Fréttablaðið - 07.10.2008, Side 6

Fréttablaðið - 07.10.2008, Side 6
6 7. október 2008 ÞRIÐJUDAGUR BREYTTUR VERULEIKI Í EFNAHAGSMÁLUM ÞJÓÐARINNAR Lagadeild www.lagadeild.hi.is Conflicts within jurisprudence – On disharmonies between values in law Fundarstjóri er Ragnheiður Bragadóttir prófessor við lagadeild HÍ Málstofa um refsirétt í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins fi mmtudaginn 9. október kl. 12.15 Vagn Greve Ph.D., prófessor við Copenhagen Business School, er einn þekktasti fræði- maður Norðurlanda á sviði refsiréttar. Ritaskrá hans telur hátt í 500 titla. Hann hefur tekið virkan þátt í þjóðfélags- umræðunni í Danmörku í áratugi. Allir velkomnir! Af vettvangi fræðanna: Hefur þú tekið út fjármuni úr banka að undanförnu vegna efnahagskreppunnar? Já 12% Nei 88% SPURNING DAGSINS Í DAG Óttast þú um starfsöryggi þitt? Segðu skoðun þína á vísir.is EFNAHAGSMÁL Samkvæmt frumvarpi um neyð- arráðstafanir sem lagt var fram á Alþingi í gær fær Fjármálaeftirlitið víðtækar heimildir til að grípa inn í starfsemi fjármálafyrirtækja til að takmarka tjón eða hættu á tjóni á fjár- málamarkaði. Fjármálaeftirlitið er íslensk ríkisstofnun sem starfar sem eftirlitsstofnun eftir lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og lögum um fjármálafyrirtæki. Eftirlitsskyldir aðilar á fjármálamarkaði eru viðskiptabankar, sparisjóðir, vátryggingafélög, vátrygginga- miðlanir, lánafyrirtæki (fjárfestingarbankar og greiðslukortafyrirtæki), verðbréfafyrir- tæki, verðbréfamiðlanir, rekstrarfélög verð- bréfasjóða og lífeyrissjóðir auk annarra aðila sem heimild hafa til að taka á móti innlánum. Fastir starfsmenn hjá FME í júlí 2008 voru 53; tuttugu viðskipta- og hagfræðingar, sextán lögfræðingar, einn tryggingastærðfræðingur, fjórir kerfis- og tölvunarfræðingar og þrír verkfræðingar. Stjórnarformaður FME er Jón Sigurðsson, hagfræðingur og fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. Hann var bankastjóri Seðlabanka Íslands og formaður bankastjórnar 1993-1994 og aðalbankastjóri Norræna fjárfestingar- bankans 1994-2005. Forstjóri FME er Jónas Fr. Jónsson lögfræðingur. - shá Heimildir Fjármálaeftirlitsins til að grípa inn í starfsemi fjármálafyrirtækja auknar: Til verður valdamesta stofnun landsins JÓNAS FR. JÓNSSON JÓN SIGURÐSSON EFNAHAGSMÁL Félagsmálaráðu- neytið ætlar að opna sérstakar þjónustumiðstöðvar þar sem fólk getur aflað upplýsinga um allt sem snýr að breyttum veruleika í efnahags- og fjármálum. Í þeim getur fólk jafnframt sótt ráðgjöf um persónuleg mál. Bæði Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra og Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra upplýstu þetta í gærkvöldi. Margar spurningar vakna hjá fólki í því ástandi sem nú er uppi og kunna margir að þurfa leiðsögn í nýjum aðstæðum. Hafist var handa í félagsmála- ráðuneytinu í gær við að undirbúa starfsemi þjónustumiðstöðvanna og ekki frágengið með hvaða hætti starfsemi þeirra verður. - bþs Félagsmálaráðuneytið veitir fólki upplýsingar og ráðgjöf vegna efnahagsaðgerða: Þjónustumiðstöðvar opnaðar Á LANDSPÍTALANUM Víðast hvar fylgdist fólk með ávarpi Geirs H. Haarde forsætis- ráðherra um miðjan dag í gær þegar hann boðaði rýmri valdheimildir hins opinbera til að koma að rekstri fjármálafyrirtækja í kröggum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR EFNAHAGSMÁL Staða bankanna er í óvissu eftir að Alþingi samþykkti lög sem veita því ríkar heimildir til að taka stjórn þeirra í sínar hendur. Kaupþing hefur tryggt sér 500 milljóna evra fyrir- greiðslu frá Seðlabankanum, með veði í danska bankanum FIH. Þetta nemur um eitt hundrað milljónum íslenskra króna. Eftir því sem næst verður kom- ist róa menn að því öllum árum í Landsbankanum að tryggja sér fjármögnun. Hins vegar munu Landsbankamenn hafa orðið fyrir nokkru áfalli þegar ekki var stað- ið við loforð um lánalínur. Sigur- jón Árnason, bankastjóri Lands- bankans, vildi ekki tjá sig um málið í gærkvöld, en Ásgeir Frið- geirsson, talsmaður Björgólfs- feðga, segir að bankinn muni opna í dag og hann sé einn örfárra sem enn starfi án þess að hafa notið aðstoðar Seðlabanka. Glitnismenn sátu á fundum langt fram eftir í gær. Þorsteinn Már Baldvinsson stjórnarformað- ur neitaði að tjá sig nokkuð um stöðu mála þegar Fréttablaðið náði tali af honum seint í gær- kvöld. Þar á bæ var enn unnið út frá því að ríkið væri orðinn eigandi 75 prósenta hlutafjár og lagasetn- ingin hefði því ekki bein áhrif á bankann. Heimildir Fréttablaðsins innan Straums herma að þar verði venjulegur viðskiptadagur á morgun. ,,Með lögunum á að tryggja að séreignasparnaður og innistæður fólks í innistæðuformi séu örugg- ar og að bankaþjónusta verði starfandi í landinu um ókomna framtíð. En höggið verður tals- vert en við megum heldur ekki gleyma því að innviðirnir eru traustir og langtímahorfur jákvæðar. Við munum komast út úr þessu,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, formaður viðskipta- nefndar Alþingis, þegar mælt var fyrir áliti nefndarinnar á þing- fundi í gærkvöldi. Í máli Geirs H. Haarde forsæt- isráðherra kom fram í gær að efnahagsmálin hefðu tekið óvænta stefnu í gærmorgun, og lánalínur bankanna hefðu lokast. Því stæðu Íslendingar frammi fyrir þessari stöðu. Hins vegar yrði róið að því öllum árum að tryggja hagsmuni almennings, þjóðarbúsins og inni- stæðueigenda, hugsanlega á kostnað annarra. Aðgerðir stjórn- valda tryggðu að bankarnir yrðu opnir í dag. Þá sagðist Geir við lok annarrar umræðu á frumvarpinu fagna samstöðu og málefnalegri umræðu sem fram hefði farið í fyrstu og annarri umræðu. Hann sagðist telja að þótt allir þing- menn myndu ekki greiða frum- varpinu atkvæði yrði tekin ábyrg afstaða til þess að greiða fyrir málinu. Hann þakkaði Framsókn- arflokknum og formanni hans sérstaklega þann stuðning. - ikh Óvissa ríkir enn þá um stöðu bankanna Kaupþing fær 500 milljónir evra að láni frá Seðlabankanum. Landsbankinn hefur ekki óskað fyrirgreiðslu. Óvissa er um Glitni, Landsbanka og Straum. Talsmenn bæði Landsbanka og Straums segja þar opið að venju í dag. Í ÞINGINU Björgvin G. Sigurðsson, ráðherra bankamála, og Geir H. Haarde forsæt- isráðherra ráða ráðum sínum á þingfundi í gær þar sem lögð voru fram ný lög um aðgerðir í þrengingum fjármálafyrirtækja. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.