Fréttablaðið - 07.10.2008, Síða 4
4 7. október 2008 ÞRIÐJUDAGUR
EFNAHAGSMÁL „Ef hefði verið gerð
tilraun til að bjarga gamla fjár-
málakerfinu með erlendri lán-
töku og því að taka fé út úr lífeyr-
issjóðunum þá hefði það getað
haft mun alvarlegri afleiðingar
en sú leið sem ákveðið var að
fara,“ segir Gylfi Magnússon,
dósent í viðskiptafræðideild
Háskóla Íslands. „Það hefði verið
fullkomið glapræði og hefði þýtt
að vandi hlutafélaga og eigenda
þeirra hefði verið gerður að
vanda ríkisins og þar með þjóðar-
innar. Það hefði getað dregið
niður lífskjör í landinu um ára-
tuga skeið.“
Gylfi segir að það blasi við að
fjármálakerfið, eins og almenn-
ingur á Íslandi þekkir það, sé
komið í þrot og nú standi fyrir
dyrum vinna við að byggja upp
nýtt fjármálakerfi frá grunni. Það
verði erfitt ferli og sársaukafullt
fyrir fjölda aðila og ljóst að mikið
af eignum fer forgörðum. „Hins
vegar skal það haft hugfast að
svona fjármálakreppur eru þekkt
fyrirbrigði og vel þekkt hvernig á
að vinna úr þeim. Það er engin
ástæða til að efast um að okkur
takist það ekki, eins og öðrum.“
Gylfi segir að hinar raunveru-
legu eignir samfélagsins standi
eftir og hægt að halda áfram
framleiðslu og þjónustu og halda
uppi lífskjörum þjóðarinnar.
„Lífskjör skerðast eitthvað, til
dæmis verða erlendar vörur dýr-
ari en það er langt frá því að þjóð-
in sé að stíga skref langt aftur í
tímann. Lífskjörin verða kannski
nær því sem við þekktum á tíunda
áratugnum.“
„Við höfum orðið fyrir bylm-
ingshöggi en umfram allt þarf að
verja heimilin og fyrirtækin í
landinu,“ segir Ólafur Ísleifsson,
prófessor við Háskólann í Reykja-
vík. „Það hefur orðið gífurlegt
efnahagslegt tjón og miklar eign-
ir hafa fuðrað upp. Og það kemur
við allan almenning.“
Ólafur segir að ekkert sé mikil-
vægara nú en að heimilin í land-
inu verði varin. „Lánaskuldbind-
ingar eru komnar út í fáránlegar
víðáttufjárhæðir, vegna falls
krónunnar og verðbólgunnar, og
það verður að gera fólki kleift að
vinna úr þessu á mjög löngum
tíma. Það sama á við um fyrir-
tækin; að þau verði ekki keyrð í
þrot, heldur verði þeim veitt
starfsfé, eins og gert hefur verið
í löndunum í kringum okkur.“
Ólafur segir að peningamála-
stefnan sé komin í algjör þrot og
ekki sé um annað að gera en
lækka stýrivexti þegar í stað.
„Vextirnir hingað til hafa verið
til að halda aftur af efnahagslíf-
inu. Það er ekki verkefnið lengur
heldur að halda því gangandi.“
svavar@frettabladid.is
Lánaskuldbindingar eru
komnar út í fáránlegar
víðáttufjárhæðir, vegna falls
krónunnar og verðbólgunnar, og
það verður að gera fólki kleift að
vinna úr þessu á mjög löngum
tíma. Það sama á við um fyrir-
tækin, að þau verði ekki keyrði í
þrot.
ÓLAFUR ÍSLEIFSSON
HAGFRÆÐIPRÓFESSOR VIÐ HR
BREYTTUR VERULEIKI Í EFNAHAGSMÁLUM ÞJÓÐARINNAR
VEÐURSPÁ
Kaupmannahöfn
Billund
Ósló
Stokkhólmur
Gautaborg
London
París
Frankfurt
Friedrichshafen
Berlín
Alicante
Mallorca
Basel
Eindhoven
Las Palmas
New York
Orlando
San Francisco
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
14°
14°
9°
11°
14°
18°
18°
18°
22°
16°
26°
25°
23°
19°
26°
17°
29°
22°
Á MORGUN
Hæg breytileg átt 3-8
m/s.
FIMMTUDAGUR
10-18 m/s.
10
10
10
10
9
8
9
9
6
10
7
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
88
7 7
8
LÆGÐIR Á
LÆGÐIR OFAN
Núna framan af
degi er töluvert
vatnsveður með
vindi í kortunum.
Strax eftir hádegi
þokast þetta til
betri vegar. Á
morgun verður svo
skaplegasta veður
en á fi mmtudag
kemur ný lægð
með allhvassan
vind og vætu.
1010
7 7
7
Sigurður Þ.
Ragnarsson
veður-
fræðingur
EFNAHAGSMÁL Geir H. Haarde for-
sætisráðherra ávarpaði lands-
menn laust eftir klukkan fjögur í
gærdag vegna þeirra miklu erfið-
leika sem nú steðja að þjóðinni.
Hann rakti í stuttu máli orsakir
fjármálakreppunnar og jafnaði
áhrifum hennar við efnahagslegar
hamfarir. Duldist engum alvara
málsins enda boðaði hann að síðar
um daginn yrðu sett neyðarlög.
Hann sagði að í því ástandi sem
skapast hefði væri of mikil áhætta
fyrir ríkið að tryggja bönkunum
fé. „Sú hætta er raunveruleg, góðir
landsmenn, að íslenska þjóðarbúið
myndi, ef allt færi á versta veg,
sogast með bönkunum inn í brim-
rótið og afleiðingin yrði þjóðar-
gjaldþrot. Engin ábyrg ríkisstjórn
teflir framtíð þjóðar sinnar í slíka
tvísýnu, jafnvel þótt sjálft banka-
kerfi þjóðarinnar sé í uppnámi. Til
slíks höfum við, ráðamenn þjóðar-
innar, ekki leyfi. Íslenska þjóðin
og framtíð hennar gengur framar
öllum öðrum hagsmunum.“
Geir sagði það afar brýnt að
stjórnvöld jafnt sem fyrirtæki,
félagasamtök, foreldrar og aðrir
leiti nú leiða til að daglegt líf fari
ekki úr skorðum og að verkefni
stjórnvalda á næstu dögum væri
að koma í veg fyrir að upplausnar-
ástand skapaðist ef íslenska banka-
kerfið yrði óstarfhæft.
„Miklu skiptir að við sýnum
bæði stillingu og yfirvegun þá erf-
iðu daga sem nú fara í hönd, látum
ekki hugfallast og styðjum hvert
annað með ráðum og dáð. Á þann
hátt, með íslenska bjartsýni, æðru-
leysi og samstöðu að vopni, munum
við standa storminn af okkur,“
sagði Geir. - shá
Geir H. Haarde forsætisráðherra ávarpaði þjóðina vegna stöðu fjármálafyrirtækja og efnahags landsins:
Þjóðin og framtíð hennar er öllu framar
ÁVARPAÐI ÞJÓÐINA Geir H. Haarde for-
sætisráðherra ávarpaði þjóðina í gær.
Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varafor-
seti ASÍ, segir að um „neyðarástand“
sé að ræða og
kveðst bera
kvíðboga fyrir
líðan fólks vegna
ástandsins. Verka-
lýðshreyfingin
hafi haft áhyggjur
af þróuninni í
efnahagslífinu og
lýst sig tilbúna
til að koma að
lausn málsins.
„Við þykjumst nokkuð viss um að nú
verði miklar breytingar í samfélaginu,“
segir hún.
„Við fögnum áherslum ríkisstjórnar-
innar á hagsmuni almennings og fyr-
irtækja því að atvinna og afkoma fólks
eru aðalatriðið. Við reiknum með að í
kjölfarið þurfi að hefja upplýsingastarf
og sókn. Ég held að frumvarpið beri
með sér að það dragi til alvarlegra
tíðinda og muni kosta umtalsverðar
búsifjar sem þurfi að aðstoða fólk
með.“ - ghs
SAMFÉLAG OKKAR
MUN BREYTAST
INGIBJÖRG R.
GUÐMUNDSDÓTTIR
„Þetta er hörmungarástand,“ segir
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnu-
lífsins. „Feikileg
verðmæti tapast,“
segir hann og
telur að vandinn
snerti hvern
einasta Íslend-
ing. „Við þurfum
að horfa fram á
veginn og komast
upp úr þessu. Það
sem skiptir mestu
máli er að hjól atvinnulífsins stöðvist
ekki og að fólk hafi áfram atvinnu.“
Þróunin í gær kom Vilhjálmi á óvart
og telur hann erfitt að segja til um
hvort lagasetning ríkisstjórnarinnar
dugi. Atvinnulífinu þurfi að halda
gangandi og passa að fyrirtækin fái
fjármagn þannig að þau stöðvist ekki.
Miklu skipti að fyrirtækin verði ekki
gjaldþrota og sama gildi um heimilin,“
segir Vilhjálmur. - ghs
FEIKILEG VERÐ-
MÆTI TAPAST
VILHJÁLMUR
EGILSSON
Mikilvægast að verja heimilin
Sérfræðingar frá stærstu háskólum landsins eru sammála um að stjórnvöld hafi valið rétta leið til að svara
efnahagsvanda þjóðarinnar. Lántaka til bjargar gamla fjármálakerfinu hefði verið „fullkomið glapræði“.
GYLFI
MAGNÚSSON
ÓLAFUR
ÍSLEIFSSON
HJÁLPARHÖND Lífskjör munu rýrna en sérfræðingar eru sammála um að ekkert sé
mikilvægara en að halda vörð um heimilin í landinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
GENGIÐ 6.10.2008
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
207,1209
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
113,99 114,53
200,38 201,36
154,91 155,77
20,765 20,887
18,494 18,602
15,832 15,924
1,1039 1,1103
173,89 174,93
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR