Fréttablaðið - 07.10.2008, Qupperneq 20
„Okkur þykir mikill heiður að
Krabbameinsfélag Íslands skyldi
velja Kópavogskirkju fyrir bleika
litinn í ár og er stolt sóknarbarna
og íbúa Kópavogs mikið að sjá
kirkjuna sína upplýsta þessum
fallega bleika lit. Hann minnir
okkur á að leggjast öll á árarnar
í baráttunni gegn brjóstakrabba-
meini, og mikilvægi þess að kirkj-
an taki þátt í því verkefni með
stuðningi sínum og styrk,“ segir
Ægir Fr. Sigurgeirsson, sóknar-
prestur í Kópavogskirkju, sem
þjónar innan Kársnesprestakalls.
„Kirkjan stendur á fallegum
stað og sést víða að en lýsingin
þykir mér óskaplega falleg og vel
viðeigandi að geta stutt gott mál-
efni með þessum hætti. Upplýst
kirkjan sýnir hvatningu og sam-
kennd samferðafólks til þeirra
sem eru sjúkir eða eiga um sárt
að binda vegna vegna veikinda
ástvina. Við fylgjumst með starf-
inu daglega innan kirkjunnar og
reynum að styrkja það eins og
við getum,“ segir séra Ægir sem
í starfi sínu tekur á móti mörgum
beygðum sálum sem greinst hafa
með krabbamein.
„Sjúkir sækja mikið í kirkj-
una. Á þriðjudögum eru reglu-
legar bænastundir og þá mikið
óskað eftir fyrirbænum fyrir þá
sem eiga í veikindum og erfið-
leikum.“
Séra Ægir segir Kópavogs-
kirkju halda vel utan um þá sem
hana sækja til hljóðra stunda með
sjálfum sér og þeir eru margir á
degi hverjum.
„Sjúklingar koma einnig til
að tala við prestinn einslega en
mér finnst þurfa að auka aðgengi
þeirra betur. Ákjósanlegt væri
nánara samstarf kirkna og stoð-
aðila með Krabbameinsfélag-
inu um stuðning og samveru, því
sjúkdómum fylgir gjarnan ein-
semd þegar ástvinir fyllast van-
mætti og eiga erfitt með að
koma inn í breytta tilveru og
ástand. Þess vegna er svo
mikilvægt að sjúkir finni
hlýju, samveru og stuðning í
sinni baráttu.“ - þlg
7. OKTÓBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR2 ● bleika slaufan
Sláandi falleg er Kópavogskirkja lýst
upp með bleikum ljósum í október og
minnir á stuðning samfélagsins við
krabbameinssjúka. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Samkennd og styrkur
● VISSIR ÞÚ AÐ:
Ein af hverjum tíu konum hér á landi greinist með brjóstakrabbamein einhvern tíma á ævinni.
Erfðaþættir eru taldir hafa þýðingu í um eða yfir tíu prósent brjóstakrabbameina.
Rannsóknasvið Krabbameinsfélagsins og Háskóli Íslands vinna saman að rannsóknum og
kennslu í heilbrigðisvísindum.
Krabbameinsskrá rannsóknarsviðs Krabbameinsfélagsins geymir allar tiltækar upplýsingar um
krabbamein á öllu landinu síðan 1955 og er þetta ein fárra slíkra skráa í heiminum sem tekur til
heillrar þjóðar.
Meðalaldur kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein er 61 ár.
Um 65 prósent kvenna á aldrinum 40-69 ára mæta reglulega í krabbameinsskoðun en takmarkið er
að allar konur á þessum aldri fylgist vel með heilsu sinni og mæti í skoðun.
Brjóstakrabbamein er mun algengara í vestrænum ríkjum en í Afríku og Asíu.
Sigríður Snæbjörnsdóttir, nýr
formaður Krabbameinsfélags-
ins, boðar áherslubreytingar
í starfi félagsins sem munu
styrkja og efla meðferð og
varnir gegn krabbameini. Hún
telur uppfærðan tækjakost
leitarstöðvarinnar afar mikil-
vægan.
Bleikar slaufur eru seldar í þess-
um mánuði til að fjármagna kaup
á nýjum leitartækjum fyrir leit-
arstöð Krabbameinsfélagins. „Það
skiptir gríðarlega miklu máli að fá
þessi tæki og koma þeim í gagnið
en þau eru sérstaklega mikilvæg
til að greina brjóstakrabbamein á
frumstigi hjá ungum konum. Við
vitum að því fyrr sem greining
fæst þeim mun meiri eru batahorf-
urnar. Ein af hverjum tíu konum
getur fengið brjóstakrabbamein,“
segir Sigríður Snæbjörnsdóttir,
formaður Krabbameinsfélags Ís-
lands .
Tækin sem keypt hafa verið eru
fimm og munu þrjú þeirra sinna
hlutverki sínu í Skógarhlíð. Eitt
er á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak-
ureyri og það fimmta er svokall-
að farandtæki sem hægt verður að
ferðast með um landið. Hún segir
það mikið keppikefli að fá konur
til að nýta sér þá frábæru aðstöðu
sem leitarstöð Krabbameinsfélag-
ins hefur upp á að bjóða. Þótt ís-
lenskar konur hafi verið duglegar
að mæta til skoðunar mættu þær
vera enn duglegri. „Maður veltir
því fyrir sér á þessum ólgutímum
sem við búum við í augnablikinu
hvort fólk leiði ekki hugann að því
sem skiptir mestu máli, það er góð
heilsa og hvað má gera til að við-
halda henni,“ segir Sigríður.
Sigríður tók við formennsku fé-
lagsins síðastliðið vor og segir
hún að það sé ýmislegt sem hún
vilji beita sér fyrir og vill hún
að Krabbameinsfélagið leggist í
stefnumótunarvinnu til framtíð-
ar og skýri betur fyrir hvað félag-
ið á að standa. „Ég tel fulla ástæðu
til þess að við horfum á þjónustu
krabbameinssjúklinga á landsvísu
og leggjum kapp á að straumlínu-
laga alla þjónustu sem er í boði;
hvort sem það eru skimanir, ráð-
gjöf, rannsóknir, ummönnum eða
forvarnir. Vinna með sjúkling-
um fer fram víða og það er mikil-
vægt að við stillum saman strengi
til að koma í veg fyrir tvíverknað
eða að þurfa að senda sjúklinga á
marga staði eða á milli stofnana að
óþörfu. Til þess að það gangi upp
þarf mjög gott samstarf milla allra
þeirra sem þjóna þessum sjúkling-
um,“ segir Sigríður.
Augljóst er að starf leitarstöðv-
ar Krabbameinsfélagins, þar sem
skimað er eftir leghálskrabbameini
og brjóstakrabbameini, hefur
reynst afar mikilvægt og vaxandi
umræða er um hvort skima eigi
og leita að ristilkrabbameini með
svipuðum hætti. „Ég er afar fylgj-
andi því og myndi vilja sjá það ger-
ast á næstu mánuðum frekar en
árum,“ segir Sigríður. Hún legg-
ur jafnframt mikla áherslu á for-
varnastarfið sem hún telur þurfa
að efla til muna og þá sérstaklega
í tengslum við reykingar.
„Krabbamein og aðrir sjúk-
dómar af völdum reykinga er það
sem drepur hvað flesta í hinum
vestræna heimi og því má ekkert
gefa eftir í baráttunni við reyk-
ingar. Það á að gera fólki erfið-
ara fyrir að reykja, auk þess sem
mætti selja tóbak aðeins í sérstök-
um verslunum til að gera það síður
aðgengilegt,“ segir Sigríður. Hún
segir gríðarlegan kostnað fylgja
meðferð sjúklinga sem veikjast
af völdum reykinga og því telur
hún að við ættum að gera allt sem
í okkar valdi stendur til að draga
úr reykingum, því það er eitthvað
sem við ættum að geta ráðið við.
„Skynsamlegra er að nýta það tak-
markaða fjármagn sem býðst til að
takast á við hluti sem við ráðum
við,“ segir Sigríður.
Að lokum minnist hún á aðstand-
endur krabbameinssjúklinga og
leggur áherslu á að þeir megi ekki
gleymast. „Krabbamein er sjúk-
dómur sem hefur áhrif á alla fjöl-
skylduna, ekki bara sjúklinginn.“
- keþ
Þarf að stilla saman strengi
„Það skiptir gríðarlega miklu máli að fá þessi tæki og koma þeim í gagnið, en þau eru sérstaklega mikilvæg til að greina brjósta-
krabbamein á frumstigi hjá ungum konum,” segir Sigríður Snæbjörnsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Þegar vel gengur hættir mönnum til að gleyma því að velgengnin kemur
ekki af sjálfu sér. Það var engan veginn sjálfgefið á sínum tíma að ís-
lenskar konur sem greindust með brjóstakrabbamein árið 2008 gætu átt
von á einni bestu meðferð og mestu lífslíkum sem vænta má í öllum
heiminum. Þessi árangur kom ekki af sjálfu sér. Hann má þakka elju-
semi frumkvöðlanna, óbilandi dugnaði og baráttuþreki sem fljótlega
leiddi til stofnunar Krabbameinsfélagsins sem tók baráttuna gegn
krabbameini alvarlega.
Þessi barátta var leidd áfram af djúpri þekkingu og miklum eldmóði
sem smitaði frá sér um allt land. Að sjálfsögðu má að hluta til rekja
þessi áhrif til þess að alvarleiki sjúk-
dómsins og grimm örlög margra
kvenna og fjölskyldna þeirra voru
öllum ljós og því voru margir reiðu-
búnir til að styðja við starfsemina.
Góður árangur af starfi leitarstöðv-
arinnar hefur vakið athygli víða um
heim. Með sama hætti hefur starf-
semi krabbameinsskrárinnar vakið
heimsathygli vegna vandaðrar
vinnu sem hefur skapað grundvöll
að frekari þróun. Dugnaður og kraftur krabbameinsfélaganna sjálfra
er ekki síður athyglisverður en mörg og stór skref í þessari þróun hafa
byggst á elju og frumkvæði krabbameinsfélaganna.
Nú er verið að stíga enn eitt skrefið sem mun gagnast öllum konum
á Íslandi. Enn á ný er leitað til þjóðarinnar um stuðning með sölu á
bleiku slaufunni. Ágóðinn verður nýttur til að taka í notkun stafræna
myndgreiningu við leit að brjóstakrabbameini en það er tækni sem nú
er verið að taka í notkun víða um heim. Þetta mun gjörbreyta og bæta
möguleika til leitar og þar með auka möguleika íslenskra kvenna til að
njóta áfram einhverrar bestu umönnunar sem þekkist í heiminum ef
upp kemur grunur eða staðfesting á brjóstakrabba.
Um leið og ég fagna þessu átaki og þakka frumkvæði Krabbameins-
félagsins hvet ég alla til að styðja við þetta átak með því að kaupa bleiku
slaufuna. Að sjálfsögðu mun ég kaupa slaufu.
Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra.
ÁVARP HEILBRIGÐISRÁÐHERRA:
Að sjálfsögðu
kaupi ég slaufu
Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðis-
ráðherra kaupir slaufu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Útgefandi: Krabbameinsfélag Íslands l Heimilisfang: Skógarhlíð 8, 105 Reykjavík Vefsíða: www.krabb.is
Netfang: krabb@krabb.is l Ritstjóri: Gústaf Gústafsson l Ábyrgðarmaður: Guðrún Agnarsdótt-
ir Forsíða: Stefán Karlsson l Auglýsingar: Fréttablaðið/Hlynur Þór Steingrímsson Sími: 512 5439.