Fréttablaðið - 07.10.2008, Qupperneq 8
8 7. október 2008 ÞRIÐJUDAGUR
BREYTTUR VERULEIKI Í EFNAHAGSMÁLUM ÞJÓÐARINNAR
Bókin Hafskip í skotlínu er komin út.
Höfundur er Björn Jón Bragason
sagnfræðingur. Bókin er byggð á
tveggja ára rannsóknarvinnu þar
sem meðal annars var leitað nýrra
gagna í um tuttugu skjalasöfnum
og rætt við nálega fimmtíu heimildar-
menn. Efni bókarinnar er lagt til
grundvallar kröfu Hafskipsmanna um
opinbera rannsókn á aðdraganda og
eftirmálum gjaldþrots Hafskips.
„Ljóst er að
síðasta orðið
hefur ekki
verið sagt
*Ragnar Kjartansson, stjórnarformaður Hafskips, þegar
dómur Hæstaréttar í Hafskipsmálinu var felldur árið 1991.
Útgáfufélagið Sögn “*ZEBR
A
■ Ríkið má yfirtaka banka.
■ Fjármálaeftirlitinu (FME) eru
veittar víðtækar heimildir til
inngripa í fjármálafyrirtæki.
■ FME getur tekið yfir völd hlut-
hafafunda.
■ Ef FME telur nauðsynlegt að
sameina fjármálafyrirtæki þarf
ekki að afla samþykkis Sam-
keppniseftirlits.
■ FME getur takmarkað eða bann-
að ráðstöfun fjármálafyrirtækis
á fjármunum sínum og eignum.
■ FME getur krafist þess að
fjármálafyrirtæki sæki um
greiðslustöðvun.
■ Ákvæðum stjórnsýslulaga um
andmælarétt og fleira verður
vikið til hliðar við sérstakar ráð-
stafanir FME sem kalla á skjót
viðbrögð.
■ FME fær heimild til að grípa
til sérstakra ráðstafana vegna
erfiðleika annarra eftirlittskylda
aðila en fjármálafyrirtækja
■ Íbúðalánasjóði er heimilt að
kaupa íbúðalán fjármálafyrir-
tækja.
■ Lög um yfirtökuskyldu ná ekki
til ríkisins.
■ Lög um virka eignarhluta gilda
ekki um ríkið.
■ Sérákvæði í kjarasamningum
falla úr gildi við yfirtöku ríkisins
á fjármálafyrirtækjum.
■ Ríkissjóður getur lagt sparisjóð-
unum til stofnfé.
■ Lög um hámark hvers eign-
arhlutar eiga ekki við í tilviki
ríksins.
■ Lögin taka þegar gildi, ekki við
útgáfu Stjórnartíðinda.
VÍÐTÆKAR
HEIMILDIR
EFNAHAGSMÁL Tilgangur víðtækra
lagaheimilda ríkissjóðs til
aðgerða á fjármálamarkaði er að
„gæta hagsmuna íslensku þjóðar-
innar í hvívetna, koma í veg fyrir
að þjóðin verði á skuldaklafa
næstu áratugina og bjarga því
sem bjargað verður miðað við
núverandi aðstæður“. Þetta sagði
Geir H. Haarde forsætisráðherra
eftir að hafa mælt fyrir frum-
varpi til laga um heimild til fjár-
veitingar úr ríkissjóði vegna sér-
stakra aðstæðna á
fjármálamarkaði.
Björgvin G. Sigurðsson við-
skiptaráðherra segir lögin þau
róttækustu sem Alþingi hefur
fjallað um. Hann kvaðst sann-
færður um að ekki þyrfti að nota
tiltækar heimildir í öllum tilvik-
um og að hann hefði góða tilfinn-
ingu fyrir að sumir bankanna
myndu rífa sig í gegnum storm-
inn.
Lögin veita ríkissjóði og Fjár-
málaeftirlitinu nánast ótakmark-
aðar heimildir til inngripa í rekst-
ur og starfsemi
fjár málafyrirtækja og víkja til
hliðar fjölda annarra laga og
reglna. Aðspurðir vildu ráðherr-
ar ekkert láta uppi um hvort og
hvernig til stæði að nýta heimild-
arnar. Engu að síður er ljóst að
margvíslegar aðgerðir eru fyrir-
hugaðar til að endurskipuleggja
rekstur fjármálafyrirtækja. Sér-
stök heimild Íbúðalánasjóðs til
kaupa á fasteignalánum bank-
anna er ein aðgerðin í þeim
efnum.
Í lögunum eru ekki reist tak-
mörk við fjárútlátum ríkissjóðs
vegna aðgerðanna en Geir H.
Haarde sagðist vona að tjónið
yrði ekki slíkt að ríkissjóður réði
ekki við það.
Geir sagði að á sunnudagskvöld
hefðu verið uppi vísbendingar
um að ástandið liti betur út held-
ur en áður hefði verið talið. Í
gærmorgun kom hins vegar á
daginn að það var ekki að öllu
leyti rétt. „Þess vegna varð að
bregðast við, gera það hratt og
með afgerandi hætti svo almenn-
ingur skynji að það er gripið í
taumana þegar svona ástand
skapast,“ sagði Geir.
Óhjákvæmilegt er að endur-
skoða lög um starfsemi banka.
Íslensku lögin eru í takt við þau
sem gilda í ríkjum Evrópska
efnahagssvæðisins en að sögn
Geirs þarf, í ljósi reynslunnar, að
„setja nýjar reglur um alls kyns
hluti“. Í þá vinnu verður að lík-
indum ráðist fljótlega.
bjorn@frettabladid.is
Bjarga því sem bjargað verður
Neyðarlög gera ríkinu kleift að taka fjármálafyrirtækin yfir. Fjárhæðir skuldbindinga ríkissjóðs eru ekki
tilgreindar. Íbúðalánasjóður tekur yfir íbúðalán bankanna. Róttækustu lög sem Alþingi hefur fjallað um.
GEIR H. HAARDE Forsætisráðherra ávarpaði þjóðina í gær og kynnti neyðarlög sem
gera ríkinu kleift að taka fjármálafyritækin yfir. Hann svaraði síðan spurningum
fréttamanna í fundarherbergi forsætisnefndar. Verkið fyrir aftan Geir er eftir Gud-
mund Hentze og var gjöf Færeyinga á Alþingishátíðinni árið 1930. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Guðni Ágústsson,
formaður Fram-
sóknarflokksins,
sagði mikilvægt
að skapa ró og
vissu og greiða
úr vandamálum
fólks. Greiður
aðgangur að
öllum upplýsing-
um væri nauðsynlegur.
Hann sagði ljóst að í þeim björgun-
arleiðangri sem lagt væri í þyrftu öll
tæki og tól að vera tiltæk.
Þá rifjaði Guðni upp að framsókn-
armenn hefðu oft varað við vandan-
um sem nú væri uppi og gagnrýnt
aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar. - bþs
MIKILVÆGT AÐ
SKAPA RÓ
GUÐNI ÁGÚSTSSON
„Þetta þurfti aldrei
að fara svona,“
sagði Steingrím-
ur J. Sigfússon,
formaður VG. Nú
væri ekki annað
að gera en að lág-
marka skaðann.
Steingrímur
sagði ljóst að
margir þyrftu að
axla og sæta viðskiptalegri, siðferðis-
legri, lagalegri og pólitískri ábyrgð. Þá
þyrfti að leita leiða til að endurheimta
fjármuni sem hugsanlega hefðu verið
hirtir út úr íslensku hagkerfi og fluttir til
fjarlægra landa. - bþs
MARGIR VERÐA
AÐ AXLA ÁBYRGÐ
STEINGRÍMUR J.
SIGFÚSSON
„Öll viljum við
auðvitað lágmarka
skaðann,“ sagði
Guðjón A. Kristj-
ánsson, formað-
ur Frjálslynda
flokksins og
átaldi um leið að
ríkisstjórnin hefði
ekki kallað stjórn-
arandstöðuna til
samráðs um fyrirhugaðar aðgerðir.
Hann sagði að brugðist væri við
efnahagslegum hamförum og vonaðist
til að hlutirnir leystust með þeim hætti
að fjölskyldurnar stæðu sem best á
eftir. Jafnfamt benti Guðjón á að hlut-
hafar í fjármálafyrirtækjum gætu borið
verulega skarðan hlut frá borði. - bþs
SKAÐINN VERÐI
Í LÁGMARKI
GUÐJÓN ARNAR
KRISTINNSSON
MEÐ ÁHYGGJUR AF ÞJÓÐMÁLUM Þó
nokkrir söfnuðust saman á þingpallana í
gær og virtust einhverjir vera áhyggju-
fullir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Þess vegna varð að bregð-
ast við, gera það hratt og
með afgerandi hætti svo almenn-
ingur skynji að það er gripið í
taumana þegar svona ástand
skapast.
GEIR H. HAARDE
FORSÆTISRÁÐHERRA