Fréttablaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 7. október 2008 13 ÍS L E N S K A S IA .I S T O Y 4 38 90 1 0. 20 08 www.toyota.is BETRI NOTAÐIR BÍLAR ÚRVALSBÍLL GÆÐABÍLL Toyota Kópavogi Nýbýlavegi 4 Kópavogur Sími: 570-5070 Toyota Land Cruiser 120 GX 3000 Dísel 6 gíra Á götuna: 06.06 Ekinn: 62.000 km Verð: 4.870.000 kr. Skr.nr. OS-861 Toyota Yaris 1000 Bensín 5 gíra Á götuna: 05.07 Ekinn: 19.000 km Verð: 1.550.000 kr. Skr.nr. MU-743 Toyota Prius Hybrid 1500 Bensín/rafmagn sjálfsk. Á götuna: 07.05 Ekinn: 55.000 km Verð: 2.550.000 kr. Skr.nr. OU-719 BNB-sölugreining Bílarnir ganga í gegnum strangt gæðamat sem tekur mið af aldri, akstri og viðhaldssögu bílsins. Þeir sem standast kröfurnar lenda annað hvort í flokknum Úrvalsbílar eða Gæðabílar. Ef bíllinn stenst ekki kröfur okkar bjóðum við þér hann ekki. Núna bjóðum við 6 betri notaða bíla með 12 mánaða viðbótarábyrgð. Toyota RAV4 VX 2000 Bensín sjálfsk. Á götuna: 03.06 Ekinn: 33.000 km Verð: 3.770.000 kr. Skr.nr. TY-283 Toyota Hilux 2500 Dísel 5 gíra Á götuna: 10.06 Ekinn: 9.500 km Verð: 3.100.000 kr. Skr.nr. JF-907 ÞÚ FÆRÐ MEIRA FYRIR KRÓNUNA Í SUMUM BÍLUM Toyota Corolla Sol 1600 Bensín 5 gíra MM Á götuna: 05.07 Ekinn: 43.000 km Verð: 2.580.000 kr. Skr.nr. UA-853 Glitnir gæti selt starfsemi sína í Noregi á 40 til 50 milljarða króna. Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Paine & Partners hefur sýnt áhuga á kaupunum. Kaup- verð hlutar ríkisins í Glitni nam um 84 milljörðum króna. Samkvæmt heim- ildum Markaðarins hefur Bjarni Ármannsson haft milligöngu í þreifingum um kaupin. Til athugunar hafa verið möguleg kaup bandaríska fjárfestingar- sjóðsins Paine & Partners á starf- semi Glitnis í Noregi. Samkvæmt heimildum Markaðarins gæti mögulegt söluvirði starfseminnar verið á bilinu 40 til 50 milljarðar króna. Í apríl síðastliðnum gengu til liðs við Paine & Partners Bjarni Ármannsson og Frank Ove Reite, sem báðir voru áður á mála hjá Glitni sem forstjóri og fram- kvæmdastjóri. Hjá Paine & Partners kjósa menn að tjá sig ekki um viðræð- urnar. Samkvæmt heimildum Markað- arins standa viðræður enn en verði af sölunni til Paine & Partn- ers er þó frekar búist við að salan gangi hratt fyrir sig. Viðræðurnar hófust núna um helgina þegar ljóst var orðið að af hálfu stjórnvalda væri lögð mikil áhersla á að íslensku bankarnir léttu á erlend- um eignum sínum. Með sölu á Nor- egshluta starfsemi Glitnis myndi íslenska ríkið létta verulega á skuldbindingum sínum gagnvart bankanum, en á mánudaginn fyrir viku var tilkynnt um kaup ríkisins á 75 prósenta hlut í bankanum fyrir sem nemur 84 milljörðum króna. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur Bjarni Ármannsson haft milligöngu um viðræðurnar, en óvíst er um frekari aðkomu hans að kaupnum. Þó mun ekki útlokað að Paine & Partners geri kröfu um að hann taki einhvern þátt í þeim. Bjarni og Frank O. Reite stýra fjárfestingum sjóðsins í Norður-Evrópu. Þegar þeir gengu til liðs við sjóðinn í apríl upplýsti Bjarni að Paine & Partners væri bakland og farvegur fyrir stærri fjárfestingar en fjárfest væri úr sjóði sem næmi tæpum 90 millj- örðum króna. olikr@markadurinn.is FORSTJÓRAR GLITNIS Lárus Welding viðtakandi og Bjarni Ármannsson, fráfarandi forstjóri Glitnis, í kveðjuhófi sem haldið var fyrir Bjarna í bankanum í júlí í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Bandaríkjamenn vilja kaupa Glitni í Noregi Starfsemi Nýherja hefur verið endurskipulögð að miklu leyti. Verður félagið framvegis móðurfé- lag sex dótturfélaga; TM Software, Skyggnis ehf., Sense ehf., Applicon ehf. og ParX ehf. Þá verður nýtt félag stofnað sem sjá mun um alla sameiginlega þjónustu fyrir sam- stæðuna. Stærstur hluti starfsem- innar verður til húsa að Urðar- hvarfi 6 í Kópavogi. Hvert dótturfélaganna verður sérhæft á afmörkuðu sviði þjónustu, hugbún- aðar eða ráðgjafar. Hingað til hefur verið sams konar starfsemi á fleiri en einum stað í samstæðunni. Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, segir að um verulegar breytingar sé að ræða. Þær verði til þess að skerpa fókus Nýherja og þar með þjóna viðskiptavinum félagsins og dótturfélaga þess betur. Ekki verða breytingar á skipu- lagi Nýherja utan Íslands en félag- ið á dótturfélög í Danmörku, Sví- þjóð og Bretlandi. Hjá Nýherja á Íslandi starfa um 550 manns og 180 manns hjá dótturfé- lögum erlendis. - hhs Nýherji flytur í Kópavog ÞÓRÐUR SVERRISSON Breytingar hjá Ný herja verða til þess að bæta þjónustuna segir Þórður Sverrisson Lánshæfismatsfyrirtækið Fitch hefur lækkað lánshæfi íslenska ríkisins um tvö stig í A-, úr A+. Ísland er þar með komið í flokk með Malasíu og Póllandi, einum flokki neðar en Chile og Litháen. Í skýrslu fyrirtækisins er ákvörð- unin skýrð með þjóðnýtingu Glitn- is. „Við teljum að óvissa og áhætta tengd þjóðhagslegum stöðugleika og lánshæfi ríkisins hafi stórlega aukist sökum óstöðugleika fjár- málakerfisins,“ segir í skýrslunni. Í skýrslunni segir að frekari lækkun lánshæfismats sé mögu- leg, og er þar sérstaklega bent á frekari óróa í fjármálalífi lands- ins. Ríkið hafi sýnt að það sé tilbú- ið til að koma fjármálalífinu til bjargar, en stærð bankakerfisins og erlendar skuldbindingar þess geri að verkum að „brýn nauðsyn sé á trúverðugum og tímanlegum aðgerðum til að stemma stigu við því að tiltrú á fjármálakerfi Íslands rýrni enn frekar“. - msh Fitch lækkar lánshæfið Fjármálavefurinn Motley Fool hefur oft ráðlagt lesendum að leggja fé á Kaupthing Edge hávaxtareikninga Kaupþings í Bretlandi. Hækkanir á skulda- tryggingarálagi Kaupþings og þjóðnýting Glitnis hafa hins vegar vakið áhyggjur sumra lesenda. Dálkahöfundur vefjarins segir hins litla ástæðu til að hafa áhyggj- ur, því Kaupþing hafi brugðist rétt við fjármálaþrengingunum. Þá bendir hann á að reikningar Kaupþings í Englandi séu tryggðir af tryggingarsjóði enskra inni- stæðueigenda, sem ábyrgist 50.000 pund á hverjum reikningi og ræður lesendum því að treysta Kaupþingi fyrir sparifé sínu áfram. - msh Edge sagt vera öruggt

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.