Fréttablaðið - 07.10.2008, Side 43

Fréttablaðið - 07.10.2008, Side 43
ÞRIÐJUDAGUR 7. október 2008 23 FÓTBOLTI Afrek Heimis Guðjóns- sonar, að gera FH-liðið að Íslands- meisturum á sínu fyrsta ári sem meistaraflokksþjálfari, er allt annað en daglegt brauð í nútíma- fótbolta. Það þarf reyndar að fara aftur til september 1969 til þess að finna þann sem afrekaði slíkt síð- ast en þá var Heimir sjálfur aðeins nokkurra mánaða gamall. Hólmbert Friðjónsson varð óvænt þjálfari Keflavíkurliðsins 1969. Liðið hafði árið á undan endað í neðsta sæti deildarinnar. Hólmbert hafði þjálfað yngri flokka í Keflavík frá því hann sjálfur varð að leggja skóna á hill- una vegna meiðsla og var þáver- andi vallarstjóri knattspyrnuvall- arins í Keflavík. Keflavík náði aðeins einu stigi út úr fyrstu tveimur leikjunum en þá gjör- breytti Hólmbert liðinu og liðið blómstraði. „Kjarni liðsins sem hafði spilað með mér var þannig að ég þekkti mjög vel til flestra leikmanna því ég hafði þjálfað þessa yngri. Menn voru farnir að eldast og ég færði menn til í stöðum út frá þáverandi ástandi þeirra. Ég breytti mikið miðjunni því ég setti tvo svaka- lega jaxla þangað sem höfðu verið í öðrum stöðum áður. Þetta voru þeir Karl Hermannsson, lögreglu- stjóri í Keflavík, og Grétar Magn- ússon. Þeir voru síðan lands- liðs tengiliðirnir þegar Ísland vann Austur-Þýskaland 1975. Karl var kantmaður áður en Grétar var meira bakvörður,“ segir Hólmbert sem færði fleiri menn til. „Það var dálítið átak því menn voru ekki alveg sáttir við að fara úr sínum gömlu stöðum,“ rifjar Hólmbert upp. Hann segist vera mjög stoltur af þessu sumri. „Ég er mjög stoltur af því að hafa náð því að gera liðið að meisturum en ekki síður af því að í leiðinni var lagður grunnur að liðinu sem síðar varð Íslandsmeistari 1971 og 1973,“ segir Hólmbert sem þjálf- aði þó ekki Keflavíkurliðið þau sumur. Hólmbert segist hafa átt von á því að FH myndi vinna titilinn. „Það var eitthvað í mér sem sagði mér það. Í síðustu leikjunum hjá FH þá voru þeir á uppleið eftir að hafa verið slegnir aðeins niður. Þó að Keflavíkurliðið hafi spilað vel þá voru þeir að spila á móti Fram sem voru með undirliggjandi tón um að þeir yrðu erfiðir,“ segir Hólmbert. Hólmbert segir Evrópukeppn- ina og leikina við Aston Villa hafa átt mikinn þátt í því að koma FH- ingum aftur á skrið. „Um tíma virtist vera sem þeim ætlaði að hlekkjast á en síðan fóru þeir í Evrópukeppnina og þá var það tvennt sem mér fannst koma til greina. Annaðhvort yrðu þeir of þreyttir og myndu ekki klára þetta á þeim forsendum eða þeir myndu komast í annan gír. Það virtist í restina vera eins og það hafi bara hjálpað þeim að spila á móti góðu liði eins og Aston Villa,“ segir Hólmbert. Það er magt líkt með þeim Heimi og Hólmberti og þeirra fyrsta ári. Þeir þekktu báðir leik- menn sína vel eftir að hafa bæði spilað með þeim og umgengist þá í nokkur ár á undan. Hólmbert var í Íslandsmeistaraliði Keflavíkur 1964 en varð að hætta vegna meiðsla og Heimir varð Íslands- meistari með stórum hluta FH- liðsins 2004 og 2005 auk þess að vera síðan aðstoðarþjálfari liðsins tvö næstu ár á undan. Það vekur líka nokkra athygli að bæði Hólmbert og Heimir skiptu um markvörð á miðju tímabili með góðum árangri. Hólmbert tók hinn 18 ára gamla Þorstein Ólafs- son inn í Keflavíkurliðið í þriðja leik mótsins og Heimir setti Gunn- ar Sigurðsson í mark FH þegar Daði Lárusson meiddist og hélt síðan tryggð við hann út tímabil- ið. „Heimir er búinn að vera þarna í FH í langan tíma, þekkir menn- ina út og inn og veit hvað þeir geta,“ segir Hólmbert um Heimi sem hann kynntist aðeins þegar hann var að þjálfa KR á sínum tíma og Heimir var stórefnilegur knattspyrnumaður í 3. flokki. „Ég þjálfaði hann ekki beint. Ég þjálf- aði KR í þrjú ár og hann var þá í 3. flokki ásamt fleiri ungum og efni- legum leikmönnum eins og Rúnari [Kristinssyni] og fleirum. Hann var svo bráðþroska og stór og fékk stöku sinnum að spila með b-liðinu í Reykjavíkurmótinu og svoleiðis. Hann var ekki mikið á æfingum hjá mér,“ segir Hólmbert. Aðrir þekktir þjálfarar sem hafa byrjað meistaraflokksþjálf- araferil sinn á meistaralegan hátt eru meðal annars Ríkharður Jóns- son sem gerði Skagamenn að meisturum í fyrsta sinn 1951 sem spilandi þjálfari og Guðmundur Jónsson sem gerði Fram að meist- urum 1962 en félagði hafði þá ekki unnið titilinn í fimmtán ár. ooj@frettabladid.is Heimir fetaði í fótspor Hólmberts Heimir Guðjónsson varð fyrsti þjálfarinn í 39 ár sem gerir lið að Íslandsmeisturum á sínu fyrsta ári. Það hafði ekki gert síðan Hólmbert Friðjónsson gerði Keflavíkinga að meisturum 1969 þá aðeins 28 ára gamall. FRÁBÆR BYRJUN Heimir Guðjónsson stóð sig frábærlega á sínu fyrsta ári. Hér er honum fagnað af stuðningsmönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM EINSTAKIR KAPPAR Hólmbert Friðjónsson og Heimir Guðjónsson saman í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HEIMIR GUÐJÓNSSON 39 ára Íslandsmeistari sem leikmaður 2004 og 2005 með FH Íslandsmeistari sem þjálfari 2008 með FH (39 ára) HÓLMBERT FRIÐJÓNSSON 67 ára Íslandsmeistari sem leikmaður 1964 með Keflavík Íslandsmeistari sem þjálfari 1969 með Keflavík (28 ára) MEISTARAR Á FYRSTA ÁRI MEÐ LIÐ FRÁ 1995 Heimir bætist í hóp þjálfara sem hafa á síðustu árum orðið meistarar á sínu fyrsta ári með lið þótt að það hafi ekki verið þeirra fyrsta tímabil í efstu deild. Heimir Guðjónsson FH 2008 Willum Þór Þórsson KR 2002 Pétur Pétursson KR 2000 Bjarni Jóhannsson ÍBV 1997 Logi Ólafsson ÍA 1995 FÓTBOLTI Guðrún Sóley Gunnars- dóttir, lykilmaður í vörn íslenska kvennalandsliðsins, meiddist í æfingaleik Vals og landsliðsins á föstudaginn. „Það eru ein meiðsli í hópnum því Guðrún Sóley er með tognuð liðbönd í ökkla,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálf- ari spurður um stöðuna á leik- mönnum landsliðsins. „Guðrún missteig sig í leiknum á móti Val og sneri upp á ökklann. Hún er í sjúkraþjálfun og ég á von á því að hún verði búin að ná sér eftir viku til tíu daga,“ sagði lands- liðsþjálfarinn en Guðrún er eini leikmaðurinn sem hefur byrjað alla landsleiki undir hans stjórn. - óój Kvennalandsliðið í fótbolta: Guðrún Sóley meidd á ökkla MIKILVÆG Guðrún Sóley Gunnarsdóttir hefur byrjað síðustu tuttugu A-landsleiki kvenna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Það gustar um Juande Ramos, knattspyrnustjóra Tottenham, þessa dagana. Spurs situr á botni ensku úrvalsdeildar- innar og hefur ekki byrjað eins illa í deildinni í 96 ár. Síðasta niðurlægingin var 1-0 tap gegn spútnikliði Hull. Ramos er þó ekki á því að gefast upp. „Þetta er mín vinna og mitt verk að koma liðinu í gang. Viðhorf leikmanna er jákvætt þrátt fyrir erfiðleikana,“ sagði Ramos sem tekur ekki í mál að segja upp. „Þegar ég tala við mína menn heyri ég ekki annað en allir séu staðráðnir í að snúa þessu gengi við. En þegar við skorum engin mörk er erfitt að vinna leiki.“ Spurs hefur aðeins tvö stig eftir sjö leiki og hefur skorað fjögur mörk í þessum sjö leikjum. - hbg Juande Ramos: Íhugar ekki afsögn JUANDE RAMOS Ætlar að berjast áfram. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Eimskipsbikar karla: Valur-HK 27-26 (16-12) Mörk Vals: Baldvin Þorsteinsson 8, Elvar Friðriks- son 8/2, Ingvar Árnason 6, Arnór Gunnarsson 2, Sigurður Eggertsson 2, Hjalti Pálmason 1. Varin skot: Pálmar Pétursson 18/1, Ólafur Haukur Gíslason 4. Mörk HK: Valdimar Fannar Þórsson 6/5, Ólafur Bjarki Ragnarsson 5, Ásbjörn Stefánsson 4, Einar Ingi Hrafnsson 4, Gunnar Steinn Jónsson 3, Jón Björgvin Pétursson 3, Bjarki Már Gunnarsson 1. Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 17/2. ÚRSLIT HANDBOLTI Bikarmeistarar Vals komust í 16 liða úrslitin í gær með naumum en sanngjörnum sigri á HK, 27-26. Valsmenn höfðu tögl og hagldir í leiknum en HK skoraði síðustu fjögur mörk leiksins og fékk tækifæri til að jafna en leik- menn liðsins voru klaufar og köst- uðu boltanum út af. Það var engu líkara en HK ætl- aði að rúlla yfir Val í upphafi leiks en þeir mætti gríðargrimmir til leiks. Í stöðunni 6-10 sögðu Vals- menn hingað og ekki lengra. Pálm- ar hrökk í gang í markinu og vörn Vals small í gírinn. Valur skoraði sjö mörk í röð, komst yfir 13-10 og leit í raun aldrei til baka. Valur hafði þægilega forystu nánast allan síðari hálfleikinn en gaf eftir undir lokin og Valsmenn að vissu leyti heppnir að HK skyldi ekki jafna því liðið fékk tækifæri til þess. „Við byrjuðum frábærlega en svo fór allt í baklás. Við sýndum karakter, komum til baka og það var sorglegt að kasta boltanum út af þegar við hefðum getað jafn- að,“ sagði HK-ingurinn Sverre Jakobsson hundsvekktur í leiks- lok. „Við vorum klaufar og mér fannst við gefa Val þennan leik.“ Óskar Bjarni Óskarsson, þjálf- ari Vals, var að vonum kátur en strákarnir hans halda áfram að blómstra þrátt fyrir áföll og meiðsli lykilmanna. „Þetta var sveiflukennt og ég hélt að þeir ætluðu að valta yfir okkur í byrjun. Þegar Pálmar ver síðan kemur vendipunktur hjá okkur. Við komumst síðan í gang með hraðaupphlaup og hraða miðju. Við erum ríkjandi bikar- meistarar og viljum að sjálfsögðu komast í Höllina,“ sagði Óskar Bjarni. - hbg Stórleikur 32 liða úrslita Eimskipsbikars karla fór fram í gær er bikarmeistarar Vals lögðu HK, 27-26: HK réð ekki við Pálmar og sterka vörn Vals SILFURDRENGIR Sigfús Sigurðsson og Sverre Jakobsson tókust á þegar Valur lagði HK í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.