Fréttablaðið - 07.10.2008, Qupperneq 26
7. OKTÓBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR8
Guðrún Agnarsdóttir er
forstjóri Krabbameinsfélags
Íslands. Hún segir að félagið
hafi ætíð starfað í samræmi
við markmið sín og starfið hafi
skilað miklum árangri.
„Tilgangur félagsins hefur frá
byrjun verið að styðja og efla bar-
áttuna gegn krabbameini og það
hefur félagið gert með fræðslu,
rannsóknum, krabbameinsleit og
stuðningi við framfarir í meðferð
og umönnum krabbameinssjúk-
linga,“ segir Guðrún. Hún segir
starfið hafa borið góðan árang-
ur og nefnir meðal annars að leg-
hálskrabbameinsleitin hafi dregið
verulega úr nýgengi og dánartíðni
vegna sjúkdómsins og leitarstarf-
ið hér hafi verið tekið sem fyr-
ir mynd fyrir aðrar þjóðir af Al-
þjóða heilbrigðismálastofnuninni.
Ennfremur hafi leit á vegum fé-
lagsins að brjóstakrabbameini
með röntgenmyndatöku stuðlað að
því að lifun kvenna á Íslandi eftir
greiningu með brjóstakrabbamein
sé með því besta sem gerist. Hún
er 90 prósent eftir fimm ár og það
jafnvel þó að tíðnin fari vaxandi
eins og annars staðar á Vestur-
löndum. Jafnframt hafi Krabba-
meinsfélag Íslands lagt sitt á vog-
arskálarnar með rannsóknum.
Þegar fólk áttaði sig á því að Ís-
land var kjörlendi fyrir krabba-
meinsrannsóknir stofnaði Krabba-
meinsfélagið rannsóknastofu sem
unnið hefur markvert starf á al-
þjóðavettvangi, meðal annars við
uppgötvun BRCA2-brjóstakrabba-
meinsgensins. Hún hefur nú flust
yfir til Háskólans. Krabbameins-
skráin er einstakt og mikilvægt
gagnasafn heilbrigðisupplýsinga
og rannsókna og er áfram innan
vébanda félagsins.
Aðhlynning krabbameinssjúkra
í heimahúsum var tilraunaverk-
efni Krabbameinsfélagsins sem
byrjaði í smáum stíl en varð fljótt
ljóst að heimahlynning var afar
verðmæt þjónusta sem nú er rekin
í tengslum við þjónustu Landspít-
alans fyrir krabbameinssjúklinga.
Áhersla hefur verið lögð á það á
undanförnum árum að veita þeim
sem greinast með krabbamein og
aðstandendum þeirra markvissan
og öflugan stuðning í sjúkdóms-
ferlinu í samvinnu við starfs-
fólk og stofnanir heilbrigðisþjón-
ustunnar og aðra stuðningsaðila.
Þessu starfi er nú sinnt af ráð-
gjafaþjónustu Krabbameinsfé-
lagsins.
„Meðal liðsmanna Krabba-
meinsfélagsins hafa löngum verið
eldhugar sem með framsýnum
hætti hafa fitjað upp á nýjungum
sem gagnast mættu í baráttunni
við þessa sjúkdóma,“ segir Guð-
rún. Eftir því sem þekkingu, skiln-
ingi og tækni hefur fleytt fram
hefur félagið tekið að sér að þróa
ýmis verkefni. Leit að krabba-
meini var reynd með ýmsum hætti
á fyrstu árunum og hún hefur nú
verið í skipulegum farvegi með
mjög góðum árangri undanfarna
áratugi. Þar hefur verið leitast
við að veita þá bestu þjónustu sem
völ er á í takt við kröfur tímans.
Því erum við einmitt að endur-
nýja allan tækjakost Leitarstöðv-
arinnar þannig að hann verði eins
og best verður á kosið,“ segir Guð-
rún.
„Það er mín skoðun að félag eins
og okkar sé tilvalinn vettvangur til
að reyna ýmsar nýjungar og kanna
hvort grundvöllur er fyrir framtíð
þeirra. Þegar við höfum sýnt fram
á að verkefnin eru verðmæt við-
bót við þá þjónustu eða starfsemi
sem fyrir er, má telja eðlilegt að
ríki eða sveitarfélög taki við þeim.
Það hefur oft tekið allt of lang-
an tíma að ferja slík verkefni af
herðum Krabbameinsfélagsins
þannig að félagið geti tekist á við
ný verkefni, samfélaginu til hags-
bóta,“ segir Guðrún og bætir við
að starf Krabbameinsfélagsins á
þessum 57 árum, jafnt sjálfboða-
liða sem starfsfólks, sé mikilvægt
og hafi borið góðan og mælanleg-
an árangur. Starfsemin er í þágu
fólksins í landinu og tilvist félags-
ins er undir stuðningi og velvild
landsmanna komin, jafnt einstakl-
inga, fyrirtækja og stjórnvalda.
Það er hvetjandi og ánægjulegt í
dagsins önn að finna þann velvilja
og áhuga sem beinist að baráttu-
málum og starfi Krabbameinsfé-
lagsins. Fyrir það erum við þakk-
lát. Veglegur stuðningur lands-
manna við málstað okkar veitir
okkur meðbyr og hvetur okkur til
dáða,“ segir Guðrún. - keþ
Eldhugar fitja upp á nýjungum
Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands, segir það hvetjandi og ánægjulegt í dagsins önn að finna þann velvilja
og áhuga sem beinist að baráttumálum og starfi Krabbameinsfélagsins. fréttablaðið/Arnþór
Í stað þess að fá sjálfboðaliða til að
ganga hús úr húsi ákvað Krabba-
meinsfélagið að fara aðra leið við
sölu á bleiku slaufunni að þessu
sinni. Meðal annars var leitað
eftir samstarfi við fyrirtækjasvið
Pennans sem tók að sér að annast
sölu slaufunnar endurgjaldslaust
til fyrirtækja og stofnana með frá-
bærum árangri.
„Við höfum haft samband við
átta hundruð fyrirtæki og fjöl-
mörg önnur hafa svo komið til
okkar að fyrra bragði. Viðbrögðin
hafa verið hreint ótrúlega góð og
komu okkur skemmtilega á óvart,“
segir Bylgja Bára Bragadóttir,
sölustjóri fyrirtækjasviðs Penn-
ans. Hún þakkar þessar góðu við-
tökur miklum stuðningi almenn-
ings við málefnið og kröftugum og
áhugasömum söluhópi innan Penn-
ans. En það eru ekki bara starfs-
menn fyrirtækjasviðs Pennans
sem hafa lagst á árar með Krabba-
meinsfélagi Íslands í þessu átaki
því tengd fyrirtæki eins og Te og
kaffi og Eymundsson hafa einnig
tekið þátt í að selja bleiku slauf-
una. „Pennanum er annt um heilsu
þjóðarinnar og hlutfall kvenna í
starfsliði fyrirtækisins er hátt.
Okkur er málefnið því skylt og
við vildum sýna stuðning okkar í
verki,“ segir Bylgja Bára.
Meðal fyrirtækja sem keyptu
bleiku slaufuna fyrir tilstilli fyr-
irtækjaþjónustu Pennans er Alcoa
Fjarðaál. „Það þekkja allir þá mik-
ilvægu þjónustu sem Krabba-
meinsfélag Íslands innir af hendi
í samfélaginu en félagið hefur lyft
grettistaki í þjónustu við krabba-
meinssjúklinga og í skipulagðri
leit að krabbameini. Rannsókn-
ir eru snar þáttur í baráttunni við
krabbameinið og það er okkur
mikil ánægja að styrkja Krabba-
meinsfélagið með því að kaupa
225 slaufur,“ segir Erna Indriða-
dóttir, framkvæmdastjóri samfé-
lags- og upplýsingamála hjá Alcoa
Fjarðaáli. Erna segir að keyptar
hafi verið 225 slaufur vegna þess
að það sé stefna Alcoa Fjarðaáls
að þegar fram líða stundir verði
konur helmingur þeirra 450 starfs-
manna sem vinna hjá fyrirtækinu.
Í dag eru konur tæpur þriðjungur
starfsmanna en það er met innan
Alcoa-samsteypunnar.
Höfðu samband við 800 fyrirtæki
Erna Indriðadóttir, kynningarfulltrúi Alcoa Fjarðaáls, tekur við slaufunum 225 úr
hendi Guðjóns Þórs Mathiesen, framkvæmdastjóra fyrirtækjaþjónustu Pennans.
Guðrún Sigurjónsdóttir, formaður Samhjálpar kvenna og Bylgja Bára Bragadóttir,
sölustjóri fyrirtækjasviðs Pennans, eru til vinstri og Sigríður Snæbjörnsdóttir, for-
maður Krabbameinsfélagsins til hægri. MYND/VALLI
Fjölmargir stuðningshópar
starfa í tengslum við Krabba-
meinsfélag Íslands.
Stuðningshópurinn Samhjálp
kvenna er eitt af aðildarfélögum
Krabbameinsfélagsins og ætl-
aður til stuðnings konum sem
greinast með brjóstakrabba-
mein. Skrifstofa Samhjálparinn-
ar er í Skógarhlíð 8, en hún er
opin á þriðjudögum frá 14:30-
16:30. Símar eru 540 1915 og 898
1712. Vefsíða hópsins er: www.
samhjalpkvenna.org
Styrkur eru samtök krabba-
meinssjúklinga og aðstandenda
þeirra og eitt af aðildarfélög-
um Krabbameinsfélags Íslands.
Félagið var stofnað af krabba-
meinssjúklingum sem vildu leita
stuðnings frá öðrum sem reynt
höfðu hið sama og miðla af eigin
reynslu, svo og aðstandendum
krabbameinssjúklinga og vel-
unnurum sem vildu styðja mál-
efnið.
Kraftur er eitt af aðildafé-
lögum Krabbameinsfélags Ís-
lands, en meginmarkmið þess er
að stuðla að velferð ungs fólks
sem greinist með krabbamein
og aðstandenda þess og að koma
nauðsynlegum upplýsingum til
þeirra. Kraftur hefur endurút-
gefið bókina Lífskraftur með
hagnýtum upplýsingum fyrir þá
sem greinast með krabbamein
og aðstandendur.
Virkir stuðningshópar
Mynd frá grillhátíð Krafts sem er sem er stuðningshópur fyrir ungt fólk með
krabbamein. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
● VISSIR ÞÚ AÐ:
Skipulögð hópleit að brjósta-
krabbameini með röntgen-
myndatöku á brjóstum hófst
meðal íslenskra kvenna í lok árs
1987.
Með nýju stafrænu röntgen-
tækjunum gengur skoðunin
hraðar og þægilegar fyrir sig en
nokkru sinni fyrr.
Hjá Krabbameinsfélaginu
starfar fjöldi stuðningshópa sem
margir hverjir eru sniðnir að
sérþörfum ákveðinna hópa, til
dæmis Kraftur sem er stuðnings-
hópur fyrir ungt fólk.
Í Japan, þar sem áhrifa
vestrænnar menningar gætir í
sívaxandi mæli, er tíðni brjósta-
krabbameins að aukast.
Ráðgjafaþjónusta Krabba-
meinsfélagsins veitir þeim sem
greinst hafa með krabbamein
og aðstandendum þeirra upp-
lýsingar, ráðgjöf og félagslegan
stuðnin og vísar leið til sjálfs-
hjálpar.
Krabbameinsfélagið á átta
íbúðir í Reykjavík sem ætlaðar
eru fyrir sjúklinga og aðstand-
endur þeirra af landsbyggðinni
sem koma til Reykjavíkur til
krabbameinsmeðferðar.
Krabbameinsfélag
Íslands er stofnað 27.
júní 1951.
Kerfisbundin
leit að krabba-
meini í leghálsi og
brjóstum er um-
fangsmesta
verkefni
Krabba-
meinsfé-
lags Íslands.
● bleika slaufan