Fréttablaðið - 07.10.2008, Síða 28
7. OKTÓBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR10 ● bleika slaufan
ÓTUKTIN
Anna Pálína Árnadóttir ruddi ótroðna
slóð í umfjöllun um langtímaveikindi
og gaf krabbameinssjúkum hlutdeild
í einstakri lífssýn sinni sem hefur
verið fjölmörgum hvatning á erðum
stundum.
Þetta er saga um lífsgleði og
sigra, um djúpa örvæntingu jafnt
og hamingjustundir og bjartsýni.
SKYNDIBITAR FYRIR SÁLINA
Bókaokkur sem hefur slegið í gegn.
Aðgengilegar bækur með uppbyggjandi
skilaboðum og lausnum – sannarlega
hollir skyndibitar fyrir sálina!SALKA – Lífsglatt forlagwww.salkaforlag.is
Bækur sem eiga erindi
Kaupþing, sem er aðalstyrkt-
araðili Krabbameinsfélags Ís-
lands, hefur tekið drjúgan þátt í
fjármögnun nýrra tækja í leitar-
stöð Krabbameinsfélagsins. En af
hverju ákvað Kaupþing að styðja
Krabbameinsfélag Íslands?
„Kaupþing tekur þátt í samfé-
laginu með ýmsum hætti og styð-
ur við hin ýmsu málefni. Krabba-
meinsfélagið hefur að sönnu notið
mests stuðnings enda er starf
Krabbameinsfélagsins afar mik-
ilvægt og við teljum að baráttan
gegn þessum vágesti sé þjóðfé-
laginu til heilla í margvíslegum
skilningi,“ segir Benedikt Sig-
urðsson, upplýsingafulltrúi hjá
Kaupþingi
Stuðningur Kaupþings við
Krabbameinsfélagið er eðli máls-
ins samkvæmt einkum í peninga-
styrkjum. „En við höfum einn-
ig tekið þátt í auglýsingum fyrir
Krabbameinsfélagið og stutt safn-
anir á þeirra vegum. Á dögunum
gengu til dæmis nokkur hundruð
starfsmenn bankans á Esjuna til
styrktar átakinu Á allra vörum.
Bankinn hét ákveðinni fjárhæð
á hvern starfsmann og fjölskyld-
ur þeirra sem mættu til göngu.
Peningarnir voru síðan afhent-
ir forsvarsmönnum söfnunarinn-
ar,“ útskýrir Benedikt ánægður
og bætir við: „Við lítum á það sem
eina af skyldum okkar að styðja
gott málefni og ég hugsa nú að
flest fyrirtæki séu þannig þen-
kjandi. Stuðningur fyrirtækja og
einstaklinga er oft á tíðum stór
hluti af rekstrarfé ýmissa sam-
taka. Ég sé það ekki breytast
þótt mismunandi sé frá einu ári
til annars hversu miklu er varið
til styrkja. En samfélagsþátttaka
bankans verður ætíð til staðar.“
Barátta sem er
þjóðfélaginu til heilla
Benedikt Sigurðsson, upplýsingafull-
trúi Kaupþings, segir Kaupþing styðja
dyggilega við baráttu Krabbameinsfé-
lagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
NTC styrkir Krabbameinsfé-
lagið með sölu á sérhönnuðum
stutt ermabolum tileinkuð-
um átaki Bleiku slauf-
unnar.
„Krabbameins-
félagið kom
til fundar
við okkur í
byrjun árs og
ákváðum við að
styrkja átakið með ein-
hverjum hætti,“ segir
Svava Johansen, forstjóri
NTC. „Við fengum hönnuð-
inn Sylvíu Dögg Halldórs-
dóttur í lið með okkur og datt
henni í hug að gera bol með
mynd af Vigdísi Finnbogadótt-
ur, verndara Krabbameinsfé-
lagsins, en hún hefur sigrast á
brjóstakrabbameini.
Myndin á bolnum er
frá því Vig-
dís tók við embætti en hún var
fyrsti kvenforseti heims og er því
sterkur kvenleiðtogi sem við vild-
um einnig leggja áherslu á.“
Bolirnir fást í svörtu og
hvítu og bæði í kvenna-
og karlastærð-
um. Þeir kosta
3.500 krónur og
verða til sölu
í öllum versl-
unum NTC.
Allur ágóði af
sölu þeirra renn-
ur óskiptur til Krabba-
meinsfélagsins.
„Við byrjuðum að
selja bolina 1. októb-
er og ruku þeir hrein-
lega út, segir Svava, glöð
í bragði. - ve
Bleika slaufan á bol
Svava ásamt starfsfólki NTC fyrir utan Sautján á Laugavegi. Hönnuður bolanna, Sylvía Dögg Halldórsdóttir, hefur málað bleika
slaufu á búðargluggann og verður hún ekki fjarlægð fyrr en allir bolirnir eru seldir. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
● VISSIR ÞÚ AÐ:
Leit að krabbameini í leghálsi og brjósti nær til
allra kvenna á aldrinum tuttugu ára til sjötugs.
Krabbameinsleit Krabbameinsfélagsins fer einnig
fram á rúmlega fjörutíu heilsugæslustöðvum og sjúkra-
húsum utan höfuðborgarsvæðisins.
Í árslok 2006 voru yfir tvöþúsund konur á lífi sem
greinst höfðu með brjóstakrabbamein einhvern tíma
á ævinni.