Fréttablaðið - 07.10.2008, Page 2

Fréttablaðið - 07.10.2008, Page 2
2 7. október 2008 ÞRIÐJUDAGUR Benedikt, er verið að geirnegla bankann? „Nei, það er verið að krossfesta stjórnmálamann.“ Benedikt Erlingsson frumsýnir nýja stuttmynd, Naglann, í bíósal Kaupþings í dag. Myndin fjallar um ráðamann sem fær nagla í höfuðið. Bankaútibú Afgreiðslur bankaútibúa verða opnar líkt og venjulegt er í dag, samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu. Debetkort Greiðslukerfi bankanna, þar á meðal debetkortakerfið, verður starfrækt með eðlilegum hætti. Kreditkort Ekki verður röskun á notkun kredit- korta að því er fram kemur í tilkynn- ingum frá umboðsaðilum kreditkorta- fyrirtækja hérlendis. Greiðslukort í útlöndum Áfram verður hægt að nota greiðslukort í hraðbönkum og verslunum erlend- is samkvæmt upplýsingum frá kortafyrirtækjum og bönkum. Sparireikningar Íslenska ríkið ábyrgist að allt fé á sparireikningum í íslenskum bönkum sé tryggt jafnvel þótt bankar fari í þrot. Engin takmörk eru á upphæðunum. Séreignarsparnaður Allur séreignarlífeyrir í íslensk- um bönkum er tryggður af íslenska ríkinu. Aðrir sjóðir Ríkið ábyrgist ekki eignir í verðbréfasjóðum. Þeir sjóðir eru hins vegar sjálfstæðir og verða ekki teknir til gjaldþrotaskipta fari bankar í þrot þótt eignir í þeim kunni að rýrna. Íbúðalán Íbúðalánasjóður fær heimild til að taka yfir húsnæðislán banka eftir því sem þurfa þykir til að létta undir með heimilum. Bílalán Tíðindi gærdagsins snerta bílalán ekki sérstaklega. Önnur lán Öll lánastarfsemi banka verður með óbreyttu móti í dag, að því er fram kom í máli forsætisráðherra í gær. Áfram verður því hægt að fá lán í bönkum. Yfirdráttur Áfram verður hægt að fá yfirdráttar- heimildir og framlengingar á yfirdrátt- arlánum. Hraðbankar Forsætisráðherra sagði á blaðamannafundi í gær að tryggt yrði að hraðbankaþjónusta yrði með eðlilegu móti. Netbankar Ekki er útlit fyrir annað en að virkni heimabanka muni verða með hefð- bundnum hætti. Gjaldeyrir Hægt verður að taka út gjaldeyri í banka- útibúum í dag. Í útibúum Kaupþings verður úttektarupphæðin takmörkuð við 250 þúsund krónur. Búast má við takmörkunum alls staðar. Lítil röskun verður á starfsemi bankanna Gert er ráð fyrir því að öll bankastarfsemi verði með hefðbundnu móti í dag þrátt fyrir vendingar gærdagsins. Útibú verði opin, greiðslukortakerfin í gangi, hrað- og netbankar í lagi og að hægt verði að fá lán eins og ekkert hafi í skorist. VIÐSKIPTI Gengi hlutabréfa í líf- tæknifyrirtækinu DeCode, móð- urfélagi Íslenskrar erfðagrein- ingar, féll um 36,3 prósent í gær og endaði í 21 senti á hlut. Það hefur aldrei verið lægra í lok dags. Samkvæmt þessu nam mark- aðsverðmæti bréfa í DeCode 12,99 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 1,5 milljarða íslenskra króna, samkvæmt opin- beru miðgengi Seðlabankans. Það stóð í 3,68 dölum á hlut um síðustu áramót og nemur fallið 95 prósentum. Hlutabréfin voru samkvæmt bandarískum kauphallarreglum færð á athugunarlista vestan- hafs í gær en samkvæmt þeim má gengi hlutabréfa sem er skráð á Nasdaq-markaðinn ekki vera undir einum dal á hlut og teljast til aurabréfa (e. penny- stocks) lengur en í 30 daga auk þess sem markaðsverð fyrirtæk- isins verður að vera meira en 50 milljónir dala. Gerist það hafa fyrirtæki sem falla í aurabréfa- flokkinn 180 daga til að koma bréfunum upp fyrir dal á hlut. Takist það ekki eiga fyrirtækin á hættu að verða afskráð. DeCode getur borið ákvörðun- ina undir sérstaka nefnd. Verði niðurstaðan sú sama getur félag- ið sótt um aðgengi að svokölluð- um Nasdaq Capital-markaði. - jab KÁRI STEFÁNSSON Forráðamenn DeCode hafa tæpan mánuð til að upp- fylla kröfur Nasdaq-markaðarins ellegar verða tekið af markaði. Forráðamenn DeCode hafa fram til mánaðamóta að hindra afskráningu: Gengi DeCode aldrei lægra LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir tveimur mönnum en þeir eru grunaðir um rán og líkamsárás aðfaranótt sunnudags. Þá var maður á sjötugsaldri barinn og rændur. Síðar sömu nótt var tösku rænt af konu á þrítugsaldri á Hverfisgötu. Talið er að þeir séu á aldrinum 25 til 30 ára og af erlendu þjóðerni. Þeir sem hafa einhverj- ar upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1100. - jse Tveir menn eftirlýstir: Grunaðir um rán og árás EFTIRLÝSTIR Talið er að mennirnir séu á aldrinum 25 til 30 ára og af erlendu bergi brotnir. EFNAHAGSMÁL „Þetta er einfald- lega bullandi katastrófa,“ segir Garðar Stefánsson, formaður Sambands íslenskra námsmanna erlendis, um áhrif gengis- þróunar íslensku krónunnar á námsmenn í útlöndum. Námsmenn erlendis fá lán sem miðast við framfærslukostn- að í námslandinu. Þau eru ekki greidd út fyrr en að loknum hverjum áfanga og þá á gengi þess tíma sem greiðslan fer fram. Miklar sveiflur geta því verið á upphæð lánanna í íslenskum krónum. Garðar, sem situr í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna, býst við að staða sjóðsins verði rædd á stjórnar- fundi á fimmtudag þar sem útlánin stefni út fyrir fjárhags- rammann. - gar Námsmenn erlendis: Fall krónunnar sögð katastrófa EFNAHAGSMÁL Dönsk stjórnvöld og þarlent bankakerfi gerðu með sér samkomulag í gær um að koma upp sérstökum neyðarsjóði að jafnvirði um það bil 700 milljarða íslenskra króna. Fréttavefur Jótlandspóstsins greindi frá því í gær að sjóðurinn verður fjármagnaður þannig að bankakerfið mun á næstu þrem- ur árum greiða í sjóðinn og verður hann notaður til að verja fólk fyrir áföllum í efnahagsmálum svo inni- stæður þess verði tryggðar. - kdk Sjóður til varnar áföllum: Danir passa upp á sitt fólk STJÓRNMÁL „Við hlustuðum á hann í þingflokksherberginu og að máli hans loknu var honum klappað verðskuldað lof í lófa,“ skrifaði Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra á vef sinn í gærkvöld um sjónvarps ávarp Geirs Haarde forsætisráð- herra. Björn segir að þingflokkur sjálfstæðismanna hafi komið saman klukkan fimmtán, um klukkustund fyrir ávarp Geirs, og þá hafi Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra kynnt banka- frumvarpið sem lagt var fyrir Alþingi í gær. Ríkisstjórnin hafi áður rætt frumvarpið klukkan hálfníu um morguninn og það strax á eftir verið kynnt formönnum stjórnarandstöðuflokkanna. Björn segir það hafa reynst tálvon að fjármálakerfið stæðist heims- bankakreppuna án beinnar íhlutunar ríkisins. - gar Þingflokkur sjálfstæðismanna: Klappaði fyrir Geir eftir ávarp GEIR H. HAARDE EFNAHAGSMÁL „Stjórnvöld sátu á stífum fundum alla helgina því það var náttúrlega nauðsynlegt að grípa til aðgerða,“ segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrir- tækja. „Nú liggja þær fyrir og við verðum aðeins að vona að þær séu þess eðlis að þær nái að lágmarka eins mikið og mögulegt er þann skaðann.“ Hann segir starfsumhverfi fjármálafyrir- tækja muni taka miklum breyt- ingum eftir þessar aðgerðir. „Þær valdheimildir sem verið er að veita með þessu frumvarpi eiga til dæmis eftir að breyta miklu og þetta eru breytingar sem gert er ráð fyrir til skamms tíma.“ - jse Samtök fjármálafyrirtækja: Breytir starfs- umhverfinu GUÐJÓN RÚNARSSON EFNAHAGSMÁL Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, segir unnið hörðum höndum að því að treysta lausafjárstöðu bank- ans í því erfiða umhverfi sem nú ríkir á alþjóðlegum fjármálamörk- uðum. Stefnan hafi verið sett á að minnka bankann og efnahags- reikning hans og eignir hafi verið seldar síðustu tíu daga fyrir um 170 milljarða króna, einkum verð- bréf. Kaupþing fékk í gær fyrir- greiðslu hjá Seðlabanka Íslands upp á 100 milljarða króna í endur- hverfum viðskiptum gegn veðum í dönsku dótturfélagi sínu, FIH bankanum. „Ekkert liggur fyrir um sölu á dótturfélögum okkar en margir hafa áhuga á þeim, enda hefur reksturinn gengið vel,“ segir Sig- urður ennfremur, en auk FIH í Danmörku á Kaupþing dótturfé- lagið Singer & Friedlander í Bret- landi. Hann segir ekkert ákveðið um framhaldið, en nú séu engar heilagar kýr, öll góð tilboð verði skoðuð og allir skynsamlegir möguleikar í stöðunni. „Eins og staðan er nú á alþjóða- mörkuðum er baráttan erfið og hörð, en ég er sannfærður um að okkur takist að halda okkar hlut og laga okkur að breyttum aðstæð- um,“ bætir Sigurður við. Um þrjátíu þúsund manns eru hluthafar í Kaupþingi. Lífeyris- sjóðirnir eru meðal stærstu hlut- hafa bankans, með um 15 prósenta eignarhlut. - bih Stjórnarformaður Kaupþings segir eignir seldar og dregið úr umsvifum: Seðlabankalán og eignasala hafa losað 270 milljarða króna EFNAHAGSMÁL „Eins og öllum öðrum er okkur brugðið vegna þess hve atburðir hafa gerst hratt og hve alvarleg staðan er,“ segir Anna Karen Hauksdóttir, varaformaður Samtaka starfs- manna fjármálafyrirtækja. „Bankarnir búa yfir gríðarlega miklum mannauði og eðlilega höfum við þungar áhyggjur af framtíð starfa okkar félagsmanna ef grípa þarf til mikillar hagræð- ingar. Eðlilega eru aðgerðir ríkisins nauðsynlegar en vonum þó að þær verði með þeim hætti að þær höggvi ekki skarð í hóp okkar fólks.“ - jse Varaformaður SSF: Áhyggjur af starfsmönnum ÍÞRÓTTIR Leikmaður úrvalsdeildar- liðs Grindavíkur í knattspyrnu tilkynnti um það til KSÍ tveimur dögum fyrir leik liðsins við HK 18. september síðastliðinn að leikmaður HK hafi leitað til leikmanns Grindavíkur með það að augnamiði að hagræða úrslitum leiksins. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Knatt- spyrnusamband Íslands sendi frá sér í gær. Báðir leikmennirnir eru af erlendu bergi brotnir. Fulltrúar KSÍ fylgdust náið með leiknum, sem fór eðlilega fram, en fólu efnahagsbrotadeild Ríkislögreglu- stjóra þó að rannsaka málið. - sh Lögregla skoðar fótboltaleik: Ætlaði að hag- ræða úrslitum GARÐAR STEFÁNSSON SIGURÐUR EINARSSON Stjórnarformaður Kaupþings segir að eignir verði seldar og að dregið verði úr umsvifum. stigur@frettabladid.is SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.