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.