Fréttablaðið - 07.10.2008, Síða 22

Fréttablaðið - 07.10.2008, Síða 22
 7. OKTÓBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR4 ● bleika slaufan Litlu munaði að bleika slauf- an kæmist ekki til landsins fyrir fyrsta október, en þann dag hófst hin árlega sala hennar. Með sam- stilltu átaki fyrirtækisins Margt smátt, framleiðanda slaufunn- ar í Kína og DHL komust þó allar 40.000 slaufurnar til landsins í tæka tíð. „Í vor var búið að samþykkja sýnishorn af slaufunni sem var tilbúið til framleiðslu en um mitt sumar var ákveðið að Hendrikka Waage kæmi inn sem hönnuður og þá þurfti að hefja ferlið upp á nýtt, segir Árni Esra Einarsson, markaðsstjóri hjá Margt smátt. „Seinni slaufan var ekki tilbúin til framleiðslu fyrr en í lok ágúst svo framleiðendurnir höfðu einungis nokkrar vikur til stefnu. DHL kom síðan slaufunum til landsins með hraði og með samstilltu átaki var unnið lítið kraftaverk.“ Slaufurnar komu í þremur send- ingum og tók tvo daga að flytja hverja um sig frá Kína um Am- sterdam og Brussel og heim. „Þetta er eðlilegur hraðsending- artími hjá okkur en við erum auð- vitað glöð yfir að hafa getað orðið að gagni. Þá ákváðum við að styrkja Krabbameinsfélagið og kaupa slaufur handa öllum starfsmönnum okkar,“ segir Atli Freyr Einarsson, sölu- og markaðsstjóri DHL. - ve Í röntgenmyndatökunni verður nú notuð minni pressa en áður var með tilkomu stafrænnar tækni. Viktor Sighvatsson, læknir hjá Krabbameinsfélaginu, og Baldur F. Sigfússon yfirlæknir eru ánægðir með breytingarnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands hefur verið breytt umtalsvert á undanförnum mánuðum. „Það var verið að taka upp staf- ræna tækni á leitarstöðinni,“ segir Viktor Sighvatsson, læknir hjá Krabbameinsfélagi Íslands. „Til að setja þessar breytingar í sam- hengi við eitthvað sem við þekkj- um úr daglegu lífi er hægt að taka heimilisljósmyndavélina sem dæmi, áður fyrr voru þær með filmum en eru núna allar stafræn- ar.“ Að sögn Viktors felst mikil bylt- ing í hinni nýju stafrænu tækni leitarstöðvarinnar. „Allt ferl- ið á leitarstöðinni er tölvuvætt. Tölvukerfi halda utan um bókan- irnar, svörin eru rituð í tölvukerf- um og röntgen- og ómtæki eru stafræn. Fyrir breytingarnar var röntgendeildin okkar bara venju- leg pappírs- og filmudeild eins og verið hafði í hundrað ár en núna er hún orðin stafræn með öllum upp- lýsingum inni í tölvukerfi,“ segir Viktor og bætir við að í framhald- inu verði hægt að skipuleggja flæðið á vinnudeginum betur. Aðspurður segir Viktor að við- skiptavinir leitarstöðvarinnar muni lítið finna fyrir breyting- unni. „Konan mun fá sömu þjón- ustu og áður. Konurnar verða helst varar við breytinguna í rönt- genmyndatökunni því í henni verður nú notuð minni pressa en áður var vegna þess að tölvutækn- in sem er í sjálfum röntgentækj- unum stjórnar pressunni. Konur upplifa þetta sem jákvæða breyt- ingu og þá sérstaklega þær sem eru með viðkvæm brjóst.“ Viktor segir að ráðist hafi verið í breytingarnar vegna þess að eldra kerfið var orðið úrelt. „Við vorum búin að bíða lengi eftir því að stíga þetta skref en tæknin er þó tiltölu- lega nýleg. Við fylgjum alveg þró- uninni úti í heimi en margar hóp- leitarstöðvar eru að setja svona kerfi upp núna.“ Inntur eftir áframhaldandi þróun í tæknimálum leitarstöðv- arinnar segir Viktor að stefnt verði að því að konur geti í fram- tíðinni pantað tíma á netinu. „Það tekur samt tíma að koma þannig kerfi upp en það kemur einhvern tímann. Ég á þó ekki von á því að það verði fyrr en á seinni hluta næsta árs.“ - mmf Leitarstöð Krabbameins- félags Íslands endurnýjuð Fyrir tæplega einu ári, 15. nóv- ember 2007, var sett á laggirn- ar ráðgjafarþjónusta fyrir þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra. Þetta er þriggja ára tilraunaverkefni þar sem tveir starfsmenn, fé- lagsfræðingur og hjúkrunar- fræðingur, veita viðtöl og ráð- gjöf ásamt fleiru. „Ráðgjafarþjónustan er úr- ræði sem er í boði fyrir þessa einstaklinga en við veitum fræðslu, upplýsingar og stuðn- ing og erum með námskeið og fyrirlestra,“ útskýrir Ragnheið- ur Alfreðsdóttir, forstöðukona ráðgjafarþjónustu Krabba- meinsfélags Íslands. „Öll þjónustan er skjólstæð- ingum að kostnaðarlausu og hér er opið alla virka daga frá klukkan 9 til 16 og svo eru nám- skeið og fyrirlestrar á kvöld- in og um helgar. Hér er boðið upp á viðtöl við sálfræðing og tíma í djúpslökun svo eitthvað sé nefnt.“ Ráðgjafarþjónustan er til húsa í Skógarhlíð 8 á fyrstu hæð leitarstöðvar Krabbameins- félagsins. Þjónustan gefur út dagskrá einu sinni í viku og er í samstarfi við félög eins og Samhjálp kvenna sem greinst hafa með krabbamein og að- standendur þeirra, Kraft, félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein, Nýja rödd og fleiri félög. „Við sinnum líka landsbyggð- inni, förum út á land og erum í síma- og netsambandi við fólk og gaman er að segja frá því að við sinnum líka Íslending- um sem búa erlendis. Nú erum við að vinna í að markaðssetja þjónustuna. Við gefum út bæk- ling og stefnum að því að end- urgera heimasíðuna en eins og er erum við inni á heimasíðu Krabbameinsfélagsins. Við önnum þessu enn þá, en þetta er reynsluverkefni og svo verð- ur metið hvort þörf er á þessari þjónustu.“ - rat Frí ráðgjafarþjónusta Öll þjónustan er skjólstæðingum að kostnaðarlausu, segir Ragnheiður Alfreðsdóttir, forstöðukona ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Árni Esra Einarsson, markaðsstjóri fyrirtækisins Margt smátt, tekur við síðustu send- ingunni úr hendi Atla Freys Einarssonar, sölu- og markaðsstjóra DHL, en einungis tók tvo daga að flytja hana frá Kína til Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Slaufan í höfn með hjálp DHL ● VISSIR ÞÚ AÐ: ■ Árlega koma tugþúsundir kvenna í skoðun á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. ■ Þvi fyrr sem brjóstakrabbamein greinist þeim mun betri eru horfur sjúklingsins. ■ Um 90 prósent þeirra sem greinast með brjósta- krabbamein eru á lífi fimm árum síðar. Þetta er einn besti árangur sem um getur í baráttunni við brjóstakrabbamein. ■ Um eitt prósent brjóstakrabbameina sem greinast hér á landi á ári hverju er í körlum. ■ Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið sem greinist hjá konum. Mizú S N Y R T I - N U D D O G F Ó T A A Ð G E R Ð A S T O F A B o r g a r t ú n i 6 • 1 0 5 R e y k j a v í k • s í m i 5 5 1 1 0 5 0 • w w w . m i z u . i s Nailogic, neglur Gervinaglanámskeið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.