Fréttablaðið - 08.10.2008, Page 6

Fréttablaðið - 08.10.2008, Page 6
6 8. október 2008 MIÐVIKUDAGUR HÚSNÆÐISMÁL „Þetta er ekki einfalt mál. Við vitum ekki hve umfangs- mikil yfirtakan verður. Fyrst þarf að fara yfir það á hvaða verði Íbúða- lánasjóður tekur yfir þessi íbúða- lán. Við hljótum að yfirtaka með afslætti sem gefur svigrúm til að gera betur fyrir fólk í greiðsluerfið- leikum,“ segir Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra. Verðtryggð íbúðalán bankanna nema tæpum 500 milljörðum króna. Ekki er vitað hvað Íslend- ingar skulda í erlendum lánum en þau geta jafnvel skipt hundruðum milljarða. Óvíst er hve mikið af lánunum flyst til Íbúðalánasjóðs. Jóhanna segir að lánin verði yfirtekin með þeim skilmálum og kjörum sem á þeim eru. Svo verði úrlausn skoðuð einstaklingsbundið og reynt að taka á hverju tilfelli. Útilokað sé að segja nánar hvaða kjör skuldararnir fá. Mestu skipti að þeir komist í skjól hjá Íbúða- lánasjóði. Hún getur heldur ekki sagt hvenær eða hvort búið verði að yfirtaka lánin fyrir næstu mánaðamót. „Við þurfum að skoða hvaða heimildir við getum útvíkkað í lögum um Íbúðalánasjóð sem snúa að greiðsluerfiðleikum og vanskil- um. Við höfum úrræði um að frysta lánin, lengja í lánum, skuldbreyta en við þurfum hugsanlega að fara út í víðtækari aðgerðir. Ofarlega á blaði er frumvarp um greiðsluað- lögun. Þetta er úrræði fyrir fólk sem er komið í svo mikil vandræði að það sér ekki fram á annað en að missa sínar íbúðir,“ segir Jóhanna. Stofnanir sem heyra undir félagsmálaráðuneytið íhuga að setja upp sameiginlegt vefsvæði með leiðbeiningum fyrir fólk og upplýsingum um þjónustu velferð- arkerfisins. Nokkur ráðuneyti munu koma að þessu. „Við erum að hugsa um hvernig hægt er að koma upplýsingum til fólks og leiðbeina, útskýra hvað nýja löggjöfin þýðir og hvaða aðgerðir verða á vegum Íbúðalánasjóðs. Við erum að skoða hvort við eigum að koma upp sam- eiginlegu vefsvæði allra stofnana þannig að fólk geti leitað að upp- lýsingum út af þessum hörmung- um og hremmingum sem við erum að lenda í. Ljóst er að við þurfum að efla starfsemi stofnana tíma- bundið,“ segir hún. Grænt símanúmer verður tekið upp. Þeim sem hringja í það verð- ur beint áfram eftir því hvert erindið er. Upplýsingaefni fyrir innflytjendur og uppalendur er á prjónunum. ghs@frettabladid.is Óvíst er um kjör á yfirteknu lánunum Íbúðalánasjóður mun yfirtaka íbúðalán banka sem fara í þrot með afslætti. Ekki er vitað hvaða kjör skuldararnir fá eða hvenær gengið verður frá yfirtök- unni. Fyrirhugað er að taka upp grænt númer og vefsvæði fyrir almenning. Magnús Gunnlaugsson, bílstjóri „Að sjálfsögðu hef ég áhyggjur. Kannski missir maður vinnuna eða kannski eykst vinnan. Bankakerfið er búið að stinga sig alveg af. Það er óvissa.“ Svava Kristjánsdóttir, húsmóðir Nei, því við höfum ofur- menni sem forsætisráðherra. Hann hefur gert kraftaverk á síðustu dögum og bak við hann stendur góð kona. Það var ekki hægt að gera betur.“ Theodóra Ágústsdóttir, starfsmaður í verslun „Já, þetta er ekki eðlilegt, mér er ekki sama um ástandið í heim- inum. Maður verður að hugsa betur um pen- ingana og spara. Er það ekki eina vitið?“ Alfreð Óskar Alfreðsson, húsasmíðameistari „Já, það hef ég. Fjárhagurinn hefur minnkað. Það þarf fleiri þúsundkalla til að lifa, að ég tali ekki um húsnæðislánið. Ég lýsi vanþókn- un á uppaliðið svokallaða og lýsi ábyrgð þeirra á ástandinu eins og það er í dag.“ Anna Eðvarðsdóttir, verslunarmaður „Ég er með fimm börn og er búin að vera að þræla og púla í 25 ár. Þetta ástand gerir mér síður en svo auðvelt fyrir. Ég vil sjá Davíð og Geir víkja.“ Oddur Grétarsson, menntaskólanemi „Það er óhætt að segja að maður hafi áhyggjur af þessu ástandi, en það snertir mig sem betur fer lítið. Ég er hvorki með bíl né þarf að greiða af lánum.“ Hefur þú áhyggjur af efnahagsástandinu? EFNAHAGSMÁL Verðhækkanir und- anfarið gætu stöðvast og jafnvel gengið til baka eftir að gengi krónunnar var læst í gær. For- senda þess er þó að stjórnvöld tryggi nægilegt framboð gjald- eyris. Skortur var á gjaldeyri í gær sem varð til þess að hann var keyptur á allt að 30 prósent yfir- verði. Í slíku ástandi stoðar gengislæsing lítið. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir að í kjölfar yfirlýsingar rík- isstjórnarinnar um fast gengi í gærmorgun hafi birgjar brugðist við og boðað verðbreytingar. Fyrirheit voru gefin um að verð myndi lækka ef gengið yrði áfram það sem það var í gær. „Tryggt framboð gjaldeyris skiptir núna öllu máli. Ég trúi og treysti að stjórnvöld tryggi það sem nauðsynlegt er og helst meira svo gengið styrkist enn frekar,“ segir Finnur. Lífsspursmál sé að styrkja krónuna og snúa verð- þróuninni við. Andrés Magnússon, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir mikla umfram- eftirspurn hafa verið á gjaldeyr- ismarkaði í gær. „Ef ekki er tryggður nægur gjaldeyrir er svona ákvörðun hvorki fugl né fiskur. Það stendur upp á stjórn- völd að auka framboðið og þau eru klárlega að reyna það. En áður en það tekst hefur svona aðgerð ekkert upp á sig,“ sagði Andrés. - bþs Verðlækkanir eru líklegar ef stjórnvöldum tekst að útvega nægan gjaldeyri: Tryggt framboð gjaldeyris skiptir öllu ANDRÉS MAGNÚSSON FINNUR ÁRNASON EFNAHAGSMÁL Alþýðusambandið styður aðgerðir ríkisstjórnarinn- ar í efnahags- og peningamálum, að sögn Gylfa Arnbjörnssonar, framkvæmdastjóra ASÍ. Þar sem aðstæður breyttust skyndilega um og eftir helgi varð ekkert af aðkomu aðila vinnu- markaðarins að málum. Slík aðkoma er þó ekki úr sögunni. Þvert á móti. „Þegar menn fara að átta sig betur á umfanginu er augljóst að það þarf að ráðast í aðgerðir til að koma til móts við landsmenn til að mæta þeim þrengingum sem þeir hafa orðið fyrir,“ segir Gylfi. - bþs Framkvæmdastjóri ASÍ: Þörf á að mæta vanda fólksins FJÁRMÁL Vanskilum hefur fjölgað um allt land, samkvæmt yfirliti yfir vanskil frá Creditinfo. Fjöldi einstaklinga, 18 ára og eldri, á vanskilaskrá er 16.086 talsins miðað við þriðjudaginn 7. október. Hæst mælist hlutfall einstaklinga í vanskilum á Reykjanesi, eða 1.407. Á höfuð- borgarsvæðinu eru 9.967 á vanskilaskrá. Í yfirlitinu kemur fram að nú eru 1.704 einstaklingar 60 ára og eldri í alvarlegum vanskilum. Á þessu ári hafa alvarleg vanskil einstaklinga aukist mjög hratt. Á fyrstu níu mánuðum ársins er fjöldi nýskráðra einstaklinga á vanskilaskrá sá sami og allt árið 2007. - ghs Vanskil einstaklinga: Aukist mjög hratt á árinu FJÖLMIÐLAR „Við vorum sendir hingað til að fjalla um efnahagslíf- ið á Íslandi en svo kemur þessi úlfaþytur upp sem er náttúrlega afskaplega heppilegt fyrir mig sem fréttamann,“ segir Ray Furlong, fréttamaður BBC, sem staddur er hér á landi. „Ég held að fólk sé almennt afar forvitið um efnahagshnignunina hvar sem hennar gætir. En svo eiga Bretar nokkurra hagsmuna að gæta vegna eignatengslanna við Íslendinga. Þar að auki tel ég að fólki þyki staðan á Íslandi nokkuð athyglis- verð þar sem bankarnir eru svo gríðarlega stórir og efnahagur þeirra margfalt á við landsfram- leiðslu landsins og þetta gerir yfirvöldum málið afar erfitt.“ - jse Efnahagsvandinn á Íslandi: Athyglisvert í augum Breta RAY FURLONG REYKJAVÍK Borgarstjórn samþykkti í gær sérstaka aðgerðaáætlun til að bregðast við efnahagsástandinu sem nú er uppi. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri sagði á fundi borgar- stjórnar í gær að slæmar horfur í efnahagsmálum kalli á gagngera endurskoðun á rekstraráætlunum Reykjavíkurborgar. „Við núver- andi aðstæður á lánamörkuðum má heita vonlítið að unnt sé að fjár- magna hallarekstur á aðalsjóði sveitarfélags.“ Í ræðu Hönnu Birnu í gær kom fram að gert er ráð fyrir 4,5 millj- arða halla á rekstrarniðurstöðu A- hluta borgarsjóðs á þessu ári, ef framlög til sviða aukast til sam- ræmis við verðbólgu. Þá stefni í 6,2 milljarða halla eignasjóðs á þessu ári vegna aukins fjármagnskostn- aðar, gengisáhrifa og vegna þess að lóðasala hefur aðeins verið lítið brot af því sem gert var ráð fyrir. Hanna Birna sagði stefna í að lausafjárstaða borgarinnar verði 5,4 milljarðar við árslok „en svo lág lausafjárstaða hefur mjög nei- kvæð áhrif á aðgengi að lánsfjár- magni“. Til að bregðast við þessum aðstæðum verður ekki orðið að óskum sviða Reykjavíkurborgar um auknar fjárheimildir á næsta ári, en gert verður ráð fyrir að hægt verði að ná fram 15 prósenta sparnaði í innkaupum með auknu aðhaldi. - ss Aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar vegna efnahagsástandsins samþykkt: Vonlítið fyrir borgina að fá lán VERÐLAG „Það stendur ekki til að hreyfa neitt við verði á raforku núna,“ svarar Þorsteinn Hilmars- son, upplýsingafulltrúi Lands- virkjunar, því hvort von sé á hærri rafmagnsreikningum í kjölfar falls krónunnar. Þorsteinn bendir á að þótt stærsti hluti skulda Landsvirkj- unar sé í erlendum myntum þá séu tekjur fyrirtækisins að mestu í dollurum vegna stóriðju. Frá síðustu áramótum sé Landsvirkjun gerð upp í dollur- um. „Það má segja að við séum heppin að þessu leyti. Þótt tekjur okkur á almenna markaðnum dragist saman í dollurum reiknað þá gera úgjöldin það einnig mælt í dollurum. Þannig að í sjálfu sér hefur gengis- þróunin engin nærtæk áhrif á starfsemi okkar. - gar Landsvirkjun þolir gengisfall: Hækka ekki rafmagnsverðAÐGERÐAÁÆTLUN REYKJAVÍKURBORGAR ■ Gjaldskrár fyrir grunnþjónustu munu ekki hækka að svo stöddu. ■ Grunnvelferðarþjónusta mun ekki skerðast. ■ Starfsfólki verður ekki sagt upp, en sparað í nýráðningum í stjórnsýslu. ■ Fjárheimildir sviða ekki auknar frá því sem nú er. ■ Stefnt að 15 prósenta sparnaði í innkaupum. ■ Forgangsröðun framkvæmda end- urskoðuð. Framkvæmdum sem geta beðið, eða kalla á aukinn rekstrar- kostnað, verður frestað. ■ Viðræður við ríkið um framkvæmd- ir brýnna samgönguverkefna og aðkomu að almenningssamgöngum. ■ Eignir seldar fyrir að lágmarki einn milljarð á ársgrundvelli. ■ Hagkvæmari greiðslukjör boðin vegna lóðakaupa. Minni áhersla á ný byggingasvæði. ■ Efnt til samráðs við ríki og sveitar- félög um leiðir til að efla leigumark- að. ■ Grænn langtímasparnaður með betri orkunýtingu og vistvænum innkaupum. ■ Efling ráðgjafar og velferðarþjón- ustu í þjónustumiðstöðvum. Óttast þú um starfsöryggi þitt? Já 38,4% Nei 61,6% SPURNING DAGSINS Í DAG Telur þú að nú sé kominn stöðugleiki í efnahagslífið á Íslandi? Segðu skoðun þína á vísir.is Miklar annir voru hjá starfsmönnum Landsbankans í gær. Þjónustan gekk nokkurn veginn með hefðbundnum hætti og hraðbankar og heimabanki í lagi. Halldór Jón Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, segir að starf- semi bankans og þjónusta hafi geng- ið bærilega miðað við aðstæður. Breytingin hafi verið gerð í samstarfi Landsbankans og Fjármálaeftirlitsins og það hafi hjálpað til. Allir hefðu viljað lengri tíma til undirbúnings en í gærkvöldi hafi stjórnendur bankans metið það sem svo að skynsamlegt væri að nýta sér skjól neyðarlaganna þar sem svo erfitt lausafjárástand væri á mörkuðum. STARFSEMIN HEFUR GENGIÐ BÆRILEGA FRYSTA LÁN OG LENGJA „Við höfum úrræði um að frysta lánin, lengja í lánum og skuldbreyta,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.