Fréttablaðið - 07.10.2008, Page 10

Fréttablaðið - 07.10.2008, Page 10
10 7. október 2008 ÞRIÐJUDAGUR SVÍÞJÓÐ, AP Þrír evrópskir vísindamenn deila með sér Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár. Nóbelsstofn- unin í Stokkhólmi tilkynnti í gær að Þjóðverjinn Harald zur Hausen yrði heiðraður fyrir að sýna fram á að mannavörtuveiran (Human Papilloma Virus, HPV) eykur líkurnar á leghálskrabbameini og Frakkarnir Françoise Barre-Sinoussi og Luc Montagnier fyrir uppgötvun alnæmisveirunnar í mönnum, HIV. Bandaríski vísindamaðurinn Robert Gallo átti í vísindalegri deilu við Montagnier á níunda áratug síðustu aldar um þátt hvors þeirra um sig í frum- kvöðlarannsóknum á alnæmisveirunni og hvernig hún veldur eyðni. Hann lét hafa eftir sér í gær að hann væri vonsvikinn yfir því að hafa ekki verið tekinn með í hóp verðlaunahafanna. Zur Hausen, sem er læknir og vísindamaður í Heidelberg, fær helming verðlaunafjárins, sem er 10 milljónir sænskra króna alls, en Frakkarnir tveir deila hinum helmingnum. Zur Hausen fann tvær gerðir HPV-veiru sem valda sérstaklega mikilli hættu á myndun legháls- krabbameins og lét vísindasamfélaginu þær í té svo að hægt væri að þróa bóluefni sem ver konur gegn hættunni á að sýkjast. Bandaríska lyfjaeftirlitið vottaði árið 2006 bóluefnið Gardasil til bólusetningar stúlkna og kvenna á aldrinum níu til 26 ára gegn leghálskrabba- meini. „Ég átti ekki von á þessu,“ sagði hinn 72 ára gamli zur Hausen er AP hringdi í hann til Heidelberg í gær. „Við erum að sötra freyðivín eins og er,“ sagði hann. Barre-Sinoussi er forstöðumaður veirurannsókn- arstofnunar innan Pasteur-stofnunarinnar í París. Hann er 61 árs. Montagnier, sem er 76 ára, stýrir Heimsstofnun um rannsóknir á alnæmi og varnir gegn því, sem einnig er til húsa í frönsku höfuðborg- inni. Á undanförnum árum hafa flestir Nóbelsverð- launahafar í læknisfræði verið Bandaríkjamenn. Í dag verður tilkynnt hver hlýtur Nóbelsverðlaun- in í eðlisfræði. audunn@frettabladid.is Evrópumenn verðlaunaðir Einn þýskur og tveir franskir vísindamenn, allir veirufræðingar, hljóta Nóbelsverðlaunin í læknisfræði í ár. Þjóðverjinn fær fyrir rannsóknir á HPV-vírus en Frakkarnir fyrir uppgötvun alnæmisveirunnar, HIV. Nóbelsverðlaun í læknisfræði 2008: Harald zur Hausen, Þýskalandi, fyrir að uppgötva að manna- vörtuveiran (Human Papilloma Virus - HPV) eykur líkurnar á leghálskrabba- meini. Francoise Barré-Sinoussi og Luc Montagnier, Frakklandi, fyrir að hafa uppgötvað alnæmisveiruna (HIV). 2007: Mario Capecchi, Oliver Smithies, Bandaríkjunum, Martin Evans, Bretlandi, fyrir að takast að breyta erfðaefni músa með hjálp stofnfrumna. 2006: Ndrew Fire, Craig Mallo, Banda- ríkjunum, fyrir að finna leið til að stýra flæði genaupplýsinga. 2005: Barry J. Marshall, J. Robin Warren, Ástralíu, fyrir að skilgreina hlutverk baktería í magabólgu- og magasárssýkingum. 2004: Richard Axel, Linda Buck, Banda- ríkjunum, fyrir rannsóknir á lyktarnemum. HEIMILD: NOBELPRIZE.ORG SAMFÉLAGSMÁL „Það væri nú eitt- hvað skrýtið ef við yrðum ekki varir við samdráttinn eins og aðrir í samfélaginu,“ segir Stefán Örn Einarsson, annar umsjónarmanna endurvinnslustöðva Sorpu. Það sem af er þessu ári hafa 26.287 tonn komið til endurvinnslu í Sorpu sem er sex prósentum minna en á sama tímabili í fyrra. Eins verða þau á endurvinnslu- stöðvunum vör við að einhverjir sem koma fyrir eða eftir afgreiðslutíma endurvinnslu- stöðva losi sorpið þar fyrir utan. „Við fáum nú milljón heimsóknir á ári á endurvinnslustöðvarnar á höfuðborgarsvæðinu og það eru einhverjir örfáir sem gera þetta en það er sama, það er of mikið,“ segir Ásmundur Reykdal rekstr- arstjóri. Stefán Örn segir að einn- ig komi fyrir að menn skilji fullar kerrur sínar eftir fyrir utan en komi síðan degi eða dögum síðar þegar opið er og láti þá endur- vinna sorpið. Vernharður Jósefsson, forstöðu- maður sorpbrennslunnar Funa á Ísafirði, kannast einnig við það. „Ein kerran var hérna fyrir utan hjá okkur í tvær eða þrjár vikur,“ segir hann. Nú í vikunni þegar full kerra var skilin eftir fyrir utan hjá Funa birtist frétt á bb.is þar sem Funamenn fögnuðu láni yfir því að góðhjartaður maður hefði skilið eftir gjöf handa þeim á plan- inu. Sérstaklega lýstu þeir sig ánægða með kerruna sjálfa. Dag- inn eftir kom eigandinn og fór með sorpið í endurvinnslu og tók kerruna. - jse Minna sorp endurunnið samkvæmt tölum Sorpu: Samdrátturinn er einnig í sorpinu ENDURVINNSLAN Í TONNUM jan-sept 2008 jan-sep 2007 26.287 27.971 Mismunur: 1.684 Ágúst 2008 Ágúst 2007 3.280 4.026 Mismunur: 746 SORPIÐ SKILIÐ EFTIR Starfsmenn sorpbrennslunnar á Ísafirði brugðu á leik þegar þessi kerra var skilin eftir á planinu hjá þeim. MYND/VERNHARÐUR JÓSEFSSON NEYTENDUR „Gamli trúðurinn og tyggjóið hafa þjónað vel í áratugi, en nú er komið að breytingum,“ segir Karl Thorarensen, innkaupa- stjóri hjá Emmessís. Breytinga er að vænta í ísvenjum Íslendinga, en tyggjókúlan sem einkennt hefur Tyggjótrúðinn vinsæla verð- ur ekki lengur sett í hann heldur annars konar sælgæti. Umbúðun- um mun einnig verða breytt. Að sögn Karls hefur enn ekki verið ákveðið hvers kyns sælgæti muni koma í stað tyggjókúlunnar. „Hér innanhúss er fundað stíft um málið,“ segir hann og skellir upp úr. „Til tals hefur komið að setja hlaupkarl af einhverju tagi í botn- inn eða súkkulaðikúlu; það eru margar hugmyndir á lofti. Ég hvet viðskiptavini sérstaklega til að láta í sér heyra varðandi þessi mál enda hyggilegast að hafa þá með í ráðum þegar um er að ræða vöru sem hefur notið fádæma vinsælda íslenskra barna í áratugi.“ Helstu ástæðuna fyrir breyting- unum segir Karl vera ábendingar foreldra um að tyggjókúlan geti hrokkið ofan í háls ungra barna og valdið skaða. Sjálfsagt sé að taka tillit til þess konar athugasemda. Spurður hvort um sparnaðarað- gerðir sé að ræða segir hann svo ekki vera. „Við spörum ekki á þessum breytingum. Við gerum okkur grein fyrir að um viðkvæmt mál er að ræða, en vonum að fólk taki nýja trúðnum vel og hann létti lund fólks í þessu árferði.“ - kg Emmessís ræðst í breytingar á vöru sem íslensk börn hafa notið í áratugi: Tyggjótrúður breytir um ham EKKERT TYGGJÓ Tyggjótrúðurinn stendur ekki undir nafni um þessar mundir, því tyggjókúlan hefur verið fjarlægð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON EVRÓPUMÁL Í ályktun sem Evrópu- samtökin sendu frá sér í gær er skorað á „almannasamtök, stjórnvöld og löggjafarvald að sameinast um þá stefnu að undirbúin verði á markvissan hátt umsókn íslenska lýðveldisins um inngöngu í Evrópusambandið“. Um leið verði fyrstu skrefin stigin í því að samræma íslenska hagstjórn að reglum evrópska myntbandalagsins. Í rökstuðningi segir að við þær aðstæður sem nú ríkja í fjármál- um alþjóðasamfélagsins „hljótum við að svipast um eftir banda- mönnum við lausn þess vanda sem þjóðarbúið nú glímir við“. - aa Ályktun Evrópusamtakanna: Aðildarumsókn skuli undirbúin 1 Hver var á dögunum heiðrað- ur fyrir framlag sitt til íslensks sjávarútvegs? 2 Bæjarstjórn hvaða sveitarfé- lags hafnaði leyfi fyrir alifugla- bú? 3 Hvaða leikari frumsýnir stutt- mynd í bíósal Kaupþings í dag? VEISTU SVARIÐ? GLEÐI Í RANNSÓKNARSTOFUNNI Harald zur Hausen brosir breitt eftir að honum barst gleðifréttin frá Stokkhólmi í rann- sóknarstofu sinni í Heidelberg. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NÁTTÚRUHAMFARIR Öflugir jarðskjálftar urðu bæði í Mið- Asíuríkinu Kirgistan og í Tíbet í Himalajafjöllum, sem stjórnað er af Kína. Minnst 72 manns fórust í Kirgistan og 30 í Tíbet. Báðir skjálftarnir mældust 6,6 að styrkleika samkvæmt upplýs- ingum bandarísku jarðvísinda- stofnunarinnar. Upptök skjálftans í Tíbet var um 80 km vestur af höfuðstaðn- um Lhasa. - aa Jarðskjálftar í Asíu: Kirgistan og Tíbet nötra LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Akureyri tók fíkniefni og tól til fíkniefnaneyslu um nýliðna helgi. Gerð var húsleit í tveimur íbúðum á Akureyri. Í annarri íbúðinni fundust tæki og tól til fíkniefnaneyslu. Í hinni íbúðinni var lagt hald á sex grömm af kannabisefnum og þrjú grömm af amfetamíni. Nokkrir voru yfirheyrðir vegna þessara mála en látnir lausir eftir yfirheyrslu. Þá voru tveir karlmenn handteknir og fannst smáræði af kannabisefnum á báðum þeirra. - jss Lögreglan á Akureyri: Tók fíkniefni og neyslutól

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.