Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.10.2008, Qupperneq 39

Fréttablaðið - 07.10.2008, Qupperneq 39
ÞRIÐJUDAGUR 7. október 2008 19 Sagan af Janis Joplin hentar í raun illa til dramatískrar frásagnar. Hún var söguleg persóna í þröngu samfélagi tónlistarmanna sem lifðu tilbreytingarlitlu og heldur nöturlegu lífi áður en verulegt fjármagn var komið inn í tónlist- arbransann. Þótt hún væri litríkur persónuleiki um margt, kjaftfor, sauðdrukkin flesta daga og karls- öm í betra lagi, var hún ekki áber- andi á nokkru átakasviði. Hún til- heyrði í raun dreggjunum af bítkynslóðinni, áhugasöm um þjóðlagamúsík og blús rétt eins og margir af þeim sem voru henni samtíða í San Francisco, Pig Pen í Grateful Dead og Jorma Koukon- en, sem síðar fór að vinna í Jeffer- son Airplane. Þessi deigla var und- arleg blanda og aðsetur þessara í Height Ashbury var tilkomið vegna lágrar leigu. Þegar George Harrison kom í fræga heimsókn á þær slóðir 1967 lýsti hann hverf- inu sem Skid Row – bísanum eins og það var kallað, eymdarhverfi drykkjusjúklinga, dópista og utan- garðsmanna. Áhugi á sögu Joplin fyrir svið mun tilkominn í hópi miðaldra leikara sem kynntust þessum þremur plötum Joplin eftir að hún var látin. Ólafur Haukur og Stefán Baldursson fara um hana fögrum orðum í leikskrá og tala um hana sem orkugjafa á árunum um 1970. Margir voru á ferli á svipuðum tíma sem voru ekki síðri lista- menn: tökum sem dæmi Grace Slick sem enn er á lífi og var áhrifamikil söngkona í Jefferson Airplane og síðar Starship. Ætli ferill Joplin hefði ekki orðið keim- líkur hennar, útvatnast í meðferð- um og líkamlegri og andlegri hrörnun hefði henni auðnast líf – hún var nú búin að vera sprautu- fíkill í langan tíma þegar hún dó. Það er því innbyggð inn í þessa leiksýningu í Óperunni einhvers konar dýrkun sem er barnaleg og háskalega blind á staðreyndir. Raunar er sviðsetning Sigurðar Sigurjónssonar snotur að flestu: Ilmur og Bryndís eru einar á svið- inu, önnur syngur hin talar, Brynd- ís skýst síðan í smárullur eftir því sem þarf. Hún er afbragðssöng- kona og bandið þétt að baki henni. Ilmur er sannfærandi í hlutverk- inu svo langt sem það nær, þetta hlutverk er einföld og fægð mynd af ungri konu sem var miklu verr stödd en hér er lýst. Lausnir Finns og Páls eru skynsamlegar í þröngu rýminu: búningar Þórunnar eru stíllega bundnir við síðustu þrjú misserin í lífi Janis sem miðar reyndar að því að styrkja hippa- myndina, sem er að sumu leyti rangt. Eitt atriði varðandi tónlistar- flutninginn sem Jón Ólafsson ber ábyrgð á og ætti að standa honum nærri: hvar er Hammondinn sem er grundvallarhljóðfæri í þessari tónlist? Eru menn að skjóta sér undan kostnaði við flutning á þungu hljóðfæri milli sýningar- daga? Það er snautlegt að heyra þessar útsetningar sem eru nánast eftirhermur að ekki skuli vera notaður hinn sterki hljómblær Hammondsins. Þessi sýning er næst því að vera svipuð skemmtiprógrömmum sem Ólafur Laufdal efndi til lengi á Broadway, skemmtiprógrömm fyrir fólk sem vill lyfta sér upp með mat í maga og hressingu í tánni. Sem leiksviðsverk er hún í daufara lagi, tónlistarlega er hún vel frambærileg og þeir sem unna þessum fjörutíu, fimmtíu hljóðrit- unum sem til eru frá ferli Joplin verða ekki sviknir af þeirri lituðu og björtu mynd sem dregin er upp af lífi hennar og ferli í Gamla bíói. Páll Baldvin Baldvinsson Fallega myndin af Janis LEIKLIST Janis eftir Ólaf Hauk Símonarson. Tónlist eftir ýmsa. Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson. Búningar: Þórunn Elísabet Sveins- dóttir. Lýsing: Páll Ragnarsson. Leikstjóri: Sigurður Sigurjónsson. ★★ Rýrt verk með dúndurmúsik HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Þriðjudagur 07. október ➜ Fyrirlestrar 12.00 „Tískuþrælar og frjálsir menn“ og „Áhrif fatnaðar á jafn- réttisbaráttu kynjanna“ Fyrirlestrar í húsnæði Hönnunar- og arkitektúra- deild, Skipholti 1. Þessi viðburður er hluti af Kynjadögum í Listaháskóla Íslands. ➜ Ljósmyndasýningar Gegnumbrot Sólný Pálsdóttir sýnir ljósmyndir í Listasal Saltfisksetursins, Hafnargötu 12a, Grindavík. Sýningin stendur til 20. okt. og er opin alla daga frá 11.00-18.00. ➜ Myndlist Picasso á Íslandi Styttan „Jacqueline með gulan borða“ eftir Picasso er til sýnis á Listasafni Árnesinga ásamt verkum 26 íslenskra lista- manna þar sem gætir áhrifa frá listamanninum. Listasafn Árnesinga, Austurmörk 21, 210 Hveragerði. opið fim.-sun. 12.00- 18.00 og aðgangur ókeypis. Hvaðan koma þær - hvert eru þær að fara? Guðmunda Kristinsdóttir sýnir í Reykjavík Art Gallery, Skúlagötu 30. Sýningin stendur til 18. okt. og er opin alla daga nema mánudaga kl. 14.00-17.00 Hallur Karl Hinriksson er með sýningu í Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14. Sýningin stendur til 19. okt. og er opin alla virka daga frá kl. 10.00- 18.00, lau. kl. 11.00-16.00 og sun. kl. 14.00-16.00. Boom boom og byssó Georg Óskar Manúelsson sýnir á Café Valný, Miðvangi 2-4, Egilsstöðum. Sýningin er opin alla daga til kl. 18.00. ➜ Viðburður Suður-amerísk menningarhátíð í Kópavogi 12.00 Leiðsögn um sýning- una Ekvador að fornu og nýju í Gerðarsafni, Hamraborg 4. 17.15 Ekvadorska kvikmynd- in Que tan lejos (Svo miklu fjær) eftir Tania Hermida er sýnd í Kórnum, sal Safnahúss Kópavogs, Hamraborg 6a. 20.00 Kvikmyndirnar Que tan lejos (Svo miklu fjær) eftir Tania Hermida og 1809-1810 Mientras Ilega el día (Mínútum fyrir dagrenn- ingu eftir Camilo Luzuriaga verða sýndar í Molanum, menningar- og tómstundamiðstöð ungs fólks í Kópavogi, Hábraut 2. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.