Fréttablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 2
2 15. október 2008 MIÐVIKUDAGUR EFNAHAGSMÁL „Allt það sem íslenska þjóðin upplifir í dag er afleiðing Seðlabankans,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, fyrrver- andi stjórnarmaður í Glitni. Hann segir stjórnmálamenn hafa sam- þykkt inngrip í bankann án þess að kynna sér aðgerðina að nokkru marki. „Það að ríkið lánaði ekki þessa peninga [600 milljónir evra] á þessum tíma, sem hefði gert Glitni kleift að anda og mæta þeim hremmingum sem voru augljós- lega að ríða yfir bankakerfi heims- ins, hefur skapað það ófremdar- ástand sem er á Íslandi í dag. Beint í kjölfar inngripsins á Glitni var mati á öllum bönkunum koll- varpað og dregið yfir lánalínur.“ Ólafur Ísleifsson, prófessor í hagfræði við HR, spyr í grein í Markaðnum í dag hvort málin hafi þurft að þróast með þessum hætti. Í lokaorðum sínum segir hann: „En líkindi má telja til þess að önnur afgreiðsla á máli Glitnis hefði gefið bönkunum svigrúm til að mæta lausafjárþurrðinni, hugsanlega nógu lengi til að kom- ast í það skjól sem vænta má af samræmdum alþjóðlegum aðgerðum til stuðnings fjármála- kerfinu. Kannski var þetta spurn- ing um tvær eða þrjár vikur. Við því fæst ekki svar héðan af. Afgreiðslan á erindi Glitnis tæmdi stundaglasið.“ - kóp, jsa / Sjá Markaðinn Spurningum velt upp um réttmæti þjóðnýtingar Glitnis: Þjóðnýting Glitnis orsökin ÓLAFUR ÍSLEIFSSON SIGURÐUR G. GUÐJÓNSSON VIÐSKIPTI „Ekkert kom fram sem veitti Fjármálaeftirlitinu ástæðu til að afturkalla starfsleyfi Lands- bankans,“ segir Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, þegar hann er spurður um erlenda starf- semi bankans sem gerði út Icesave- reikningana. Breskir og hollenskir sparifjár- eigendur lögðu sem nemur hundr- uðum milljarða króna inn á reikn- ingana, en þeir hafa verið lokaðir um nokkurra daga skeið. Íslensk stjórnvöld ræða enn við Breta um lausn mála. „Heimild til að banna stofnun útibús getur aðeins komið til ef Fjármálaeftirlitið hefur rétt- mæta ástæðu til að ætla að stjórnun eða fjárhagsstaða fjármálafyrir- tækis í heild sinni sé ekki traust er tilkynning um opnun útibús berst eftirlitinu,“ segir Jónas. Hafi Fjár- málaeftirlitið réttmæta ástæðu til að ætla að stjórnun og fjárhags- staða sé ekki traust komi mögulega til afturköllunar á starfsleyfi að heild eða hluta. „Eftir að útibú hefur tekið til starfa hefur Fjármálaeftir- litið ekki lagaleg úrræði til að breyta starfsemi nema í samráði við viðeigandi fjármálafyrirtæki og yfirvöld í viðkomandi ríki.“ Hann bendir á að aðrar þjóðir gangi í gegnum efnahagserfiðleika og aðrar þjóðir hafi gert það áður. „Það er kannski skemmst að minn- ast annarra Norðurlanda. Þau fóru í gegnum mjög erfiða fjármálakrísu í upphafi tíunda áratugarins og þau náðu með samstilltu átaki að koma sér út úr henni og halda í raun og veru sínu þjóðfélagskerfi óbreyttu.“ Jónas segir að Íslendingar eigi auð- vitað að reyna að draga lærdóm ef þeim hremmingum. - ikh / sjá Markaðinn Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir að ekki hefði verið hægt að loka Icesave: Engar réttmætar ástæður til að afturkalla starfsleyfið JÓNAS FR. JÓNSSON Forstjóri Fjármála- eftirlitsins. EFNAHAGSMÁL Skynsamlegt er að stjórn Seðlabankans víki og veiti Geir H. Haarde forsætisráðherra þar með nægjanlegt svigrúm til breytinga. Þetta kom fram í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra og formanns Samfylkingarinnar, í viðtali á RÚV í gær. Áður hefur Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður flokks- ins, látið þessa skoðun sína í ljós. Á þriðjudag fyrir viku var Davíð Oddsson seðlabankastjóri spurður að því í Kastljósi hvort til greina kæmi að hann léti af embætti. Því svaraði Davíð á þessa leið: „Það hefur enginn nefnt það við mig en ég hef bara svona séð þetta en ef ég teldi mig hafa unnið til þess þá væri það sjálfsagt. Eins og ég segi þá er það þannig að það hefur verið nokkuð velrekin hérna sjoppa sem hefur haldið uppi lát- lausum árásum á mig í þrjú, fjög- ur ár, það gerir mér ekkert til en einhvern tímann verður þetta skoðað og þá kemur fram að þar hefur mikil ósanngirni verið á ferðinni.“ „Maður skyldi ætla að skilaboð- in séu búin að berast núna,“ segir Ágúst Ólafur um svar Davíðs að enginn hefði nefnt það við hann að til greina kæmi að hann hætti. „Það þarf að auka trúverðug- leika Seðlabankans, menn sjá það að peningastefna Seðlabankans er gjaldþrota,“ segir Ágúst Ólafur. Hann segir eina af þeim leiðum sem þurfi að grípa til svo bæta megi trúverðugleika stofnunar- innar að skipta þar um stjórn. „Það mega engar heilagar kýr verða í veginum fyrir því að bæta ástand- ið, jafnvel þótt þær heiti Davíð Oddsson,“ segir Ágúst Ólafur. Þegar Fréttablaðið leitaði við- bragða Geirs H. Haarde forsætis- ráðherra í gær og leitaði viðbragða hans við ummælum Ingibjargar sagði Gréta Ingþórsdóttir, aðstoð- arkona hans, að hann hefði þegar komið fram skoðun sinni um þetta mál á framfæri. Ekki fengust svör frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, mennta- málaráðherra og varaformanni Sjálfstæðisflokksins, í gær. Ágúst Ólafur segist hvorki ætla að svara fyrir skoðanir allra Sjálfstæði- manna né allra Samfylkingar- manna á þessu máli. Hann viti þó að mikill skilningur ríki á mikil- vægi þess að endurvekja traust á Seðlabankanum. Ekki hrikti í stoð- um ríkisstjórnarinnar vegna þessa máls. „Davíð Oddsson hvorki sam- einar né sundrar þessari ríkis- stjórn,“ segir Ágúst Ólafur. karen@frettabladid.is Vilja að stjórn Seðla- banka víki sem fyrst Formaður Samfylkingar segir að skynsamlegt sé að seðlabankastjórar víki. Ágúst Ólafur Ágústsson segir að skilaboð til Davíðs Oddssonar ættu að hafa borist honum. Geir H. Haarde stendur enn með stjórn Seðlabankans. GEIR H. HAARDEÞORGERÐUR KATR- ÍN GUNNARSDÓTTIR INGIBJÖRG SÓL- RÚN GÍSLADÓTTIR ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON ÞRÝSTINGURINN ÞYNGIST Svo megi endurvekja traust á Seðlabankanum vilja forystumenn Samfylkingar að seðlabankastjórarnir Ingimundur Friðriksson, Eiríkur Guðnason og Davíð Oddsson víki þegar í stað. Davíð hefur ekki ljáð máls á því. BJÖRGUN Kettlingur, sem sat fastur í þakrennu húss í Reykja- vík í gær, fékk hjálp slökkviliðs- manna við að komast niður. Það varð honum til happs að fólk sem var að bíða eftir strætó tók eftir honum vandræðast í rennunni og hafði samband við slökkviliðið. Slökkviliðsmenn sinna útköllum á borð við þetta þegar tími gefst til. „Við höfum reyndar aldrei fundið dauðan kött uppi í tré eða í þakrennu. Þeir koma sér niður á endanum. En það er okkar hlutverk að slökkva elda, stóra sem smáa,“ sagði Eyþór Leifsson, slökkviliðsmaður á vakt í gær. - hhs MJÁLMANDI KÖTTUR Kettir fá stundum hjálp frá slökkviliðsmönnum þegar þeir hafa komið sér í ógöngur. Slökkviliðið gerir góðverk: Kettlingi hjálpað úr þakrennu EFNAHAGSMÁL Ríkisstjórnin vill að Nýi Landsbankinn og Nýi Glitnir frysti afborganir myntkörfulána, sérstaklega vegna húsnæðislána, þar til ró kemst á gjaldeyris- markaðinn. Þetta kom fram í tilkynningu sem viðskiptaráðuneytið sendi fjölmiðlum í gær. Einnig er þeim tilmælum beint til sömu aðila um að fólki í greiðsluerfiðleikum verði boðin sömu úrræði og til staðar eru hjá Íbúðalánasjóði vegna greiðslu- erfiðleika. Auk þess eru önnur fjármálafyrirtæki beðin um að veita sömu fyrirgreiðslu. - kdk Tilmæli frá ríkisstjórn Íslands: Vilja frysta afborganir lána EFNAHAGSMÁL „Ég er mjög bjartsýnn á viðræður við Rússa um lán. Skýr skilaboð hafa komið um vilja þeirra til viðræðna þótt málið hafi ekki verið eins fast í gadda slegið og ætla mætti af fyrstu yfirlýsingum Seðlabank- ans,“ segir Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra. Íslensk sendinefnd fundaði í Moskvu í gær um gjaldeyrislán. Ekkert liggur fyrir eftir þær viðræður. Össur segir að gangi þær vel verði þess skammt að bíða að fyrstu greiðslur berist. „Ég átti von á að aðrir hefðu komið okkur fyrr til hjálpar, en vinir okkar í Rússlandi hafa áður komið og aðstoðað okkur.“ - kóp Össur Skarphéðinsson: Ráðherra bjart- sýnn á viðræð- ur við Rússa VÆNTIR ÁRANGURS Össur væntir árang- urs af viðræðum íslensku sendinefndar- innar sem nú er í Rússlandi. FRÉTABLAÐIÐ/STEFÁN Stal nærbuxum og ilmvatni Kona hefur verið dæmd í fjögurra mánaða fangelsi, þar af þrjá skilorðs- bundna, fyrir að stela tvennum nær- buxum og ilmvatnsglasi í Hagkaupum í Skeifunni. Verðmæti þýfisins nam 6.677 krónum. DÓMSTÓLAR Sodann í forsetaframboð Þýski Vinstriflokkurinn, Die Linke, hefur tilnefnt leikarann Peter Sodann sem frambjóðanda sinn til embættis forseta landsins. Forsetinn er kjörinn af kjörmannasamkomu sem skipuð er þingmönnum bæði af Sambands- þinginu og héraðsþingum þýsku sambandslandanna 16. Kjörið fer fram 23. maí í vor. Horst Köhler, sem gegnt hefur embættinu undanfarið kjörtímabil, gefur kost á sér áfram. ÞÝSKALAND Stefán, ertu fær í flestan sjó? Já, nema kannski í bankabrælu. Stefán Máni rithöfundur stundar sjósund og segir það vera allra meina bót. SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.