Fréttablaðið - 07.10.2008, Síða 30
7. OKTÓBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR12 ● bleika slaufan
Hinn 1. október kom á mark-
að bleikur Toppur til styrktar
söfnunarátaki Krabbameins-
félagsins, bleiku slaufunni.
„Hugmyndin um samstarf
Toppsins og bleiku slaufunn-
ar kom eigin-
lega til af beggja
hálfu,“ segir
Rannveig Hrönn
Brink, vöru-
merkjastjóri
hjá Vífilfelli.
„Við höfð-
um verið að
skoða mögu-
leika okkar á
því að styrkja
bleiku slauf-
una með því að
setja á mark-
að nýjan Topp
og á svipuð-
um tíma
komumst
við að því
að Krabba-
meinsfélag-
ið hafði áhuga
á að fá okkur í
samstarf með sér. Þetta small
þannig allt saman og úr varð
þessi hindberjatoppur sem nú
er kominn á markað og renn-
ur hlutfall af sölu drykkjarins
til tækjakaupa fyrir leitarstöð
Krabbameinsfélagsins.“
Vífilfell hefur verið leið-
andi í nýjungum á vatnsmark-
aði á undanförnum árum
og hafa íslenskir neytendur
tekið þeim vel. „Við ákváðum
því að framleiða nýja bragð-
tegund, hindberjabragð, sem
ekki hefur fengist á íslenska
vatnsmarkaðnum áður. Við
vonum að Íslendingar taki
drykknum vel og styðji um
leið við hina brýnu starfsemi
Krabbameinsfélagsins,“ segir
Rannveig að lokum.
Bleikur Toppur
Bleika slaufan kostar 1.000
krónur og dagana 1.-15. októb-
er verður hægt að kaupa hana
hjá eftirtöldum fyrirtækjum
sem selja slaufuna án álagn-
ingar:
Kaffitár
Te & kaffi
Eymundsson
Frumherji
Samkaup
Lyfja
Lyf og heilsa
Lyfjaval
Hreyfill/Bæjarleiðir
Þetta er í fyrsta sinn sem
bleika slaufan er hönnuð
af skartgripahönnuði og á
Hendrikka Waage heiðurinn
að henni.
Sölustaðir
slaufunnar
Meðal þeirra sem taka þátt í að selja bleiku slaufuna í ár er Tanni
auglýsingavörur. Tanni gefur á hverju ári út bæklinginn „Jólagjaf-
ir fyrirtækja“ sem er dreift í öll fyrirtæki í landinu. Að þessu sinni
verður skartútgáfa bleiku slaufunnar, sem Hendrikka Waage hann-
aði fyrir Krabbameinsfélag Íslands, meðal jólagjafa sem hægt verð-
ur að panta í gegnum Tanna. Þar verður þó einungis um takmarkað
upplag að ræða því þessi útgáfa slaufunnar seldist upp strax á fyrstu
dögum söluátaksins í október.
Takmarkað upplag slaufu
Hér afhendir Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, sölustjóri hjá Tanna auglýsingavörum,
Guðrúnu Agnarsdóttur, forstjóra Krabbameinsfélagsins, eintak af jólagjafabæk-
lingnum í ár. MYND/TANNI AUGLÝSINGAVÖRUR