Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.10.2008, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 07.10.2008, Qupperneq 46
26 7. október 2008 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. pest, 6. samanburðart., 8. sauða- garnir, 9. skarð, 11. þurrka út, 12. framrás, 14. ránfugl, 16. kveðja, 17. aðstoð, 18. púka, 20. fyrir hönd, 21. sleit. LÓÐRÉTT 1. land í S-ameríku, 3. tveir eins, 4. gufuskip, 5. gapa, 7. nýta, 10. af, 13. fiskur, 15. innyfla, 16. ull, 19. tvíhljóði. LAUSN LÁRÉTT: 2. kvef, 6. en, 8. vil, 9. rof, 11. má, 12. útrás, 14. fálki, 16. hæ, 17. lið, 18. ára, 20. pr, 21. rauf. LÓÐRÉTT: 1. perú, 3. vv, 4. eimskip, 5. flá, 7. notfæra, 10. frá, 13. áll, 15. iðra, 16. hár, 19. au. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 10. 1. Kristján Ragnarsson. 2. Ölfuss. 3. Benedikt Erlingsson. „Búkolla, sem er pitsa með bernaise-sósu, nautakjöti, frönskum og osti, er snilldin ein. Sérstaklega er Búkollan á Greifanum massíf.“ Baldvin Esra Einarsson, útgefandi hjá Kimi Records á Akureyri. Vegleg umfjöllun verður um fata- hönnuðinn og tískuteiknarann Hildi Björk Yeoman í nýjasta hefti tímaritsins Vogue í Portúgal. Blaða- maður tímaritsins sá einkasýningu Hildar Bjarkar í versluninni Kron- kron á Laugavegi og leist rosalega vel á það sem fyrir augu bar. „Hann ætlar að hafa ítarlega umfjöllun um þetta í blaðinu og fullt af mynd- um. Þetta er ótrúlega gaman,“ segir Hildur, sem viðurkennir að um mikinn heiður sé að ræða. Eftir útskrift frá Listaháskóla Íslands hefur Hildur gert fjölda tískuteikninga fyrir hin og þessi fyrirtæki, þar á meðal Thelmu- design, breska undirfatamerkið Lascivious, undirfataverslunina Systur og tískuvöruverslunina Tril- ogiu. Hún hannar einnig heklaðar töskur úr nótagarni og silkiflauels- klúta sem hún selur í Kronkron. Ein töskutegundin er eins og púðlu- hundur í laginu og hefur hún vakið mikla athygli. „Það er dálítið fynd- ið að vera „decadent“-tösku úr síld- arnótagarni,“ segir hún og hlær. „Ég hitti í sumar nokkra gamla sjó- ara og þeir voru ekkert smá hissa að ég notaði nótagarn.“ Sýningu Hildar lýkur á fimmtu- dag en hún hefur staðið yfir frá menningarnótt. Um fyrstu einka- sýningu hennar er að ræða, auk þess sem þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur sýnir tískuteikningar hérlendis. „Þetta er ekkert óvana- legt úti en tískusenan á Íslandi er svo ung. Hún er kannski ekki komin á þetta stig enn þá en það er að gerast,“ segir hún. - fb Hildur fatahönnuður í nýjasta hefti Vogue HILDA BJÖRK YEOMAN Fjallað verður um Hildi Björk í næsta hefti tímaritsins Vogue í Portúgal. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR LEDA OG SVANURINN Ein af myndum Hildar á sýningunni er af Ledu og svan- inum og sækir innblástur sinn í grísku goðafræðina. „Hvernig gerir maður mynd án þess að fá styrki frá hinu opin- bera? Nú bara með eljusemi og ævintýramennsku,“ segir Páll Sig- þór Pálsson, leikstjóri og leikari, en tökum á kvikmynd hans, Cour- ier, er að ljúka hér á landi. „Þau atriði eiga reyndar ekkert að ger- ast á Íslandi heldur í Albaníu. Við áttum nokkrar senur eftir og höfum svona bara verið að hlaupa í þær þegar tími gefst til,“ útskýr- ir Páll en meðal leikara sem hafa komið við sögu má nefna frænd- urna Ingvar E. Sigurðsson og Jör- und Ragnarsson. Reyndar eru fjöl- skylduböndin víða því bróðir Páls, Haukur Valdimar Pálsson, er töku- maður myndarinnar. Courier segir frá kosovo- albönskum mótorhjólasendli í London sem fer í leiðangur til Afr- íku að leita serbneskra stríðs- glæpamanna og komast að örlög- um bróður síns. Leikstjórinn, tökulið og aðalleikkonan þurftu því að leggja land undir fót og er kvikmyndin tekin upp í einum þrettán löndum. „Við keyrðum í gegnum alla Suður-Evrópu, alla leið til Afríku og enduðum í inn- viðum frumskóganna í Gabon,“ útskýrir Páll en hann keyrði leið- ina á mótorhjóli ásamt Caroline Dalton. „Tökuliðið naut þess hins vegar að sitja í Discovery-bifreið, árgerð ´96, sem dugði bara ansi vel og hélt sínu striki alla ferð- ina.“ Páll segir að þau hafi gert kvik- myndina nánast alla án tilskildra leyfa sem oft kosta morðfjár. Slíkt hafi þó ekki komið þeim í vand- ræði en leikstjórinn viðurkennir að taugarnar hafi helst verið þand- ar í London þar sem yfirvöld fylgj- ast grannt með slíku. Aðspurður hvort laganna verðir í Afríku hafi ekki verið sólgnir í mútur eins og er algengt þar segir Páll að lítið hafi borið á slíku. Nema í Kamer- ún. „Þar þurfti ég að láta fullan landamæravörð hafa sólgleraug- un mín í skiptum fyrir vegabréfið mitt sem hann ætlaði ekki að láta af hendi nema hann fengi eitthvað í staðinn.“ Páll, sem er lærður leikari frá London, hefur ekki mikið unnið hérlendis en kom þó við sögu hjá Leikfélagi Akureyrar í fyrra. Sjón- varpsáhorfendur ættu einnig að kannast við andlitið á honum þótt fúlskeggjað sé því Páll er „pabb- inn“ í Síma-auglýsingunni þar sem allir tala ákaflega hratt. - fgg PÁLL SIGÞÓR PÁLSSON: Á MÓTORHJÓLI TIL AFRÍKU Fullum embættismönnum mútað með sólgleraugum ÞRETTÁN LANDA FERÐALAG Páll Sigþór og aðalleikonan Caroline Dalton keyrðu um þrettán lönd á þessum forláta mótorhjólum en för þeirra endaði í Gabon í Afríku. MYND/PÁLL „Nú er full ástæða til að benda á jákvæða og uppbyggilega hluti. Nú er sá tími að við öll tökum höndum saman og minnum hvert annað á að það sem raunverulega skiptir máli kostar ekki peninga,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmda- stjóri Skjás eins. Í gærkvöldi fóru innslög í loftið sem sjónvarpsstöðin vill kalla „almannaheillaskilaboð“. Sigríður segir hugmyndina hafa fæðst á föstudaginn, í lok þeirrar viku sem er ein sú erfiðasta sem hún og margir aðrir hafa upplifað. „Ef við getum í smástund minnt fólk á að slaka á og munað eftir að gefa þeim sem næst okkur standa athygli og umhyggju þá held ég að takmarki okkar sé náð,“ segir hún. Daddi diskó sá um að hópa fólki saman til að fara með jákvæð skila- boð. „Ef það er einhver sem á að á létta undir með landsmönnum á svona tímum þá er það afþreying- arfyrirtæki eins og okkar,“ segir hann. Hann segir marga ekki hafa viljað leggja málstaðnum lið, af ýmsum ástæðum, en fjölmargir svöruðu þó kallinu, bæði fyrrver- andi og núverandi þáttagerðar- menn á Skjánum – fólk eins og Arnar Gauti, Heiðar snyrtir, Jónsi og Pétur í Buff – og fólk „úti í bæ“, eins og Svava í 17, Sigfús Sigurðs- son og Pétur í Óháða söfnuðinum. „Við leituðum til íþróttafólks, fjölmiðlafólks og skemmtikrafta, en engra stjórnmálamanna,“ segir Sigríður. „Við vildum ekki hafa þetta pólitískt.“ - drg Arnar Gauti og Heiðar snyrtir róa landsmenn Auglýsingastofan Fíton hélt stórglæsilegt hóf í tilefni af útgáfu árlegs blaðs síns. Þar tróð upp hljómsveitin Dr. Spock og fór alger- lega á kostum. Var til þess tekið hversu hinn dagfarsprúði menningarmaður Óttarr Proppé, sem blandaði geði við viðstadda áður en hljómsveitin steig á svið, umturnaðist í popp- stjörnu nánast við það eitt að setja upp gulan uppþvottahanska. Þegar Dr. Spock hafði lokið leik sínum tók Anna Rakel plötusnúður við og tókst vel upp í vali á tónlist fyrir auglýsingamógúla og gesti þeirra. Árshátíð SÁÁ var haldin um síðustu helgi í Súlnasalnum, tókst vel og þótti veislustjórinn Freyr Eyj- ólfsson fara á kostum. Einkum þótti alkóhól- istum og vinum þeirra útgáfa hans á Megasi kostu- leg. Geir Ólafsson lék „dinnertónlist” en Freyr æsti Geir upp í að sækja nýjan disk sinn út í bíl, skella honum í græjurnar og syngja fyrir viðstadda eins og honum einum er lagið. Það er óhætt að drekka sig í óminnisástand inni á Ölstofu Kor- máks og Skjaldar. Að því komst norskur skipstjóri sem hafði verið á sjávarútvegssýningunni. Eftir hana fór hann á galeiðuna og tók stíft á. Í þynnkunni uppgötvaði hann að hann hafði týnt veskinu sínu með öllu saman, korti og seðlabúnti, heilum 15.500 krónum, íslenskum. Þegar hann var í þann mund að hringja í lögguna mætti starfsmað- ur Ölstofunnar með veskið, hafði fundið út á hvaða hóteli Norðmað- urinn bjó og skilaði veskinu með innihaldinu ósnertu. Gott mál. Okkur veitir víst ekki af jákvæðum fréttum af ímynd þjóðarinnar! - jbg, drg FRÉTTIR AF FÓLKI VILJA BENDA Á ÞAÐ JÁKVÆÐA Sigríður Margrét Oddsdóttir hrinti af stað almanna- heillaátaki Skjás eins. Arnar Gauti og Heiðar snyrtir eru meðal þeirra sem lögðu því lið.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.