Fréttablaðið - 07.10.2008, Síða 16

Fréttablaðið - 07.10.2008, Síða 16
Krakkar sem vilja læra breik geta farið á námskeið hjá dans- kennaranum Natöshu, en hún kennir breik á fjórum stöðum í Reykjavík, í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og á Selfossi. Danskennarinn Natasha fæddist í Bandaríkjunum árið 1973. Hún ólst upp í Brooklyn í New York og New Haven í Connecticut þar sem hún byrjaði að dansa breikdans aðeins 10 ára gömul. Natasha hóf síðan að kenna dans á Íslandi árið 1998, fyrst í Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar og svo í Kramhús- inu þar sem hún kennir enn í dag auk þess að kenna á fleiri stöðum. Þeir sem hafa áhuga á að læra breik hjá Natöshu geta valið um námskeið í Kramhúsinu, Árbæjar- þreki í Árbæ, Heilsuakademíunni í Egilshöll og Dansskóla Jóns Pét- urs og Köru, auk þess sem hún kennir í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og á Selfossi. Frekari upplýsingar má fá á natasha.is - eö Breikið lifir Natasha kennir krökkum í Kramhúsinu að dansa breik. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Nemendaþjónustan í Álfabakka 12 veitir fólki á öllum skólastigum námsaðstoð í tungu- málum og raungrein- um. Útvegar einnig slíka aðstoð erlendis. www.namsadstod.is Lifandi talmálskennsla Sálrænn stuðningur Kópavogsdeild Rauða krossins heldur námskeiðið Sálrænn stuðningur mánudaginn 15. október kl. 17-21 í Hamraborg 11, 2 hæð. Námskeiðsgjald: 5.000 kr. á mann. Leiðbeinandi er Margrét Blöndal. Innifalið er þátttökuskírteini. Sjálfboðamiðstöð Hamraborg 11 www.redcross.is/kopavogur opið virka daga kl. 10-16 Frekari upplýsingar fást í síma 554 6626 eða senda tölvupóst á kopavogur@redcross.is. Skráning er til 13. okt. Á námskeiðinu fræðast þátttakendur um gildi sálræns stuðnings í aðstæðum sem geta valdið áföllum. Þátttakendur læra að gera sér betur grein fyrir eðlilegum viðbrögðum fólks sem lendir í sársaukafullum aðstæðum og hvernig þeir geti veitt stuðning og umhyggju. Viðfangsefni eru meðal annars: Mismunandi tegundir áfalla; Áhrif alvarlegra atvika á einstaklinginn; Sálræn skyndihjálp; Stuðningur við úrvinnslu alvarlegs atviks; Sorg og sorgarferli Frekari upplýsingar má fá með því að hringja í síma 554 6626 eða senda tölvupóst á kopavogur@redcross.is. t i r i fangsefni eru meðal annars: mismuna di tegundir áfalla, á rif alvarlegra atvika á einstaklingin , sálræn skyndihjálp, s i r við úrvinnslu alvarlegs atviks, sorg og sorgarferli. s írt i i og námskeiðsgögn. Frekari upplýsingar fást í sí a 554 6626 eða með tölvupósti á kopavogur@redcross.is. Skráning er til 13. október. M Auglýsingasími – Mest lesið Völuspá lesin yfir frumsömdu tónverki er nýkomin út á diski. Flytjendur eru Svanfríður Arn- ardóttir tónmenntakennari og Bob Paoinelli tónskáld sem búa í Chigaco. „Kvæði völvunnar eru 67 talsins og tónlistin er samin við hvert og eitt þeirra. Tilgangur útgáfunnar er að koma Völuspá til breiðari aldurshóps en áður og færa þenn- an menningararf okkar Íslend- inga nær fólki á nýstárlegan hátt,“ segir Svanfríður Arnar- dóttir um nýja diskinn. „Við vonum að diskurinn verði verk- færi í tónmenntakennslu og jafn- vel Íslandssögukennslu barna og að nemendur í framhaldsskólum geti lesið Völuspá með honum og notið tónlistarinnar um leið. Einn- ig ætti hann að nýtast vel les- blindum og blindum.“ Svanfríður er hornfirsk að upp- runa en flutti til Chigaco í árs- byrjun 2005. „Þegar ég kom hing- að notaði ég hvert tækifæri til að spjalla við nágrannana. Bob og konan hans búa í næsta húsi og ég var heppin þegar ég kynntist þeim yfir girð- inguna. Bob spurði margs og áhugi hans beindist að íslensku sögunum, fimmundarsöngnum og fleiru í okkar menningu. Hann hefur verið í tónlist allt sitt líf og ákvað að semja tónverk við Völu- spá, það heillaði hann hversu forn hún er.“ Sjálf kveðst Svanfríður hafa áhuga á öllu sem íslenskt er. „Íslendingar gleyma ekki arf- leifðinni, tungumálinu, sögunni og tónlistinni þó þeir flytji milli landa. Ég var svo heppin að hafa góða íslenskukennara sem gæddu menningararfinn lífi og þó íslenskan í Völuspá sé frábrugðin þeirri sem notuð er í dag þá er hún kjarnyrt og falleg. Zophonías Torfason kenndi mér Völuspá í FAS og gerði það með þeim hætti að hún gleymist ekki. Vonandi fæ ég með þessum diski snert við einhverjum líka.“ segir hún. Svanfríður segir diskinn unn- inn að öllu leyti í stúdíóinu hans Bobs og því hafi það lent á honum að kosta hann og vinna frá A-Ö. En hvernig er hægt að nálgast disk? „Hann fæst núna í Sögusetrinu á Hvolsvelli og hægt er að senda pantanir á net- fangið mitt, swanyiceland@ comcast.net og ég sendi disk um hæl. gun@frettabladid.is Fornt kvæði fært í nýjan búning Kvæði völvunnar eru 67 talsins og er tónlistin samin við hvert og eitt þeirra. TÖLVUGRUNNUR er 5 vikna námskeið sem hefst í Kvöldskóla Kópavogs í kvöld. Tekin eru fyrir undirstöðuatriði í Windows og Word, internetið og tölvupóstur. Kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum frá klukkan 18.30 til 20.40.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.